Þjóðviljinn - 15.01.1991, Page 4
ÞJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
KLIPPT OG SKORIÐ
Litháen
lllum verkum sovéskra hersveita í höfuðborg Lit-
háens hefur verið mótmælt harðlega, m.a. af ís-
lenskum stjórnvöldum, eins og sjálfsagt er. Og
vafalaust munu atburðirnir efla að miklum mun
samstöðu manna hér á landi með kröfu Eystra-
saltsþjóða um að þær fái að ráða örlögum sínum
sjálfar og séu ekki háðar, hvorki opinskárri valdbeit-
ingu af hálfu sovétstjórnar né heldur uppákomum
sem m.a. gætu stafað af vanmætti þeirrar sömu
stjórnar.
Það var eftir því tekið í gær, að Gorbatsjov forseti
reyndi að gera sem minnst úr atburðum og reyndar
vísaði hann því frá að hann hefði sjálfur samþykkt
hernaðaraðgerðir gegn friðsömum borgurum í Vilni-
us. Forsetinn vill sjálfsagt helst að menn telji, að hér
hafi orðið slys, atburðir farið úr böndum í spenntu
ástandi. En eins og Boris Jeltsin forseti Rússlands
benti á á blaðamannafundi í gær, þá er hér um
vissa „sviðsetningu" að ræða sem hann líkti við það
sem gerðist í höfuðborg Grúsíu í fyrra þegar marg-
ir létust eða særðust í áhlaupi herliðs á mótmæla-
fund. Herinn er í þessum dæmum báðum farinn að
vinna með þeim af rússneskumælandi íbúum við-
komandi lýðvelda sem vilja helst að allt fari í bál og
brand og herstjórn verði komið á. Og að á bak við
allt saman standa sjálfsagt þeir íhaldsmenn í stjórn-
kerfmu sem vilja hverfa aftur til fyrri stjórnarhátta.
Þegar þetta er haft í huga hlýtur sú túlkun ýmissa
fréttaskýrenda um helgina, að með ofbeldisverkum
í Vilnius sé horfið aftur til kalda stríðsins, að teljast
hæpin. Hér er ekki um að ræða átök sem varða for-
ræði í Evrópu, varða beinlínis átök tveggja fjand-
samlegra hernaðarblakka. Miklu heldur minna at-
burðir á dæmi úr hnignunarsögu annarra evrópskra
heimsvelda. Til dæmis á langvarandi átök um Alsír,
þar sem um tvær miljónir Frakka höfðu sest að og
börðust af hörku gegn sjálfstæði landsins og
stefndu áður en lauk - með samspili sínu við íhalds-
sama franska herforingja - í hættu lýðræði í Frakk-
landi sjálfu.
En hve langt eða skammt sem slíkar hliðstæður
ná: Það er Ijóst að framvinda mála í Litháen lýsir
djúpstæðri og háskalegri kreppu í Sovétríkjununm.
Þar er eins og að myndast þríveldi, þar sem í einni
fylkingu eru stjórnir einstakra lýðvelda, hinummeg-
in her og gamalt flokksforystuíhald og mitt á milli
stendur forsetinn liðfár og næsta valdalítill í raun.
Úr þeirri stöðu verður öllum erfitt að spila sem óska
þess helst að lýðræðisþróun í Sovétríkjunum haldi
áfram blóðsúthellingalaust. Einnig ríkisstjórnum
Vesturlanda sem fá að heyra það þessa daga að
þær hafi sýnt Eystrasaltsþjóðum daufan áhuga til
þessa af tillitssemi við sovéska forsetann. Það hafa
reyndar ólíklegustu menn orðið til að segja sem
svo, að Litháar og aðrar Eystrasaltsþjóðir hafi verið
of bráðlátir í sínum sjálfstæðiskröfum, þeir hafi ekki
sýnt „pólitískt raunsæi" eins og það heitir. Eitthvað
kann að vera rétt í því - ef menn vilja byggja allt á
„realpólitík". En bráðlæti eða ekki: enginn getur ef-
ast um rétt Litháa til að vilja vera sjálfstæðir hvað
sem tautar og raular, enginn utanaðkomandi getur
gerst dómari gegn þeim í því máli, þeir eiga svo
sannarlega einlæga og flærðarlausa samúð skilið.
