Þjóðviljinn - 01.12.1990, Page 6

Þjóðviljinn - 01.12.1990, Page 6
BÆKUR Fróðleiksnáma úr Skagafjarðarhéruðum Skagfirðingabók, 19. árg. 1990. Nítjándi árgangur Skagfirð- ingabókar, ársrits Sögufélags Skagfirðinga, er kominn út þykk- ur og fróðlegur sem endranær. Frá því að ritið hóf göngu sína hefúr þar birst mikið magn ritgerða og frásöguþátta sem varða sögu og mannlíf Skagafjarðarsveita og mun óhætt að fúllyrða að sumt af því efni teljist með því betra i hér- aðssöguritun hér á landi. Útgáfa héraðssögurita hefúr víða verið ærið endaslepp. Svo unnt megi vera að halda slíkri út- gáfú úti árum saman án þess að úr henni detti dampurinn þarf meira að koma til en góður ásetningur. Til verksins þurfa að veljast hæfir menn og ekki er minna um vert að stuðningur og áhugi sé tryggður heima i héraði. Hvoru tveggja hefúr Skagfirðingabók notið frá fyrstu tíð. Að þessu sinni hefur bókin að geyma tíu greinar og frásöguþætti eftir jafn marga höfunda. Að venju skipa þar fræðilegar greinar veglegan sess í bland við sagna- fróðleik og minningaþætti. Gísli Jónsson ritar þátt sem nefnist„Nöfn Skagfirðinga 1703- 1845“. Þar skoðar og skýrir Gísli nafngiftir Skagfirðinga skv. manntölunum 1703, 1801 og 1845. Kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að nöfn Skagfirðinga hafi að stærstum hluta verið af germönskum uppruna þótt heldur hafi tekið að halla undan fæti í þeim efnum er kom ffarn á 19. öldina og biblíuleg heiti og „óþjóðlegar" nafngiftir færst í vöxt. Höfundur gerir sér far um að skýra sem best hann má merk- ingu þeirra nafna sem tíðari voru í Skagafirði en annars staðar á landinu og er þar margt fróðlegt tínt til. A stundum virðist þó sem hann sé fúll ályktunarglaður og hugi ekki nógsam- lega að þvi að færa rök fyrir máli sínu s.s. um nafhliðinn Finna og Finnur sem Gísli vill meina að sé af lapplenskum upp- runa ffernur en að dreginn sé af sögn- inni að finna eins og einhverjir hafa látið sér koma til hugar. Þá gerir Gisli heldur enga tilraun til að skýra hvers vegna ný „tíska“ verður i nafngiflum, né þá athyglisverðu staðreynd að tví- nefni voru algeng- ari í námunda við Hofsós en annars staðar í sýslunni. Með greininni eru birtar nokkrar töflur um tíðni nafna og er þar margvíslegan fróð- SKA(,II1U)1\(»VBÓK Ri( Siigufélags Skagfirðiiigíi 19 1990 Verðlaunabækur: Sjálfstætt framhald... Það hefúr löngum tíðkast að höfundur bamabóka fylgi ungum söguhetjum sínum eftir á þroska- brautinni með „sjálfstæðu fram- haldi“ fyrstu bókanna um þær. Þannig hélt Jóhanna Spyri áfram að skrifa um Heiðu með góðum árangri þar til hnátan í Ölpunum var orðin amma. A hinn bóginn hefur það tiðkast vestur í Holly- wood að gjömýta vinsælar hetjur með látlausri endursuðu, saman- ber myndimar um hetjumar Roc- ky og Rambó. Sé viðfangsefnið rýrt i upphafi telst til undantekn- inga að það öðlist aukið gildi með sjálfstæðu framhaldi. Tilefni hugleiðingarinnar hér að ofan er útgáfa Vöku-Helgafells á „sjálfstæðu framhaldi“ tveggja bóka sem hafa hlotið íslensku bamabókaverðlaunin. Áður hefúr Kristín Steinsdóttir reyndar fylgt sinni verðlaunuðu bók eftir. Að þessu sinni kemur út bókin Emil, Skundi og Gústi eftir fyrsta verð- launahafann, Guðmund Ólafsson, og Leitin að demantinum eina eft- ir Heiði Baldursdóttur, sem hlaut verðlaunin í fyrra. Lítum fyrst á nýju söguna um Emil og Skunda. Samanburður við þá fyrri er óhjákvæmilegur, því þar