Þjóðviljinn - 18.12.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.12.1990, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 18. desember 1990 — 239. tölublað 55. árgangur Islenska óperan Bitbein stjórnmálamanna Hörður Erlingsson, íslensku Óperunni: Málefni Óperunnar virðist orðið aukaatriðL Vil ekki trúa öðru en að fjárhagsvandi Óperunnar verði leystur í tæka tíð Þetta mál er orðið að pólit- ísku bitbeini milli stjórn- málamanna þar sem málefni Óperunnar virðist vera orðið að aukatriði. Hér er þó æft af full- um krafti i þeirri góðu trú að fjárhagur Óperunnar komist á frían sjó fyrir frumsýninguna á Rígólettó annan dag jóla, sagði Hörður Erlingsson, fram- kvæmdastjóri Islensku Óper- unnar í samtali við blaðið í gær, en Óperan þarf 35 til 40 milj- óna króna framlag af opinberu fé til að rekstrargrundvöllur hennar verði tryggður á næsta starfsári. Samkvæmt áliti sameiginlegr- ar nefndar fjármálaráðuneytis og menntamálaráðuneytis, sem sett var á laggimar til að meta fjárþörf Óperunnar, þarf 35-40 miljóna króna framlag til rekstrarins svo að endar geti náð saman í rekstri Óperunnar á næsta ári. Ríkið hef- ur þegar gefið vilyrði fyrir hið minnsta 25 miljóna króna ffam- lagi á árinu, gegn því að borgin hlaupi undir bagga með það sem á vantar. Því hefur Davíð Oddsson borgarstjóri vísað á bug, enda hafi formlegt erindi þar að lútandi aldrei borist borgaryfirvöldum. Þá hefúr borgarstjóri látið óánægju sína í ljósi með það, að borgin hafi ekki átt aðild að þeirri nefnd sem gerði fjárhag Óperunn- ar að athugunarefhi. - Eg veit ekki hvað telst formlegt erindi og ekki, sagði Hörður og benti á að Óperan hefði ekki fengið fjár- stuðning frá borginni til þessa. Hörður sagðist álíta að þær 25 miljónir sem rikið hefði gefið Óp- emnni vilyrði fyrir nægðu ekki til að halda rekstrinum gangandi. - Þær 35 til 40 miljónir sem talað er um að þurfi til rekstrarins á næsta ári em aðeins miðaðar við lág- marksrekstrarkostnað. - Við trúum ekki öðm en að þetta mál leysist í tæka tíð. Við höfúm orð stjómmálamanna fyrir því, að Óperan muni ekki verða látin Iognast útaf og á það treyst- um við, sagði Hörður. Þess má geta að íslenska Óperan nýtur á yfirstandandi starfsári 21 miljónar króna ffam- lags úr ríkissjóði. -rk dagar til jpla a u (\GC\Qf J J3 I dag kl. 11 kemur Hurðaskellir I heimsókn á Þjóðminjasafnið. Helga Þórey Eyþórsdóttir, sem býr I Upp- sölum I Svlþjóð, sendi þessa mynd af sveinka. Fiskverð Brynhildur jólatréssölukona ( portinu á Hlaðvarpanum mundar hnlfinn góða og sker endann af grenigrein. Margir lögðu leið slna I bæinn I gær þrátt fyrir skafrenning og kulda. Ljósmyndari Þjóðviljans lét að minnsta kosti kuldabola ekki á sig fá og smellti af þessari jólamynd fyrir blaðið. - Mynd Jim Smart jólaköttinn Lágmarksverð á botnfiskafla hœkkar um 7,33% frá 1. desember til 15. september 1991. Sjómenn: Óbundnir afþessari ákvörðun. LÍÚ: Fisk- verð er frjálst með gólfu Forstjóri Þjóðhagsstofunar taldi ekki ástæðu til að taka þátt ifiskverðsákvörðuninni sem oddamaður yfirnefndar Oskar Vigfússon formaður Sjómannasambands ís- lands segir að sjómenn telji sig vera alveg óbundna á því fisk- verði sem ákveðið var í yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í gærmorgun. Fulltrúar sjómanna í ráðinu neituðu að taka þátt í störfum yfirnefndar eftir að fiskverðsákvörðuninni var vísað þangað, þegar Ijóst var að ekki var stuðningur við tillögu