Þjóðviljinn - 02.02.1991, Blaðsíða 15
í DAG
Gítargoðið
Derek alias
Eric Clapton á
Laylutimanum
Tuttugu árum síðar
og einu betur
Derek and the Dominos,
The Layla Sessions: 20th
Anniversary Edition. Poly-
dor 1990.
Mikið vatn hefur runnið til
sjávar síðan Eric Clapton og fé-
lagar hans í Derek and the Dom-
inos gáfu út tvöfalda plötualbúm-
ið Layla and Other Assorted Love
Songs. Á síðasta ári voru tuttugu
ár liðin ffá því að sveitin hljóðrit-
aði efnið á plötumar. í tileíhi af
þeim tímamótum gaf Polydor
plötumar út á ný fyrir skömmu,
endurhljóðblandaðar, ásamt ýmsu
öðm efni sem til féll meðan á
upptökunum stóð.
Laylu-albúmið er jafnan talið
einn af hápunktunum á lista-
mannnsferli Erics Claptons þrátt
fyrir heldur dræmar undirtektir
sem það hlaut fyrst í stað. Á því er
m.a. að finna blússtandarda, þétta
fmmsamda rokkslagara og gull-
fallegar ballöður, auk óviðjafnan-
legrar útsetningar á lagi Jimmy
Hendrix Líttle Wing og titillags-
ins sem segja má að sé orðið sígilt
í dægurlagaheiminum.
Það má til sanns vegar færa að
þann stutta tíma sem Derek and
the Dominos vom við lýði, frá
miðju ári 1970 og fram í maí ári
siðar, hafi Clapton komið fýrst
fram sem fúllþroskaður tónlistar-
maður, ekki bara sem sólóisti og
túlkandi líkt og þegar hann var
með Cream og áður Bluesbrakers
Johns Mayalls, heldur einnig sem
lagasmiður og söngvari.
Derek and the Dominos vom
einhverskonar millikafli í tónlist-
arferli Claptons, þar sem hann
leggur lykkju á leið sína og lætur
um tíma af nýhöfhum sólóferli.
Efiir að Blind Faith-sveitin, sem
Clapton var með, lagði upp laup-
ana 1969 batt hann um skeið trúss
sitt við bandarísk hjónakom Del-
aney og Bonnie og stóran hóp
fjölskylduvina. Því ævintýri var
þó aldrei ætlað að endast enda
sjálfsagt erfitt fyrir stórstjömu á
borð við Clapton að víkja úr
sviðsljósinu fyrir smástimum á
borð við þau skötuhjú. Meðfram
og í ffamhaldinu gaf hann út sína
fyrstu sólóplötu þar sem hann
fékk allan Delaney og Bonnie-
flokkinn í lið með sér. Það var
síðan upp úr því samstarfi sem
Dominos-sveitin varð til, með þá
Jim Gordon (áður með Bread og
Carol King, síðar Traffic) sem
trymbil, Carl Radle (síðar með
J.J. Cale og Clapton áður en yfir
lauk) sem bassaleikara og Bobby
Whitlock sem hljómborðsleikara.
I fyrstunni var gamla Traffic-
brýnið Dave Mason með en hann
helltist fljótt úr lestinni. I ágúst
1970 var sveitin tilbúin að fara í
hljóðver og var tekið upp með
hléum allt fram í október. Meðan
á upptökum stóð bættist annar
Allman-bræðra, gítaristinn Du-
ane, I hópinn og lék með í stómm
hluta af upptökunum. Það er ein-
mitt það efni sem á þessum tíma
var hljóðritað er afinælisútgáfan
hefur að geyma. Saga Derek and
the Dominos varð ekki öllu
lengri. Snemmaárs 1971 varaftur
haldið í hljóðver og tekið upp, en
ekkert varð úr og sveitin leystist
upp. Annað var sennilega óhjá-
kvæmilegt eftir stífa keyrslu vik-
um saman, vökur og sukk þar sem
heróín og kókaín með viskí í
bland voru helstu vitamíngjafam-
ir.
Auk laganna af upphaflega al-
búminu er að finna á afmælisút-
gáfunni ófúllgerðar upptökur,
upptökur af æfingum, jömm og
mismunandi útsetningar af nokkr-
um þeirra laga sem Layla-albúm-
ið hefur að geyma eða tónlist sem
tekur á fjórðu klukkustund í flutn-
ingi. Það verður að segjast eins og
er að setja má spumingarmerki
við það hvaða tilgangi útgáfa sem
þessi þjónar. Vissulega er fengur í
því að fá upphaflega albúmið
endurhljóðritað og virðist það
hafa tekist með ágætum. Hins
vegar er sumt af viðbótarefninu
ekki upp á marga fiska og kitlar
sennilega enga aðra en þá sem
haldnir em söfnunaráráttu og
vilja halda til haga sem flestu af
því er Clapton hefur komið nærri.
