Þjóðviljinn - 16.01.1991, Page 6

Þjóðviljinn - 16.01.1991, Page 6
MENNING Ólafur Haukur: Under Your Skin. Olafur Haukur áensku Leikritið „Milli skinns og hörunds “ komið út í New York Leikrit Ólafs Hauks Símon- arsonar, „Milli skinns og hör- unds“, sem Þjóðleikhúsið frum- sýndi 1984, er komið út á ensku undir heitinu „Under Your Skin“ í þýðingu Ingu Birnu Jónsdóttur. Verkið birtist í leik- ritasafninu Drama Contempor- ary, sem gefið er út í New York og er nýjasta bindi ritsafnsins helgað nútímaleikritun á Norð- urlöndum. Ólafur Haukur Símonarson hefur lagt drjúgan skerf að leikrit- un síðustu ár og auk þessa verks m.a. samið leikritin „Kjöt“ og „Bílaverkstæði Badda“ (sem er nú sýnt í Háskólabíó undir nafhinu ,,Ryð“ í kvikmyndagerð Lárusar Ymis Óskarssonar), - svo ekki sé minnst á söngleikinn „A köldum klaka", sem Borgarleikhúsið sýnir um þessar mundir. Drama Contemporary er eina leikritsafhið sem út kemur í Bandaríkjunum og eingöngu helg- að erlendri leikritun. Meðal ann- arra norrænna höfúnda í ritinu að þessu sinni eru Tor Aage Brings- værd frá Noregi og Ulla Ryum ffá Danmörku. Með útgáfúnni vilja Bandaríkjamenn minna á að leik- ritun Norðurlanda dó ekki út með Strindberg og Ibsen, heldur dafnar þar Ieiklist á heimsmælikvarða sem vitnar um gamla og gróna leikhúshefð. ÓHT Fegurð og leyndardómar Arngunnur Yr sameinar málverk og skúlptúr á sýningunni „ Varanlegum menjum “ á Kjarvalsstöðum - Þú málar, smíðar og blandar saman ólíkum efnum. Er auðvelt að sameina þessi vinnubrögð? - Ég hef ágæta aðstöðu í vinnustofunni í San Francisco og þótt ég væri dálitið hrædd við tré- smíðaverkstæðið í byijun, þá hef ég mjög gaman af svona vinnu núna. Ef hugmyndimar útheimta einhveija sérstaka útfærslu þá verður maður að tileinka sér ýmis vinnubrögð. - Nú eru verkin þín þannig að sjálft efnið, vax, plast, marmara- plata, röntgenmynd, þurrkaðar rósir og fleira, dregur að sér at- hygli skoðandans. Ertu ekkert smeyk við að fólk gleymi sér við að skoða handverkið þitt og ný- stárleg efni, en inntak myndanna fari fram hjá þvi? - Nei, þetta er hluti af öllu saman, lokaútkomunni. Mikil- vægast er að hafa sjálfúr tilfinn- ingu fyrir því og finnast það spennandi. Marmaraplata í þessu samhengi er hluti af heildinni og minnir á ákveðna hluti, er hluti af heildarlausninni. Siðan em líka önnur verk sem ég hef unnið í þessu samhengi en sýni ekki, þar sem ég er kannski komin út í aðra sálma. Ég gæti líka beitt sjónræn- um brögðum til að heilla, - það er í sjálfú sér auðvelt að gera verk sem „hrífa“ áhorfandann, en stundum getur hluturinn sjálfúr haft sterkari þýðingu en það að „endurgera“ hann. Fólk spyr mig stundum: „Getur þetta verið lista- verk eftir þig, fyrst þú hefur ekki gert það sjálf?“ - og á þá við hvemig ég innlima efni og hluti. En þetta er ekki spumingin, held- ur hvemig hlutunum er komið á framfæri, hvað sett er saman til að skapa nýja þýðingu. Frelsi áhorfandans - Læknar eru búnir að skil- greina nokkrar meinsemdir sjúk- linga á röntgenmyndunum á sýn- ingunni... - Þær em nú samt ekki valdar með tilliti til þess sem læknamir sjá, fyrir mér em röntgenmynd- imar álíka leyndardómur og fyrir venjulegt fólk. - Nú eru þama ákveðnar jjögurra mynda seriur, er þetta unnið eftirfastri áætlun? - Já, ákveðið plan er á bak við þetta allt, en ég vil ekki gefa of mikið upp, þótt ég geri grein fyrir heildarhugmyndunum við sköp- unarferlið í sýningarskrá. Það þarf að vera visst ffelsi fyrir áhorfandann að lesa úr verkunum það sem honum hentar. Listamað- urinn sjálfúr getur ekki verið með eina rétta svarið. Það er engin ein leið að verkunum. Ég vinn verkin út ffá tveim sjónarmiðum, hug- myndalega og fagurfræðilega. Hugmyndin og efnið tala saman, skapa tengsl. - Ert þú eins ogfleiri málarar „að vaxa upp úr málverkinu" og inn iskúlptúrinn? - Nei, þrívitt form heillar að vísu, en ég held ég yfirgefi ekki málverkið, þótt ég sé farin að vinna meira með rýmið. Kassa- verkin með röntgenmyndunum fannst mér t.d. henta vel, vegna þess að ég er að fást við það sem er leyndardómsfúllt. Svo er spennandi að læra eitthvað nýtt, vinna með önnur efni. - Nú býrð þú í San Francisco, hvemig er að koma i heimsóknir hingað? - Alltaf jafn yndislegt. En ég hef dvalið mikið erlendis, bjó í Kanada sem unglingur i fimm ár, á Nova Scotia, ásamt foreldrum mínum og kom svo heim til að ljúka menntaskóla. A sumrin vann ég m.a. á Italíu og í Þýska- landi. Ég var svo tvo vetur í Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík og fékk