Þjóðviljinn - 16.01.1991, Síða 1

Þjóðviljinn - 16.01.1991, Síða 1
Miðvikudagur 16. janúar 1991 — 10. tölublað 56. árgangur Persaflóadeila Fresturinn runninn út Bandaríkjastjórn: Stríð hefst „heldur jyrr en seinna “. Herir um öll Austurlönd nær búast til átaka. Engin svör frá Saddam við friðartillögu Frakka Frestur sá, sem Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf írökum til að fara með her sinn frá Kúvæt með góðu rann út kl. fímm í morgun að Greenwich- meðaltíma og íslenskum tíma og á miðnætti að New York- tíma. Þá var klukkan átta að morgni í írak og Kúvæt. Af hálfú Bandaríkjastjómar var í gær tilkynnt, að líklegt væri að hemaðaraðgerðir gegn Irak hæfúst „heldur íyrr en seinna“ ef stjóm þess ríkis fasri ekki að áminnstri samþykkt Öryggisráðs. Sex bandarísk flugvélamóðurskip með 450 flugvélar um borð vom í gærkvöldi í færi við árásarmörk í Irak og Kúvæt. Hvarvetna í Aust- urlöndum nær bjuggu herir sig undir að stríð hæfist á hverri stundu. I Israel er herinn í ýtmstu við- bragðsstöðu, enda hefiir Saddam íraksforseti hótað að hefja stríðið fyrir sitt leyti með eldflauga- og eiturgasárás á Tel Aviv, sama hvort ísraelar taki þátt í árás á Sjálfsvíg Karlar í mikl- um meirihluta Flestir fremja sjálfsvíg á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára Af 308 manns sem frömdu sjálfsvíg á árunum 1980-1990 voru 229 karlar og 79 konur. Af þeim voru 27 nítján ára og yngri. Af þeim voru fjórir á aldrinum 10-14 ára. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra Óla Þ. Guðhjartssonar við fyrirspura Inga Björns AMúertssonar, en svarfð var lagt fr*m á þáMgf í g*BT. Flestir fifemja sjáífsvíg miMi tví- tugs og þrítugs eða 63 á nýliðnum áratug. Talan fer síðan lækkandi; á fertugsaidri frömdu 53 sjálfsvíg, en 37 á aldrinum 40 til 50 ára. Þá eykst tíðni sjálfsvíga, því á sextugsaldri ffömdu 59 sýálfsvíg sem er töluvert meira en hjá aldurshópnum 60-70 ára þar sem 35 ffömdu sjálfsvíg. Bn 28 á áttræðisaldri ffömdu sjálfsvíg á þessum árum. Einnig var spurt hvemig sjálfs- víg skiptist miili árstíða og er talan nokkuð svipuð i hverjum mánuði fyrir sig, þó mest yfir vetrarmánuð- ina janúar til mars og nóvember. Fæstir ffömdu sjálfsvíg í júnímán- uðunum eða 19. í svarinu kemur fram að ráðu- neytið hafi ekki beitt sér fyrir fyrir- byggjandi aðgerðum vegna sjálfs- víga og að sjálfsvíg séu einungis á verksviði ráðuneytisins að því leyti að lögreglan rannsakar dauðsföll með tilliti til hvemig dauðann hefúr borið að höndum. Af dánarorsaka- skrá Hagstofú ísiands er ekki unnt að komast að ástæðum sjálfsvíga, segir í svarinu. -gpm hann eða ekki. Gerir hann sér vonir um að með því móti takist honum að sameina þorra araba að baki sér, vegna sameiginlegs hat- urs þeirra á Israel. Sýrland er orðið beggja blands, er bæði með í liðssafnað- inum gegn Saddam, en segist jafnffamt ætla að ráðast gegn Israel ef Israelar fari í stríð við Jórdaníu og írak. Frakkar komu á síðustu stundu ffam mcð nýja ffiðartillögu, þess efnis að Irakar hæfu þegar brottflutning liðs síns ffá Kúvæt gegn því að haldin yrði ráðstefna um deilumál Austur- landa nær í heild sinni. Mörg Evr- ópu- og arabaríki tóku undir þetta, en Bandaríkin og Bretland bmgðust