Ennum
fjölmiðlafrelsið
Þegar verið var að breyta út-
varpslögunum hér um árið, þá var
mest veifað frelsisfánanum: hinar
fijálsu og óháðu útvarps- og sjón-
varpsstöðvar áttu að verða allt í
senn: staðfesting á heilsusamleg-
um áhrifum samkeppni fyrirtækja
á hveiju sviði sem er og áfanga-
sigur í sókninni til meira tjáning-
arfrelsis fyrir alla þegna. Ef ein-
hver dirfðist að malda í móinn og
segja að þetta mundi ekki eftir
ganga var æpt á hann hástöfum:
hann var íhaldssamur forsjár-
hyggjumaður, laumustalínisti og
kannski það sem verst er af öllu:
menningarviti.
Þetta andrúmsloft sem ýmsir
oddvitar yngri og eldri Sjálfstæð-
ismanna kyntu mest undir varð
svo til þess að sú umræða um fjöl-
miðlastefhu og þá um skyldur
íjölmiðla við landsfólkið, sem
nauðsynleg var vegna breyting-
anna, hún fór út um þúfur. Slíkt
hjal var talið til afskiptasemi og
gikksháttar þeirra sem „þykjast
alltaf vera að hafa vit fyrir fólk-
inu“.
Kröppemkaup...
Síðan líður fram tíminn og
reynsla fæst á ljósvakafrelsið og
þá renna á menn tvær grímur.
Menn spyija hver um annan þver-
an: vildum við „aflétta einokun
rikisins á sjónvarpssendingum“
til þess að fá stöð sem bætir 30-
40 amrískum annarsflokksmynd-
um í viku við allan þann sæg sem
fyrir er í landinu - í bíó, á mynd-
bandaleigum og svo á þeirri sjón-
varpsstöð sem fyrir var? Vildum
við „aflétta einokun ríkisins á út-
varpsrekstri" til þess eins að fá
upp í hendumar mestan part
metnaðarlaust kjaftháttar- og
plötuútvarp? Hvers virði er það
frelsi sem ekki býður upp á aukna
íjölbreytni heldur barasta meira
afþví sama? Auk þess sem frelsið
þýðir fyrst og fremst aukið frelsi
auglýsenda til að leggja undir sig
dagskrár, leynt og ljóst?
Bull og þvaður
Þessar áhyggjur koma víða
ffarn og ekki alls fyrir löngu (6.
janúar) á íjölmiðlasíðu Morgun-
blaðsins, en þar hefur áður marg-
sinnis verið hjalað í léttúð um
sjálfvirka blessun ljósvakafrelsis.
Sverrir Páll skrifar um útvarps-
stöðvamar nýju og er grimmur í
meira lagi. Um vinnubrögð og
metnað segir hann m.a. :
„Nýgræðingar em settir beint
í beina útsendingu með fangið
fullt af plötum og þar fá þeir að
hiksta, stama, mismæla sig og
klæmast á móðurmálinu blönd-
uðu illa lærðri ensku, fullkomlega
óáreittir. Og allt er þetta klúður
kallað „lifandi útvarp“. Ja svei.“
Greinarhöfundur gerir og
harða hríð að útvarpsmönnum
sem reyna að gera sig að stjömum
„með allskyns bulli og þvaðri og
smekkleysu" sem til verður í
þeim tilgangi einum að halda ekki
kjafti. Tekið er dæmi af þáttum
þar sem stjómendur „blaðra um
einkamál sín og hvaðeina sem
venjulegum hlustanda kemur síst
af öllu við, hvort þeir ætla að
borða bjúgu eða saltfisk í hádeg-
inu, hvort þeir em nýkomnir frá
tannlækni, hvemig þeir em af
kvefinu og svo ffamvegis".
Undir fölsku flaggi
Ekki bætir það úr skák að
blaðrið er oflar en ekki til þess
gert að auglýsa vöm án þess að
það heiti auglýsing: „Hvað er út-
varpsmaður að gera þegar hann
kjamsar á hamborgara frá tiltekn-
um veitingastað og sötrar nafn-
greindan gosdrykk með? í þágu
hverra er verið að halda úti at-
kvæðagreiðslu um það hvaða
karlmaður fer út að borða á nafn-
greindum veitingastað með konu
sem hefur fengið ókeypis föt ffá
þessari búðinni eða hinni?... Þetta
er ekkert annað en ósmekklegur
áróður sem troðið er inn á hlust-
endur undir fölsku flaggi“.
