Þjóðviljinn - 15.01.1991, Síða 1
Litháen, Sovétríkin
Valdarán hers yfirvofandi?
Gorbatsjov vansœll að sjá, en tekur svari hersins eftir manndráp hans í Vilnu. Sumar hersveitanna íLitháen
sagðar óhlýðnast skipunum
Míkhaíl Gorbatsjov, Sovét-
ríkjaforseti, sagði í gær við
fréttamenn á sovéska þinginu
að yfirmaður sovéska herliðsins
í Vilnu, höfuðborg Litháens,
hefði ákveðið árásina, sem sov-
éskir hermenn gerðu á helstu
útvarps- og sjónvarpsstöð
borgarinnar á sunnudags-
morgun. Ekki var annað að
heyra á máli forsetans en að
hann teldi að herinn hefði gert
rétt í það sinn.
í árásinni beittu sovésku her-
mennimir sjálfvirkum skotvopn-
Atak gegn stríði
Friðarvakaá
Austurvelli
Hreyfingin Atak gegn stríði
mun standa fyrir friðarvöku á
Austurvelli þriðjudagskvöldið
15. janúar. Friðarvakan hefst kl.
18 og mun standa fram eftir
kvöldi.
Friðarvakan er haldin til að
skora á ríki heims að láta skynsemi
og kærleik stýra gerðum sínum og
leita allra hugsanlegra leiða til að
leysa Persaflóadeiluna á friðsam-
legan hátt.
Sérstaklega er skorað á ríkis-
stjóm Islands að hún beiti sér gegn
fyrirhuguðum hemaðaraðgerðum
við Persaflóa og fyrir friðarráð-
stefnu þar sem leitað yrði lausna á
málefnum miðausturlanda.
í fréttatilkynningu frá hreyf-
ingunni stendur að hemaðarað-
gerðimar sem hafa verið boðaðar
muni hafa skelfílegar og óbætan-
legar afleiðingar í for með sér. Þær
muni valda dauða og þjáningu
miljóna manna og geta spillt lífríki
jarðar. „Víkist ríkisstjóm íslands
undan þessari áskorun verða ís-
lendingar meðábyrgir á þeim
voðaverkum sem ftamin verða ef
til stríðs kemur,“ segir orðrétt í
ályktuninni.
-Sáf
r
Rauði kross Islands
Hjálpargögn til
Litháen
Rauði kross íslands hefúr
ákveðið að gefa tvær miljónir til
kaupa á lyfjum og öðmm sjúkra-
gögnum sem send verða til Vilni-
us, höfúðborgar Litháen. Hjálpar-
gögnin vom send áleiðis til Lithá-
en í gærkvöldi.
Framkvæmdin er í höndum
finnska Rauða krossins og mun
hann senda með farminum lækni
og sérfræðing í dreifmgu hjálpar-
gagna.
Heildarkosmaður við sending-
una er rúmar níu miljónir króna og
ber finnski Rauði krossinn helm-
ing kostnaðarins, sá íslenski tvær
miljónir og norski Rauði krossinn
það sem á vantar. -Sáf
um og skriðdrekum og tóku stöð-
ina á sitt vald, enda munu þeir
sem reyndu að stöðva áhlaup
þeirra hafa haft fátt eða ekkert
vopna. Drápu hermennimir við
það tækifæri a.m.k. 14 litháíska
sjálfstæðissinna og særðu um
140. Hafa ódæðisverk þessi vakið
óhugnað og hrylling bæði á Vest-
urlöndum og í Sovétríkjunum
sjálfúm.
Fréttamenn þóttust sjá það á
Gorbatsjov að honum liði ekki
sem best og gætti stundum hiks í
máli hans. En hann náði sér á strik
og veittist heiftarlega að Vytaut-
asi Landsbergis, forseta Litháens,
en þeir ræddust við í síma í gær-
morgun. Sagði Gorbatsjov að það
samtal hefði orðið „mjög árang-
urslítið". EnnfTemur lét hann í
ljós „að mjög erfitt væri að finna
leiðir til viðræðna (við Litháa)
þegar lýðveldinu væri stjómað af
svona fólki“.
