Þjóðviljinn - 16.01.1991, Side 4

Þjóðviljinn - 16.01.1991, Side 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Verkefni næstu ára Ríkisstjórnin siglir um þessar mundir tiltölulega lygnan sjó, eftir talsverðan öldugang á síðustu vikum nýliðins árs. Þrátt fyrir það eru mörg stórmál í gerjun, og liggur í loftinu að næsta ríkisstjórn, hvernig sem hún verður skipuð, muni fá viðamikil viðfangsefni að glíma við. Um margt sýnist kosningabaráttan sem kemst í al- gleyming áður en langt um líður, ætla að verða öðru vísi en áður hefur tíðkast. Enda þótt ríkisstjórnarflokk- arnir hafi ekki formlega lýst því yfir að þeir hugsi sér áframhaldandi samstarf að kosningum loknum, þá liggur í loftinu að A-flokkarnir og Framsókn vilji vinna saman í nýrri ríkisstjórn. Vissulega getur hlaupið snurða á þann þráð, en að svo stöddu virðist ekki ástæða til að ætla annað en þeir hafi öll skilyrði til ár- angursríks samstarfs áfram. Samstarfið í ríkisstjórninni hefur skilað miklum ár- angri á mörgum sviðum og hafa ráðherrar Alþýðu- bandalagsins, sem nú hafa byrjað kosningabaráttuna með sameiginlegri fundaherferð, haft á sinni könnu mikilvæg verkefni í ríkisstjórninni. Á tímum þegar tak- ast þarf á við tvennt í ríkisfjármálum: að lækka halla á ríkissjóði og haldi í við skattahækkanir er ekki auðvelt að stefna að stórverkefnum sem kosta mikla fjármuni. Þetta blasir samt sem áður við: í samgöngumálum er hafinn af fullum krafti undirbúningur að gerð mikilla jarðganga á Vestfjörðum sem gerbreyta muni að- stæðum í mörgum byggðarlögum, mótuð hefur verið ný samgöngustefna þar sem tekin er upp samkeppni milli flugfélaga innan vissra marka. I mennta- og menningarmálum er unnið að mörgum aðkallandi stórverkefnum, sem annars vegar varða öll stig menntakerfisins og hins vegar þýðingarmiklar menn- ingarstofnanir. Á starfstíma ríkisstjórnarinnar hefur miklum skatta- breytingum verið hrint í framkvæmd. Nokkuð vantar enn á að ríkissjóður sé rekinn hallalaus, en lánsfjár- þörf ríkissjóðs er nú allri mætt innanlands. Þegar það svo bætist við að á þessum tíma hefur farið fram gagnger uppstokkun í sjávarútvegi fýrir tilstuðlan rík- isvaldsins, verður ekki annað sagt en að mörgu hafi verið komið í kring á stuttum tíma. Þetta eru verk sem leggja grunn að viðfangsefnum næstu framtíðar. Tónninn sem forystumenn Alþýðu- bandalagsins eru að byrja að slá þessa dagana er af þessum sökum afar athyglisverður. Árangur ríkis- stjórnarinnar og verkefni þeirrar næstu. Því er með öðrum orðum slegið föstu að Alþýðubandalagið sé reiðubúið til áframhaldandi stjórnarþátttöku á þeim grundvelli sem lagður hefur verið á undanförnum misserum. Sagt hefur verið að stjórnmál séu list hins mögu- lega. Þetta er örugglega rétt, en þar að auki eiga stjórnmál að standa um annað og meira en það sem er mögulegt í augnablikinu. Stjórnmálamenn og flokk- ar verða að horfa til langrar framtíðar og sjá fyrir sér að hugmyndir þeirra og tillögur í dag verði veruleikinn á morgun. Það er þess vegna engin tilviljun að tals- menn Alþýðubandalagsins skuli nú leggja áherslu á að flokkurinn eigi að sækjast eftir að fara með ráðu- neyti umhverfismála ef hann á aðild að stjórnarmynd- unarviðræðum eftir næstu kosningar. Framtíð íslend- inga í eigin landi ræðst af umgengni þeirra við náttúr- una og nýtingu auðlindanna. í þeim efnum eiga þeir að vera öðrum til fyrirmyndar, því framtíð allra jarðar- búa ræðast af sömu þáttum. hágé. Thatcher ( dulargervi meþódista- prestsins: Tók það sem hentaði, sleppti hinu. Guðfræði TTiatchers kvödd „Það er ekkert samfélag til. Það eru til einstaklingar af karl- kyni og kvenkyni og það eru til fjölskyldur". Þetta er ein ffægasta yfirlýsing Margrétar Thatchers, fyrrum forsætisráðherra Bret- lands. I orðunum felst kjaminn í trúaijátningu Thatcherismans, en