Þetta er allt satt og rétt, náttúr-
lega. Og staðfestir það sem efa-
semdarmenn sögðu á fyrmefnd-
um breytingatímum: ef menn taka
sér bandarískan fjölmiðlapraxís
til fyrirmyndar (en þaðan er
mynstrið vitanlega ættað) þá
verður útkoman einmitt á þessa
Ieið.
Hlutverk og skyldur
Hvað vilja menn svo til
bragðs taka? Svo skemmtilega
vill til að á þeirri sömu fjölmiðla-
síðu Morgunblaðsins skrifar Ás-
geir Friðgeirsson um nauðsyn
fjölmiðlastefnu og setur yfir átak-
anlega fyrirsögn: „Fljótum við
sofandi?". Að feigðarósi náttúr-
lega. Þar segir sem svo:
„Fjölmiðlastefna ætti að skil-
greina hlutverk fjölmiðla í lýð-
ræðissamfélagi nútímans, til-
greina skyldur gagnvart skoðana-
og trúarhópum sem og viðteknu
siðgæðiskerfi. Stefna sem ætti
sömuleiðis að tilgreina upplýs-
ingahlutverk miðlanna og síðast
en ekki síst ætti hún að draga lín-
ur varðandi skyldur fjölmiðla
gagnvart menningu og þjóðlegri
arfleifö“.
Það er ekki víst hvort greinar-
höfundur áttar sig á því sjálfur, en
ótal sinnum hafa markaðstrúar-
menn hamast gegn einmitt við-
horfum af slíku tagi, talið þau for-
sjárhyggju og laumusósíalisma
og guð má vita hvað. Enda liggur
það í augum uppi að í markaðs-
kerfínu sjálfu er ekki að finna
neinar „skyldur“ útvarpsstöðva
gagnvart menningu, þjóðlegri arf-
leifö né heldur lýðræði. Það væri
einna helst að „viðtekið siðgæðis-
kerfi“ (sem þarf ekki endilega að
vera gott siðgæðiskerfi) væri eitt-
hvað virkt í markaðsdæminu - af
ástæðum sem of langt mál er að
fara út í hér.
Orð og athöfn?
Jæja. En ef menn meina eitt-
hvað með skrifum af þessu tagi,
þá eru þau ekki annað en inn-
gangur að því sem máli skiptir:
hvað ætla menn til bragðs að
taka? Böl bæta? En þá er komið
enn og aftur að þeim íslenska
ósið, að menn byrja á einhveiju
og halda ekki áffam. Til dæmis er
strax í greininni um að fljóta sof-
andi slegið á þá strengi, að nú sé
mikið um sjónvarp um gervitungl
og að það „torveldi möguleika á
raunhæffi fjölmiðlastefnu ein-
stakra þjóða“. M.ö.o.: við getum
ekki leyst nein mál sjálfir vegna
þess að að vandinn er alþjóðlegur.
Þetta eru reyndar falsrök: gervi-
hnattasjónvarp gerir vissan usla í
íslenskri menningarlandheigi, en
vegna þeirrar vamar sem okkur er
þrátt fýrir allt í því að tala eigið
mál er hann í reynd margfalt
minni en sá sem menn hérlendir
vinna nú þegar innan þessrar
landhelgi með metnaðarleysi,
kjafthætti og subbuskap.
ÞJÓÐVILJINN
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson
Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Aörir blaðamenn: Bergdfs Ellertsdóttir, Dagur
Þorteifsson, Elfas Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson,
Garðar Guöjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Hildur Finnsdóttir (pr.T Jim Smart (Ijósm.), Kristinn
Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Gíslason, Sævar
Guöbjömsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristin Pétursdóttir.
Auglýsingastjórí: Steinar Harðarson.
Auglýsingar: Sigríður Sigurðardóttir, Svanheiöur
Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir.
Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Hrefna
Magnúsdóttir.
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Halla Pálsdóttir,
Þorgerður Siguröardóttir, Þórunn Aradóttir.
Bílstjórí: Jóna Sigurdórsdóttir.
Skrífstofa, afgreiösla, rítstjóm, auglýsingar:
Síðumúla 37, Rvík.
Sími: 681333.
Símfax: 681935.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr.
4.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. janúar 1991