Þúsundir manna em áfram við
þinghúsið í Vilnu til að veija það
fyrir árás sovéska hersins, sem
menn óttast að gerð verði þá og
þegar. Þingmenn em með gas-
grímur eða hafa þær við höndina,
því að líklegt er talið að herinn
muni nota táragas ef til árásar á
þingið kemur.
Utvarpið í Kaunas, annarri
helstu borg Litháens sem enn er á
valdi sjálfstæðissinna, hafði í gær
eftir Landsbergis forseta að líkur
bentu til að sovéska stjómin hefði
ekki lengur teljandi tök á hemum.
„Það er vel mögulegt að þetta sé
byijunin á valdaráni hersins í
Sovétríkjunum og að herinn hætti
að hlýða Gorbatsjov forseta,“
sagði Landsbergis. Er í því sam-
bandi bent á að herinn tók á sitt
vald litla útvarpsstöð í Vilnu í
gær, þrátt fyrir loforð sovésku
stjómarinnar um að hann hefðist
ekki að næstu 24 klukkustundim-
ar.
Aðrar fréttir benda til ókyrrð-
ar innan hersins og óánægju með
aðfarir hans í Litháen. Skýrði lit-
háíska fréttastofan ELTA svo frá í
gær að hersveitir staðsettar um-
hverfis Kaunas hefðu neitað að
hlýðnast skipunum um að loka út-
varpsstöðinni þar.
A húsveggjum í Vilnu vom í
gær myndir af tveimur þeirra,
sem drepnir vom í árás hersins á
sunnudagsmorgun, og ekki var
enn vitað hveijir vom. A öðmm
þeirra, ungum karlmanni, er and-
litið kramið, sennilega eftir skrið-
drekabelti. *■
Reuter/-dþ.
Ráðherrar Alþýðubandalagsins hófu fundarherferð á Selfossi á laugardaginn. Hér kynnir Svavar Gestsson viðhorf sfn. Hjá honum sitja Margrét Frí-
mannsdóttir, formaður þingflokksins, Ólafur Ragnar Grfmssom og Steingrímur J. Sigfússon. Annar fundur var haldinn á Akranesi á sunnudag, og í
kvöld kl. 20:30 erfundur f Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Mynd: Kristinn.
Ríkið/SS
Menningin í sláturhúsið
Fundarherferð ráðherra Alþýðubandalagsins hafin. Ólafur Ragnar Grimsson: Hús Sláturfé-
lagsins undir menningarstarfsemi
Olafur Ragnar Grímsson
upplýsti á fundi hjá Al-
þýðubandalaginu á laugardag-
inn að yfir stæðu samningar
milli ríkisins og Sláturfélags
Suðurlands um að hafa maka-
skipti á stórhýsi Sláturfélagsins
við Kirkjusand í Reykjavík og
tíu húsum ríkisins.
Formaður Alþýðubandalags-
ins upplýsti þetta á Hótel Selfossi
á fyrsta fúndi í fúndarherferð ráð-
herra Alþýðbandalagsins. Slátur-
félaginu er frekar kleift að koma
þessum tíu húsum í verð heldur
en stórhýsinu, en í gær vildi Olaf-
ur ekki tjá sig ffekar um málið þar
sem það væri á viðræðustigi. Það
kom ffarn hjá Olafi á fúndinum að
til stæði að ríkið kæmi á fót
mennningarskólum og menning-
armiðstöð í húsi Sláturfélagsins.
Lengi hefúr verið í umræð-
unni að sameinaður Listaskóli
fengi inni á Kirkjusandi, og stað-
festi menntamálaráðherra Svavar
Gestsson að þetta væri inní mynd-
inni. Sláturfélagið hefúr þegar
hafið að grafa fyrir grunni að kjö-
tvinnslu á Hvolsvelli, en þangað
hyggst félagið flytja mestallan
rekstur sinn með því einnig að
nýta sláturhús sitt á staðnum und-
ir kjötvinnsluna. Forsenda er að
félagið losni við stórhýsið í
Reykjavík. Ólafúr fagnaði því, að
til stæði að Sláturfélagið flytti
rekstur sinn aftur heim í hérað.
Ráðherramir fúnduðu einnig á
Akranesi á sunnudag og halda
fund í Kópavogi í kvöld klukkan
20:30.
-gpm