Þjóðviljinn - 02.02.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.02.1991, Blaðsíða 8
Fiskeldisstöðin á Hjalteyri við Eyjafjörð á sér varla nokkra hliðstœðu í greininni hér á landi. Stöðin tekur engin lán og skuldar því ekkert. Eigend- urnir hafa þegar lagt fram 70 miljónir og eru reiðubúnir að halda áfram lengi enn án þess að nokkrar tekjur komi inn. Tekist hefur að klekja út tveimur lúðuseiðum en þeim árangri hafa innan við tíu aðrar stöðvar í heiminum náð. Ég var á ferðalagi með Steingrími J. Sigfússyni Jand- búnaðarráðherra á dögunum norður á Akureyri. Hann var auðvitað í harðpólitískum leið- angri ásamt flokksbræðrum sínum Svavari Gestssyni menntamálaráðherra og Ólafi Ragnari Grímssyni ijármála- ráðherra. Ég var í slagtogi með þeim, ætlaði að vera á fundi þeirra í Alþýðuhúsinu um kvöldið og fylgjast með því hvernig Akureyringar tækju þeim boðskap sem þeir þre- menningar hefðu að flytja. Ég notaði tímann fyrir fundinn til að taka viðtal við Steingrím, sem birtist í Þjóðviljanum dag- inn eftir og fór fyrir brjóstið á Staksteinum Morgunblaðsins í fyrradag. Tíminn var knappur en ég sagði Steingrími að ég vildi endilega komast út á Hjalteyri til að sjá með eigin augum hvernig farið væri að því að framleiða einhverja merkustu fiska sem ég hafði lengi heyrt getið um. Steingrím- ur vildi ólmur koma með, enda hafði hann heimsótt fiskeldis- stöðina áður og fýsti nú að sjá breytingar. Við urðum dálítið seinir fyr- ir, komið myrkur, en starfs- menn stöðvarinnar létu það ekki á sig fá og Ólafur Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar, tók á móti okkur í stöð félagsins á Hjalteyri. Um Hjalteyri og kynhvöt fiska Hjalteyri er merkur staður og frægur í síldarsögunni. Þar reistu Thorsarar á sinni tíð mikla síldar- bræðslu en fyrirtækið varð gjald- þrota og komust eignjr þess í hendur Landsbankans. Áratugum saman stóð verksmiðjan ónotuð og sýndist ýmsum að ekkert lægi fyrir mannvirkjunum annað en að grotna endanlega niður engum til gagns. En steinveggir Hjalteyrar- verksmiðjunnar reyndust ramm- gerir mjög og stóðu af sér bruna, að ekki sé nú talað um annað. Fiskeldi Eyjafjarðar h/f hefur komið sér fyrir í vesturhluta verk- smiðjuhúsanna og handan við vegginn fer fram saltfiskverkun á vegum Kaupfélags Eyfirðinga. Þegar við komum á staðinn fer landbúnaðarráðherra inn á undan á meðan ég er að finna mér þau tól sem ég þarf að hafa til að geta komið einhveiju á blað. Það er dálítíð kalt i veðri, heiðskírt og tunglið skreytir austurhimininn af alkunnri smekkvísi. Þegar ég kem inn eru Steingrímur og Olafur komnir í hrókasamræður um kyn- líf hlýrans sem stöðin er að gera Harðbak og Kaldbak. Það hefur ekki nema einum líffræðingi í Noregi tekist að fijóvga hrogn steinbíts sem er náskyldur hlýran- um. Eg var að tala við hann ekki alls fyrir löngu, hann er búinn að endurtaka það núna. Hlýrinn er alger aukabúgrein hjá okkur en við ætlum að reyna að klekja út í haust. —Er ekki hœgí að láta fiskinn hrygna eðlilega ífiskeldi? -Það er nú það sem menn vildu auðvitað helst, en villtir fiskar þurfa greinilega tíma til að- lögunar. -Þið eruð þama með nokkra þorska. Hvernig semur þeim og hlýranum í keri? -Ágætlega. Þessi dökki er blindur, það hefúr sennilega eitt- hvað komið fyrir hann um leið og hann var veiddur. -Hvenœr byrjuðu þið? -Þegar hlutafélagið var stofn- að 1987 var markmiðið að gera bara athuganir hér í firðinum, hvort og þá hvemig við ættum að halda áffam með lúðueldi. Þetta var eins árs verkefni til að byija með. Þá komum við upp fyrsta hluta aðstöðunnar og settum upp fjögur ker. Við vorum svo með rannsóknir héma í firðinum til að sjá hvemig hlutimir myndu ganga. Síðan stunduðum við um- hverfisrannsóknir í Eyjafirði, vor- um á sjó á tveggja þriggja vikna ffesti. Fyrst varð að sjá hvemig þessi fiskur sem við veiddum í Breiðafirði myndi spjara sig. Það gekk nógu vel til þess að þegar dæmið var gert upp um mitt ár 88, á aðalfúndi félagsins, var ákveðið að halda áffam og byggja upp að- stöðu fyrir