Þjóðviljinn - 19.12.1990, Side 1

Þjóðviljinn - 19.12.1990, Side 1
Miðvikudagur 19. desember 1990 — 240. tölublað 55. árgangur Forval AB íRevkiavík Ovíst um þátttöku Birtingar ABR: Raunhœfar forvalsreglur sem halda leiðum opnum. Birting: Félagsfundur ABR hefur hafnað þátttöku Birting- ar iframboði flokksins. Svavar Gestsson: Tryggt að allir Alþýðubandalagsmenn geta tekið þátt i forvalinu Alþýðubandalagið í Reykja- vík og Birtingu greinir á um þýðingu forvalsregina sem félagsfundur ABR samþykkti í fyrrakvöld vegna komandi þingkosninga. „Birting sér ekki ástæðu til að halda áfram að funda með ABR og mun ekki mæta á fund kjörnefndar ABR,“ sagði Arthúr Mortens eftir stjórnarfund Birtingar í gærkvöldi. Arthúr sagði að félagsfundur yrði haldinn milli jóla og nýárs. Þar yrði tekin ákvörðun um fram- haldið. Hann sagði að sérframboð væri eitt af því sem kæmi til greina af hálfu Birtingar og þá undir listabókstöfunum GG. I forvalsreglum ABR felst að forvalið er opið öllum Alþýðu- bandalagsmönnum með lögheim- ili í Reykjavík. Ennfremur geta Æskulýðs- fylkingin, Birting og starfshátta- nefnd AB tilnefnt einn mann hvert til starfa með kjömefnd að frágangi kjörskrár, að fram- kvæmd forvalsins á forvalsdag- inn, talningu atkvæða og við að gera tillögu um endanlega skipan framboðslistans. Forvalið, sem fram á að fara 19. janúar, er ekki bindandi en sameiginlegur fundur þeirra Al- þýðubandalagsmanna sem rétt hafa til þátttöku í forvalinu tekur ákvörðun um endanlega skipan á lista. Það þarf 2/3 atkvæða á þeim fúndi til að gera breytingar á fimm efstu sætunum. ABR telur sig hafa komið nokkuð mikið til móts við kröfúr Birtingar um forval á jafnréttis- gmndvelli félaganna opið flokks- mönnum og yfirlýstum stuðn- ingsmönnum þeirra. Hallur Páll Jónsson, formaður kjömefhdar ABR, og Sigurbjörg Gísladóttir, formaður ABR, bentu á það á blaðamannafúndi í gær að þrennt væri nýlunda í þessum reglum, þ.e. að Birting og ÆFAB fái yfir- leitt að kjósa; að félögin fái fúll- trúa í kjömefhd og að sameigin- legur fundur taki endanlega ákvörðun um listann. Hallur Páll sagðist telja þetta sanngjamt þar sem opnað væri fyrir alla Alþýðu- bandalagsmenn að hafa áhrif á listann. Hann sagðist vonast til að með þessu lyki þessum ágreiningi í Reykjavík. Birting sendi ffá sér greinar- gerð um málið í gær þar sem ffam kemur að félagið telur sig aldrei geta sætt sig við að kjömefnd kosin af ABR annist ein stjóm forvalsins eða niðurröðun á lista. Þar segir að forystumenn Birting- ar hafi síðustu daga verið að ræða við ýmsa menn innan Alþýðu- bandalagsins, þar á meðal Svavar Gestsson, þar sem vel hafí verið tekið í þeirra hugmyndir um for- val og framboð á jafnréttisgrund- Sigurbjörg Glsladóttir, formaður ABR, og Hallur Páll Jónsson, formaður kjörnefndar félagsins, kynna blaðamönnum forvalsreglur ABR vegna kom- andi kosninga. Birting hefur gagnrýnt reglurnar en félagsfundur mun milli jóla og nýárs taka ákvörðun um framhaldið. Mynd: Jim Smart. w Tryggingargiald Agreiningur í stjórninni Páll Pétursson: Ekki tímabært að slá einu gjaldi föstu. Ólafur Ragnar Grímsson: Velja þarf um tvœr leiðir ■ greiningur er meðal stjórn- fV arflokkanna um frumvarp til laga um tryggingargjald sem mælt var fyrir á þingi í gær. í því er