Þjóðviljinn - 02.02.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.02.1991, Blaðsíða 11
KVIKMYNDIR Bonnie Bedelin, Raul Julia og Harrison Ford (réttarsalnum. Morðflétta BÍÓBORGIN Uns sekt er sönnuð (Presumed innocent) Leikstjóri: Alan J. Pakula Handrit: Frank Pierson & Alan J. Pakula eftir skáldsögu Scott Turow Framleiðandi: Sydney Pollack Aðalleikarar: Harrison Ford, Brian Dennehy, Raul Julia, Bonnie Bedelia, Paul Winfl- eld, Greta Scacci Fyrir nokkrum árum kom út bók eftir lögfræðing frá Chicago, Scott Turow, sem hét Presumed lnnocent. Hún var blanda af saka- málasögu, réttardrama, snúinni ástarsögu og raunsærri lýsingu á takmörkum bandariska réttarkerf- isins. Bókin er afburðavel skrifuð og ég man ekki eftir að hafa getað lagt hana frá mér. Það var farið að rífast um kvikmyndaréttinn áður en hún kom út, svo að margir eru eflaust búnir að bíða eftir þessari mynd ansi lengi. Það eru náttúr- lega mistök, engin mynd stendur undir svoleiðis væntingum. Rusty Sabich (Harrison Ford) er fulltrúi saksóknara og lendir í því að eiga að finna morðingja starfsfélaga síns, hinnar glæsilegu Carolyn Polhemus. Hann hafði ekki cinungis unnið með henni heldur haldið við hana líka (eins og konan hans veit). Yfirmaður hans, Horgan (Brian Dennehy) er í miðri kosningabaráttu og treður málinu á herðar Rusty þó að hann vilji ekki taka það að sér. Skemmst er frá því að segja að Rusty verður allt í einu að hætta við málið því að hann er sjálfur ákærður fýrir morðið (fingrafor hans og fleira finnast í íbúð Caro- lyn) og þarf að fá sér góðan lög- fræðing. Sandy (Raul Julia) verð- Teiknimynda- hasar LAUGARÁSBÍÓ Skuggi (Darkman) Leikstjóri: Sam Raimi Handrit: Sam Raimi ofl. Framleiðandi: Robert Tapert Aðalhlutverk: Liam Neeson, Frances McDormand Raimi hefur sagt að hann hafi verið sjúkur í teiknimyndablöð þegar hann var strákur og það skín í gegnum nýjustu mynd hans Skugga. Persónumar, söguþráður og jafnvel myndataka og tækni- brellur, allt minnir þetta sterkt á teiknimyndablað. En það er ekki löstur, síður en svo. Peyton Westlake (Liam Nee- son) er vísindamaður sem hefur fundið upp gervihúð sem bráðnar í birtu eftir níutíu mínútur. Dag einn er aðstoðarmaður hans myrt- ur og rannsóknarstofan hans sprengd í lofl upp af hræðilegum og brjáluðum glæpamönnum sem vinna fyrir ríkan kaupsýslumann. Hann skaddast sjálfur mikið, sér- staklega er andlit hans illa bmnn- ið og hendur sömuleiðis. Hann verður því að ganga með sára- bindi yfir andlitinu á daginn en á nætumar getur hann notast við gervihörundið sitt. Hann er hálf- brjálaður enda aðeins hálf- mennskur eftir slysið. Hann finn- ur ekki fyrir líkamlegum sársauka en sá andlegi er orðinn hálfu meiri. Angist hans og einmana- leiki hafa brennt hann eins mikið að innan og eiturefnin brenndu hömnd hans. Hann gefst þó ekki upp heldur kemur upp nýrri rann- sóknarstofu í yfirgefinni verk- smiðju. Og með hjálp gervihúðar- innar reynir hann að hefna sín á glæponunum og endumýja sam- ur fyrir valinu en hann er leikinn í að snúa málum og flækja þau svo að vitnisburðir verða ósannfær- andi og kviðdómurinn veit ekki hvað hann á að halda. Meira má ekki segja ef ekki á að eyðileggja allar óvæntar uppá- komur. Myndin er full af fléttum og ég ætla rétt að benda þeim sem kaupa prógrömm á að lesa það ekki. Alan J. Pakula er reyndur leikstjóri (All the Presidents Men, Sophies Choice) og Uns sekt er sönnuð er mjög fagmannlega gerð mynd. En hún er hæg, eins og fleiri myndir Pakula, og mér finnst hún ekki ná þessari raf- mögnuðu spennu sem einkenndi bókina, þó að plottið sé alltaf jafn gott. Það kom mér til dæmis á óvart hversu þung og hæg réttar- atriðin eru. Nú hefur maður séð margar myndir þar sem réttarat- riði em lifandi og þrungin spennu, band sitt við lögfræðinginn