Þjóðviljinn - 15.01.1991, Page 11

Þjóðviljinn - 15.01.1991, Page 11
MINNING I DAG Björn J. Guðmundsson Fæddur 13.9. 1936 - Dáinn 7.1. 1991 Félagi Bjöm er látinn. Þessi frétt barst okkur til eyma mánu- daginn 7. janúar s.l. Þó að ávallt sæki sorg og efi að fólki þegar því er tilkynnt um svo ótímabært andlát þá verðum við að sætta okkur við þá stað- reynd að af tilverunni þekkjum við aðeins þrjá þætti; fæðinguna, lífið og svo dauðann. Hvað fyrir handan er vitum við minna um. Þess vegna leitum við gjaman huggunar í því að líta til baka og minnast góðra stunda og árang- urs þess lifs sem kvatt er. Bjössi var fæddur í Eyrar- sveit þann 13. september 1936, sonur hjónanna Guðrúnar Bjömsdóttur og Guðmundar Bjamasonar. Bjössi var næstelst- ur níu systkina. Þessi stóri bama- hópur naut ekki lengi forsjár föð- urins, Guðmundur féll frá á besta aldri. Það gefúr augaleið að erfitt hefúr verið fyrir ekkjuna að framfleyta svo stórri fjölskyldu. Þar kom til dugnaður og sam- heldni. Bjössi varð því ungur að takast á við lífsbaráttuna. Af þessari lifsbaráttu mótaðist hann. Hann skynjaði nauðsyn þess að alþýða þessa lands væri samstæð og sterk og væri þess albúin að ráða nokkm um örlög sín. - Ör- eigar allra landa sameinist. — Þetta vom huggunarorð fátæka fólksins sem hafði kjark og þor til að standa á eigin fótum í bar- áttunni um brauðið. Bjössi stillti sér þar upp. í hópi þeirra sem trúðu á frelsið og mátt samstöð- unnar. 1959 stofnaði Bjössi ásamt nokkmm félögum Alþýðubanda- lagsfélag Gmndarfjarðar. Strax í upphafí starfaði þessi unga hreyfmg að framfaramálum í Gmndarfirði. Fyrstu árin var boðið ffarn með Framsóknar- mönnum við sveitarstjómar- kosningar. Árið 1966 bauð Al- þýðubandalagsfélagið fram sér í fyrsta skipti og skipaði Bjössi fýrsta sætið á listanum og náði kjöri. Þar með var kominn til starfa í hreppsnefnd fulltrúi úr röðum öreiganna. Effir þennan góða sigur hefur þetta litla félag vaxið og dafnað. Sú saga verður ekki rakin hér en það merki sem Bjössi og félagar hófu hefur vax- ið svo mjög að nú em merkisber- amir ráðandi afl í þessu litla samfélagi. Bjössi flutti búferlum frá Gmndarfirði um 1970, fyrst til Svíþjóðar en hann hefur búið í Hafnarfirði nú um nokkurra ára skeið. Bjössa er ekki hægt að minn- ast án þess að nefna gamansögur, vísur, kerskni og annað það sem menn gerðu sér til gamans. Bjössi var ákaflega glaðlyndur og skemmtilegur maður. Spaug hvers konar var hans aðal og enga gjöf gat nokkur betri fært honum en góða visu eða gaman- sögu af vinum og ffændum. Þá var nú hlegið. Ekki er gmnlaust um að sú tryggð sem Bjössi sýndi alltaf sinni sveit hafi meðal annars átt rætur í því hve skemmtilegt hon- um þótti að hitta fólk. Tryggðin við félagið sannaðist best i þvi að þegar félagamir höfðu fest kaup á niðumíddu dekkjaverkstæði sem innrétta átti sem höll alþýð- unnar þá mætti Bjössi með sín smíðatól og tók virkan þátt í þeirri uppbyggingu og um það munaði svo sannarlega. Seinna átti hann eftir að skemmta sér með félögunum í húsinu góða. Við sem nú kveðjum góðan vin og félaga biðjum algóðan Guð að varðveita með ástvinum öllum minninguna um drenginn góða. Alþýðubandalagsfélag Grundarljarðar Það er ákaflega erfitt að sætta sig við þá staðreynd að hann Bjössi sé dáinn. Hann sem var svo lífsglaður og kátur og kenndi sér einskis meins. Við sem höf- um kynnst Bjössa, hvort sem er í vinnu eða utan, vitum að hann var hvarvetna maður sem tekið var eftir, án þess þó að hann væri að trana sér fram. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á hlut- unum og fylgdi þeim effir í orði og æði. Sama hvert umræðuefnið Bestu þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu 8. janúar síðastliðinn með gjöfum, skeytum og góðum minningum í bundnu og óbundnu máli. Kœr kveðja, var eða verkefnið sem þurfti að takast á við. Bjössi kunni skil á því og deili. Hann var hafsjór af fróðleik, hvort sem það var um heimsmálin og mannkynssöguna eða íslenskan kveðskap, en hann hafði mikla unun af honum og eins og opin bók um kveðskap alþýðuskáldanna. Með þessum fátæklegu lín- um langar mig til að þakka Bjössa fyrir samfylgdina í þessi tvö ár sem við höfiim starfað nær óslitið saman hjá Reisi s/f en einnig áttum við mjög svo ánægjulegar