Þjóðviljinn - 15.01.1991, Blaðsíða 7
FORVALSKYNNING G-LISTANS í REYKJAVÍK
Arnór Þórir Sigfússon dýrafræðingur Fæddur 7. nóv 1958. Líffræð- ingur frá Háskóla íslands 1983, doktorspróf í dýrafræði frá Ab- erdeenháskóla í október 1990. Starfar nú sem sérfræðingur hjá veiðistjóraembættinu. Er í stjórn Samtaka íslenskra náms- manna erlendis og situr fyrir hönd samtakanna í Stjórn Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Fulltrúi Æskulýðssam- bands íslands í stjórn Norræns umhverfisárs. A hvaða mál leggur þú áherslu öðrum fremur? Ég hef mikinn áhuga á umhverfis- málum og tel að mikilvægur áfangi hafi náðst með stofnun umhverfis- ráðuneytis. Því verður að fylgja eft- ir með því að styrkja það frekar og beita þvi meira. Þá tel ég a við verð- um að hugsa vel um umhverfis- ímynd okkar út á við, sem seljendur matvöru og hreins ferðamanna- lands, og þurfum því að huga vel að úrgangs- og mengunarmálum hér á landi, meðal annars vegna hug- mynda um byggingu nýs álvers. Framundan er ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna árið 1992 um þróunar- og umhverfismál. Tel ég að ísland verði að vera þar vel und- irbúið til að koma á framfæri sjón- armiðum okkar og styðja við bar- áttu þróunarrikja. Einnig legg ég áherslu á menntamál á öllum stig- um skólakerfisins. Það er forgangs- mál að koma á samfelldum skóla- degi í gmnnskólum landsins og að bæta kjör kennara og fóstra sem em skammarlega lág miðað við það hlutverk sem þetta fólk hefur í upp- eldi bama okkar. Þá hef ég vemleg- ar áhyggjur af framtíð LIN og tel að honum sé stefht í hættu með því að auka hlutfall erlendra lána í fjár- mögnun sjóðsins. Stefnir þú að ákveðnu sœti á G -listanum? Ég stefni á þriðja sætið.
Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt Fædd 11. 09.47. Landslagsarki- tekt frá Landbúnaðarháskólan- um í Ási í Noregi. Starfaði að Ioknu námi á arkitektastofu i Bergen og hjá umhverfismála- deild Drammenbæjar. Kennari við Garðyrkjuskóla ríkisins frá 1976-79, eftir það hefur hún rekið eigin teiknistofu. Hefur unnið að ýmsum skipulagsverk- efnum um land allt. Fyrrv. for- maður Félags ísl. landslagsarki- tekta, í stjórn Landverndar frá 1983, þar af formaður frá 89. Hefur unnið að mótun um- hverfismálastefnu Alþýðu- bandalagsins. A hvaða mál leggur þú áherslu öðrum fremur? Ég tel að á næstu árum verðum við að gera það upp við okkur hvemig land og hvemig þjóðfélag við vilj- um, ekki fyrir næstu 4 ár, heldur næstu 40. Viljum við hreint, ómengað, sjálfstætt land án risaál- vera - Þjóðgarð Evrópu, þar sem virðing er borin fyrir náttúrunni, hreinum orkulindum og auðlindir þess notaðar í þágu allra lands- manna? - Eða viljum við þjóð sem meir og meir hlýðir skipunum frá Brussel og nýtir hreinar orkulindir í mengandi stóriðju til eyðileggingar umhverfínu - skuldafen og stundar- gróða til að hægt sé að hreykja sér af auknum hagvexti, sem þýðir ekk- ert annað en aukna neyslu? Ég vil ennfremur beita mér fyrir þvl, að öldmðum sé sýnd meiri virðing og mannúðlegri aðhlynning en samfélagið býður í dag, þannig að eldri borgarar fái, á sínu ævi- kvöldi, að njóta starfa sinna í þágu þjóðfélagsins. Stefnir þú að ákveðnu sœti á G - listanum? Til þess að koma þessum áhersl- um á framfæri stefni ég á sæti á Alþingi.
