Þjóðviljinn - 18.12.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.12.1990, Blaðsíða 10
X Heimir Már Pétursson skrifar um bækur: Gestur í rokk- sögu íslands Hljómar settu mark sitt á sjöunda áratuginn. Á sviðinu I Austurbæjarblói þegar hippatískan réð ferðinni. Gestur Guðmundsson Rokksaga íslands Forlagið 1990. Gestur Guðmundsson félags- fræðingur hefur ráðist í það stór- virki að skrifa bók með þeim djarfa titli „Rokksaga íslands“ og undirtitlinum „Frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna“. Þessi tilraun Gests er fyrst og fremst djörf fyrir þá gífurlegu heimildavinnu sem hlýtur að fylgja verkefhi sem þessu. Ekki bætir síðan úr skák að prentaðar heimildir um íslenskar rokkhljómsveitir og meðlimi þeirra eru mjög takmarkaðar. En Gestur setur sér ekki ein- ungis það verkefni að rekja þessa sögu með skírskotunum til þeirra þjóðfélagsbreytinga sem átt hafa sér stað í hinum vestræna heimi ffá árunum í kring um 1955 ffam til okkar daga. I viðfangsefninu sjálfu felst sú tilgáta höfundar að rokktónlist endurspegli á ein- hvem hátt tíðarandann hverju sinni og sé í röklegu samhengi við þær þjóðfélagslegu breytingar sem átt hafa sér stað. Þessa tilgátu reynir Gestur ekki að sanna eins og félagsfræð- ingur sem er að skila vísindalegri greiningu í fagtímarit. Það er heldur ekki ætlun hans að ná ein- ungis til þröngs hóps manna sem hefur það að atvinnu að velta sér upp úr ffæðunum, heldur að skrifa alþýðlegt rit um það hvemig al- þjóðlega fyrirbærið rokk þróast og festir rætur á Islandi. Þetta tekst Gesti að mestu leyti. Þegar lestri bókarinnar lýk- ur greinir lesandinn ákveðinn þráð islenskrar rokkmenningar þótt skrykkjóttur sé og misjafn- lega merkilegur. Gesti hættir þó til að endurtaka sig of þannig að út alla bókina er lesandinn að hnjóta um sömu hlutina. Endur- tekningar geta verið góðar ef und- irstrika þarf samhengi eða minna lesandann á eitthvað sökum flók- innar atburðarásar, en þessar for- sendur em langt í ffá alltaf til staðar í „Rokksögu íslands". Rokksagan hefst í Bandaríkj- unum og setur Gestur upphafs- punktinn á árið 1955. A ámnum í kring um 1977 fer að blandast saman sveitatónlist hvítra Banda- ríkjamanna og rythmablús svartra Bandaríkjamanna. En á þessum tima var í raun og vem aðskilnað- arstefna kynþátta í fullu gildi í Bandaríkjunum. Rokkið er því að þessu leyti sameinandi fyrirbæri. Hins vegar endurspeglar rokkið síðan í vaxandi mæli menn- ingu æskufólks sem hafði meiri Qárráð en foreldramir áttu að venjast á sínum unglingsámm og lengra æskuskeið sem fylgdi fjöl- breyttari menntunarmöguleikum. Þegar rokkið kom fyrst ffam á sjónarsviðið var það afgreitt sem tískubóla sem myndi hjaðna og eldri kynslóðin, ekki hvað síst tónlistarmenn og útgefendur sem skefldust þetta nýja og grófa fyr- irbæri, hugguðu sig við það. En rokkið var ekki komið til að deyja snöggum dauða, þótt upprunalegu rokkgoðin væra lögð að velli með ýmsum hætti eins og Gestur greinir frá. Hann rekur þróun rokkmenn- ingarinnar áfram til okkar daga. Það er áberandi hvað breytingar í rokkinu og menningu þess berast seint til íslands og hvað kraftur- inn er miklu minni hér á landi, alla vega fýrstu árin. Enda átti unga kynslóðin nánast ekkert sameiginlegt með jafnöldrum sín- um í útlöndum, annað en meiri fjárráð og að eiga fleiri æskuár ffamundan en fyrri kynslóðir. Hér vantaði ýmsa átakaþætti sem vom til staðar í stærri samfélögum og hér vantaði fjöldann. Þá sýnir Gestur fram á hvað íslenskum tónlistarmönnum gekk illa að laga íslenskuna að rokkinu og ná fram því grófa og töffara- lega orðbragði sem fylgdi því á fmmmáli þess, enskunni. Þetta endaði með þvi að íslenskar rokk- hljómsveitir settu enska texta við rokkið á ámnum upp úr 1970, sem þó var horfið ffá vegna þess að þar reyndust textahöfundar engu meiri skáld og andstaðan