Inn á milli er þó að finna stór-
skemmtilegar útsetningar, s.s.
eins og af Billy Miles blúsnum
Have You Ever Loved a Woman,
og það ffekar tvær en eina, og gott
gítardúó þeirra Claptons og All-
mans í blues Walters Jakobs, Me-
an Old World.
Annað sem vekur athygli er
að í jömmunum, sem standa sam-
tals yfir í rúmar 70 mínútur, er
gítarleikur Claptons svo til sér-
kennalaus þrátt fyrir allar fingra;
æfingamar sem hann þó gerir. I
stað gamla Claptons hljómsins
ber öllu meira á áhrifúm Allman
Brothers Band, svo sem eins og
þeir hljómuðu síðar á hljómlei-
kaplötunum þeirra At Fillmore
East.
Því hefur stundum verið hald-
ið fram að með nafngiftinni De-
rek and the Dominos hafi Clapton
viljað beina athyglinni ffá sér.
Eftir að hafa hlustað á jömmin,
þar sem aðrir hljómsveitarmeð-
limir en Clapton em atkvæðalaus-
ir og sýna lítil tilþrif, má segja
sem svo að þar hafi verið á ferð-
inni sólóistinn Derek og ryþma-
sveitin Dominos.
-rk
Hljómplötur Claptons sem
tengjast Dominos-tímabilinu með
einum eða öðrum hætti:
Delaney and Bonnie, On To-
ur With Eric Clapton, 1971.
Eric Clapton, 1970.
Derek and the Dominos In
Concert, 1973.
Crossroads, 1989 (úrval frá
25 ára tónlistarferli Clap-
tons. Þar er að finna nokkur
þeirra laga sem hljóðrituð
voru íþann mund sem Dom-
inos-sveitin leystist upp).
Slökkvistöðin
í Reykjavík
Starfsmenn óskast til starfa á slökkvistöðinni í
Reykjavík. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-
28 ára, hafa meirapróf til aksturs og iðnmenntun eða
sambærilega menntun sem nýtist í starfi slökkviliðs-
manna.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu slökkvistöðvar-
innar. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 18. febr. n.k.
Nánari upplýsingar á skrifstofu.
ÞJ0ÐVILJINN
FYRIR 50 ÁRUM
Undiriægjuhátturinn lögboðinn.
Ríkisstjórnin breytir hegningar-
lögunum til þess að geta túlkað
móðganir við brezka setuliðið
sem landráö við íslenzka ríkið.
Italski herinn I Libýu virðist ætla
að reyna að verja Bengasi.
Bretar gera ákafar loftárásir á
Tripolis. Sókn semur við Ríkis-
spítalana. Vopnahléð milli Thai-
lands og Indó-KIna rofið.
2. febrúar
laugardagur. 33. dagur ársins.
Kyndilmessa. 15. vika vetrar
hefst. Sólarupprás í Reykjavlk
kl. 10.06 - sólariag kl. 17.18.
Viðburðir
Múrarafélag Reykjavlkur stofn-
að 1917.
DAGBOK
APOTEK
Reykjavfk: Helgar- og kvöldvarsla
lyfjabúöa vikuna 1. til 7. febrúar er I
Holts Apóteki og Laugavegs Apóteki.
Fyrmefnda apotekið er opið um helgar
og annast næturvörslu alla daga kl. 22
til 9 (til 10 á frídögum). Síðarnefnda
apótekið er opið á kvóldin kl. 18 til 22
virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22
samhliöa hinu fyrmefnda.
LÖGGAN
Reykjavlk.................» 1 11 66
Kópavogur.................« 4 12 00
Seltjamarnes..............» 1 84 55
Hafnarfjöröur.............» 5 11 66
Garðabær................" 5 11 66
Akureyri..................« 2 32 22
Slökkvið og sjúkrabílar
Reykjavlk.................® 1 11 00
Kópavogur............. » 1 11 00
Seltjamarnes...............® 1 11 00
Hafnarfjörður.............* 5 11 00
Garðabær.............. « 5 11 00
Akureyri..................« 2 22 22
L/EKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjam-
arnes og Kópavog er ( Heilsuvemdar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 8, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráöleggingar og tímapantanir I
« 21230. Upplýsingar um lækna-og
lytjaþjónustu eru gefnar i símsvara
18888. Borgarspitalinn: Vakt virka
daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki
hafa heimilislækni eða ná ekki til hans.
Landspitalinn: Göngudeildin er opin
frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspit-
alans er opin allan sólarhringinn,
» 696600.
Neyðarvakt Tannlæknafélags íslands
er starfræktumhelgar og stórhátíðir.