[-] Árni Þór Sigurðsson deildarstjóri Fæddur 30. júlí 1960. Cand. mag. í hagfræði og slavneskum málum frá Oslóarháskóla 1986, framhaldsnám við háskólana í Stokkhólmi og Moskvu 86-88. Fréttaritari RÚV í Moskvu 1988, deildarstjóri í samgöngu- ráðuneytinu frá 1. mai 1989. Var í æskulýðsnefnd AB 78- 80, er nú í stjórn ABR. Formaður stjórnar Lánasjóðs ísl. náms- manna og varaformaður ferða- málaráðs. A hvaða mál leggur þú áherslu öðrum fremur? Ég tel mikilvægast að tryggja jafn- ari lífskjör fólksins í landinu. I því sambandi má sérstaklega nefna byggðamál þar sem ég tel nauðsyn- legt að tryggja jafna aðstöðu allra landsmanna hvar sem þeir búa. Auk þess em þeir málaflokkar sem ég hef starfað að undanfarin tvö ár, þ.e. samgöngu- og ferðamál, mér mjög hugleikinir. Sérstaklega finnst mér ástæða til að gefa ferðaþjónustu sem atvinnugrein verðskuldaðan gaum. Ég tel einnig brýnt að Alþýðu- bandalagið móti ákveðna fjöl- skyldupólitík. í þeim efhum skipa dagvistarmálin einn mikilvægastan sess, enda legg ég mikla áherslu á að öllum bömum verði tryggður réttur til dagvistar. Því til viðbótar eru húsnæðismál og skattamál mik- ilvægur hlut af fjölskyldupólitík. Stefnir þú að ákveðnu sœti á G - listanum? Já, ég stefni á fjórða til fimmta sæti.
K.^v ' v; 1 l nHl Birna Þórðardóttir blaðamaður 26. 2. 49. BA próf í stjórnmála- fræði frá Háskóla íslands. Rit- stjóri Fréttabréfs lækna og rit- sjtjórnarfulltrúi Læknablaðsins. Áður ritstjóri Neista, málgagns Fylkingarinnar í 11 ár, auk fjöl- margra annarra starfa á vinnu- markaði. Félagi í Fylkingunni frá 68-83; í Alþýðubandalaginu frá 87. 1 miðstjórn og fram- kvæmdastjórn AB frá sama tíma. í stjórn Leigjendasamtak- anna í nokkur ár, í stjórn Bú- seta frá stofnun til ársins 1990. Varamaður í miðstjórn Aiþýðu- sambandsins frá 1988, í tengi- hópi Samtaka kvenna á vinnu- markaði frá 1985. A hvaða mál leggur þú áherslu öðrum fremur? Kjaramál, fyrst og fremst út frá stöðu kvenna á vinnumarkaði, sem hefur stórversnað með Þjóðarsátt- inni. Konur eru ekki nema hálf- drættingar á við karla í launum og verða mjög margar að búa við þá lítilsvirðingu að geta ekki séð sér og sínum farborða með vinnuffamlagi sínu. Tengt þessu legg ég áherslu á aukin félagsleg réttindi launafólks, lagfæringar á húsnæðiskerfinu þannig að á það sé litið sem sjálf- sögð mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Rétt bama verður að stór- bæta og tel ég mikilvægast að tryggja bömum örugga dagvistun, einsetinn skóla og skólamáltíðir. Ég legg mikla áherslu á, að hemum verði komið úr landi og Island segi sig úr NATO, auk fjölmargra ann- arra mála. Stefnir þú að ákveðnu sœti á G - listanum? Ég stefhi á sæti það ofarlega að þau baráttumál sem ég set á oddinn komi til með að marka afstöðu Al- þýðubandalagsins næsta kjör- tímabil, þannig að það verði trú- verðugur málsvari launafólks.
Guðmundur Þ. Jónsson
formaður Iðju, félags
verksmiðjufólks.
Fæddur 25. 12. 39. Almenn
verkamannavinna, einkum iðn-
aðarstörf til ársins 1973. Þá
starfsmaður Iðju og Landssam-
bands iðnverkafólks. Formaður
Landssambands iðnverkafólks
frá 1978 og Iðju frá 1986. Borg-
arfulltrúi í Reykjavík frá 1978-
86, í miðstjórn ASí frá 76, auk
fjölda annarra trúnaðarstarfa
Guðrún Helgadóttir
forseti sameinaðs Alþingis.
Fædd 7. sept. '35. Stúdent frá
MR '55. Frá '57-'67 ritari rekt-
ors í MR. Deildarstjóri í TVygg^
ingastofnun ríkisins '73 - '80. í
Borgarstjórn '78-'82. Alþingis-
maður síðan 1979. Þingforseti
frá nóvember '88. Fulltrúi í
Norðurlandaráði frá '82-'88,
formaður upplýsinganefndar
ráðsins í nokkur ár, sat í
efnahagsnefnd og samgöngu-
fyrir verkalýðshreyfinguna og
Alþýðubandalagið.
A hvaða mál leggur þú áherslu
öðrum fremur?
