Þjóðviljinn - 01.12.1990, Page 9

Þjóðviljinn - 01.12.1990, Page 9
Miðbær Neskaupstaðar á stríðsárunum. Næst er hús PAN, Pöntunarfé- lags alþýðu Neskaupstað. Sósfalistar réðu PAN frá þvf á sögulegum að- alfundi félagsins árið 1939 þangað til félagið var lagt niður árið 1960. Á bak við PAN er hús Kaupfélagsins Fram og ofan við það Gúttó, sam- komuhús góðtemplara. Ungir kommúnistar leigðu herbergi f húsinu sem nefnt var Rauða stofa. Lengst til hægri, á hafnarbakkanum, er svokallað Bæjarhús sem Hinar sameinuðu fslensku verslanir áttu á sinni tfð. Hús- ið hinu megin götunnar er Sómastaðir, en þar voru bæjarskrifstofumar í Neskaupstaö um árabil. Gúttó, Pan og Sómastaðir eru nú öli horfin. (Ljósmynd: Björn Björnsson) Þeir voru bæjarstjórar f Neskaupstað, en eru nú báðir látnir. Karl Karls- son t.v. var bæjarstjóri 1938 -1939, en Bjarni Þórðarson varð bæjarstjóri árið 1950 og gegndi starfinu óslitiö á þriðja áratug. þýðu, Sósíalistaflokksins hófst 24. október 1938. Af hálfii Norð- firðinga sátu þingið Alfons Pálmason, Páll Sigurðsson, Ing- ólfur Sigfusson, sem kjömir höffðu verið til setu á þingi ASI og Ásmundur Jakobsson og Bjami Þórðarson ffá Kommúnista- deildinni. Þeir sem sátu þing Alþýðu- sambandsins gerðu grein fyrir störfum sínum á félagsfundi i Verklýðsfélaginu 22. nóvember. Margir tóku til máls. Alþýðu- flokksmenn voru mjög óánægðir og gagnrýndu stjóm félagsins harðlega. Jóhannes Stéfánsson, formaður félagsins, lagði fram til- lögu í nokkrum Iiðum þar sem lýst var stuðningi við gerðir þing- fiilltrúanna, mótmælt breytingum á lögum sambandsins og skorað á Verkamannafélagið Dagsbrún að beita sér fyrir stofnun nýs verka- lýðssambands. Þá lagði Jóhannes til að fúndurinn fordæmdi þá sem gerðust svo ósvífnir að hvetja til sundrungar verkalýðssamtakanna með því að kljúfa Verklýðsfélag- ið. Fundarstjóri ákvað, að beiðni Ólafs Magnússonar og jleiri, að bera upp hvem lið ályktunarinnar fyrir sig. Þegar atkvœðagreiðslan var að hefjast fór allt i upplausn. Eyþór Þórð- arson bæjarstjóri, sem jafnframt var félagsmaður, mótmælti at- kvœðagreiðslunni og sagði fund- arstjóra ekki hafa vit á að stjóma henni. Varð uppi fótur og fit, há- reysti og hark. Fundar- stjóri bað menn að taka lífinu með ró, en allt kom fyrir ekki. Fundarmenn ruku á fætur og kallaði hver upp í annan. Nú var allt komið í uppnám og sagði fundarstjóri fundi slitið, en bað lögreglustjórann og lög- regluþjóninn, sem voru meðal fundarmanna, að segja fólki að fara út. Gerðu þeir það og reyndu ásamt mörgum öðrum fundarmönnum að stilla þœr æs- ingar i salnum, sem nú voru mikl- ar, vegna þess að fundinum var hleypt upp með frammiköllum og afskiptasemi um atkvæðagreiðsl- una. Leið nokkur stund, þar til tókst að fá alltfólkið út úr salnum og honum var lokað. Urðu stymp- ingar nokkrar og háreysti úti fyr- ir fundarstaðnum, eftir að menn komu út. Kl. tœplega 24 héldu menn heim til sin, en fundinn sátu á þriðja hundrað manns. segir í fundargerð ffá fúndinum. Stjómin boðaði til allsherjar at- kvæðagreiðslu um tillöguna sem ekki fékkst afgreidd liðlega viku síðar. Hún var samþykkt með 121 atkvæði gegn 6. Sýnist nú rétt að huga aftur að bæjarstjóravandræðum, enda skammt til þeirra tíðinda sem menn áttu kannski síst von á. „Sögulegar sættir“ Þjóðviljinn og Alþýðublaðið spöruðu ekki stóm orðin um Norðfjörð haustið 1938. í báðum blöðunum er mikið skrifað um bæjarstjóramálið og oftast á þeim nótum að nú sé hvor um sig að svíkjast aftan að verkalýðnum með því að hefja samvinnu við íhaldið. Morgunblaðið lét sér aft- ur á móti fátt um málefni Norð- firðinga finnast flesta daga þetta haust. Þó birtir blaðið allstóra ffétt á þriðju síðu þann 24. nóv- ember. Þar segir frá ólátafúndin- um í Verklýðsfélaginu, sem ann- arstaðar er frá sagt. Næstum eins og í ffamhjáhlaupi er þess getið að líklega væri mögulegt að ná meirihluta í bæjarstjóm um að Þórður Einarsson verði bæjar- stjóri, en málið strandi hins