Þjóðviljinn - 19.12.1990, Síða 11
30 mínútur inni í blárri víðáttu
Spjallað við danska Ijóðskáldið Sören Ulrik Thomsen
- Ég er fæddur og uppalinn
þar sem heitir Stevns á S-Sjá-
landi. Það er nes u.þ.b. 60-70 km
suður af Kaupmannahöfn. En
þegar ég var 16 ára fluttist ég
ásamt foreldrum mínum inn í
miðja Kaupmannahöfh. Við sett-
umst að í grennd við Kongens
Nytorv, hjarta borgarinnar. Þessi
miklu umskipti ffá sveit í borg
höfðu mikla þýðingu fyrir mig, úr
fásinninu í bijálæðið. Þessum
umskiptum fylgdi nýr og kaldr-
analegri skóli. En þó ég ætti
heima úti á landi voru foreldrar
mínir ekki bændur.
Varsí þú ungur þegar þú byrj-
aðir að yrkja?
- Já, en það var ekki neitt sem
skipti máli fyrr en 1975. Þá lagði
ég grunninn að mínum höfundar-
ferli.
Hvaða menníun hefur þú
hlotið?
- Ég er stúdent frá Det ffie
Gymnasium, sem er tilrauna-
menntaskóli í Kaupmannahöfn.
Að svo búnu Iagði ég stund á bók-
menntafræði i tvö ár, en ljóðin
sóttu sífellt fastar á mig svo ég
hætti. Árið 1982 ákvað ég að
verða rithöfúndur í fúllu starfi og
núna byggi ég alla afkomu mína á
ritstörfúm.
Hvers vegna byrjaðir þú að
yrkja?
- Þetta hófst með því að ég
orti 6 smáljóð, tvær línur eða svo,
og sendi þau í tímaritið Hvede-
kom árið 1977, en Poul Bomm
ritstýrir því. Þau vom birt og
stuttu síðar var mér boðin þátttaka
á ljóðskáldanámskeiði hans. Þar
hitti ég Michael Stmnge, F. P. Jac,
Margrethe Thomp, Henrik S.
Holck og fleiri sem vom áberandi
ffá 1975 til dagsins í dag.
Hafa Ijóð þín einhvem frœði-
legan bakgrunn?,,
- Nei, en í kringum 1980
gerðist ýmislegt i Danmörku líkt
og á Islandi að því er mér er sagt:
Ný ljóðlist, rokktónlist, málaralist
og ffæðaiðkun við Háskólann, allt
þetta varð fyrir sterkum áhrifum
af táknffæði og ffanskri heim-
speki. Það var líkt og heimurinn
hrykki í gang cftir langvarandi
kyrrstöðu. Allt þetta til samans
skapaði ákveðið andrúmsloff þó
megnið af fólkinu þekktist ekki.
Fólk skiptist milii hinna ýmsu
deilda listalífsins, þó margir
kæmu víða við.
Hafa hugmyndir þínar um
innihald Ijóðanna og Ijóðformið
breyst í áranna rás?
- Já, yrkingamar og ljóðin
taka sífelldum breytingum. Ég tel
ljóðin vera gmndvöll nýrra hugs-
ana ffekar en að hugsunin og hug-
myndafræðin skapi ljóð.
Hvaða viðtökur fékk Jyrsta
bókþin City Slang árið 1981?
- Mjög góðar. En það tók tíma
að flnna útgefanda, að lokum tók
Erik Vagn Jensen hjá Vindrosen
hana til útgáfú.
Varstu lengi að yrkja Ijóðin í
þá bók?
Sören Ulric Tomsen
- Það tók um þijú ár, frá
1977- 1981. En jafnframt skrifaði
ég aðra bók sem hefúr aldrei
komið út. Þó hafa ljóð úr því
handriti birst víða.
Telur þú Michael Strunge
vera brautryðjanda í skáldskap
þinnar kynslóðar?
— Já, hiklaust. Hann leit á
sjálfan sig sem slíkan.
Ert þú sammála þvi að skáld
áranna frá 1975-1985 eigi sér
sameiginlegan bakgrunn í steypu,
rokki, malbiki og rómantik?
