Þjóðviljinn - 28.11.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.11.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Andersson um EB-aðild Norðmenn og Finnar fylgja Sten Andersson, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, sagði í gær í útvarpsviðtali að hann byggist við að Svíar sæktu um aðild að Evrópubandalaginu einhverntíma á næsta ári. Eru þessi ummæli ráðherrans í EB-EFTA-viðrœður Austurríki vondauft Alais Mock, utanríkisráð- herra Austurríkis, sagði í gær að ef ekki næðist einhver árangur í viðræðum Evrópubandalagsins og EFTA um Evrópska efna- hagssvæðið innan tveggja vikna, væri spurning hvort einhver meining væri í að halda þeim áfram. Þetta eru hörðustu ummælin til þessa um viðræðumar af hálfu ráðamanna EFTA-ríkja, sem óánægð eru með seinaganginn í áminnstum viðræðum. I þeim hef- ur lengi hvorki gengið né rekið og veldur mestu um það ágreiningur um hlutdeild EFTA í ákvarðana- töku innan EB, þegar hið sameig- inlega efnahagssvæði bandalag- anna beggja verður orðið að veru- leika. EFTA krefst hlutdeildar í töku ákvarðana, en EB heldur fast við að um þær hafi EFTA aðeins tillögurétt. Mock kvaðst jafnframt telja nauðsynlegt að viðræðumar um Evrópska efnahagssvæðið yrðu til lykta leiddar á fyrri helmingi næsta samræmi við samkomulag fjög- urra helstu stjórnmálaflokka Svíþjóðar, er þeir birtu í s.l. viku, þess efnis að sótt skyldi um EB-aðild, enda kæmi sú að- ild ekki tii með að brjóta i bága við hlutleysi Svíþjóðar, þar eð kalda stríðið væri nú á bak og burt. Andersson sagðist ennfremur í viðtalinu eiga von á því að þess yrði ekki langt að bíða að Noreg- ur og Finnland sæktu um EB-að- ild. Kvaðst Andersson telja að best væri fyrir Norðmenn, Svía og Finna að sækja um aðild nokk- umveginn samtímis, þar eð með því móti yrði samningsstaða þeirra gagnvart EB sterkari. I Finnlandi þykir mönnum Svíar hafa snúist fúrðu snögglega á sveif EB-aðildar og í Noregi er þetta viðkvæmt mál, eins og sýndi sig þegar hægri- og miðju- stjóm Jans P. Syse sprakk í okt. á deilu um aðlögun að EB. Eins og sakir standa er afstaða stjóma Noregs og Finnlands í þessum málum sú, að hagsmunum ríkja þessara verði best þjónað með því r Askorun til kiarnorkuvelda Stuðlið að algeru tilraunabanni Sendinefnd frá alþjóðlegu þingmannasamtökunum Parliamentarians Global Acti- on (PGA) afhentu í gær Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkj- anna, áskorun yfir 2000 þing- manna í nær 50 ríkjum um bann við tilraunum með kjarnavopn. Nefndin mun í dag og á morgun afhenda sömu áskorun forsætisráðherra Bret- lands og forseta Bandaríkj- anna. Formaður sendinefndar- innar er Ólafur Ragnar Grims- son, fjármálaráðherra íslands og formaður Alþýðubandalags- ins. Áskorunin er lögð fram í til- efni ráðstefnu 118 ríkja, sem hefst í janúar og fjallar um tillögu um algert bann við tilraunum með kjamavopn, er sex ríki hafa lagt fram. Ríki þessi 118 hafa öll und- irritað samning frá 1963 um bann við kjamavopnatilraunum á höf- unum og í andrúmsloftinu, er HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR Barónsstíg 47 Heilsugæslulæknir Staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslustöðina í Árbæ að Hraunbæ 102 D og E, er laus til umsóknar frá 1. janúar 1991. Nánari upplýsingar gefur yfirlæknir í síma 671500. Umsóknum