Þjóðviljinn - 18.12.1990, Blaðsíða 8
Margrét Eggertsdóttir skrifar um bókmenntir:
íslenskt nútímafólk
Hella
Höfundur: Hallgrímur
Helgason
Mál og menning 1990
Hella er fyrsta skáldsaga
Hallgríms Helgasonar, myndlist-
armanns. Hún gerist á Hellu sum-
arið 1988 og fjallar einkum um
unglingsstúlkuna Helgu Dröfn
sem yfirleitt er bara kölluð „hún“
í sögunni. Þannig er sögutími og
sögusvið vel afmarkað, söguþráð-
urinn er einnig skýr og einfaldur
og frásagnarháttur þannig að at-
hygli og áhugi lesenda helst allt
til söguloka.
Sagan er eftirminnileg lýsing
á íslenskum nútíma sem er á
margan hátt mjög óíslenskur, lýs-
ing á fólki sem virðist hafa sprott-
ið upp í gær, án sögu, án fortíðar.
Lögð er áhersla á að lýsa því sem
er dæmigert fyrir nákvæmlega
líðandi stund, allt það sem verður
hlægilegt eftir tíu ár en er þegar
orðið það í þessari sögu.
Aðalviðfangsefhi sögunnar er
sem sagt nútíminn eins og hann
birtist í íslensku þorpi þar sem er
sjoppa, túristar, fólk i jogging-
göllum eða bolum með áletrunum
á ensku, vídóleiga o.s.frv. En eins
og til að fá aðra vídd í myndina er
annað kastið minnt á eitt og annað
sem tilheyrir liðinni tíð. Lang-
amma stelpunnar sem dvelst á
elliheimili þjónar þessum til-
gangi. Þannig er innbúi hennar á
elliheimilinu t.d. lýst: „Aldurs-
brún bókahilla ber hvítan vegginn
ofurliði og steinslegin gluggakist-
an svignar nær þvi undan nálar-
húsi sem komst af úr landskjálft-
unum 1896. Frá öllum hlutum, úr
hveiju homi er líkt og stafi ósýni-
legum árhringum“ (14- 15). Af
sama toga er líka sú hugmynd -
sem er svolítið flott - að láta
stelpumar, „hana“ og vinkonur
hennar liggja í sólbaði úti í garði
með kassettutækið og vera að
læra Gunnarshólma utan að.
Þannig er minnt á að ljóðin á sér
þrátt fyrir allt sögu og að náttúr-
an, sem er lýst í kvæðinu, er söm
við sig, alla söguna er einmitt ver-
ið að búast við gosi í Heklu. Þetta
myndar andstæðu við allt hitt í
sögunni sem er eins og svipur
sem stelpan setur upp, háð
„ákveðnum tíma, stund og stað“
(15). Og enn má nefna það þegar
gæjamir á x-bílnum sem koma á
hestamannamótið og stelpumar
kynnast, fá heimsókn í tjaldið;
það er rammvaxinn bóndi sem sér
á svipnum hverra manna þeir em
og „tímabundinn gæjasvipur
þeirra rennur skyndilega í óum-
flýjanlegar ættarskorður...“ (112).
Það sem er áberandi best við
þessa sögu er hæfileiki höfundar
til að lýsa því sem fyrir augu ber.
Og lýsingar hans em snjaliar m.a.
vegna þess að hann nálgast allt
eins og hann sé því ókunnur, sé að
sjá það í fyrsta sinn. Og hann lýs-
ir ekki bara vel útliti fólks heldur
einnig hreyfingum. Það er t.d.