Slmsvari 681041.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl-
an, » 53722. Næturvakt lækna,
» 51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt,
« 656066, upplýsingar um vaktlækni
»51100.
Akureyri: Dagvaktfrá kl 8 til 17 á
Læknamiöstöðinni,« 22311, hjá
Akureyrar Apóteki, » 22445. Nætur- og
helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985-
23221 (farsími).
Keflavík: Dagvakt, upplýsingar í
« 14000.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna,
» 11966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartímar: Landspítalinn: Alla
daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar-
spltalinn: Virka daga kl. 18:30 til
19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir
samkomulagi. Fæðingardeild Land-
spftalans: Alla daga kl. 15 til 16, feöra-
timi kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar-
heimili Reykjavikur v/Eiriksgótu: Al-
mennur tími kl. 15-16 alla daga, feðra-
og systkinatimi kl. 20-21 alla daga.
Öldrunariækningadeild Landspital-
ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20
og eftir samkomulagi. Grensásdeild
Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19,
um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu-
verndarstöðin viö Barónsstíg: Alla
daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30.
Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til
16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heim-
sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17
alla daga. St. Jósefsspftali Hafnar-
firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til
19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl
15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús
Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16
og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness:
Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30.
Sjúkrahúsiö Húsavfk: Alla daga kl. 15
til 16 og 19:30 til 20.
ÝMISLEGT
Rauða kross húsið: Neyðarathvarf
fyrir unglinga, Tjarnargötu 35,
« 91-622266, opið allan sólarhringinn.
Samtökin 78: Svaraö er i upplýsinga-
og ráögjafarslma félags lesbla og
homma á mánudags- og fimmtudags-
kvöldum kl. 21 til 23. Slmsvari á öðrum
tlmum.« 91-28539.
Sálfræðistöðin: Ráðgjöf i sálfræði-
legum efnum,« 91-687075.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags
laganema, er veitt f slma 91-11012 milli
kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum.
MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga
frá kl. 8 til 17, « 91-688620.
„Opið hús" fyrir krabbamelnssiúk-
linga og aðstandendur þeirra f Skóg-
arhlfð 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19.
Samtök áhugafólks um alnæmis-
vandann sem vilja styðja smitaða og
sjúka og aðstandendur þeirra (« 91-
22400 og þar er svarað alla virka daga.
Upplýsingar um eyðni: « 91-622280,
beint samband við lækni/hjúkrunar-
fræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19,
annars símsvari.
Samtök um kvennaathvarf: « 91-
21205, húsaskjól og aöstoð við konur
sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið
fyrir nauðgun.
Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum,
Vestur-götu 3: Opio þriðjudaga kl. 20 til
22, fimmtudaga ki 13:30 til 15:30 og kl.
20til 22, « 91-21500, slmsvari.
Sjálfshjálparhóp þeirra sem orðið
hafa fýrir sifjaspellum:« 91-21500,
sfmsvari.
Vinnuhópur um sifjaspellsmál:
« 91-21260 alla v:n;a daga kl. 13 til 17.
Stfgamót, miðstö fyrir konur og böm
sem orðið hafa fyrit kynferðislegu
ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar,
Vesturgötu 3, « 9 626868 og 91-
626878 allan sólarhringinn.
Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu:
» 27311. Rafmaonsveita: Bilanavakt i
« 686230.
Rafveita Hafnari ðar: Bllanavakt,
« 652936.
GENGIÐ
1. febrúar1S91 Sala 54,69000
107,35400
47,02700
9,55530
9,40340
Sænsk króna Finnskt mark Franskurfranki Belglskurfranki Svissneskur fran' 9,84160 15,18960 10,82600 1,78580 43,41340 32,63610
Vesturþýskt mart 36,80230 0,04896
5,22870
Portúgalskur esc Spánskur peseti 0,41530 0,58550
0,41355
Irskt pund 98,07300
KRC tSGATA
rétt: 1 kramur 4 litil-
<gi 6 hratt 7 hviða 9
rhöfn 12 eldfjall 14
rfi 15 hreysi 16 köld
bráðlega 20 klófesti
flókið
ðrétt: 2 ellegar 3
ifsa 4 sæti 5 heiður
ela 8 húðar 10
rrukær 11 kisur 13
ssir 17 námstlmabil
'iri
jsn sfðustu kross-
tu
étt: 1 dögg 4 smán
im 7 lafi 9 ásar 12
it 14 gát 15 eik 16
ng 19 iöka 20 ægði
tregi
ðrétt: 2 öra 3 geil 4
,ái 5 áma 7 lognið 8
ekt 10 steggi 11
,kir 13 efi 17far18
9
Laugardagur 2. febrúar 1991 ÞJÓÐVILJ l — SÍÐA15