Þjóðviljinn - 12.02.1991, Side 4

Þjóðviljinn - 12.02.1991, Side 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Alþjóðlegt samstarf Einatt hættir áhugamönnum um íslenska menningu við að setja svo stóran staf á orðið Menning að almenn- ingur hrekkur undan og segir: Menning ar bara fyrir menningarvita og listamenn sem fengið hafa viðurkenn- ingu hinna fyrrnefndu. En menning er fleira en það sem lesa má á bók, sjá og heyra í leikhúsi, skoða á myndlistarsýningum, njóta á tónleikum eða sjá í kvikmyndahúsum. Þjóðlífið allt er í reyndinni hin íslenska menning, því hvar værum við stödd ef við nytum ekki verkmenningar þeirra sem fram- leiða eða sjá um hin margvíslegustu þjónustustörf í samfélaginu? Það er auðvitað að bera í bakkafullan læk að nefna að við lifum í samfélagi þjóða þar sem breytingar hafa verið örar á undangengnum áratugum og verða sýni- lega einnig miklar á næstu árum. I mörgum tilvikum eig- um við að geta valið eftir því sem okkur sem þjóð þykir heppilegast. Þetta á við þegar teknar eru ákvarðanir um samstarf við aðrar þjóðir, ekki síst á þeim sviðum sem oftast eru öðrum frekar talin til menningar. í þeim efnum skiptir miklu máli að íslendingar ein- angrist ekki um of um leið og þeir halda fram sérkennum þess sem íslenskt er. Þannig verður framhaldsskóla- menntun og kennsla á háskólastigi að taka mið af því sem gerist umhverfis okkur. Til að ná þessu þarf öfluga íslenska háskóla, í senn alþjóðlega og þjóðlega, það þarf trausta framhaldsskóla sem geta vísað nemendum veginn til virkrar þátttöku í samfélaginu og það þarf síð- ast en ekki síst rammíslenska grunnskóla og leikskóla, sem búa börnin undir það hlutverk að standa á fótum þess sem er umfram allt íslenskt. Að kunna að búa til góða vöru, haglega gerða hluti, að skila góðu verki í hvívetna vitnar um menningarstig þjóðar. Að geta boðið fram vörur sínar kinnroðalaust í harðri samkeppni við verkmenningu og kunnáttu ann- arra þjóða, vitnar líka um menningarstig þjóðar. Þetta hefur Islendingum tekist og eru þess vegna meðal auð- ugustu þjóða heimsins, mælt á veraldlegan mælikvarða. Skipting gæðanna innbyrðis er annað mál. Breytingarnar sem hafa verið að eiga sér stað í Evr- ópu stefna yfirleitt í átt til samruna, stærri eininga. Fyrir- tæki eru að sameinast, til að búa sig betur undir harðn- andi samkeppni. Evrópubandalagið mun í auknum mæli fá á sigi einkenni þjóðríkis í stað bandalags, vissulega með mörgum tungumálum og fjölskrúðugri menningu. íslendingar geta haft hag af þessum breytingum ef þeir kunna fótum sínum forráð, hagnýta sérstöðuna, en taka um leið fullan þátt í alþjóðlegum viðskiptum og menningarsamskiptum á eigin forsendum. Sem dæmi um það hvernig hægt er að taka þátt í al- þjóðlegu samstarfi á eigin forsendum má nefna allmörg verkefni sem menntamálaráðuneytið hefur staðið að á undanförnum mánuðum eða eru á vinnslustigi. Þannig er nú í gildi rammasamningur á milli íslands og Evrópu- bandalagsins um samvinnu á sviði vísinda og tækni sem leiðir til þess að íslenskir vísindamenn fá aðgang að rannsóknaáætlunum Evrópubandalagsins, sótt hefur verið um aðild að rannsóknaáætlun á sviði náttúruham- fara, íslensk fyrirtæki taka þátt í svokölluðu Evreka sam- starfi, ísland er aðili að samstarfsáætlun sem fjallar um samstarf skóla og atvinnulífs í Evrópu, einnig að Evr- ópska kvikmyndasjóðnum og átti mikinn þátt í að stofn- aður hefur verið norrænn kvikmynda- og sjónvarpssjóð- ur. Þá má nefna að Háskólinn hefur gert fjölda tvíhliða samninga við erlenda háskóla sem opna íslenskum stúdentum leið inn í skóla erlendis. Með þvi að halda áfram á þessari braut geta íslend- ingar verið þátttakendur í alþjóðlegri þróun, nýtt kosti hennar, en sneitt hjá ókostunum sem kunna að skapast vegna smæðarinnar. hágé. Framboðsmál og verklýðshreyfing Þegar prófkjör fór fram fyrir nokkru innan Alþýðubandalags- ins til framboðslista í Reykjavík lenti formaður Iðju, Guðmundur Þ. Jónsson, í fjórða sæti. Ýmsir höfðu það til marks um að hér væri enn ein staðfestingin á því að Alþýðubandalagið hefði fjarlægst verklýðshreyfinguna, því Guð- mundur stefhdi á annað sætið á listanum og naut til þess fullingis manna úr verklýðshreyfíngunni. ( Hér mætti nú skjóta inn spumingu: heíði Guðmundur komist í annað sætið, hefðu menn þá ekki haft hátt um það, að með þessu væri Alþýðubandalagið að móðga konur og segja skilið við þær? Það verður ekki á allt kosið). Ýtt til hliðar? Nema hvað: Alþýðublaðið var í flokki þeirra sem töluðu háðs- lega um verklýðsfjandskap Alla- balla eins og það taldi hann birtast í prófkjörinu. En skamma stund verður hönd höggi fegin: næst kemur að því að Alþýðuflokkur- inn heldur prófkjör í Reykjavík. Þar er til leiks kominn Þröstur 01- afsson, sem hefur starfað fyrir Dagsbrún og naut atfylgis manna úr verklýðshreyfingunni eins og