tilsvarið lét hún falla í viðtali við tímaritið Woman’s Own 31. okt. 1987. Hins vegar fann Thatcher ekki sjálf upp þennan skilning á mannheimum, heldur á hann eins og fleira í boðskap hennar, djúpar rætur í boðskap meþódista, en Margrét Thatcher fæddist og ólst upp innan Meþódistakirkjunnar bresku. Og nú spyija sumir: Var Thatcher kannski fyrst og fremst hreinlínu-meþódisti, í ameríska stílnum? Á þetta benda menn núna þegar reynt er að gera upp við stjómartímabil Margrétar og meta það í heild. Því þótt Thatch- er hafi skilið John Major eftir í hugmyndafræðilegri spennitreyju sinni, lítur hann á trúarbrögð að eigin sögn sem „hefðir“ og „mik- ilvæg gildi“ og vísar ekki til þeirra á sama hátt og forveri hans. Meþódistar em fjölmennastir mótmælendaflokka í Bandaríkj- unum, þótt fámennir séu í upp- runalandi sínu, Bretlandi, þar sem þeir telja nú um hálfa miljón manna, miðað við tæpar 30 milj- ónir í Biskupakirkjunni og rúmar 4 miljónir rómversk-kaþólskra. Meþódistahreyfingin kvikn- aði í Bretlandi sem angi af mót- mælendakirkjunum á 18. öld og vinsældimar í Bandaríkjunum má rekja til þess hve andi hennar samrýmdist vel landnemaþjóðfé- laginu og ameríska draumnum, þar sem hver er sjálfum sér næst- ur. í meþódistasið var frá upphafi lögð megináhersla á dyggðir eins og ráðdeild, sjálfshjálp, iðjusemi og einfaldleika í mataræði og klæðaburði, svo dæmi séu nefnd. Kenningar Max Webers (í „Die protestantische Etik und Geist des Kapitalismus") um að andi kapít- alismans byggði á siðfræði mót- mælenda, er auðvelt að skoða með hliðsjón af því að meþódista- söfnuðir urðu öflugustu kraflmið- stöðvar og athvarf amerísku ein- staklingshyggjunnar. Að græða og gefa Af þessum sökum er það freistandi að reyna að skilgreina Thatcher og stjómarstefnuna í Bretlandi undanfarin ellefú og hálft ár, með því að athuga mót- unaráhrif Meþódistasiðar á hana. Dr. John Newton, forystumaður Meþódista á Liverpool-svæðinu, ritaði í þessu skyni í desember sl. grein í breska vikuritið Tablet, þar sem hann fer inn á þessar brautir, auk þess sem leiðarahöfúndur blaðsins leggur út af efninu. Nú er Thatcher reyndar ekki lengur meðlimur í Meþódista- kirkjunni, en samt sem áður sver stíll hennar sig mjög í ættina. Dr. Newton bendir hins vegar á, að hún hafi margsinnis vitnað í orð John Wesleys, stofnanda og hug- myndafræðings meþódistahreyf- ingarinnar, máli sínu til stuðn- ings. Ennfremur hafi vinnustíll hennar og skaphöfn verið ákaf- lega keimlík því sem sagt er ffá Wesley og öðmm merkisberum meþódista. Siðprýði og fúllkomn- un ber hátt í huga þeirra, þessir ofvirkjar unna sér varla hvíldar og standa fast við skoðanir sínar í hveiju efni. Reyndar er siðffæði vinnuþjarksins (jafnvel vinnu- þrælkunarinnar) sameiginleg öll- um mótmælendahreyfingum, þegar ofan í kjölinn er skoðað. En auk þessara fögm hug- sjóna um vinnusemina (sjálfúm sér í hag og í samkeppni við aðra), þá felur siðffæði meþódista í sér hvatningu til ráðdeildar og peningaspamaðar, til þess annars vegar að tryggja framtíð bamanna og hins vegar til að geta látið eitt- hvað af hendi rakna til samfélags- ins. Thatcher vitnaði oft í orð Wesleys: „Græðið eins og þið getið. Sparið eins og þið getið. Gefið eins og þið getið“. Fyrir Wesley skipti síðasta atriðið sköpum, en dr. Newton segir í Ta- blet-grein sinni, að því miður hafi einkenni Thatcher- byltingarinnar fyrst og ffemst verið gróði og eyðsla í stað spamaðarins og gjaf- anna. Dr. Newton bendir sem sé á, að Thatcher hagnýtti sér siðffæði meþódista í áróðrinum, en vék síðan út af brautinni eftir hentug- leikum. Thatcher minnti hvorki á vamaðarorð meþódista- ffum- kvöðulsins Wesleys um uppsöfn- un auðs, né þótti henni ástæða til að taka sér i munn orð hans um málefhi fátækra. Hijúf einstaklingshyggjan einkenndi