Þjóðviljinn - 01.12.1990, Síða 10

Þjóðviljinn - 01.12.1990, Síða 10
Slordóni ar Um þessar mundir eru liðin tíu ár frá því „Isbjamarblús“ kom út og einn litríkasti ferill íslensks tónlistarmanns hófst. Bubbi Morthens spratt út úr Kassagerð- inni og söng um kaldan veruleika verbúðalífsins með þeim gróf- leika sem honum fylgir og gaf ís- lenskum „kóperingarböndum“ langt nef, enda tími til kominn. Á tíu ára rokkferli hefur Bubbi furðu vel náð að halda fullum dampi, þó vissulega hafi verk hans á þessum tíma verið misjöfn. Þær plötur sem standa upp úr á ferlinum eru án efa „Is- bjamarblús“, „Geislavirkir", „Plágan“, og „Kona“. Þessar plötur em um margt ólíkar, en á þeim á Bubbi sín bestu rokklög og sínar bestu ballöður. Það felst nokkur einföldun í því að segja að skipta megi verk- um Bubba í tvennt, rokk og ballöður, en í þessari skiptingu felst engu að síður töluverður sannleikur að mínu mati. Hvom megin borðs sem Bubbi er, fer honum einfaldleikinn betur en ofhlaðnar og flóknar útsetningar. í fyrra sendi Bubbi frá sér „Nóttina löngu". Þessi plata get- ur alls ekki talist vond plata, enda ber hún það með sér að vera unn- in af miklum metnaði. Hins veg- ar fannst mér Bubbi halda þar um of inn á braut fyrr greindra út- setninga, þar sem of miklu var hlaðið ofan á hvert annað. Þetta kom niður á laglínunum, lögin urðu ekki eins melódísk og mað- ur á að venjast hjá Bubba og söngur hans virkaði á köflum eins og aðskotahlutur í lögunum. Það er líka eins og Bubbi og sam- starfsfólk hafi áttað sig á þessu og bætt á plötuna á síðustu stundu léttara og auðgripnara lagi, „Háflóð“. Nú hefur Bubbi enn sent frá sér nýja plötu sem hann kallar „Sögur af Iandi“. Að mínu mati tekst honum mun betur til á þess- ari plötu en á „Nóttinni löngu“ og raunar er þetta með því allra besta sem hann hefur gert frá upphafi. Einfaldleiki í undirleik, melódísk lög þar sem rödd Bubba fær notið sín til fulls, eru helstu einkenni „Sagna af landi“. HANDBRAGÐ MEISIARANS Bakarí Brauðbergs Ávallt nýbökuð brauð -heilnæm og ódýr- Aðrir útsölustaðir: Hagkaup Skeifunni -Kringlunni -Hólagarði Verslunin Vogar, Kópavogi Brauðberg Lóuhólar 2-6 sími 71539 Hraunberg 4 sími 77272 Þetta á við plötuna í heild, en skýrast kemur þetta fram í úrvals tónsmíðum eins og „Blóðbönd- um“, „Fjólubláu flaueli“, „Síð- asta eminum“ og „Stúlkunni sem starir á haflð“. Sjórinn, þorpið og Iandið eru sjaldan langt undan í textum plötunnar og í síðast nefnda Iaginu nær Bubbi að skila með fallegum hætti sorg þess fjölda íslenskra kvenna sem horft hafa á eftir manni sínum í hafið. I „Fjólubláu flaueli" er síðan á ferðinni uppgjör við liðna tíma, bæði tónlistarlega og hvað varðar persónulega Iífsreynslu Bubba sjálfs. í þessu lagi er Bubbi ekk- ert að fara með það í grafgötur að hann semur og flytur undir sterk- um áhrifúm frá Bob Dylan. Það ber fremur að líta á það sem virð- ingarvott en fátækt af Bubba hálfu. Slordónanum sem ætlaði valdrei, aldrei, meira að vinna í Isbiminum", hefur vissulega far- ið mikið ffam í textagerð á einum áratug. Hráslagalegir textar Bubba framan af ferlinum fólu aftur á móti í sér skemmtilega árás á kreddumenn í ljóðagerð og þá sem froðufella bókmenntaarf- inum yfir landsmenn og hafa gef- ið sjálfum sér einkarétt á íslcnskri Tungu með stóm téi. Enda létu viðbrögð þessara menningarvita ekki á sér standa á sínum tíma. Heimir Pálsson sagði einhvem tíma að íslensk menningamm- ræða byijaði yfirleitt mjög vítt. Hún væri hins vegar eins og pera í laginu og endaði alltaf í skrúf- stykkinu „íslcnsk tunga". Þetta sannaðist á Bubba, þar sem lítið var rætt um þá rokk- og slor- menningu sem hann var og er fulltrúi fyrir, en þeim mun meira rætt um hvort hann færi vel með tunguna. Eftir að Bubbi fór að vanda textagerð sína með tilliti til hefðbundins ljóðaforms, hef- ur mér einstaka sinnum þótt bragfræði og annar regluboð- skapur þvælast fyrir honum og bitna á textunum frekar en hitt. Þetta á helst við þegar Bubbi hefúr orðið of hátíðlegur með pennann. Þessar athugasemdir eiga ekki við „Sögur af landi“. Aftur á móti er Bubbi mjög alvarlegur í öllum textum plötunnar, sem gæti farið fyrir brjóstið á þeim einfeldingum sem standa í þeirri trú að lífið eigi að vera ein- hver skemmtun. Lífið er „fúll tæm djobb“. Hér hefur aðeins lítillega verið minnst á Bubbi Morthens undirspilið á „Sögum af landi“. Eins og áður segir er það í þeim einfaldleika sem klæðir Bubba best. Sjálfur leikur Bubbi á raf- lausan gítar og