það nám að fúllu metið í Kalifomiu og lauk þar BFA-prófí ffá málaradeild frá San Francisco Art Institute 1986. Síðan hef ég starfað hérlendis, í Amsterdam og i San Francisco. Maðurinn minn, Lawrence Andrews, er líka myndlistarmað- ur, vinnur aðallega við vídeó-list og gerir í því sambandi einnig skúlptúra. Og í sjálfú sér er ein- Stuöningsmenn Más Guðmundssonar boða til fundar á Kornhlöðuloftinu HANN Á ERINDI Á ALÞINGI •Efnahagslegur stöðugleiki: Traust atvinnulíf - velferð fólksins •Sameign auðlindanna: Kvótaleiga í fiskveiðum - arðbær orkunýting •Afkomuöryggi fjölskyldnanna: Skattkerfi til tekjujöfnunar - samfelld og virk húsnæðisaðstoð - dagvist fyrir öll böm •Alþjóðleg aðlögun: ísland í Evrópu, utan EB - sjálfstæð þátttaka •Menntasókn: íslensk fræði og rannsóknir -útflutningur sér- þekkingar - Þjoðarbókhlaða Stuðningsmenn Más Guðmundssonar í forvali Alþýðubandalagsmanna í Reykjavíkurkjördæmi boða til kynningarfundar á Komhlöðuloftinu (milli Lækjarbrekku og Torfunnar) fimmtudags- kvöldið 17. janúar, frá kl. 20.30 - 23.00. Fundarstjóri: Ólafur H. Torfason, ritstjóri Umræðustjóri: Halldór Guðmundsson, Máli og menningu L. Stutt ávörp: Arthúr Morthens, kennari. Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Már Guðmundsson hefur framsögu og svarar fyrirspumum. ALLIR VELKOMNIR Amgunnur Yr viö verk sitt „Varasöm ást“ á Kjarvalsstööum. Mynd: Krist- inn. kennilegt hve fáir íslendingar stunda lítið slíka myndbandagerð, en það er mikið um að vera í víd- eólist um allan heim. Þótt hér í þessu litla samfélagi sé ótrúlega margt að gerast á listasviðinu má kannski segja að það vanti fleiri greinar, meiri breidd i viðfangs- efnin. Margir íslendingar kannast t.d. ekkert við Steinunni Vasulka, sem er víðþekkt- ur og fær vídeólistamaður og býr í Santa Fe. En það er athyglisvert, að þegar Island ber á góma erlend- is, er það yfirleitt tengt framlagi okkar á menn- ingarsviðinu, það man fólk úr sjónvarpsþáttum og öðrum fjölmiðlum. — Nú eru margir með fordóma gagnvart Banda- ríkjunum og þeim lista- mönnum sem þar hafa dvalið... „í Varanlegum menjum vildi ég sýna innri líkamann sem ver- öld sem við í raun þekkjum og skiljum ekki, og höfum lítið vald yfir. Hann er sem tákn hins óvar- anlega og óörugga, í senn leynd- ardómsfullur og fagur, og ógn- vekjandi og Ijótur. Eg vildi reyna að sameina hugmyndir um and- ann og holdið sem eitthvað skylt frekar en aðskilið. “ (Úr sýningarskrá). I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Óður til sameinaðrar Evrópu Reykjavík og Selfoss: Nýárstónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar í anda Vínartónlistarinnar. Fimm börn með einleik Arlegir Nýárstónleikar Sin- fóníuhljómsveitarinnar verða í Háskólabíói annað kvöld kl. 20 og á laugardaginn kl. 16:30. Auk þess verða þeir fluttir í íþróttahúsinu á Selfossi á fostudagskvöld kl. 20:30. Á efnisskrá verða fjölmörg verk, flest í anda Vínartónlistar- innar, eftir evrópsk og amerísk tónskáld, t.d. Frakkana Marc- Antoine Charpentier og Charles Gounod, Italann Luciano Berio, Þjóðverjann Jóhannes Brahms, Danann Hans Christian Lumbye, Bandaríkjamanninn Leroy And- erson og Austurríkismennina Franz von Suppé, Jóhann Strauss eldri og yngri. Einleikarar verða 15 talsins, tíu úr röðum Sinfóníuhljómsveit- arinnar og auk þess fimm böm, þijú úr Tónlistarskóla íslenska Suzukisambandsins og tvö úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hljómsveitarstjóri er Austur- ríkismaðurinn Peter Guth, sem hefúr þijú sl. ár stjómað Vínar- tónleikum hljómsveitarinnar og fór með hana um Vestfirði 1989. Hann hefúr sjálfúr valið verkin á efnisskránni og segir að þau myndi óð til sameinaðrar Evrópu, - Það er rétt, þetta kemur upp. En þetta byggist á mikilli fáfræði, fólk gerir sér miklar ranghug- myndir um bandarískt listalíf. Það er ekkert fúllkomið, en þeir sem hafa samanburðinn við önnur lönd vita að þar er menning ekki síðri en annars staðar. ÓHT Peter Guth, stjómandi Nýárstón- leikanna og fyrsti konserfmeistari Sinfónluhljómsveitar Austurrikis: ( Vlnarborg finna menn frelsið vegna opnunar lanmdamæranna til Austur-Evrópu. en í Vínarborg finni menn skýrt fyrir því frelsi sem fylgi opnun landamæra nágrannaríkjanna og að tónlistin endurspegli þessa sameiningu. Guth er um þessar mundir fyrsti konsertmeistari Sin- fóníuhljómsveitar Austurríkis. ÓHT 6.SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. janúar 1991 //.ts) ó í'f 'éÉVt)'1' H-vtU ’

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.