Ég hef alla tíð lagt áherslu á at-
vinnumál, því ég tel næga atvinnu
grundvallaratriði sem allt annað
verður að byggjast á, raunverulega
lífsgrundvöllur fólks. Auk þess lít
ég á það sem mannréttindi að allir
hafi vinnu, við eigum að geta skap-
að öllum starf með atvinnuupp-
byggingu. Þar lít ég helst til iðnað-
nefnd. Höfundur fjölda bóka
fyrir börn og unglinga.
A hvaða mál leggur þú áherslu
öðrum fremur?
íslenskir þingmenn hafa sjaldnast
tækifæri til að sérhæfa sig í ákveðn-
um málaflokkum, svo að listi um
mál sem ég hef haft frumkvæði um
er orðinn alllangur eftir 11 ár, en ég
skal nefna nokkur. Ég hafði frum-
kvæði að breytingum á eríðalögum,
þ.e.a.s. um leyfi til setu í óskiptu
búi, á atvinnuleysistryggingalögum
arins. Við verðum að byggja upp
öflugan iðnað til að taka við því
fólki sem kemur út á vinnumarkað-
inn. Stóriðja er ágæt út af fyrir sig,
en það þarf fleira að koma til ef við
eigum að get tryggt fiilla atvinnu.
Þá legg ég mikla áherslu á félagsleg
réttindamál og velferð fólks.
Stefnir þú að ákveðnu sœti á
G - listanum?
Eftir að hafa fengið hvatningu til að
fara í forvalið frá félögum minum í
verkalýðshreyfingunni, ákvað ég að
um að tekjur maka hefðu ekki áhrif
á réttindi, og um lengingu mæðra-
feðralauna til 18 ára aldurs. Ég
beitti mér fyrir lagabreytingu sem
leiddi til að gerð var námsáætlun í
leikskólakerfmu, og fyrir þinginu
liggur frumvarp um umboðsmann
bama sem ég er vongóð um að nái
ffam að ganga á þessu þingi. Þá
samþykkti þingið frumvarp mitt til
laga um Þýðingarsjóð Islands.
Á vegum Norðurlandaráðs var sam-
þykkt tillaga mín um jarðskjálfta-
mælinganet á Suðurlandi, um sam-
stefna að öðm sæti til að tryggja að
verkalýðshreyfingin eigi fiilltrúa í
þingflokknum eins og hún hefur
lengst af átt.
hæfingu þjóðskrár Norðurland-
anna. Auk þess hef ég flutt, eða átt
aðild að, ótal öðmm málum, enda
löngum verið ætlast til þess í Al-
þýðubandalaginu að menn vinni
vinnuna sína.
Stefnir þú að ákveðnu sœti á
G - listanum?
Ekki frekar en ég hef áður gert. Ég
fór inn á þing í 4. sæti, síðan í
þriðja, þar á eftir í öðm . Til þess er
forval að fiokksmenn ákveði sæti
ffambjóðenda.
Haraldur Jóhannsson
hagfræðingur
Fæddur 7.7.1926. Hagfræðingur
frá Lundúnaháskóla 1951. Meist-
arapróf frá sama skóla 1956. Að
auki BA próf í sagnfræði frá Há-
skóla íslands 1986. Formaður
stjórnar Útflutningssjóðs 1957-
960. Fyrirlesari í hagfræði í Há-
skólanum í Malaja 1964-1968,
fyrirlesari við Witvatersrand há-
skólann í Jóhannesarborg 1969-
1971. Hagfræðingur hjá Fram-
kvæmdastofnun ríkisins 1973-
1977. Hefur siðan unnið sjálf-
stætt. Hefur samið eða séð um út-
gáfu á 12 bókum um hagfræði og
þjóðfélagsmál. Hefur þýtt all-
margar bækur.
A hvaða mál leggur þú áherslu
öðrum fremur?
Viðvömn við flasi í Eftasamning-
um, við EBE um Evrópskt efha-
hagssvæði eða í tvíhliða samning-
um við EB. Vegna smæðar sinnar
hefur Island sérstöðu, og slíkir
samningar verða trauðla afiur tekn-
ir. Sakir ofurkapps Alþýðuflokksins
í þessu máli er nú um sinn breikk-
andi bil á milli flokkanna. En ég tel
þörf á auknu málefhalegu samstarfi
Alþýðubandalagsins og Alþýðu-
flokksins á komandi árum, þótt á
samstarfi þeirra um framboð sé
ekki þörf við núverandi kosninga-
skipan. Að mínu áliti em hinar
sögulegu forsendur fyrir aðskilnaði
flokkanna ekki lengur fyrir hendi.
Stefnir þú að ákveðnu sœti á G -
listanum?
Ég hef fimmta sætið helst í huga.
Þriðjudagur 15. janúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7