Þjóðviljinn - 19.12.1990, Síða 8
Bróderar
blá IjóÓM
Linda Vilhjálmsdóttir: Ég viður-
kenndi loks að það er vinna að
skrifa Ijóð
Bláþráður nefnist fyrsta ljóða-
bók Lindu Vilhjálmsdóttur. Hún
hefur áður birt ljóð í blöðum og
tímaritum. Blaðamaður mælti sér
mót við Lindu fyrir nokkru og
spurði hana að því hvort hún
hefði lengi verið að yrkja ljóð, og
hvemig stæði á því að hún hefði
ekki gefið þau út á bók fyrr en nú.
- Eg byijaði að yrkja um tví-
tugt. Þá lá mér óskaplega mikið á
því að gefa út, en ég var stöðvuð
af góðu fólki. Silja Aðalsteins-
dóttir gaf mér góð ráð, sem reynd-
ust mér vel, og ég hélt áffam að
skrifa. Síðan hætti ég því alveg í
nokkur ár. Eg hélt á þeim tíma að
skriftir væm ekki vinna, ljóðin
ættu að koma af sjálfú sér. Nú
hefur mér skilist að mikil vinna
felst í því að skrifa, ekki síður en í
launaðri vinnu.
Fyrstu ljóðin í bókinni eru á
einhvem hátt frábrugðin þeim
síðari, eru þau skrifuð á löngum
tíma?
- Fyrstu ljóðin em tíu ára
gömul, en seinni hlutinn er alveg
nýr, eða frá miðbiki þessa árs.
Einnig reyndi ég að hafa sam-
hengi í ljóðunum, þótt þau séu ort
á svo löngu tímabili. Mér fannst
þau eldri vanta tengingu við þau
yngri, og ég orti meðvitað í götin.
Ljóðin Isbjöm og Úlfaldi brúa
bilið milli eldri og yngri ljóða.
Auðvitað hefði ég getað
sleppt gömlu ljóðunum, en mér
fannst það ekki rétt. Mig langaði
að gefa rétta mynd af mér sem
ljóskáldi og fannst því ekki sann-
gjamt að sleppa þeim og láta þau
aldrei birtast neins staðar.
Mér gekk illa að finna endi á
ljóðið Blús sem slær botninn í
bókina. Ég gæti búið til heila bók
úr þessu eina endaljóði. Blús hef-
ur birst nokkmm sinnum áður, en
aldrei með sama endaljóðinu.
Það er mikið af litum í ljóðun-
um, skipta þeir þig miklu?
- Sérstaklega í landslagsljóð-
unum, eins og þegar ég lýsi sólar-
lagi í Ólafsfírði. Litimir skipta
miklu máli, og oft fór ógnartími í
að finna rétta lýsingarorðið yfir
þann lit sem ég hafði í huga. Blár
er erfiður litur, hann er alltaf
kenndur við himin og haf og það
er erfitt að finna rétta orðið til að
lýsa mismunandi bláum litum.
Hvað merkir titill bókarinnar?
- Mér fannst Bláþráður við-
eigandi nafn á bókina. Blár litur
kemur oft fyrir í ljóðunum og í
ljóðinu Austfjarðaþokan kemur
þetta orð fyrir:
Séð úr klifrinu
er þjóðsagan óslitin
linnulaus bláþráður
Mikið af orðum í bókinni em
orð sem sjaldgæf em í málinu nú
á dögum en vom algeng áður fyrr.
Leggurðu sérstaka áherslu á að
nota gamladags málfar?
- Ég er búin að vinna á sjúkra-
húsi í ein tólf ár og þar er ég mik-
ið innan um gamalt fólk. Má segja
að ég hafi grætt mikið af sam-
skiptum mínum við það, og ég
legg á minnið orð og orðtök sem
það notar og skrifa síðan í glósu-
bók; þótt ég gangi ekki um
sjúkrahúsið með blað og blýant
og skrifi allt sem ég heyri jafn-
harðan niður. En ég hef mjög
gaman af því að hlusta á eldra
fólk og læra af því.
Sum orðanna í ljóðunum em
einnig úr Biblíunni sem ég nota til
að skapa sérstakt andrúmsloft.
í mörgum ljóðanna em konur
að bródera, vefa og spinna. Hef-
urðu mikinn áhuga á hannyrðum
kvenna áður fyrr?
- Tíminn skiptir engu máli, en
ég pæli mikið í því sem konur
sýsluðu fyrr á öldum. Þær fengust
aðallega við útsaum í fristundum.