gerir það óaðfinn- anlega að vanda og önnur óraf- mögnuð hljóðfæri gefa plötunni þann fágaða blæ sem á henni er. Þar má neftia þverflautu Martial Nardeau, harmonikku Reynis Jónssonar, básúnu Össurar Geirs- sonar og klarinett Guðna Franz- sonar. Þeir Christian Falk og Hilmar Öm eiga síðan stóran þátt í plötunni með fjölbreyttum hljóðfæraleik og hlutdeild í út- setningum. Bubbi hefnr sjálfúr sagt að skyldleika megi finna með „Sög- um af landi“ og „Isbjamarblús" og „Konu“. Undir þetta er hægt að taka án þess að þar með sé sagt að endurtekningar séu hér á ferð. Bubbi heíúr líka sagt að platan sé ákveðið uppgjör eða upprifjun á þeirri tónlist sem glumdi í eyrum hans á unglingsárum. Þar em Dylan, Lennon og fleiri á ferð. Áhrifin ffá Lennon liggja kann- ski helst í persónulegum texta Bubba til konu sinnar Brynju, þar sem hann syngur um B + B dreg- ið með skautum á svell. En það er svo sem ekki nýtt hjá Bubba að vera persónulegur í textum. „Sögur af landi" em nýr kafli í tónlistarsögu Bubba Morthens og sennilega einn af þeim fersk- ustu og merkilegustu. -hmp Þjóðlög flutt á disk Hljómsveitin Islandica hefur á undanfömum tveimur ámm verið ötul við að kynna íslensk þjóðlög, bæði hér heima og er- lendis. I Islandica em Gísli Helgason, Guðmundur Bene- diktsson, sem að vísu hefur verið leystur af af Eggerti Pálssyni, Herdís Hallvarðsdóttir og Ingi Gunnar Jóhannsson. Áður en Eggert gekk til liðs við lslandicu, gáfu þau fjórmenningar út hljóm- plötu og geisladisk með safni ís- lenskra þjóðlaga, þar sem finna má gamalkunn lög eins og „Kmmmavísur", „Það á að gefa bömum brauð“, „Móðir mín í kví, kví“, „Á Sprengisandi“ og fleiri. Það er virðingarvert að ein- hver skuli sinna þessum arfi ís- lenskrar menningar og gera það með þeim ágætum sem Islandica gerir. Fyrir utan hefðbundin þjóðlög er á plötunni yngri lög, sem þjóðin er sjálfsagt farin að telja tij þjóðlaga, til dæmis lag Jóns Ásgeirssonar við „Maís- tjömu" Halldórs Laxness og „Af- mælisdiktur" eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Þórbergs Þórðarsonar. Þegar lög sem hvert mannsbam í landinu kannast við eiga í hlut, kennir rótgróinnar íhaldssemi í huga ílestra um hvemig flutningi þeirra skuli háttað. Þetta á til að mynda við um sígilt lag Sigvalda Kaldalóns við „A Sprengisandi" eftir Grím Thomsen. I þessu lagi vill maður heyra kröftugan karlakór kyrja Ijóðið af miklum móð og er því ekki alls kostar sáttur við útsetn- ingu Islandica, sem lætur eina karlmannsrödd nægja, að vísu með bakröddum. Gott undirspil og nærgætni í flutningi flestra laganna vegur þó að mestu upp á móti þessari íhaldssemi. Herdís syngur til dæmis fallega „Sofðu unga ástin mín“, ljóð Jóhanns Sigurjónsson- ar, og það á við um fleiri lög sem hún og félagar hennar syngja. Fyrir Islendinga er „Rammís- lensk“ þeirra f Islandica ágæt eign í plötusafninu, til að bregða á fóninn þegar þörf er á að efla ISIANDICA iMwkMw. V— RAMMÍSLENSK þjóðemisandann í brjósti sér. Platan ber þess nokkur merki að vera hugsuð sem skemmtileg tækifærisgjöf Islendinga til er- lendra vina og vandamanna og ekkert nema gott um það að segja. Á umslagi eru haldgóðar upplýsingar á ensku og þýsku um einstök lög, og yfirlit fylgir um sögu íslenskra þjóðlaga og varð- veislu þeirra. Fyrir utan þjóðlög og hálf- þjóðlög em að minnsta kosti tvö lög sem em tiltölulega ný af nál- inni. Það fyrra, „Tröllaþvaður“, er eftir Herdísi Hallvarðsdóttur við ljóð Ingu Rúnar Pálmadóttur. Útsetningin minnir á húsgang í anda Þursaflokksins og gæti hæglega mglað útlendinga og jafnvel íslendinga í ríminu, hvað uppmna varðar. Seinna lagið er eftir eiginmann Herdísar, Gísla Helgason. Það er lagið „Kvöld- sigling" við ljóð Jóns Sigurðs- sonar. Útsetningin er ekki eins „þjóðleg“ og í „Tröllaþvaðri“, þó þjóðhátíðarstemmning Eyja- manna svífi yfir vötnum. Gísli hefúr áður gefið þetta ágæta lag út á plötu, en það hefúr sennilega ekki verið geflð út á geisladisk áður. Þó ekki sé hér um þjóðlag að ræða, er á vissan hátt við hæfi að enda diskinn á „Kvöldsiglingu", þar sem sungið er um bát á leið til veiða. Furðulega fá þjóðlög fjalla nefnilega um fisk og það sem hann snertir. Það em vinsældir og seigla laga sem ákveða það hvort þau verða þjóðlög. Kannski nær „Kvöldsigling“ því að teljast til þjóðlaga í framtíðinni, ásamt „Stál og hnífúr" Bubba Morthens og fleiri laga. -hmp HÚSfÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. desember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.