var á ferðinni eftirminni- leg bók. Þar fylgdi lesandinn Em- il eftir í vemleg og skiljanleg átök. Að þessu sinni segir frá Gústa, vini Emils, sem á sér þung- bært leyndarmál. Ekki þótti mér nýja bókin eins átakanleg og raun- sönn og sú fyrri, ef til vill vegna þess að les- andinn fær ekki að lifa sig inn i átökin, heldur er honum (og Emil) sagt frá þeim eftir á. Þrátt fyrir þennan veik- leika er heilmargt sem gleður, ekki síst önnur þungamiðja frásagnar- innar, uppfærslan á leikverki Gústa, svo og ágætar lýsingar á heim- ilishögum og fjöl- skyldulífi beggja félag- anna. Frásögnin er krydduð græskulausri kímni sem léttir heil- mikið á henni. Þessi bók kallar eiginlega á framhald, því höfundur kýs að .Skilja eftir ýmsa enda ófrágengna í sögulok. Mað- ur bíður bara eftir Emil, Skunda og Gústa og...? Víkur sögunni til sjálfstæðs ffamhalds Álagadalsins ffá því í fýrra. Sú bók þykir mér síst verð- launabóka í þessum flokki, og kemur þar margt til. Fantasían er vandmeðfarið form. Henni verður ekki beitt svo vel sé nema kjöl- festan sé góð, forsendur hennar vandlega grundaðar. Annars breytist hún í marklausan ratleik sem stendur að baki fjölda fantas- íuleikjaforrita sem nú eru fáanleg. Þar fær neytandinn þó að vera þátttakandi! Svo er ekki í bókum Heiðar, þar sem leikreglur virðast nánast ákveðnar á leiðinni frá A til B. Ekki nægir að sagan fjalli um „baráttu góðs og ills“ eins og segir á bókarkápu. Þau hugtök eru of almenns eðlis, að ekki sé minnst á þegar þau renna saman í eitt eins og hér gerist. Fantasíuna verður að undirbyggja, hún verð- ur að hvíla á veigameiri stoðum en hér er til að dreifa. Samt er Leitin að demantinum eina að mínu viti betri en fyrri bókin, þrátt fyrir allt. Frásögnin er tals- vert heilsteyptari og málfar sýnu betra. Reyndar þótti mér skemmtilegast að lesa um við- skipti Krúsu við vinkonu sína og nýju stelpuna, en þau áttu sér stað í hversdagsleikanum. Hann getur líka verið skemmtilegt yrkisefhi. Sem áður eru bækur í þessum flokki í skemmtilegu, handhægu broti, með góðu letri og greinilega vandlega prófarkalesnar. Bæk- umar sem hér voru til umræðu eru ekki myndskreyttar, en hefðu að ósekju mátt vera það. Hvað um það, þetta er finn bókaflokkur! leik að hafa. En heldur em þessar töflur tafsamur lestur og hefði að ósekju mátt matreiða þær með öðmm hætti til að gera lesendum samanburðinn auðveldari. Már Jónsson gerir skagfirska hórkarla og bamsmæður þeirra á fyrri hluta 19. aldar að athugunar- efni í fróðlegri grein. Már hefúr um nokkurt skeið fengist við rannsóknir á ástum ut- an hjónabands frá 1550-1850 og er þessi ritgerð væntanlega meið- ur af því verkefni. Már tilfærir ýmis dæmi úr frumheimildum um stapp hórkarla, en svo nefnir hann þá menn sem tóku fram hjá eigin- konum sínum, við yfirvöld út af syndsamlegu atferði sínu. Niður- staða Más er sú að yfirvöld heima í héraði hafi gjaman séð í gegnum fíngur við sveitunga sína þótt hrasað hafi á þröngum vegi dyggðarinnar. Við öðm hafi vart verið að búast þegar alsiða var að yngri karlar gengu að eiga sér mun eldri konur sem jafnvel vom lagstar í kör áður en hjónabands- sælan var úti. Öðm máli gegndi um konungsvaldið og æðri emb- ættismenn sem héldu dauðahaldi í aldagömul lög og reglur. I grein sem nefnist „Upp- vakningur í kirkjugarði?" segir Guðrún S. Magnúsdóttir frá því hvemig munnleg geymd um- breytir raunvemlegum atburði á skömmum