Ég las ógrynni af bókum um út-
saum og ýmislegt honum tengt,
ég las mér meira að segja til um
hvemig lita ætti efni. Aður fyrr
taldist útsaumur vera list, og það
er mikið til af heimildum um
hannyrðir fyrr á öldum. Ég hef
lesið mér mikið til um þetta efni
pg veit t.d. allt um sögu pijóns á
Islandi.
Hafa íslendingar í raun áhuga
á ljóðlist, það er alltaf verið að
tala um að ljóðabækur seljist illa?
- Það er alltaf troðfullt út að
dymm þegar nokkur skáld lesa úr
verkum sínum, og þótt það seljist
ekki mikið af ljóðabókum þá held
ég að þeir sem lesa ljóð vilji helst
eiga þær ljóðabækur sem þeim
líkar. Á margan hátt em ljóð mun
persónulegri en skáldsögur.
Að lokum fáum við Lindu til
að velja eitt ljóða sinna til að
hengja aftan í viðtalið. Messa
handa Elísabetu verður fyrir val-
inu:
Þegar á landakotshæðina er
komið -------
er súngin þar messa
en við skulum setjast í túnið
og bródera
blóðheitar stelpur
sem krjúpa fallega
ogfoss sem ber nafn okkar
systranna.
Linda Vilhjálmsdóttir sendi nýlega frá sér sína fyrstu Ijóðabók, Bláþráð. Mynd: Jim Smart.
Saga á að vera
skemmtileg
Arnmundur Backman lögfræðingur sendir frá sér aðra skáldsögu sína,
Böndin bresta, - söguna af Helga frœnda
Ammundur Backman: Lögmennskan er gott vegarnesti rithöfundar.
Mynd: Kristinn.
- Hver er söguþráðurinn?
- Þetta er skáldsaga í fjörleg-
um tón um stóríjölskylduna sem
átti rætur á höfúðbóli norður í
landi og hvemig hún splundrast í
neyslusamfélagi nútímans í
Reykjavík. Söguhetjan, ungur
maður, kemur aftur til Islands eft-
ir langa dvöl í Noregi og hittir
ömmubróður sinn, Helga frænda,
sem er fluttur úr sveitinni í kvist-
herbergi í gamla bænum í Reykja-
vík. Þama blandast því þjóðleg
stemmning og reynsla frændans,
sem er hafsjór af sögum frá fyrri
tíð.
- Er þetta pólitisk bók?
- Já, að hluta til, en um þetta
allt er fjallað í gamansömum tón,
þótt verið sé að lýsa ákveðnum
viðhorfum til þjóðmála og ein
hliðin sé þessi róttæka afstaða.
Hinn djúpi undirtónn er
ástandið sem neysluþjóðfélagið
skapar, hvemig það sundrar hug-
myndum og persónulegum sam-
skiptum fólks.
- Hvemig er litið á það að
lögfrœðingur semji skáldrit?
- Fyrsta skáldsagan mín, Her-
mann, sem kom út í fyrra, hlaut
góðar viðtökur og ég var eindreg-
ið hvattur til að halda áffam. En
óneitanlega hefúr maður orðið var
við að sumir spyija sig hvað lög-
fræðingur sé að gera á þessum
vettvangi. Sannleikurinn er samt
sá, að fá störf gefa manni færi á
betri undirbúningi fyrir skáldskap
en lögmennskan. Ritlistin hefur
ffá fomu fari verið nátengd lög-
fræðinni og lögin víða það sem
fyrst var fært í letur eins og hér-
lendis. Höfundur Njálu var t.d.
greinilega lögffæðingur góður og
þjálfaður í að setja málin ffam.
Og þótt það komi aldrei til greina
að segja frá örlögum viðskipta-
vina, þá opnar líffeynsla lög-
mannsins óendanlega mörg sjón-
arhom á mannlifið og umhverfið.
Það vakti meðal annars fyrir
mér, í þessu umróti tímans, og
ekki síst vegna þess sem ffam-
undan er í Evrópumálunum, að
slá þjóðlegan tón. „Ég vona að þú
verðir ekki rikur,“ segir Helgi
ffændi við söguhetjuna. En með
sama áffamhaldi og núna verður
allur kvóti í sjávarútvegi og land-
búnaði kominn inn á skrifstofúr I
Reykjavík og þá verður sttitt í að
útlendingar nái honum. Ég stilli
því þjóðeminu upp gagnvart því
sem við blasir. Afstaðan til fjár-
magnsins og útlendinganria er
einn þráðanna í bókirini, en um
þetta reyni ég að skrifa eins fjör-
lega og skemmtilega og hægt er
og leyfi mér mikla útúrdúra í
skoplegum frásögnum og saman-
burði.
ÓHT
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN