Þjóðviljinn - 19.12.1990, Page 15

Þjóðviljinn - 19.12.1990, Page 15
LESANDI VIKUNNAR I DAG Kristján Árnason lektor Mynd: Jim Smart Bækur sem týnast Hvað ert þú að gera núna? Kennslu er rétt að ljúka í Há- skólanum, en þar kenni ég al- menna bókmenntafræði, eigin- lega þverskurð af bókmenntum heimsins. Ég var stundakennari við Háskólann í mörg ár, en nú er ég ráðinn lektor til þriggja ára. Er svo á síðustu stundu með jólakortin í ár og svo stendur auðvitað alls konar jólaundir- búningur fyrir dyrum. Það var líka að koma út Ijóðabók eftir þig? Já, hún heitir Einn dag enn. Er hún búin að vera iengi í smíðum? Þessi ljóð hafa bara orðið til, sum þeirra hafa reyndar birst í tímaritum áður, en nú fannst mér komið efni í bók. Þetta eru bæði eigin ljóð og þýðingar. Ég hef slysast til að þýða ljóð úr grísku, latínu, ensku, þýsku og frönsku og svo er reyndar eitt úr spænsku sem ég þýddi eftir krókaleiðum því þá tungu kann ég ekki. Sum ljóðin hef ég verið beðinn að þýða, en önnur hef ég valið sjálf- ur. Ég er ánægður með að vera búinn að koma bókinni frá mér. Þetta hefur staðið til um tíma og mér fannst kannski ekki komið nóg í bók fyrr en nú. Mér er illa við mjög þunnar bækur, bækur sem týnast í bókaskápnum. Að hvaða leyti eru vinnu- brögðin ólík við að þýða ljóð og semja? Maður getur þýtt eftir pönt- un, en ekki skrifað. Mín eigin ljóð eru hins vegar hugmyndir sem sækja á mig og sem ég vinn síðan úr. Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? Ætli ég hafí ekki verið að gera eitthvað svipað og nú, sennilega að ganga ffá þýðingu á Felix Krull eítir Thomas Mann. Hvað gerirðu í frístundum? Ég er óvanur tilhugsuninni að eiga slíkar, það er helst að ég sinni ættingjum. Hvaða bók ertu að lesa? Tataraþulur eftir Garcia Lorca í þýðingu og útgáfu Þor- geirs Þorgeirssonar og hef mjög gaman af lestrinum. Að auki er ég að lesa Torfhildi sem er tíma- rit bókmenntanema í Háskólan- um, þar er margt dálítið skemmtilegt. En úr jólabókaflóðinu? Mest litið. I fyrra var ég nefnilega í nefhd og þurfti að lesa 50 bækur, svo ég tek því ró- lega núna. En bók Fríðu A. Sigurðar- dóttur hef ég lesið mér til ánægju. Við erum eins og dagur og nótt, sólarhringur til samans. Hún gefur út nóttina, ég daginn. En ég ætla að eignast grísku harmleikina í þýðingu Helga Hálfdanarsonar og ýmsar aðrar bækur, en cr eiginlega ekki kom- inn í gang ennþá. Hver er uppáhaldsbarna- bókin þín? Það er nú orðið dálítið síðan ég sleit bamsskónum, en ég las^ Grimms ævintýri og Dæmisögur Esóps og svo Litla prinsinn ef hún telst vera bamabók. Hvers minnistu helst úr Biblíunni? Það er mjög margt, hún er full af visku og skáldskap, en á þessum tima er kannski réttast að minnast jólaguðspjalls Lúkasar. Annars alls frá Sköpunarsögunni til Opinberunarbókarinnar. Hvað hefurðu séð í leikhúsi í haust? Medeu að sjálfsögðu og svo Ég erhættur! Farínn! Afskaplega ólík leikrit og sýningar, en ég hafði gaman af hvom tveggja en á ólíkan hátt. Fylgistu með ákveðnum dagskrárliðum í útvarpi og sjónvarpi? Ég er fréttaglaður maður, en auk þess em góðir menningar- þættir á Gufunni. Sinna til dæm- is og Kviksjá; ég sé ástæðu til að hæla gömlu Gufunni. Ég hlusta líka gjaman á tónlist í útvarpinu og sakna Samhljóms, það vom góðir þættir. Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? Oftast. Ertu ánægður með þann flokk sem þú kaust síðast? Nei, mér fmnst hann vera í hálfgerðri upplausn um þessar mundir. Eru til hugrakkir stjórn- málamenn og konur? Já, og af íslenskum vil ég nefna Jóhönnu Sigurðardóttur, hún er sannkölluð Jóhanna af Örk. Er landið okkar varið land eða hernumið? Eða kannski hersetið. Hvaða eiginleika þinn viltu helst vera laus við? Kannski seinlæti og sein- virkni. Það vefst stundum fyrir mér að koma verkum frá. Hvaða eiginleika þinn flnnst þér skrítnast að aðrir kunni ekki að meta? Að ég kunni að sjóða kartöfl- ur. Hver er uppáhaldsmatur- inn þinn? Það er auðvitað hangikjötið. Hverjir eru helstu kostir landa þinna? Að þeir em innbyrðis ólíkir. Og brestir? Þetta gamla: tómlæti, fyrir- hyggjuleysi, óráðsía. Hvert langar þig helst til að ferðast? Já, það er nú engin spuming hjá mér, til Grikklands. Ég er bú- inn að vera á leiðinni þangað í mörg ár, það er orðið svo langt síðan síðast. Ég er eiginlega svona Grikk- landsfrík. Hvaða ferðamáti á best við Þ'g? Ég hef alltaf haft mest gaman af því að ferðast í lest. I flugvél og rútu finn ég eiginlega fyrir innilokunarkennd. Hverju viltu breyta í ís- lensku þjóðfélagi? Helst vildi ég svara því í bundnu máli, en í óbundnu máli og stuttu þá vil ég færa auð landsmanna úr höndum milliliða yfir til alþýðunnar. Hef ég gleymt einhverri spurningu? Já, hvað sé framundan. Hvað er framundan hjá þér Kristján? Einn dagur enn. Guðrún ÞJÓÐVIUINN FYRIR50ÁRUM Um 2000 verkamenn geta tekið þátt (atkvæðagreiðslu Dags- brúnar. Verkamenn! Þið eru spurðir: Viljið þið heimila vinnu- stöðvun um áramótin - þið seg- iö já. Viljiö þið reka saklausa menn úr Dagsbrún - þið segið nei. Búizt við þýzkri innrás I England fyrir vorið. Roosevelt f þann veginn að steypa Banda- rikjunum út (styrjöld. Fer Frakk- land f strið gegn Bretlandi? 170 ára afmælis Beethovens minnst i Sovétrfkjunum. 19. desember miðvikudagur. Imbrudagar. 353. dagur ársins. Sólarupprás f Reykjavfk kl. 11.20 - sólariag kl. 15.30. Stórstreymi. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúöa vikuna 14. til 20. desember er ( Laugavegs Apöteki og Holts Apóteki Fyrmefnda apótekiö er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frídögum). Síöarnefnda apótekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögumkl. 9-22 samhliöa hinu fyrmefnda. LOGGAN Reykjavlk tr 1 11 66 tr 4 12 00 » 1 84 55 Hafnarfjörður. « 5 11 66 «5 11 66 tr 2 32 22 Slökkvffið og sjúkrabBar Rftvkiavík tr 1 11 00 « 1 11 00 tr 1 11 00 »511 00 Garöabær. « 5 11 00 Akureyri »2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavfk, Seltjarn- arnes og Kópavog er I Heilsuvemdar- stöö Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitianabeiönir, slmaráðleggingar og tímapantanir I « 21230. Upplýsingar um lækna-og lyfjaþjónustu eru gefnar í slmsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eöa ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21. Slysad.eild Borgarsplt- alans er opin allan sólarhringinn, w 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl- an, rt 53722. Næturvakt lækna, * 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt, * 656066, upplýsingar um vaktlækni »51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 tii 17 á Læknamiöstööinni,» 22311, hjá Akureyrar Apóteki, » 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farsfmi). Keflavfk: Dagvakt, upplýsingar I »14000. Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna, »11966 ^ SJUKRAHUS Heimsóknartimar: Landspftalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæöingardeild Land- spitalans: Aila daga kl. 15 til 16, feðra- tími kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar- heimili Reykjavikur v/Eiríksgötu: Al- mennur timi kl. 15-16 alla daga, feöra- og systkinatimi kl. 20-21 alla daga. Öldrunariækningadeild Landspital- ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdelld Borgarspltala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgarkl. 14 til 19:30. Heiisu- vemdarstöðin viö Barónsstíg: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspltall: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heim- sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. SL Jósefs-spitali Hafnar- firði: Alía daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspftalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. SJúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavfk: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauða kross húsið: Neyöarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35, » 91-622266, opiö allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svaraö er f upplýsinga- og ráögjafarsíma félags lesbfa og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Sfmsvari á öðrum tímum.» 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráögjöf i sálfræði- legum efnum,» 91-687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, er veitt I slma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagiö, Álandi 13: Opið virka daga frákl. 8 til 17, » 91-688620. „Opið hús" fyrir krabbamelnssjúk- linga og aðstandendur þeirra í Skóg- arhífð 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann sem vilja styöja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra I » 91- 22400 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyöni: » 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunar- fræðing á miövikudögum kl. 18 til 19, annars simsvari. Samtök um kvennaathvart: » 91- 21205, húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur-götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, » 91-21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem oröið hafa fyrir sifjaspellum: » 91-21500, símsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: » 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stigamót, miðstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræösla, upplýsingar, Vesturgötu 3, » 91-626868 og 91- 626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: » 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I « 686230. Rafveita Hafnarfjaröar: Bilanavakt, » 652936. GENGIÐ 18. desember 1990 Sala Bandarikjadollar............54,99000 Stertingspund..............106,15500 Kanadadollar................47,48700 Dönsk króna...................9,57600 Norsk króna...................9,41450 Sænsk króna...................9,80560 Finnskt mark.................15,30690 Franskurfranki...............10,85690 Belglskurfranki.............. 1,78560 Svissneskur franki..........43,11250 Hollenskt gyllini............32,76630 Vesturþýskt mark.............36,94320 ftölsk llra...................0,04893 Austurriskur sch..............5,25440 Portúgalskur escudo.......... 0,41750 Spánskur peseti...............0,57800 Japanskt jen..................0,41315 Irskt pund...................98,37400 KROSSGÁTA Lárétt: 1 álmur, 4 (færu 6 morar 7 vitur 9 vaöa 12 rómur 14 húð 15 hratt 16 öriaganom 19 kviður 20 heiti 21 veiðir Lóðrétt: 2 fjör 3 hönd 4 gróður 5 aukasól 7 fleiður 8 torvelda 10 miklar 11 kvöld 13 grjótskriöa 17 eyri 18 eira Lausn á slðustu krossgátu Lárétt: 1 strá 4 brek 6 ræl 7 hagl 9 anda 12 raski 14 snæ 15 kál 16 stauk 19 auka 20 leka 21 aöall Lóðrétt: 2 tla 3 ária 4 blak 5 eld 7 hossar 8 græska 10 nikkel 11 alltaf 13 sóa 17 tað 18 ull Miövikudagur 19. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.