- Auðvitað eigum við sem
fyrsta kynslóðin sameiginlegar
rætur í þessum jarðvegi, en það er
ekki síður sameiginlegur nei-
kvæður bakgmnnur sem tengir
okkur. Þá á ég við það sem við
vildum alls ekki láta bendla okkur
við, t.d. þjóðfélagsraunsæi og
vinstri menningu áranna á undan.
Borgin, rokkið og líkaminn em
sameiginleg einkenni á skáldskap
okkar, en að því ffátöldu emm við
mjög ólík. Mín verk standa t.d.
mun nær „níhilisma“ en ljóð
Strunges. Hann er svo mikill
draumóramaður. Við vomm
hvorki né emm samtök með sam-
eiginlegt markmið.
Hvers vegna urðu likaminn,
maðurinn og tilfmningamar svo
rikurþáttur i Ijóðum þínum?
- Líkaminn er það eina sem
eftir er, tilvistarlega séð, og ekki
er hægt að leysa upp í hugmynda-
ffæði. Þetta er sérstaklega áber-
andi núna þegar öll hugmynda-
kerfi virðast vera að hrynja. Ef lit-
ið er á vinstri menningu áranna
frá 1970 og ffam undir 1980 var í
gangi ákveðin hugmyndaffæði
um Sjálfið. Þessi hugmyndaffæði
Iaut að ákveðinni túlkun Sjálfsins,
en reyndist ekki nógu traust, og
þegar hugmyndakerfin hrynja er
líkaminn enn á sínum stað sem
bústaður Sjálfsins. Af því leiðir
mikilvægi líkamans í ljóðum
minnar kynslóðar. En hann er
smám saman að hverfa úr mínum
ljóðum.
Hver sýnist þér vera þróunin
i danskri Ijóðlist siðustu árin og
hvemig er staða þeirra sem tóku
að birta Ijóð upp úr 1985?
- Þau skáld sem komu fram í
Danmörku fyrir um fimm árum,
Nils Frank, Pia Juul, Thomas Bo-
berg, Karen Maria Edelfeldt og
fleiri, hafa enga sameiginlega
þræði sín á milli. Hugsanlega
vegna þess að þau skortir þann
neikvæða grunn sem við byggð-
um á. Það er heldur ekki lítið á
þau sem hreyfingu. Þau eru fyrst
og ffemst skáld þó ung séu.
Eru þau jafn höggþung og
þið?„
— Já, og mjög dugleg. Við
eldri skáldin vonun miklir fjöl-
miðlaljúflingar og þurfum þess
vegna að beijast fyrir því að vera
talin alvöru listamenn en ekki
bara samtök. Þau fá ekki nærri
eins mikla umfjöllun í fjölmiðlum
sem þýðir að á þau var litið sem
listamenn strax í upphafi - ef þau
voru og eru það á annað borð.
Hvað er þér mikilvægast sem
skáldi?
- Allt sem ég les, geri, sé og
heyri. Það eina sem vegur þyngra
en ofantalið er ljóðlistin sjálf.
Hver eru uppáhalds skáld
þín?
- Ég get nefnt Georg Trakl,
Femando Pessoa, I. P. Jakobsen,
B. S. Ingerman, Ole Sarvig, Per
Höjholt og Inger Christiansen.
Það væri ekki úr vegi að nefha Iv-
an Zjadakov (Ivan Stanof) ffá
Sovétríkjunum, því eftir að ég las
verk hans hafði hann mikla þýð-
ingu fyrir mig. Hann er að fást við
svipaða hluti og ég í bókinni Nye
digte, en ég þekkti ljóð hans ekki
þegar ég orti þá bók. Ivan byijaði
að skrifa í kringum 1968, og ég
var svo heppinn að hitta hann
þegar ég fór til Moskvu í haust
ásamt Piu Taftrup.
Eru Ijóð og smásögur æfingar
fyrir skáldsagnaritun i Dan-
mörku líkt og tíðkast hér á landi?
- Þannig var það, en nú eru
skilin skarpari milli ljóðskálda og
skáldsagnahöfúnda. Hugsanlega
þykir sagnaskáldum að sér þrengt
vegna þessfígóða byrs sem ljóð
hafa notið áíðustu 15 árin. Nú em
menn annáðhvort ljóðskáld eða
sagnaskáld.
Að lokum?