auðvelt að sjá þessar fjórtán ára
stelpur fyrir sér: „Keimlíkar í
vexti tipla þær eflir sundlaugar-
barminum líkt og hann sé ís en
laugin vök. Við ökkla þeirra
hringla sléttar tveggja stafa tölur,
88, 90, 92 og bognar í baki halda
þær hárinu ffá andlitunum þannig
að olnbogamir hylji bijóstin. Fara
varlega ofan í með því að setjast á
bakkann og stinga öðmm fæti í
vatnið“ (18). Mörg tilsvör em líka
svo kunnugleg og dæmigerð að
maður hreinlega heyrir þau ffekar
en les þau. Þau em líka oft mjög
skemmtilega málfræðilega vit-
laus. En það er ekki bara hin ná-
kvæma eftirlíking af vemleikan-
um sem hægt er að hrósa höfundi
fyrir, heldur einnig myndrænar
samlíkingar, óvæntar myndir sem
spretta upp af því sem er hvers-
dagslegt, t.d. þessi af stelpum á
gangi með „vasadiskó“ í eyrun-
um: „Það tekur enginn eftir hin-
um silfurleitu spöngum sem
bogadregnar em þvert yfir höfuð
þeirra, úr hveiju eyra í annað, og
glitra eins og baugar í birtu
kvöldsins. Aðeins ljósastauramir
lúta höfði lyrir þessari þrenningu
sem hreyfist áfram í einni mynd“
(26). Á sömu blaðsíðu er gömlum
manni lýst þannig: „Hann stendur
á mörkum malar og móa, grann-
leggjaður og liðboginn, stendur
ekki ósvipaður skrautlegum upp-
hafsstaf í fomu handriti“ (26).
Eins og þegar hefur komið
ffam er þessi saga eins konar af-
hjúpun á íslenskum samtíma, en
það er langt frá því að höfundur-
inn sé fullur vandlætingar, þetta
er ekki nöpur ádeila heldur mjög
góðleg samtímalýsing. „Ég elska
hvem einasta eldhúsvask á Suð-
urlandsundirlendinu,“ sagði hann
í viðtali við Morgunblaðið um
daginn og það liggur við að mað-
ur trúi honum effir að hafa lesið
bókina. Þótt móðir stúlkunnar sé
t.d. nokkuð skopleg í jogging-
gallanum og endalausri baráttu
sinni við aukakílóin er Iýsingin
samt hlýleg, söguhöfundur nálg-
ast allt sem hann lýsir af hlýlegri
kurteisi og með hlutleysi þess
sem stendur utan við og horfir á.
Það má hins vegar segja að
lýsingar hans takmarkist við það
sem út snýr. Hann lýsir stúlkunni,
aðalpersónu sögunnar, mjög vel,
allar hreyfingar hennar, hegðun
og tilsvör em mjög sannfærandi,
en lesandi kynnist henni ekki og
það sem verra er, efast um að það
væri beinlínis eftirsóknarvert.
Hún er svo venjuleg, það er varla
Ég elska þig. Frásagnir af
æskuástum.
Forlagið 1990.
Níu höfundar hafa skrifað í
þessa bók um efni sem fýrir er
sett: fyrstu ástina. Fimm karlar,
fjórar konur. Það er erfitt að skrifa
um slíka bók heildarumsögn, því
hér étur hver úr sínum skálda-
poka: sumir skrifa endurminning-
ar, aðrir skopsögur, enn aðrar
harmatölur.
En það er eitt sem þessi les-
andi hér hjó fyrst eftir. Konumar í
bókinni, þær lýsa fyrstu ástinni
sem er um leið fyrsta kynlífs-
reynslan. Og hjá þrem af fjórum
er þessi reynsla tengd við
„skömm, sársauka og ógeð“ eins
og Lára má reyna í sögu Olgu
Guðrúnár Ámadóttur. Sú sem frá
segir í sögu Nínu Bjarkar Áma-
dóttur hefur svipaða reynslu, og í
sögu Magneu J. Matthíasdóttur er
meydómsmissir svikum blandað-
ur. Það er aðeins i simtali þvi sem
Stefanía Þorgrímsdóttir lýsir
(kona hefur áhyggjur af fyrstu ást
dóttur sinnar og rifjar upp sina
fyrstu reynslu) að ástin kemur inn
í líf konunnar sem eitthvað fagn-
aðarríkt án skilmála.
