Þjóðviljinn - 12.02.1991, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 12.02.1991, Qupperneq 12
þjóoinuiNN Þriðjudagur 12. febrúar 1991 29. tölublað 56. árgangur ■ SPURNINGIN ■ Bókmenntaverðlaunin Borðarðu saltkjöt og baunir í dag? Þorgerður Jóhanna Guð- mundsdóttir: Já, það er búið að bjóða mér í saltkjöt og baunir. Þótt þetta sé ekki minn eftirlætismatur er mikilvægt að halda í góðar ís- lenskar hefðir. Aðalsteinn Benediktsson á tröppum í sólskini: Ég veit það ekki. Ég hef aldrei borðað saltkjöt og baunir. Þórhallur Óskarsson nemi: Já, eins og alltaf. Eyjólfur Aðalsteinsson starfsmaður Securitas: Ætli það ekki, ég geri það oftast á sprengidag. Mér þykir saltkjöt og baunir afbragðsmatur. Meðan nóttin líður og Skálholt r r r Fríða A. Sigurðardóttir og Hörður Agústsson hlutu Islensku bókmenntaverðlaunin sem veitt voru í annað sinn í gær Frú Vigdís Finnbogadóttir afhendir Herði Ágústssyni og Fríðu Á. Sigurðardóttur (slensku bókmenntaverðlaun- in 1990. Mynd: Kristinn. Meðan nóttin líður eftir hina kunnu skáldkonu Fríðu Á. Sigurðardóttur, sem út kom hjá Forlaginu á síðasta ári, hlaut Is- lensku bókmenntaverðiaunin í flokki fagurbókmennta í gær. Skálholt II - Kirkjur, rit Harð- ar Ágústssonar, sem Hið ís- lenska bókmenntafélag gaf út, hlaut bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita. Fríy Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, afhenti höfundum verðlaunin í Listasafni Islands. Áður en hún kunngjörði hveijir hlytu heiðurinn sagðist hún hafa séð viðtal við höfund í sjónvarpi fyrir jól og hjó hún þá eftir því að höfundur sagði mikilvægt að huga að því hvaða gildi við ætlum að leggja upp með áður en skriftir heíjast. Þessi höfundur var ein- mitt Friða Á. Sigurðardóttir. Hörður Ágústsson listmálari og hönnuður hefúr í fjöldamörg ár fengist við rannsóknir og skriftir um íslenska byggingarlist. Hann sagðist auðvitað ánægður og glaður „en ef bók mín um Skál- holt yrði til þess að vekja áhuga og efla virðingu fyrir íslenskri byggingarlist og arfleifð yrði ég ennþá ánægðari," sagði hann. Fríða er fyrir löngu orðin þekkt fyrir verk sín, eins og smá- sagnasöfnin Þetta er ekkert alvar- legt, sem út kom árið 1980, og Við gluggann, sem út kom fjórum árum síðar. Árið 1986 kom út eft- ir hana skáldsagan Eins og hafið. Nútímakonan Nína sem er hetja skáldsögu Fríðu Meðan nóttin líður leiðir hugann að annarri Nínu, sem nú er á leið til Róma- borgar í fylgd vaskra sveina til að hefna meðferðarinnar á Sturlu Sighvatssyni forðum, eins og Thor Vilhjálmsson orðaði það í tölu sem hann hélt meðan salur- inn beið í ofvæni eftir að heyra nöfh verðlaunahöfúnda. Hann gagnrýndi stjómvöld fyrir þá stefhu að styrkja einkum þá tón- list sem samin væri til að eyða einmanakennd manna í lyftum og stórmörkuðum og spurði hvað liði byggingu Þjóðarbókhlöðu bókaþjóðarinnar. Thor var klappað lof í lófa fyrir skemmtilega og skelegga ræðu. Heimir Pálsson og Jón Karlsson tóku einnig til máls. Þá söng Hamrahlíðarkórinn undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur milli erinda. I lokadómnefhd Islensku bók- menntaverðlaunanna sátu: Sigríð- ur Dúna Kristmundsdóttir, Helga Kress, Snorri Jónsson, Dóra Thoroddsen og Pálmi Gíslason. BE Ráðstefna fjármálaráðuneytisins þriðjudaginn 12. febrúar 1991 Opinber útgjöld: ísland í norrænu ljósi I tilefni af þýöingu og útkomu skýrslunnar Norræna velferöarsamfélaglö á aðhaldstímum, sem fjármálaráðherrar Noröurlanda létu semja, efnir fjármálaráöuneytiö til ráðstefnu aö Borgartúni 6, þriöjudaginn 12.febrúar. Ráöstefnan hefst kl. 13: 00 meö ávarpi Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráöherra. Tvö erindi veröa flutt á ráöstefnunni. Henning Gorholt, skrifstofustjóri fjárlagaskrifstofu norska fjármálaráöuneytisins, fjallar um norrænu skýrsluna og Magnús Pétursson, ráöuneytisstjóri í fjármálaráöuneytinu, reifar þróun og horfur á íslandi. Eftirtaldir lýsa skoðunum sínum varöandi útgjaldaþróun hins opinbera á íslandi: Friörik Sophusson alþingismaður, Höröur Bergmann upplýsingafulltrúi, Markús Möller hagfræöingur, Már Guömundsson efnahagsráögjafi fjármálaráðherra, Ólafur Davíösson framkvæmdastjóri Félags íslenskra iönrekenda, Páll Skúlason prófessor, Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verslunarráös íslands og Ögmundur Jónasson formaöur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Eftir fyrirspurnir og almennar umræöur veröa niðurstööur dregnar saman af Davíö Scheving Thorsteinssyni forstjóra, og Kristínu Á. Ólafsdóttur borgarfulltrúa. Fundarstjóri á ráðstefnunni er Sigmundur Guöbjarnason háskólarektor. Uppstokkun, nýjar aöferöir og endurmat á verkefnum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.