stundir saman í Snæfellingakómum i Reykjavík þennan sama tíma. Eg bið góðan Guð að gefa Hönnu, bömunum og öðmm ást- vinum styrk til að yfirstíga þessa þungbæm sorg og megi minn- ingin um hann lifa hjá okkur öll- um. Grétar Ingi Símonarson Kær félagi og vinur er horf- inn sjónum okkar. Hann lést skyndilega hinn 7. janúar siðast- liðinn á nýbyijuðu ári. Einhvem veginn er það nú svo, að ffétt um skyndilegt and- lát ættingja, vinar eða einhvers sem maður veit einhver deili á, verður þess valdandi að hugsun- in um lífið og dauðann, þessa tvo örlagaþætti í tilvist hverrar mannlegrar vem, verður allt í einu svo skýr. Þá fyrst verður vit- undin um lífíð, það að lifa, svo sterk, svo dýrmæt. Jafhffamt verður sorgin svo djúp og eftir- sjáin svo þungbær. Þetta reyna nánustu ástvinir, ættingjar og aðrir vinir Bjöms Guðmunds- sonar nú. Alltaf munu samt minningamar um góðan og ljúf- an dreng hugga og verma. Við í Snæfellingakómum í Reykjavík söknum nú vinar í stað. Það er svo sannarlega djúpt skarð höggvið í raðir okkar er við nú megum sjá á eftir Bjössa, eins og við kölluðum hann venjulega. Það var kómum okkar mikill fengur að fá hann til starfa. Hann var mætur maður, áhugasamur um allt sem mátti verða áhugastarfi okkar til ffam- dráttar enda lá hann aldrei á liði sinu ef til hans var leitað um eitt- hvað sem gera þurfti. Bjöm var einn þeirra manna sem hafa til að bera slika per- sónutöfra, að allir sóttust eftir að eiga hann að vini. Það geislaði ffá honum lífsgleðin og hlýja sem speglaðist svo eftirminni- lega í brosmildum augum hans. Þetta gleymist okkur ekki sem til hann þekktum. Hann var söngmaður góður og hrókur alls fagnaðar var hann á gleðistundum. Það var gaman að vera í návist hans á langferða- leiðum og fagnaðarfúndum, heyra hann syngja við raust með sinni djúpu basssaröddu kynstrin öll af lögum bæði innlendum og erlendum. Þá var orkan ekki spömð og innlifúnin eftir því. Já, ævinlega var gleðin ríkjandi, þar sem vinur okkar var viðstaddur. Við félagamir í Snæfellinga- kómum finnum til saknaðar og tómleika nú að Bimi látnum. Við blessum minningu hans og biðj- um ástvinum hans og aðstand- endum öllum huggunar í hendi Guðs. Guðmundur Gunnlaugsson Fyrir hönd Snæfellinga- kórsins f Reykjavík Baldur Ólafsson, fyrrv. formaður ÞJÓÐVILJINN FYRIR 50 ARUM Frílistarnir afnumdir eftir fyrir- skipun frá London. Bretar taka að sér að ákveða hvernig verzl- unarmálum íslendinga skuli hagaö. Þetta mun ekki heita að blanda sér I innanrlkismál vor!! Þjóðstjómin tekur við fyrirskipun hinna erlendu valdhafa og hlýð- ir. Og nú eiga landsmenn að hlýða líka! Auömenn Reykjavlk- ur féfletta bænda- og millistéttir með aðstoð þjóðstjómarinnar. Fyrir peningana sem þjóðstjórn- in gefur þeim með skattfrelsinu kaupa þeir jarðir, hús, fiskiskip og aðrar eignir sem hægt er að blekkja menn til að selja. 15. janúar þriðjudagur. 15. dagurársins. Nýtttungl (þorratungl). Sólar- upprás 1 Reykjavlk kl. 10.55 - sólarlag kl. 16.19. Viðburðir Anarkistinn Pierre Joseph Proudhon fæddur 1809. Rosa Luxemburg og Karl Liebknecht myrt 1919. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúöa vikuna 11. til 17. jan. 1991 er Lugamess Apóteki og Árbæjar Apotek. Fyrmefnda apótekið er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á fridögum). Siðarnefnda apótekiö er opiö á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögumkl. 9-22 samhliöa hinu fyrmefnda. LOGGAN Reykjavlk.....................w 1 11 66 Kópavogur.....................« 4 12 00 Seltjamames..................tr 1 84 55 Hafnarfjöröur.................« 5 11 66 Garðabær......................« 5 11 66 Akureyri......................« 2 32 22 Slökkviið og sjúkrabðar Reykjavík...................tr 1 11 00 Kópavogur..................tr 1 11 00 Seitjamames.................tr 1 11 00 Hafnarflöröur................