ekki vel við og sögðu eftirgjöf við írak felast í tillög- unni. Og engin svör höfðu í gær- kvöldi borist við henni ffá Irak. I Bagdað fór fólk um götur í hundruðþúsundatali, til þess hvatt af ráðamönnum, og lét i ljós víga- móð og sigurvissu. En jafhffamt sendu margir íjölskyldur sínar úr höfúðborginni, og rútur á norður- leið þaðan vom að sögn troðfúll- ar. Bendir það til þess að stríðs- hrifning írasks almennings sé minni en ráðamenn vilja vera láta. I Bandaríkjunum stóðu kirkj- ur opnar langt ffam á nótt til að fólk gæti komið þangað og beðið fyrir ffiði. Ahmed Abdul Aziz al-Jas- sem, ambassador Kúvæts í Sýr- landi, sagði í ávarpi til landa sinna: „Hafið þolinmæði. Stimd ffelsunar nálgast.“ Reuter/-dþ. RODD ISLAIIðS VER!)1 RðDD rwhk VEf?ND| KAmAm msunÆ íl flgff LlTuitu HliFSÐ V f wóbuh L AUSTUM-ðl NIER V' P ; m l ■» i '1 % • Friöarvaka á Austurvelli: Mannfjöldi safnaðist saman fyrír framan Alþingishúsið síðdegis I gær til þess að leggja áherslu á kröfumar um fríð við Persaflóa og I Eystrasaltslöndum. Vakan stóð fram eftir kvöldi, en eins og sjá má voru þátttakendur á öllum atdfi. Mynd: Jim Smart. Osætti um Birgi Isleif Fálega var tekið í hugmyndir Jóns Sigurðssonar um að veita Birgi ísleifi Gunnarssyni banka- stjórastöðu í Seðlabankanum. Bankaráð ákvað að tilnefna Birgi með tveimur atkvœðum gegn einu, þrír sátu hjá Jón Sigurðssofl viðskiptaráé- herra kynnti á ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun hugmyndir sínar um að hann tiinefndi Birgi ísleif Gunnarsson í bankastjórastöðu Geirs heitins Hallgrímssonar í Seðlabanka íslands. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans lýstu ráðherrar þriggja flokka andstöðu sinni við þetta. Ráðherrar Borgaraflokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags lýstu sig andsnúna því að Birgir fengi stöðuna. Það var einungis Jón Baldvin Hannibals- son samflokksráðherra Jóns sem lýsti sig fylgjandi. Jóhanna Sig- urðardóttir tjáði sig ekki um mál- ið. _ I viðtölum í gær við Steingrím Hermannsson forsætisráðherra og Jón Sigurðsson kom fram að nöfn á mönnum sem kæmu til greina í stöðuna heföu verið rædd, en þeir vildu ekki tjá sig um hveijir heföu verið nefndir. Jón sagðist bíða efl- ir því að bankaráð bankans mælti með manni í stöðuna, en eftir að það gerist tekur viðskiptaráðherra ákvörðun um hver hlýtur stöðuna. Bankaráð Seðlabankans kom saman gær og lágu tvær tillögur fyrir fúndinum. Önnur tillagan var frá Ólafi B. Thors um að bankaráð legði til við viðskipta- ráðherra að Birgir Isleifur verði skipaður æi stöðuna og hin tillag- an ffá Geir Gunnarssyni að einn af aðstoðarbankastjhórum Seðla- bankans verði skipaður til að gegna stöðu bankastjóra á meðan endurskoðun á lögum um stjóm- skipun Seðlabankans fer fram. Tiliagan um Birgi ísleif var samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Geirs, þrír banka- ráðsmanna sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Þá var samþykkt samhljóða að beina því til viðskiptaráðherra að skipuð verði nefnd til að end- urskoða lög um Seðlabankann og a’ lagabreytingar verði undirbún- ar til samræmis við niðurstöður slíkrar endurskoðunar. -gpm/-Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.