fiskskeljenda um að gefa fiskverð frjálst. Hið sama gerðist í febrúar í vetur og því hafa fúlltrúar sjó- manna ekki tekið þátt í ákvörðun um lágmarksverð á botnfiskafla á þessu ári. Verðákvörðun yfimefndar felur í sér samtals 7,33% fisk- verðshækkun frá 1. desember til 15. september 1991. Samkvæmt því hækkar fiskverð um 2,83% frá 1. desember síðastliðnum og gildir þetta fiskverð til febrúar- loka á næsta ári. Frá 1. mars 1991 hækkar fiskverð um 2,5% sem gildirtil maíloka. Frá 1. júní 1991 hækkar fiskverð um 2% með þeim fyrirvara, að hækki laun al- mennt um meira en 2% þann 1. júní 1991 áskilur yfimefndin sér rétt til þess að endurskoða fisk- verðsákvörðunina frá sama tíma. Þeir sem tóku ákvörðun um þessar fiskverðshækkanir vom fúlltrúar fiskkaupenda, þeir Ami Benediktsson og Bjami Lúðvíks- son og Kristján Ragnarsson fúll- trúi útgerðarmanna. Oddamaður yfimefndar, Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sat hjá við afgreiðslu málsins. Þórður Friðjónsson sagðist ekki hafa séð ástæðu til að taka þátt í afgreiðslu málsins af þeirri einfðldu ástæðu að samkomulag var á milli aðila í yfimefnd um fiskverðsákvörðun- ina. Aðspurður hvort ekki hafi verið ástæða til að hækka fisk- verðið enn frekar í ljósi þess hvað afúrðaverð fiskvinnslunnar hefúr hækkað, en í lögum um Verðlags- ráð segir að taka eigi tillit til þess við fiskverðsákvörðun. Þetta var m.a. gert þegar verð á rækju var lækkað um 5% fyrir skömmu vegna þess að afúrðaverð hafði þá lækkað. Þórður sagði að tillit hefði verið tekið til ýmissa ann- arra atriða en einungis markaðs- verðs ss. afkomu vinnslu og veiða og almennrar launaþróunar í landinu. „Þegar öllu er haldið til haga er fiskverðsákvörðunin í samræmi við lög og venjur sem rikt hafa,“ sagði forstjóri Þjóð- hagsstofnunar. Hann bætti því við að fiskverðákvörðanir hefðu ekki sömu þýðingu og þær höfðu hér áður fýrr, vegna þess að gildandi lágmarksverð sé orðið sjaldgæft í viðskiptum á milli aðila. Kristján Ragnarsson formað- ur LIU sagði að þessi ákvörðun yfimefndar um lágmarksverð þýddi í raun að fiskverð væri ftjálst með gólfi. Hann sagði að ekki hefði verið unnt að ná sam- komulagi um frekara frelsi vegna þeirra skilyrða fiskkaupenda að útflutningur á óunnum afla yrði þá skorinn niður við trog. Bjami Lúðvíksson fram- kvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna sagði að ef fiskvinnslan hefði samþykkt að gefa fiskverð ftjálst mundi það hafa það í för með sér að vinnslan hefði orðið að greiða hærra verð en ella fyrir hráefnið. Bjami sagði ef fiskverð ætti að gefa fijálst þyrfti vinnslan að fá fleiri tonn til að bæta nýtinguna í húsunum. Þeir hefðu því boðið fiskseljend- um fijálst fiskverð með því skil- yrði að ferskfiskútflutningur yrði takmarkaður við erlenda neyt- endamarkaði, en því hefði verið hafnað. -grh Hafskipsmál Áfrýjað til Hæstaréttar Páll Arnór Pálsson, sérleg- ur saksóknari í sk. Hafskips- máli, áfrýjaði í gær dómi Saka- dóms Reykjavíkur varðandi mál fjögurra þeirra sem þá voru á sakabekk, þ.e. þeirra Björgólfs Guðmundssonar, Ragnars Kjartanssonar, Páls Braga Kristjónssonar og Helga Magnússonar til Hæstaréttar. Nú era rétt fimm mánuðir síðan Sakadómur kvað upp sinn úrskurð þar sem meintir sakbom- ingar vora sýknaðir af öllum megin ákæraatriðum, nema hvað þeir Björgúlfúr og Páll Bragi sem dæmdir vora fyrir minni háttar sakir. -rk Frelsið í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.