vegar á Þórði sem vilji alls ekki stöð- una. Daginn eftir segir blaðið að bæjarstjóm vilji ekki bæjarstjór- ann aftur. Tilefhið var að Eyþór Þórðarson hafði sagt upp starfinu af skyndingu nokkm áður, meðal annars með þeim afleiðingum að ekki var hægt að halda bæjar- skrifstofúnni opinni um tíma. 15. september buðu sameiningar- menn Alþýðuflokknum upp á samkomulag um að kjósa séra Ei- rík Helgason í Bjamanesi í stöðu bæjarstjóra. Alþýðuflokksmenn svömðu að bragði: Við höfum i engu breytt þeirri ákvörðun okkar að Eyþór Þórð- arson verði bœjarstjóri áfram. Þetta vissu kjósendur allt fyrir kosningar. Sé ykkur áhugamál að losa bœjarbúa við nýjar kosningar er ykkur opin leið að styðja bæjar- stjóraefni okkar, en að öðru leyti teljum við allt samtal um þessa hluti þýðingarlaust vegna undan- genginnar reynslu. Bæjarstjóm var búin að vera meira og minna óstarfhæf allt árið og engar líkur til þess að úr rættist sjáanlegar, nema einhver brytist út úr sjálfheldunni. Það gerðist loksins þann 26. nóvember með því að Karl Karlsson var kosinn bæjarstjóri með atkvæðum sósíal- ista og sjálfstæðismanna. Jóhann- es Stefánsson segir: Þegar Ijóst var að allt vœri komið í upplausn, náðum við saman um að kjósa Dalla sem bœjarstjóra. Við vissum að þeir myndu aldrei fallast á neinn frá okkur og þetta ástand gat ekki gengið lengur. Dalli var ekki harður sjálfstæðismaður eða ihaldssamur og alveg ágætt að starfa með honum. Það var hluti af samkomulaginu að ég var ráð- inn á bæjarskrifstofuna og Ólafur Magnússon hætti. Ég hafði lœrt litillega bókhald hjá dr. Kristni Guðmundssyni þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri. Ég kunni þó lítið fyrir mér í byrjun og varð að fikra mig áfram. Daginn áður gaf Þjóðviljinn í skyn að sósíalistar gætu unnið með sjálfstæðismönnum og er það í eina skiptið sem blaðið svo mikið sem ýjaði að þeim mögu- leika. Þann 27. nóvember segir Morgunblaðið ffá ráðningu Karls Karlssonar og birtir jafnffamt yf- irlýsingu sem bæjarfúlltrúar sósí- alista gáfú út af þessu tilefni, en segir ekki orð um málið umffam það. Sósíalistaflokkurinn var ný- stofnaður og með því að kosning- amar höfðu stórpólitíska þýð- ingu, mátti reikna með að foringj- ar flokksins heffðu áhyggjur af til- tækjum sinna austfirsku flokks- bræðra. Lúðvík Jósepsson segir: Eg held að það sé enginn vafi á því, að eftir seinni kosningam- ar 1938 vorum við aðal áhrifa- mennimir í bœjarmálum. Milli okkar og kratanna gat ekki orðið um neitt samstarf að ræða, og heldur ekki milli hinna innbyrðis, þegar til lengdar lét. Við hringd- um suður og áttum langt samtal við Einar Olgeirsson og Brynjólf Bjamason og spurðum: Er hætta á því, ef við gerum þetta, að við séum að vinna flokknum ogykkur mikið tjón þar sem þviyrði slegið upp að kommamir á Norðfirði vinni með íhaldinu? Einar var til- búinn eins og vant var, en Brynj- ólfur hikandi, fannst þetta skringileg uppákoma. Niðurstaða beggja var þó þessi: Efþið teljið að þetta sé sterkast hjá ykkur, þá eigið þið að gera þetta. Við töldum okkur standa nægilega sterkt að vigi til þess að semja, en auk þess var Karl Karlsson þœgilegur maður og velviljaður í samstarfi. Hann var eldri en við, en við vorum mjög kunnugir. Forystumönnum Sósíalistaflokks og Sjálfstæðisflokks hefúr senni- lega þótt skást að hafa í bili ffem- ur hljótt um það sem gerðist í Neskaupstað. Þjóðviljinn og for- ystumenn Sósíalistaflokksins vom a.m.k. I nokkurri klípu, þar sem blaðið hafði mánuðum sam- an skammað Alþýðuflokkinn fyr- ir að svíkja verkalýðinn og svikin voru bara ein: að vinna með íhaldinu. Brynjólfúr Bjamason sá sig greinilega knúinn til að rétt- læta ákvörðunina með greinarstúf í Þjóðviljanum þann 1. desember, þar sem hann leggur áherslu á að Karl Karlsson sé alveg ópólitísk- ur maður. Eftir það skrifar blaðið ekkert um Norðfjörð i langan tíma. (Millifyrirsagnir em blaðsins) Laugardagur 1. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.