gert ráð fyrir að til bráðabrigða leggist tvö gjöld á hina mismunandi atvinnuvegi, 2,5 prósent og 6 prósent af gjaldstofni en að það renni síð- an á tveimur árum í eitt 4,25 prósenta gjald. Framsóknarmenn vilja að gjöldin verði tvö þangað til tryggt sé að aðstöðugjaldinu verði breytt. Það stóð til að gera það samfara þessari breytingu en mál- ið þarfnast skoðunar. Páll Péturs- son, Framsóknarflokki, formaður fjárhags- og viðskiptanefndar, sagði að þetta væri ágreiningur um útfærslu. Hann sagði að málið hefði verið kynnt í þeim búningi sem það var lagt fram en að sam- komulag hefði verið um að breyta því. Ekki væri tímabært að slá einu gjaldi föstu þar sem óvíst væri um afnám aðstöðugjaldsins. Tryggingargjaldið kemur í stað fimm launaskatta og leggst nú einnig á bændur og einyrkja svo sem sjómenn og því er til bráð- birgða gert ráð fyrir minni skatt- heimtu á þá. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði að menn hefðu um tvær leiðir að velja, fara leið frumvarpsins ellegar skilyrða lögfestingu frumvarpsins því að aðstöðugjaldinu yrði breytt. velli félaganna. Birtingarmenn segja að nú komi í ljós að ABR ákveði einhliða forvalsreglur og annað fyrirkomulag; ABR ákveð- ur einhliða að einungis skráðir flokksmenn taki þátt og kjömefnd ABR sér ein um forvalið sem ekki er bindandi fyrir lokalistann. Þannig lítur Birting á að félags- fúndur ABR hafi hafhað þátttöku Birtingar í framboði flokksins í Reykjavík. Birting áskilur sér all- an rétt í þessum málum og telur sig óbundið af niðurstöðu ABR- fúndarins. Arthúr sagði að það væru mikil vonbrigði að ABR hefði slegið á framrétta sáttahönd Birtingar. „Niðurstaða ABR-fúndarsins er ánægjuleg vegna þess að tryggt er að allir Alþýðubandalagsmenn geta tekið þátt í forvalinu,“ sagði Svavar Gestsson en hann skipaði efsta sæti listans við síðustu kosn- ingar. „Reglumar em á allan hátt rýmri en síðasta forval ABR gerði ráð fyrir,“ sagði hann og taldi því að forsendur hefðu skapast fýrir því að setja niður deilur og snúa sér að þvi að nýta sóknarfærin sem flokkurinn getur átt. Guðrún Helgadóttir sagði að sér þættu forvalsreglur ABR ná óþarílega skammt því hún teldi allt í lagi að stuðningsfólk fengi að kjósa líka. Hún sagði að átökin væru um pólitík og ekkert væri at- hugavert við það en á því þyrfti að taka og það væri ekki gert með því að fara í fylu uppá flokks- skrifstofú eða útí bæ. „Það er ekki merkileg pólitík að rifast um smáaletrið, það skiptir meira máli hvort hér er vinstri eða hægri stjóm,“ sagði Guðrún, sem skip- aði annað sæti listans við síðustu kosningar, en hún taldi að með tíð og tíma myndu menn ná saman, enda hefði flokkurinn þörf fyrir allt þetta fólk. -gpm Hvorttveggja er spuming um hvemig fylgja eigi eflir breytingu á því gjaldi, sagði Ólafúr í þing- skapaumræðu um þetta mál í neðri deild Alþingis í gær en Frið- rik Sophusson, Sjálfstæðisflokki, hafði mótmælt þeim vinnubrögð- um að lögð væru ffarn stjómar- frumvörp sem stjómarliðar væra ekki sammála um en ætti að keyra í gegnum þingið á aðeins tveim dögum. -gpm 5 dagar til jóla I dag kl. 11 kemur Skyrgámur C heimsókn í Þjóðminjasafn- ið. Myndin af sveinka er teiknuð af Ragnari Guð- mundssyni, 7 ára.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.