skal skila til skrifstofu framkvæmda- stjóra heilsugæslustöðva í Reykjavík, Barónsstíg 47, fyrir 29. desember n.k. Stjórn heilsugæslu Austurbæjarumdæmis nyrðra. Grunnskóla- kennarar Vegna forfalla vantar kennara frá áramótum í Grundaskóla á Akranesi. Kennsla í sjöunda bekk og vélritun. Umsóknarfrestur er til 12. desember. Upplýsingar gefa Guðbjartur Hannesson skólastjóri, vinnusími 93-12811, heimasími 93-12723 og Ólína Jónsdóttir yfirkennari, vinnusími 93-12811, heima- sími 93- 11408. Ræsti- og þvottavörur Fyrirspurn nr. 2440/90 Innkaupastofnun ríkisins óskar eftir tilboðum í ræsti- og þvottavörur, ásamt tilheyrandi rekstr- arvörum, til nota á ríkisstofnunum. Fyrirspurnin er afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Reykjavík, milli kl. 08:00 og 16:00 næstu daga. Tilboðum þarf að skila eigi síðar en 7. desem- ber n.k. Bandaríkin, Bretland og Sovétrík- in gerðu. Var þetta fýrsti afvopn- unarsamningur núverandi stór- velda. Þriðjungur aðildarríkja hefur nú lýst yfir stuðningi við áminnsta breytingartillögu. I áskoruninni er þeim tilmæl- um beint til leiðtoga ríkja þeirra þriggja, sem gerðu samninginn um tilraunabann 1963, að þeir ávarpi ráðstefnuna í janúar, sem haldin verður í New York, til að sýna hve mikils þeir meti málefn- ið, að þeir sjái til þess að ekki verði gerðar tilraunir með kjama- vopn í ríkjum þeirra þangað til niðurstöður hafa fengist á ráð- stefnunni og feli sendimönnum sínum á ráðstefnunni að vinna sem þeir megi að framgangi til- lögunnar um algert tilraunabann. Pólland Walesa leitar til Mazowieckis Verkalýðsleiðtoginn Lech Walesa, sem keppir við kaup- sýslumanninn Stanislaw Tym- inski um pólska forsetastólinn í annarri umferð forsetakosning- anna þar, sem fer fram 9. des., sagðist í gær ætla að biðja Tade- usz Mazowiecki, forsætisráð- herra, um að hætta við að segja af sér því embætti, þar eð afsögn hans myndi verða til þess að auka uppnámið í stjómmálum landsins. Mazowiecki lýsti því yfir að hann ætlaði að segja af sér í fyrradag, eflir að ljóst varð að hann hafði í fyrri umferð kosninganna fengið færri atkvæði en Tyminski, sem þeir Walesa báðir líta á sem miður trúverðugan mann. Tyminski - nær óþekktur fyrir nokkrum vikum en hefur nú sett allt á annan endann í stjórnmálum Póllands. Suður-Líbanon Fimm drepnir í sjálfsmorðsárás Palestínskir skæruliðar drápu fimm ísraelska her- menn í gær í sjálfsmorðsárás austanvert á landræmu þeirri syðst í Líbanon, sem er undir ísraelskum yfirráðum. Einn skæruliða þessara, sem bar byrðar sprengiefnis, sprakk sjálfur í loft upp við þetta tæki- færi og annan í þeim hópi felldu ísraelar. Búlgarar í Nató? Búlgarskir þingmenn í heim- sókn í aðalstöðvum Nató í Briissel í s.l. viku höfðu orð á því við Manfred Wömer, fram- kvæmdastjóra bandalagsins, að þeir hefðu i hyggju að leggja fyrir búlgarska þingið tillögu þess efn- is, að tekið yrði til athugunar hvort Búlgaría ætti ekki að sækja um aðild að Nató. Sagt er að Wömer hafi þá vafist tunga um tönn. Hjá Nató er menn ekki áfjáðir í slíkar umsóknir frá Aust- ur- Evrópuríkjum, þar eð þeir vilja ekki styggja Sovétmenn. Alþýðufrelsisfylking Palest- inu (PFLP) hefur lýst árásinni á hendur sér. Þetta er í annað sinn í vikunni, sem Israelar verða fyrir verulegu manntjóni af völdum ar- abískra skæm- og hryðjuverka- manna. Á