lúðuklak. Þá bættum við húsakynnin og settum upp stór ker fyrir hrygningarfiskinn og fyrsta klaktilraunin var síðan gerð 1989. Okkur fannst hún ganga ágætlega þó svo að allt dræpist, við komumst mjög langt í fyrstu tilraun. Haustið 89 og ffam á vorið 90 var aðstaðan öll endurbætt. í fyrra vonuðumst við svo til að fá einhver seiði. Það rættist þótt við fengjum miklu minna af hrognum en við áttum von á, ým- is óhöpp komu í veg fyrir að þau yrðu fleiri. Engu að síður er það ágætis árangur að vera kominn með seiði eftir ekki lengri tíma í þessum rannsóknum. Ég held að það séu innan við tíu aðilar í heiminum sem tekist hefur að búa til lúðuseiði. Island er þriðja land- ið þar sem þetta tekst, hin eru Noregur og Skotland. -Eruð þið þá ekki famir að selja neinar afurðir? -Nei, þetta er eingöngu til- raunastarf í stórum skala, að þróa aðferðir til að framleiða lúðuseiði við íslenskar aðstæður. Við höf- um náttúrlega tekið mið af því sem Norðmenn hafa gert og lært af þeim. Þeir urðu fyrstir til þess að ffamleiða lúðuseiði, það var 1985. Þá fengu þeir tvö seiði, þannig að við byijum alveg jafn vel og þeir. -Hvernig hefur Norðmönnum gengið? -Ekki nógu vel. Það hefúr enn ekki tekist að þróa aðferðimar þannig að það sé hægt að ffam- leiða mikinn fjölda. Fjöldafram- leiðsla er ekki til ennþá. Þó ffam- Ieiddi eitt fyrirtæki í Noregi 30.000 seiði sl. ár. Þeir misstu reyndar stóran hluta af því úr sjúkdómum. En ég á von á að menn séu að ná tökum á aðferð- unum þannig að ég reikna með að á þessu ári verði ffamleitt umtals- vert magn af seiðum í Noregi og vonandi gerum við það líka. —Hvernig er farið að? -Fiskurinn er kreistur rétt eins og lax, en það fer meiri tími í það. Lúðan hrygnir bara hluta af hrognunum i einu, ekki öllu eins og laxinn, þannig að hver lúða er kannski upp undir tvo mánuði að hrygna. Það þarf að velja tímann mjög nákvæmlega til að hrognin séu góð og frjóvgist vel. Svo líða um það bil tvær til þijár vikur þar til hrognin klekjast út. Þá tekur við kviðpokastig, sem er að vísu háð hitastigi, en tekur svona 30 - 50 daga. Það er þetta langa kvið- pokastig sem er líklega aðal- ástæðan fyrir því að fjöldaffam- leiðslan er ekki komin lengra en þetta. Lirfúmar eru mjög við- kvæmar og erfitt að búa þeim rétt skilyrði. Þá tekur startfóðrunin við, þegar kviðpokinn er búinn og seiðin þurfa að fara að éta í fyrsta skipti og það er þá sem affollin eru inest. Ef þau lifa það af eru allar líkur á því að þau klári sig. -Hversu hratt vex lúðan? -Það eru ekki til miklar upp- lýsingar um vöxt lúðu. Hjá Norð- mönnum hafa seiðin vaxið mjög vel og þeir telja að á þremur til fjórum árum verði stærstu fisk- amir á bilinu tíu til fimmtán kíló að þyngd. Hængamir verða kyn- þroska miklu fyrr, kannski við svona 3-5 kíló. Þannig að trúlega verður i framtíðinni slátrað fiski á bilinu 3-10 kíló, eflir þijú til fjög- ur ár. Komist seiðin yfir mynd- breytinguna á annað borð em þau yfirleitt hraust. Lúðan er góð í eldi og liggur mjög þétt. En þetta er allt á algem til- raunastigi og auðvitað eiga menn efiir að fást við vandamál vegna sjúkdóma, það hlýtur bara að vera. tilraunir með í eldi, en kynhvöt fiska er í senn sjálfur gmndvöllur fiskeldis og eitt erfiðasta vanda- mál fiskeldismanna. Þetta á auð- vitað fyrst og ffemst við um lax- inn, sem flestum íslenskum fisk- eldismönnum þykir verða of nátt- úmmikill of snemma, með þeim afleiðingum að orkan fer í það sem ekki má ef fiskeldislax á að verða stór. Hlýri og lúða til umræðu Ólafur Halldórsson segir: -Þetta er hlýri sem við feng- um af Akureyrartogurunum Þar sem dýmstu fiskar íslandssögunnar, sem nú eru u.þ.b. 5 sm langir, fá ekki að sitja fýrir á myndum, má ekki minna vera en að birt sé mynd af fullvax- inni lúðu úr hafinu. Þær geta orðið fjórir til fimm metrar á lengd og 200-300 kíló. Þótt ung- lúöurnar Jakob og Halldór eigi framtíðina fyrir sér er ólíklegt að þeim leyfist að ná sllkri stærð. DÝRUSTU FISKAR KSLANDS- SÖGUNNAR 8.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.