Julie (Francis McDormand), sem hann var með fyrir slysið. Liam Neeson og Francis McDormand ásamt öllum vondu glæpamönnunum leika mjög ýkt eins og þau séu í hasarblaði, og verða fyndin í allri dramatíkinni. Það má sérstaklega minnast á Larry Drake sem leikur einn ógeðslegasta glæpamann sem enda er bandaríska réttarkerfið svo líkt leikhúsi að það er eflaust létt að gera það að drama. Leikurinn er misjafn. Harri- son Ford hefur ofl sýnt að hann getur fleira en að bjarga fólki og dýrgripum úr háska í lndiana Jon- es myndum, en hann rennur í gegnum þessa mynd án þess að gera nokkuð virkilega vel eða illa. Dennehy slær mikið á bakið á fólki en gerir lítið annað úr hlut- verki eigingjams stjómmála- manns. Það eru Raul Julia og Bonnie Bedelia sem skína í hlut- verkum lögffæðings og eiginkonu Rusty og lyfta myndinni upp úr meðalmennskunni. Ég veit ekki nema þeir sem urðu hrifnir af bókinni ættu að sitja heima og lcsa hana aftur og láta þeim eftir sem ekki hafa lesið hana að njóta hennar í bíó. Sif maður hefur séð lengi. Skuggi er líkari hasarblaðahetju en Dick Tracy og Batman vom nokkum- tímann, og sum atriði í Skugga em allt að því frábær, eins og til dæmis þegar hann er dreginn með þyrlu... en ég segi ekki meira. Þeir sem hafa gaman af hasarblöðum og öðravísi hetjum ættu ekki að láta sig vanta á Skugga. Sif Skuggi (Liam Neeson) heitir hefndum á árásarmönnum sinum. Laugardagur 2. febrúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 HÁSKÓLABÍÓ Nikita “1/2 Luc Besson hverfur frá róman- tík hafsins til undirheimalýðs Parísarborgar með ágætum ár- angri. Formidable. Tryllt ást (Wild at heart)***1/2 Hinn undarlegi David Lynch kemur hér með undarlega og stórgóða mynd fyrir alla kvik- myndaunnendur. Hinrik V **** Branagh og Shakespeare eru stórkostlegir saman á filmu. þetta er tvímælalaust besta kvikmyndin í boð í dag. Glæpir og afbrot (Crimes and misdemea- nors)**** Allen fléttar síðan tvær um lækninn og heimildamynda- gerðarmanninn saman á meist- aralegan hátt. Draugar (Ghost)**' Inní þessa óvenjulegu róman- tík blandast veðmálabrask og peningaþvottur. Leikurinn er ágætur, söguþráðurinn skemmtilegur og tæknibrellum- ar góðar. Pappírs Pési *** Alveg ágæt barnamynd. Papp- írs Pési er skemmtileg fígúra og krakkarnir alveg einstaklega krakkalegir. Drífið ykkur með bömin! Cinema Paradiso (Paradísarbíóið)**** Langt yfir alla stjömugjöf hafin. Svona mynd er aðeins gerð einu sinni og þessvegna má enginn sem hefur hið minnsta gaman af kvikmyndum missa af henni. BÍÓBORGIN Þrír menn og lítil dama (Three men and a little lady)** Það er ekkert frumlegt við handritið, en Kanarnir eru mjög færir að vinna úr þessari form- úlu og það má vissulega flissa að útkomunni, enda geysi kjút! Góðir gæjar (Goodfellas)*** Mynd fyrir þá sem hafa gaman af morðum í nærmynd og skemmta sér vel yfir að heyra ekkert nema blótsyrði í rúma tvo tíma. Leikurinn er óaðfinn- anlegur. REGNBOGINN Ryð *** Ryð er í alla staði mjög vel gerð og fagmannleg mynd. Lokaat- riðið er með þeim betri í (s- lenskri kvikmyndasögu. Missið ekki af henni. Skúrkar (Les Ripoux)**' Hress og skemmtileg mynd um tvær franskar löggur, það er góð tilbreyting að sjá aðra en Ameríkana halda uppi lögum og reglu þó að það sé nú kann- ski ekki alltaf aðalmálið hjá þessum. STJÖRNUBÍÓ Á mörkum lífs og dauða (Flatliners)** Myndin er eins og langt tónlist- armyndband þar sem hljóm- sveitina vantar, en óneitanlega spennandi skemmtun. LAUGARÁSBÍÓ Skólabylgjan (Pump up the volume)**' Þetta er unglingamynd ( betri kantinum. Christian Slater við hljónemann er einn timans virði. Henry & June *** Handritið er ekki eins gott og maður hafði leyft sér að vona en myndatakan er æði og leik- urinn góður. SiF

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.