Thatcher og þeim for- vígismanni meþódista sem hér er vitnað til er greinilega lítið gefið um það uppa-Bretland sem hún kappkostaði að búa til. Hún lagði áherslu á vinnusemi og sjálfsvirð- ingu og minnti þjóðina á að auð þyrfti að skapa til þess að unnt væri að deila honum. „En í trúar- játningu hennar er þagað um hættur græðginnar og þarfir fá- tækra“. Gmnntónn hennar fólst í því að Guð hjálpaði þeim sem hjálpaði sér sjálfúr. Hins vegar bendir dr. Newton á, að rekja megi til meþódista- uppeldisins í foðurhúsum, hve ósmeyk Thatcher var við að til- heyra minnihlutanum, jafnvel ein á báti í skoðunum sínum, tryði hún á málstaðinn. Aftur á móti er hugrekki ekki æðst kristinna dyggða, og ofstopafull einstak- lingshyggjan sem einkenndi stjómarár hennar í litlu samræmi við guðspjöllin. Dr. Newton af- greiðir afneitun hennar á tilvist „samfélagsins“ („það eru bara til einstaklingar og fjölskyldur") sem mgl bæði i félagsvísindaleg-; um og guðfræðilegum skilningi. I því sambandi vekur Newton at- hygli á því að sjálf kenningin um þríeinan Guð, föður, son og heil- agan anda, sé kenning um samfé- lag. Enda dregur t.d. uppbygging meþódistasafnaðanna í „félög“, „stéttir" og „svæði“ á vissan hátt dám af því. Niðurstaða Newtons er sú að ákveðnir þættir úr medþódista- uppeldinu hafi blómstrað á valda- árum Margrétar Thatcher, vinnu- harkan, sjálfsfómin, rík sjálfstæð- isvitund og kjarkur til að standa við skoðanir sínar. Hins vegar hafi á annað skort, eins og sam- stöðu með fátækum, vitund um ógnir græðginnar og félagslega vitund. Þoldi ekki kaþólskuna Leiðarahöfúndur Tablet, sem er kaþólskt vikurit um alþjóða- mál, tekur dýpra í árinni heldur en dr. Newton í skilgreiningunni á trúffæði Margrétar Thatcher og neikvæðum afleiðingum hennar: „Það valfrelsi sem Thatcherism- inn gortar af er merkingarlaust fyrir þann illa stæða hóp í þjóðfé- laginu sem býr í pappakössum". Leiðarahöfundurinn bendir síðan á, að einstaklingshyggja Thatch- ers sé skýringin á því, hve hún var gersamlega upp á kant við Jacqu- es Delors, framkvæmdastjóra Evrópubandalagsins. Félagsleg vitund Fransmannsins um sam- stöðu og sameiningu sé byggð á hugmyndum kaþólsku kirkjunnar um samfélagið, en Thatcher sjái púka sósíalismans á bak við allt sem byrjar á „sam-“. Kenningar kaþólikka í þjóðfélagsmálum fela í sér að samvinna og samhjálp séu óijúfandi þættir mannlegs samfé- lags. I þeim skilningi eru „fátæk- ir“ ein og óskipt stærð, en í vikt- oríönskum anda Thatchers og samkeppninnar skiptast fátækir i þá „sem eiga það skilið“ (eru t.d. latir, eyðslusamir, óforsjálnir, ístöðulausir) og hina sem eiga rétt á betri kjörum, ef þeir einhenda sér í það verkefni. Kannski erum við hér bara að lesa um enn einn stjómmálafor- ingjann sem hefur „notfært" sér trúarbrögðin þegar það hentar, og ffóðlegt væri einhvem tíma að lesa slíka greiningu á slagorða- smiðum íslenska einstaklinga- hópsins (,,samfélagsins“). ÓHT ÞJÓÐVIUINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ární Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorleifsson, Elias Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson, Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.t Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Gíslason, Sævar Guðbjömsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: öuðrún Geirsdóttir, Kristin Pétursdóttir. Auglýsingastjórí: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigrlður Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir. Afgreiðsla: Bára Siaurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiösla, ritstjóm, auglýsingar: Sfðumúla 37, Rvík. Sími: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verö í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr. Askriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.