Aftur á móti karlamir: þeir
lýsa fýrstu ástinni að ffádreginni
fýrstu kynlífsreynslunni. Hvemig
skyldi standa á þvi? Er það vegna
þess að fýrsta kynlífsreynslan
er fýrst og fremst misheppnuð
hjá
strákum og því best sem fæst
um hana að tala? Ekki einu sinni
sár eins og í kvennasögunum? En
semsagt: Þama er skrýtla um
strákinn sem er að farast úr smán
yfir því að sitja enn uppi með
sveindóm sinn nítján ára, og
neyðist svo til að ljúga upp á sig
mellufari i útlöndum til að halda
höfði í félagsskapnum (Ólafur
Gunnarsson). Þar em draumar
hins feimna, klaufalega og fátæka
um þokkadísir skólans (í þætti
Sigurðar A. Magnússonar sem er
bersýnilega eins og genginn út úr
bálki hans um Jakob). Þar er að
að hún viti sjálf hver hún er, til-
finningar hennar koma lítið sem
ekkert ffam og þess vegna verður
hún manni ekki á nokkum hátt
hugstæð. Þetta er veikleiki sög-
unnar: persónumar em þannig að
manni finnst á mörkunum að það
taki því að skrifa um þær sögu.
Átburðir sögunnar em í sjálfu
sér hversdagslegir, en þó afar
merkilegir fýrir þann sem í hlut á.
Stúlkan er að kynnast svo mörgu í
fýrsta sin: einhvers konar ást, eig-
in líkama, áfengi, kynlífi, dauða.
En lesandi hefur í raun enga hug-
mynd um hvemig þetta snertir
hana eða hvort það gerir það. Til-
svör hennar og viðbrögð em ekki
þessleg að þar búi mikið undir.
Hún svarar yfirleitt með því að
segja: „bara!“. Þegar hún hefur
sofið hjá í fýrsta sinn er hún spurð
(af fréttakonu sjónvarps) um yfir-
vofandi jarðskjálfta og eldgos í
Heklu og höfundur tvinnar þetta
saman á þennan hátt: „Með föður
sér við hlið og móður að baki
svarar hún spumingum um ný-
orðna atburði í lífi sínu á meðan
öll þjóðin situr á öxl tökumanns-
ins og horfir á hana: „Bara, ég var
svoldið hrædd við þetta fýrst, en
finna sáran gmn drengs um ástina
og lífsháskann (Ólafur Haukur
Símonarson) og ljóðrænar sveifl-
ur hrifningarinnar, kímni blandn-
ar (Guðmundur Andri Thorsson).
Og vitanlega er verið að segja
margt fleira í leiðinni. Ólafur
Gunnarsson og Olga Guðrún
skrifa í sitt hvorri tóntegund (farsi
og biturleiki) um harðstjóm ung-
Iingafélagsins, sem leyfir strák
ekki sakleysi eða lætur greindar-
stelpu auðmýkja sig til að komast
inn í gengið þar sem drauma-
prinsinn er (svo reynist hann
versti skíthæll náttúrlega!).
Magnea J. Matthíasdóttir bregður
með gagnorðum hætti upp mynd
af kynslóð sem hélt hún mundi
sigra heiminn með ffiðargöngum,
hassi og ffjálsum ástum í bendu.
En það er Guðbergur Bergs-
son sem sækir lengst I því að taka
ástina sjálfa til bæna í upprifjun
sinni á samdrætti unglinga í hér-
aðsskóla og notar þessa upprifjun
til „að reyna að auka mér skilning
á sjálfum mér“. Niðurstaðan er á
þá leið að maðurinn er einn („mig
langar ekki að enda ævina á því
að staulast með kerlingunni minni
um gang á elliheimili, heldur
sleiki ég ís lífsins einn á báti og
kasta mér fýrir borð þegar þar að
kemur“). Einn er sérhver og
„elskar tilveru sína á meðan hann
svo var þetta allt í lagi“ (134).