tíma í þjóðsögu. Fjórða fræðilega þáttjnn í rit- inu ritar Siguijón Páll ísaksson um legstein Vigfúsar Schevings sýslumanns Skagfirðinga í Við- eyjarkirkjugarði. Fléttar höfúndur ýmsan fróðleik saman við frásögn sína. Skagfirðingar hafa löngum átt margt dánumanna í klerkastétt. Magnús H. Gíslason gerir einn slíkan að umtalsefni, - séra Láms Amórsson á Miklabæ. Stiklar Magnús þar á stóm í lífshlaupi Lámsar og dregur upp sannverð- uga mynd af honum sem kenni- manni og stórbrotinni persónu. Þátturinn er fjörlega ritaður eins og Magnúsar er vísa. Að skað- lausu hefði Magnús mátt vera ódeigari við flytja lesendum ein- hveijar af þeim græskulausu sögnum sem af Lámsi gengu þeg- ar í lifanda lífi. Virðing Magnúsar fyrir minningu Lámsar hefði ekki sett niður fyrir það. Þá em einnig í bókinni fjórir frásögu- og minngarþættir. Em þeir allir ágætlega fallnir til að veita lesendum innsýn inn i hversdagslegt amstur manna á fyrri tímum. Að síðustu skal getjð þáttar Sölva Sveinssonar „Úr gömlum blöðum III“, en þar tínir Sölvi saman ýmis tíðindi úr Skagafirði sem getið var um í blöðum laust fyrir síðustu alda- skipti. -rk Þríhymingur á þríhyrning ofan Carol Clewlow: Leiðbeiningar fyrir konur um framhjáhald. Sverrir Hóimarsson þýddi. Iðunn 1990. Viðfangsefnið kemur ræki- lega ffarn í heiti bókarinnar. Hún segir af fjómm vinkonum, fijáls- um miðstéttarkonum á fertugs- aldri, sem allar hafa flækt sig illi- lega í ástarinnar sterka silkinet. Og hvemig greiðist úr því? Jo heldur við giftan þingmann en losar sig við hann vegna þess að hún hyggur sjálf á frama í pólitík. Helen hefúr hent út eiginmannin- um og bíður eftir því að giftur ást- maður fari frá konu sinni og til hennar (sem hann gerir ekki). Jennifer, hún tekur aftur á móti sinn ástmann frá elju sinni og læt- ur hann gíftast sér. Rose, sem sög- una segir, tekur upp ástarsamband við bókmenntakennara sinn Paul (það er mikið um bókmenntanám í samtímasögum!) og elskar hann svo mikið að hann missir fljótt áhugann. Þannig er nú það. Konumar em sífellt að ræða málin og það koma fram mismun- andi kenningar um það, hvers vegna þær standi í slíkum sam- böndum. Ein kenningin er sú, að þær vilji þjást, vilji ófijálsa ást- menn „til að valda okkur kvölum svo hreinum og ljúfum og þókn- anlegum að þær veita unað um leið“. Önnur kenningin er sú, að giftu mennimir séu (þegar hér er komið aldri) skástu eintökin af karlpeningi, þeir einhleypu skelf- ing hallærislegir. Hvemig sem það er: hér er ekki beinlínis verið að leita að sökudólgum, skipta hlutverkum milli kynja með einfoldum hætti: hér em fómarlömbin (konumar) þama úlfamir (karlamir). Það er margt laglega orðað og athugað í sögunni, ekki síst kemur ágætlega ffam þversögnin í Rose sjálfri, sögukonunni. En hún er í senn á móti framhjáhöldum (vill ekki valda annarri konu sársauka) og með þeim í reynd, þegar þær stundir koma að ástin breytir heiminum. Það er líka rakið af ör- yggi hvemig þráðurinn milli þeirra Rose og Pauls raknar og slitnar - og breytist í efhi í skáld- sögu! Sagan er um margt skynsam- leg athugun á siðum okkar tíma, þegar sársaukinn dugar ekki i tragedíu og gleðin varla i lofsögn og allt er skilgreint fram og aftur, aftur og ffam. Þýðing Sverris Hólmarssonar er prýðilega læsi- leg. ÁB. Carol Clewlow 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. desember 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.