við enskuna var mikil af málræktar- ástæðum. Islenskan fær síðan ekki notið sín að marki í íslensku rokki fyrr en Megas, Spilverkið og Bubbi og fleiri koma fram á sjónarsviðið. Með skýrskotunum í íslenskt samfélag nær Gestur að sýna nokkuð sannfærandi fram á að til sé eitthvað sem kallast megi „ís- lenskt rokk“. Tilraun til að sanna slíkt hefur þó takmarkað gildi að minu mati. Rokkið var og er al- þjóðlegt fyrirbrigði. Þjóðleg ein- kenni koma hins vegar fram út frá þeim aðstæðum sem ríkja í hveiju þjóðfélagi þótt undirtónninn sé alltaf hinn sami. Gestur leiðir lík- ur að því að rokkið hafi verið sameiningartákn æskunnar í ára- tugi, en hafi hætt að vera það i eins ríkum mæli með tilkomu diskósins. Þetta skrifar hann á þann reikning að samfélagið sé orðið flóknara og línur óskýrari og þar af leiðandi sé rokkflóran fjölbreyttari eftir tímabil diskós- ins en hún var fyrir það. Um þetta skal ekki fjölyrt, en gæti ekki líka verið að það vanti um þessar mundir háskann og spennuna sem fylgir því þegar ein kynslóð finn- ur til samkenndar sem er gerólík heimsmynd eldri kynslóða sem finnst sér og sínu gildismati ógn- að með þessari nýju samkennd? Rokkið eins og margt annað fylg- ir hringrás tilvemnnar. Ungt fólk í dag mínnir um margt á foreldra hippakynslóðarinnar, sem vom á kafi í fjárfestingafylliríi. í dag er það ég og BMW-inn minn, skuldabréfin, ég og BMW-inn minn, ergó; einstaklingshyggjan. „Roldcsaga íslands“ er mjög gott heimildarit um sögu íslenskra rokkhljómsveita. Það gerir þetta rit skemmtilegra að höfundur hef- ur sterkar skoðanir á viðfangsefh- inu og býr yfir vitneskju sem hann hefur ekki bara lært af skræðum og munnmælum, heldur áralöng- um áhuga á fyrirbærinu rokki. I bókarlok er mjög vel unninn við- auki sem hefur að geyma lista yf- ir þau hundrað nöfn sem Gestur telur þau helstu í islenskri rokk- sögu, ásamt lista yfir plötur þeirra. Þá er góð nafnaskrá eða index á siðustu síðunum, sem gef- ur bókinni aukið gildi sem upp- sláttarrit. -hmp Margrét Eggertsdóttir skrifar um bókmenntir: Einsemd - og ást á lífinu Undirleikarinn Höfundur: Nina Berberova Þýðandi: Árni Bergmann Mál og menning, 1990. Undirleikarinn eftir Ninu Ber- berovu er ein af fjórum bókum sem Mál og menning sendir nú frá sér í nýjum bókaflokki sem nefn- ist Syrtlur. Þetta er falleg bók, ffá- gangur allur mjög góður og inni- haldið ekki síðra. Á bókarkápu kcmur m.a. ffam að höfundur hennar, Nina Berberova, fæddist í Pétursborg 1901, settist að í París 1925 og hefur búið í Bandaríkjun- um frá 1950. Hún nam listfræði og kenndi lengi rússneskar bók- menntir við bandaríska háskóla. Það er mjög gott og nauðsynlegt að hafa slíkar upplýsingar með þegar verið er að þýða í fyrsta sinn verk eftir erlendan höfund. Undirleikarinn er stutt saga með fáum persónum. Þetta er dagbók stúlloi sem heitir Sonja. Hún segir ffá æsku sinni og upp- vexti í Rússlandi en meginat- burðarásin spannar um það bil tvö ár. Þá gerist hún undirleikari frægrar söngkonu og flyst með henni og eiginmanni hennar tij Parísar. Lok sögunnar em óljós. I upphafi er stuttur inngangur. Það er sá sem kom sögunni á prent sem hann ritar. Þar kemur fram að konan sem skrifaði dagbókina er látin en ekki er vitað hvemig dauða hennar bar að höndum, að- eins að það gerðist skyndilega. Frásögn þessi er á einhvem undarlegan og hrífandi hátt í senn hæg og hröð. Lýsingar á ytri at- burðum era oft mjög stuttar og laggóðar eins og t.d. þessi: „Ferðalag okkar var leyndar- dómsfullt og hættulegt, það kost- aði mikið fé og marga skartgripi og stóð í um það bil mánuð. En jafnvel á fágætum augnablikum var það of líkt öðmm og sams- konar ferðum, og ef okkur fannst á meðan á þvi stóð að við ein hefðum lent í því að týna af okkur lýs, láta ræna öllu af okkur, fela okkur í vömvagni... þá komumst við að því þegar til Rostov kom að tugir og hundruð manna höfðu reynt það sama...