- Já, ég vil þakka öllum sem
gerðu Islandsferð mína mögulega
og þá ffábæm gestrisni sem ég
hef notið hér. Magnús Gezzon.
Aö opna landið
Ari Trausti Guðmundsson með tvœr bækur í
r r
senn: A ferð um hringveginn og Hin hlið Is-
lands, ásamt Hreini Magnússyni
Ari Trausti Guðmundsson
jarðvísindamaður og rithöfúndur
er lesendum Þjóðviljans að góðu
kunnur, síðast fyrir þáttaröð sína
„I riki náttúmnnar“ í Nýju helgar-
blaði. Hann hefúr annast fjölda
útvarps- og sjónvarpsþátta, en
bækur sem hann hefúr ritstýrt,
þýtt eða ffumsamið em nú tíu
talsins og tvær nýútkomnar, báðar
ætlaðar til þess að opna betri sýn á
ísland, en hvor á sinn hátt
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma
Helga Jónsdóttir
frá Möðruvöllum í Hörgárdal
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 21.
desember kl. 13.30.
Marfa Guðmundsdóttir
Guðný Guðmundsdóttir
Rannveig Guðmundsdóttir
Björg Guðmundsdóttir
og barnabörn
Per Björndai Jakobsen
Gunnar Kvaran
Hallgrímur Axelsson
- í bókinni Hin hlið íslands
vildum við Hreinn Magnússon,
Ijósmyndarinn, búa til eins
óvenjulega bók og hægt væri,
sýna eitthvað sérstætt í umhverf-
inu. Við höfúm ferðast saman á
sjaldfamar slóðir í áratug, og
meðal annars klifið nokkur áður
óklifin fjöll. Okkur tekst því að
sýna landið úr óvenjulegu sjónar-
homi á myndunum. í textunum,
sem prentaðir em á þremur tungu-
málum, reyni ég líka nýja nálgun
við lesandann, án þess að gera
málið flókið. Sjálfúm finnst mér
bókin líka ná þeim anda sem fylg-
ir fjallamennskunni, hættuspilinu,
þolinmæðinni, víðáttunum.
- Hvar er gósenland hinnar
hliðarinnar?
- Fyrir mér er það svæðið ffá
Skeiðaráijökli og austur í Lón, í
jaðri Vatnajökuls, þetta er ein-
stakur staður í veröldinni fyrir
fjölbreytni sakir. Ég hef viðmiðun
úr Andesfjöllum og víðar þar sem
ég hef klifið í stórfenglegu lands-
lagi. Ég byijaði á fjallgöngum 11-
12 ára gamall með foreldmm
mínum Guðmundi Einarssyni og
Lýdíu Pálsdóttur, en hef líka
starfað í Islenska alpaklúbbnum
og hæst komist í 6500 m hæð í
Bólivíu, en langar að komast yfir
8000 metrana, þótt getart fari nú
að dvína úr þessu.
Hringvegurinn
opnaður
- En bókin um hringveginn?
- Hún er stærra verk og að
nokkm leyti blanda af jarðffæði
og þjóðlegum ffóðleik, angi af al-
þýðufræðslu, sem mér er mjög
hugleikin, ætluð til þess að fólk
geti fengið meira út úr því að aka
hringveginn, aukið skynjun sína
og þekkingu.
Ég valdi þama 75 áhugaverða
Ari Trausti: Reyni að vekja vitundina um verðmætin.
staði og hefði auðveldlega getað
skrifað um jafnmarga aðra. Þeir
sjást allir vel frá hringveginum,
en ég vel gjaman svæði sem em
sérkennileg án þess að vera mjög
þekkt og fólk mundi ekki stansa
við án ábendingar.
Bókin bendir fólki á hve dýr-
mætt landið okkar er. Það er mik-
ilvægt að halda í svip þess fyrir
seinni kynslóðir, má ekki umtuma
því í samfloti í einhverri yfirfúllri
og skítugri heild. Að því leyti, og
vegna þess að hún eykur þekking-
una og vitundina um verðmætin,
er þetta á sinn hátt pólitísk bók.
ÓHT
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát
og jarðarför
Guðrúnar Ólafsdóttur
Hringbraut 102
Óskar Lárusson og fjölskylda
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11