Hún er þó ekki að öllu leyti söm
og áður. Nú tyggur hún tyggjóið
„eins og gamla tuggu en blæs
ekki úr henni saklausar kúlur full-
ar af lofti“ (142).
Það vantar sem sagt einhveija
dýpt í söguna þannig að hún
snerti mann beinlínis. En hún er
ágætlega skrifuð, enginn byij-
andabragur, og höfundur hefur
ótvíræða hæfileika til að lýsa vel
og skemmtilega með orðum því
sem fýrir augu ber.
tórir“ og kemst ekki langt útfýrir
sitt hylki. Guðbergur rekur fram
þá dapurlegu díalektík, að ein-
semd þess sem elskar fær hann til
að trúa því „að hann fái lausn frá
hvers kyns kvöl fái hann að dvelja
hjá elskuðu verunni, en þegar þau
hittast verður fundurinn aðeins að
dauffi birtu miðað við þá skæru
eldingu sem hann hélt að mundi
slá niður í tilveru hans og kveikja
heilagt bál sem brynni í takt við
lífið ævilangt. Ef þá er gripið til
svokallaðra samfara, sem eru
ranglega taldar öðrum unaði meiri
og alger fýlling ástarinnar, finna
bæði við útrásina að þau lokast
enn meir inni í líkama sínum, svo
fullnægingin leiðir aðeins til nýrr-
ar löngunar til þess að öðlast þá
sameiningu sem líf mannsins
leyfir ekki“...
í þættinum er meira að segja
gefið svar við þessari hringferð
hinnar ævilöngu ófullnægju og
það er fólgið í leyndardómi fjar-
lægðarinnar sem svo hefur verið
nefndur: „það samlíf er best sem
sættir sig við aðskilnað með stöku
áhlaupi á einsemd hvors annars“.
Þetta er merkur þáttur og und-
arlega fallegur í grimmd sinni við
vonir flestra og blekkingar, við þá
leit sem er „mörkuð villu“ eins og
segir í ffægðarverki einu, en hætt-
ir ekki sinni vegferð fýrir því.
ii
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 0 6.311.884
2. 4af5U,y 8 83.335
3. 4af 5 170 6.764
4. 3af 5 6.676 401
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
10.805.520 kr.
l't/L '
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
Hagþróun og byggðaþróun
Út er komið á vegum Rann-
sóknastofnunar Gefjunar, sem
Bjami Hannesson verkfræðingur
veitir forstöðu, heimildarrit um
hagþróun og byggðaþróun á Is-
landi frá 1973 til 1990. í ritinu eru
um 1000 atriði úr íslensku efha-
hagslífi umreiknuð til verðlags
um áramótin 1989-90. Upplýs-
ingamar em settar fram í súlu-
bjálka- og línuritum, en auk þess
er birtur fjöldi af talnatöflum. Þá
em í ritinu upplýsingar um verð-
mætasköpun, atvinnuþróun, inn-
og útflutning 1980-1990, einnig
fýrirtækjaskrár, þjónustuskrár, fé-
lagaskrár, vömskrár. Auk þessa
upplýsingar um búsetuþróun í öll-
um bæjar- og sveitarfélögum ffá
‘73 - ‘89, framleiðsluþróun í land-
búnaði, yfirlit um skiptingu
vinnuafls milli atvinnugreina, úr-
slit kosninga ffá 1942-1990 og
fleira.
Ritið geymir feikilegt magn
upplýsinga, og segir í bókarkápu
að það sé hið yfirgripsmesta sem
birt hefur verið yfir þjóðlífsþróun
1973-90.
Bókin er gefin út í kiljubandi
og prentuð hjá Prentverki Odds
Bjömssonar á Akureyri.
Árni Bergmann skrifar um bókmenntir.
Ástin grípur unglingana
8.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. desember 1990