fram kom f auglýsingum. En eins og allir vita: ekki varð sú ferð til frama. Og Þröstur Ólafsson lýsir vonbrigðum sínum í stuttu viðtali við Morgunblaðið á dögunum á þá leið, að þama hafi „verklýðs- hreyfingunni verið ýtt tií hliðar". Skírskotun þrengist Og spyrjum nú, í framhaldi af því sem hér að ofan var sagt: er það rétt að Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur séu að bregðast sínum hefðum og uppruna, snúa baki í verklýðshreyfinguna með sínum framboðsmálum? Eða er það svo, að einhver veigamikil rök hnígi að því, að það sé ekki lengur talið vænlegt til árangurs í kosningum að skarta fúlltrúum verklýðsfélaga í vonarsætum? Hér koma nokkrir þættir sam- an. En vafalaust skiptir það mestu um þessa þróun, að oddvitar úr verklýðshreyfingunni em ekki „þægilegir" frambjóðendur. Þar með er ekkert sagt um ein- staklinga og þeirra ágæti. Hér er barasta gert ráð fyrir því, að „þægilegur“ sé sá ffambjóðandi sem á fyrirffam tiltölulega auðvelt með að höfða til margskonar kjós- enda. Þeir sem hafa farið með ábyrgð í verklýðssamtökum geta vissulega haft slíka skírskotun eins og aðrir. Samt hefúr þrengt mjög að möguleikum þeirra til að hafavíðtækt aðdráttarafl. Ástæðan er sú hvemig þróast hefúr samband verklýðsforingja og þeirra sem þeir fara með um- boð fyrir. Þeir sem með forystu fara í samtökum launafólks eru af aðstæðum mjög bundnir þvi að reka erindi „sinna manna“. En kjarabaráttan hefúr haft mjög sterkar tilhneigingar til þess á seinni tíð að snúast upp í ýfingar milli einstakra samtaka og félaga launafólks. Samanburðarffæðin ríða húsum: ef þeir fá þetta þá ætla ég að fá það sama í prósent- um. Annars drögumst við aftur úr, ég og mínir menn. Verkamenn hér, sjómenn þar, opinberir starfs- menn á enn öðrum stað - og kann- ski margskiptir eftir starfsmennt- un. Þetta þekkja allir alltof vel: þess eru meira að segja opinber dæmi að menn telja kjarabót ná- grannans beinlínis kjaraskerðingu fyrir sig. Þetta þýðir svo að hver verklýðsfrömuður er merktur hinni „þröngu samstöðu“ sem nær til hans manna, en alls ekki hinna. Og þá er ekki annað en að vitna í hið fomkveðna: frændur em frændum verstir. Þingsæti Dagsbrúnar Það er af þessum sökum að verklýðsfrömuðir eiga um þessar mundir erfitt uppdráttar í pólitík. Finnist slíkir á alþingi er eins víst að þangað séu þeir komnir fyrir löngu. Margir vitna til þess að lengi vel hafi stórt verklýðsfélag, Dags- brún, „átt“ annað sætið á lista sósíalista og síðar Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. Það er alveg rétt. Og það var, vel á minnst, ekki aðeins tengt þvi að þar voru ágæt- ir menn á ferð. Það var líka tengt stöðu kjaramála. Það var reyndar svo um langt skeið að engu var líkara en Dagsbrún væri kjarabar- áttan í landinu. Það fóru varla aðr- ir í verkfall en Dagsbrúnarmenn ( já og prentarar). Það biðu allir eft- ir því sem Dagsbrún gerði. Allar viðmiðanir vom við Dagsbrúnar- kaup og kjör. Það gerði hlut þessa verkamannafélags enn stærri, að t.d. verslunarmenn vom varla komnir á vettvang og opinberir starfsmenn höfðu alls ekki samn- ingsrétt. Fjölmiðlaþinfpnenn Því er svo ekki að neita að þetta er um margt dapurleg þróun. Islensk stjómmál þjást af mörgum kvillum, en þá ekki síst þeim, að ýmsar gamlar leiðir til að eignast fjölbreytt mannval á þingi em að lokast eða hafa lokast. I staðinn koma svo þeir sem kunna á fjöl- miðlagaldur og öðlast forskot á hugsanlega keppninauta með því að komast oft á sjónvarpsskjái. Og þar getur allt gerst. Það var enginn hissa á ffegnum um að Framsóknarflokkurinn í Reykja- vík væri að bera víumar í fegurð- ardrottningu sér til trausts og halds. Næst getur sá fokið á þing sem stendur sig sæmilega í evr- ópskri söngvakeppni. Og spyija má: af hverju reynir Borgara- ílokkurinn ekki að fá sterkan mann eins og Jón Pál til að lyfta sér á kreik. ÁB. ÞJÓÐVILJINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f. Framkvæmdastjóri: HallurPáll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Elías Mar (pr.), G. Pétur Matthiasson, Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.k Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Gíslason, Ragnar Karisson, Sævar Guðbjörnsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir. Auglýsingastjórí: Steinar Harðarson. Auglýslngar: Sigríður Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Afgreiöslustjórí: Hrefna Magnúsdóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgeröur Slgurðardóttir, Þórunn Aradótir. Bilstjórí: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrífstofa, afgreiðsla, rítstjóm, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvlk. Sími: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð i lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuöi: 1100 kr. 4.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.