“ (40). Meiri rækt er lögð við að lýsa tilfinning- um Sonju - þó án allra málaleng- inga - tilfinningum hennar til söngkonunnar, Mariu Ni- kolajevnu, löngunum, vonum, ást og einsemd og ekki síst forvitni hennar sem beinist að söngkon- unni og því leyndarmáli sem hana grunar að hún eigi. Móðir Sonju var píanókennari sem eignaðist hana 37 ára gömul með ungum nemanda sínum. Smánin sem þessu fylgdi, ein- manaleiki móðurinnar og fátækt móta líf dóttininnar: „Ég var átján ára gömul. Ég hafði lokjð námi við tónlistarskólann. Ég var hvorki greind né falleg; ég átti hvorki dýra kjóla né frábæra hæfileika. I einu orði sagt: ég var ekki neitt.“ (13) En skömmu síðar er eins og það rætist úr fyrir henni, svo virðist sem lífið og gæfan blasi við. Henni býðst að verða undirleikari söngkonu, sem er rík og fogur og hefur allt til alls. Og Sonja nýtur góðs af því öllu saman, er tekin inn á heimilið eins og ein af fjölskyldunni. Þetta er saga um tvær konur og samband þeirra. Önnur er fal- lég, gengur allt í haginn og er eins og fædd til að vera í sviðsljósinu, hin sannfærð um að hún sé ófríð og dæmd til að vera í skugganum. Þegar Sonja kynnist söngkonunni fyrst, em þetta hugsanir hennar: „Getur það verið að allt þetta sé í raun og vem til, og nær ekkert réttlæti yfir það? Þama er hún ein á móti okkur mömmu, söngvaran- um mínum, þúsundum annarra, sem kelur á fingrum, sem tenn- umar molna í, sem missa hárið af hungri, kulda, ótta og skít...“ (21) Hér er þó ekki um neina einfalda afbrýðisemi að ræða heldur mjög blendnar tilfinningar eins og frarn kemur í þessum hugsunum Sonju um söngkonuna: „Má vera að á kveðjustundinni hafi hún í fyrsta skipti hugsað um mig, um líf mitt, um ást mína á henni“ (83). Þótt saga þessi fjalli um konu, sem fer einhvem veginn á mis við allt, er enginn vælutónn eða sjálfsvorkunn í dagbókinni. Það eina sem Sonja þráir en hlýtur ekki er að kynnast lífinu og lifa því. Og ekkert er lífinu fjær en „vær svefn milli hvítra rekkju- voða“ eins og segir í Vefaranum mikla frá Kasmír. Þegar fullur hermaður kyssir hana í lest um nótt segir: „Lestin þaut áfram. Ég fann að það var lífið sem sótti að mér og að ég þaut inn í það, inn í flauelsmjúka óvissuna“ (36). Spennan sem knýr þessa frásögn áfram er áðumefndur gmnur sem vaknar snemma hjá Sonju um að söngkonan eigi sér eitthvert leyndarmál (sem tengist ,,lífinu“) og það er hlutur Sonju í þessu leyndarmáli, vitneskja hennar og hvemig hún notar þá vitneskju, sem gæti ráðið úrslitum um henn- ar eigin tengsl við lífið. Hið tragíska við söguna er að leyndarmálið kemst upp án hjálp- ar Sonju, atburðir fara af stað án þess að hún eigi nokkum þátt í þeim, sem breyta lífi henar þann- ig að hún verður meiri einstæð- ingur en nokkm sinni fyrr. Svo mikill að hún trúir því varla sjálf: „Það er óhugsandi að ég sé ein í heiminum, alein, án mannlegrar vem, án draums, án einhvers þess sem gerir það mögulegt að lifa meðal ykkar“ (83). Þetta er saga um mjög djúpan einmanaleika og þótt hún sé skemmtileg aflestrar er efin hennar í raun mjög dapur- legt. í síðustu orðum bókarinnar er samt falinn ofurlítill vonar- neisti: „Og þó... hætti ég samt ekki að bíða og segja við sjálfa mig: þú mátt ekki deyja, þú mátt ekki leggjast til hvíldar, enn er ein manneskja á göngu um heiminn. Enn er ein skuld sem þú munt ef til vill heimta til greiðslu ein- hvemtíma... ef Guð er til“ (85). Ámi Bergmann hefur þýtt þessa bók og gert það með mikl- um sóma. Þýðingin er lipur, mál- far gott og eðlilegt, ekki nema ein og ein málsgrein ofurlítið löng og snúin. Andblær sögunnar, trega- fullur en aldrei væminn, kemst vel til skila. 10.SÍÐA— ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. desember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.