« 5 11 00 Garöabær....................tr 5 11 00 Akureyri....................tr 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarn- arnes og Kópavog er i Heilsuvemdar- stöð Reykiavikur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiönir, simaráöleggingar og tlmapantanir f tr 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar I símsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeildin eropin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspít- alans er opin allan sólarhringinn, tr 696600. Hafnarfjöröur: Dagvakt, Heilsugæsl- an, tr 53722. Næturvakt lækna, tr 51100. Garöabær: Heilsugæslan Garðafiöt, t» 656066, upplýsingar um vaktlækni t» 51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Læknamiðstööinni, « 22311, hjá Akureyrar Apóteki, t» 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farsimi). Keflavik: Dagvakt, upplýsingar I t» 14000. Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna, tr 11966. ^ ^ SJUKRAHUS Heimsóknartimar: Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæöingardeild Land- spítalans: Afla daga kl. 15 til 16, feðra- timi kl. 19:30 til 20:30. Fæöingar- helmili Reykjavíkur v/Eiriksgötu: Al- mennur tími kl. 15-16 alla daga, feöra- og systkinatimi kl. 20-21 alla daga. Öldrunariækningadeild Landspítal- ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: Virka daga kl. 16 til 19, umnelgarkl. 14 til 19:30. Heilsu- vemdarstöðin viö Barónsstig: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspítali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heim- sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefs-spitali Hafnar- firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjukrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauöa kross húsiö: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35, »r 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svaraö er ( upplýsinga- og ráðgjafarslma félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Slmsvari á öðrum tímum. « 91-28539. Sálfræðistööin: Ráögjöf I sálfræöi- legum efnum,« 91-687075. Lögfræðiaöstoö Orators, félags laganema, er veitt i sima 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagiö, Álandi 13: Opiö virka daga frákl. 8 til 17, «91-688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúk- linga og aöstandendur þeirra f Skóg- arhlíö 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann sem vilja styöja smitaöa og sjúka og aöstandendur þeirra I « 91- 22400 og þar er svaraö alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: « 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunar- fræðing á miövikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf: «91- 21205, húsaskjól og aöstoð viö konur sem beittar hafa verið ofbeldi eöa orðið fyrir nauðgun. Kvennaráögjöfin Hlaövarpanum, Vestur-götu 3: Opiö þriöjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, « 91-21500, simsvari. Sjálfshjáiparhópar þeirra sem oröiö hafa fýrir sifjaspellum: « 91-21500, símsvari. Vinnuhópur um slfjaspellsmál: « 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stigamót, miöstöö fyrir konur og böm sem oröiö hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, « 91-626868 og 91- 626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: « 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt i « 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, * 652936. GENGIÐ 14. janúar 1991 Sala Bandaríkjadollar...........56,22000 Sterlingspund.............106,42700 Kanadadollar...............48,79100 Dönsk króna.................9,43050 Norsk króna.................9,29100 Sænsk króna.................9,78590 Finnskt mark...............15,10680 Franskur franki.............10,69530 Belgiskurfranki............. 1,76050 Svissneskur franki.........43,58820 Hollenskt gyllini...........32,17630 Vesturþýskt mark............36,26630 Itölsk lira.................0,04822 Austumskur sch...............5,15090 Portúgalskur escudo........ 0,40510 Spánskur peseti..............0,57790 Japanskt jen................0,41629 Irskt pund.................97,88700 KROSSGÁTA Lárótt: 1 ruddaleg 4 glöggurö tré 7 land- stjóri 9 keröld 12 hryöj- unni 14 hreysl 15 gagnleg 16 lengdarein- ing 19 dæld 20 nýlega 21 skakki Lóörétt: 2 sefa 3 hæð 4 himna 5 verkfæri 7 is 8 dómstóll 10 langaöi 11 hnlf 13 lykt 17 munda 18 venslamann Lausn á slöustu krossgátu Lárétt: 1 ótæp 4 hjúp 6 óbó 7 kuml 9 form 12 ystur 14 nón 15 ger 16 dýrka 19 lauf 20 áöur 21 gamli Lóörétt: 2 tiu 3 póls 4 hófu 5 úir 7 kyndla 8 myndug 10 orgaöl 11 múrari 13 túr 17 ýfa 18 kál Þriðjudagur 15. janúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.