sunnudag fór egypskur landamæravörður inn í Israel um 18 km norður af hafnarborginni Eilat við Akabaflóa, skaut til bana fjóra Israela og særði 25. Hann var handtekinn af félögum sínum í egypsku landamæragæsl- unni er hann flúði til baka yfir landamærin. ísraelar svömðu fyrmefhdu árásinni þegar í gær með loftárás- um á stöðvar Palestínumanna i Suður-Líbanon og vom fimm menn drepnir í þeim, að sögn pal- estínskra talsmanna. Árásir vopnaðra araba frá grannlöndum ísraels inn yfir landamæri þess hafa orðið tíðari síðustu vikur. Á laugardag sökkti ísraelskur fallbyssubátur hraðbáti við Líbanonsströnd og fómst þar fjórir liðsmenn palestínsku sam- takanna PFLP-GC. Telja ísraelar að báturinn hafi verið sendur í árásarferð til ísraels. Reuter/-dþ. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. nóvember 1990 okkur að ná viðunandi samkomulagi við EB um myndun Evrópsks efna- hagssvæðis svokallaðs. Norðurlandaríki þessi þijú em í Fríverslunarsambandi Evrópu (EFTA) ásamt Islandi, Austurriki og Sviss. Af þeim hefúr Austur- ríki þegar sótt um aðild að EB. Lýðræðið blómstrar í Gabon Samsteypustjóm hefur verið mynduð í Mið-Afríkuríkinu Gabon og er þar með 22 ára einsflokks- kerfi þar úr sögunni. Stjómarfor- ustu hefur áfram ríkisfiokkur gamla kerfisins, sem lýtur fomstu Omars forseta Bongo, en fimm aðrir flokkar em með í stjóm. Fjöl- flokkakosningar fóm ffam í Gabon fyrir skömmu og fékk ríkisflokkur- inn nauman meirihluta. Herkonur óróavaldar Nokkrar saúdiarabískar konur, allar af háum stigum, mótmæltu fyrr í mánuðinum ýmsum skorð- um, sem þeim em settar í landslög- um, er byggjast algerlega á íslam- slögmáli (sharia). Vom mótmælin í því fólgin að konumar settust und- ir stýri á bílum og óku þeim, en þessháttar er konum bannað í Saúdi-Arabíu. Þær vom handtekn- ar, en látnar lausar þegar gegn lof- orði um að gera þetta aldrei aftur. Talið er að þær hafi látið hvetjast til mótmælanna við að horfa á kon- ur í bandaríska hemum, þangað komnum til að andæfa Saddam Hussein, stýra allrahanda ökutækj- um. Forseti sagður týndur Eitt Afríkustríðið enn virðist nú hafa brotist út á landamæmm Súdans og Sjad (Chad). Frá því 10. þ.m. hafa staðið þar bardagar á milli sjadneska stjómarhersins og þarlendra uppreisnarmanna, sem sækja inn í föðurland sitt ffá Dar- fúr, landshluta í Súdan sem liggur að Sjad. Sjadstjóm segir innrásarlið þetta málalið Gaddafis Líbýuleið- toga, en hann segist ekki hafa kom- ið nálægt þessu. Að sögn ffanskra fféttamiðla hefúr stjómarherinn farið illa út úr bardögunum. Hann hafi misst um 2000 manns, bestu hersveitir hans séu mikið til úr sög- unni og jafnvel er hermt að forseti landsins, Hissene Habre, sé týndur. Þekktur heimspekingur látinn Látinn er í Kina Feng Youlan, einn þekktustu fræðimanna aldar- innar um kínverska heimspeki, 94 ára að aldri. Eftir Feng, sem lengi var prófessor við Pekingháskóla, liggur m.a. yfirlitsrit um sögu kín- verskrar heimspeki, sem kom út 1930 og ffæðimenn styðjast enn mikið við. Feng varð doktor í heimspeki 1923 við Columbiahá- skóla í New York. Á ríkisámm Ma- ós formanns sætti hann stundum áreimi valdhafa, einkum í menn- ingarbyltingu svokallaðri sem hófst 1966, en hefúr síðustu ár not- ið tilhlýðilegrar virðingar í foður- landi sínu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.