Þjóðviljinn - 19.02.1991, Side 1

Þjóðviljinn - 19.02.1991, Side 1
Þriðjudagur 19. febrúar 1991 — 34. tölublað 56. árgangur Skattrannsóknir Ahlaupslota sérsveitarinnar Skattrannsóknastjóri hefur ráðið sjö manns til að kanna sjóðvélar og sölureikninga í verslunum ogfyrirtœkjum. Sex þúsund aðilar geta átt von á heimsóknum nœstu vikur og mánuði Sérstakir eftirlitsmenn skatt- rannsóknastjóra munu á næstu sex mánuðum heim- sækja 6.000 verslunar- og þjón- ustufyrirtæki og kanna þar söiuskráningu. Kannað verður ástand sjóðvéianna eða kass- anna og einnig reikningsvið- skipti, en þau fyrirtæki sem ekki nota peningakassa verða að nota reikninga. í fréttatilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu kemur fram að sveitir skattrannsóknastjóra hafa þegar lokið fyrstu vinnuviku sinni við eftirlit í fyrirtækjum. Var ástand sjóðvéla og sölureikninga kannað í 241 íyrirtæki. Af þeim reyndust 105 vera með allt sitt á hreinu en athugasemdir voru gerðar við 136 fyrirtæki. Af þeim hefur 113 verið tilkynnt með ábyrgðarbréfi að vanræksla við úrbætur varði lokun að liðnum 45 dögum. Fram kom á blaðamannafundi vegna þessa að flestar athuga- semdimar væru tæknilegs eðlis. Til dæmis væri í nokkrum tilvik- um þannig gengið ffá sjóðvél að viðskiptavinurinn sæi ekki hvað væri stimplað inn í kassann. Þá var bent á að fyrir kæmi að nafn söluaðila væri ekki prentað á reikninga eða þá að reikningamir væm ekki raðnúmeraðir einsog skylt er. Fjármálaráðuneytið hefur undanfarið ár beitt sér fyrir átaki til að draga úr því að menn borgi ekki skattinn sinn í kjölfar þess að söluskattskerfinu _ var breytt í virðisaukakerfi. Ólafur Ragnar Grimsson fjármálaráðherra sagði að herferð gegn söluskattsvan- skilum, ásamt öðmm aðgerðum í fyrra, hefðu skilað 1.000 miljón- um fleiri króna í ríkissjóð en ella hefði orðið. „Það er því ljóst að bætt vinnubrögð í skatteftirliti og innheimtu skila meiri peningum í okkar sameiginlega sjóð og draga þannig úr þörfinni á að auka skattheimtu,“ sagði Ólafur og bætti við að skattskil samkvæmt reglum væm forsenda heilbrigðs viðskiptalífs með eðlilegri sam- keppni á jafnréttisgmndvelli, þ.e.a.s. þeir sem em heiðalegir og borga skattinn sinn eiga ekki að líða fyrir þá sem svíkja undan skatti. Forsenda þess að skattrann- sóknastjóri, Guðmundur Guð- bjamason, getur farið út í þessa áhlaupslotu er sú að sett vom lög á Alþingi rétt fyrir siðustu jól sem veita embættinu heimild til að loka þeim fyrirtækjum sem ekki koma sínum sjóðvélum og reikn- ingshaldi í lag eftir ábendingar frá skattrannsóknastjóra. Embættið hefur sem sagt heimild til að loka, bæti fyrirtæki sig ekki innan 45 daga frá því að ábending berst frá eftirlitsmönnunum. Áhlaupslota þessi er lokalota átaks vegna skattkerfisumskipt- anna sem hófst í fyrravor. Hingað til hefur ástand sjóðvéla og sölu- reikninga verið kannað og vakin athygli á vandanum með auglýs- ingum og kynningu í fjölmiðlum auk útgáfu leiðbeiningabæklings. En nú eftir lagabreytinguna getur skattrannsóknastjóri lagt áherslu á eftirlit með þessu þar sem nú er hægt að hóta lokun. Guðmundur sagði að með þessum lögum væri komið afar þýðingamikið tæki til að framfylgja lögunum sem skylda menn til að hafa sjóðvélar eða sölureikninga. -gpm Omar Sharif Leysa verður Palestínumálið Erfitt að segja um áhrif Persaflóastríðsins á samskipti arabaheimsins og Vesturlanda í framtiðinni, segir frœgasti leikari araba- heimsins á Vesturlöndum Omar Sharif tekur um þess- ar mundir þátt í alþjóðlegu móti Bridgesambands Islands á Hótel Loftleiðum. Omar Sharif hefur stundum verið kallaður sendiherra bridge-íþróttarinn- ar, en hann hefur ekki síður verið eins konar sendiherra ar- abískrar menningar á Vestur- löndum, en Omar er fæddur í Egyptalandi og nýtur mikilla vinsælda sem kvikmyndaleikari í öllum arabaheiminum. Fréttamaður Þjóðviljans hitti Omar Sharif á Hótel Loftleiðum í gær og spurði hann hvaða áhrif hann teldi að Persaflóastríðið myndi hafa á samskipti arabaríkja og Vesturlanda í firamtíðinni. - Það er mjög erfitt að segja fyrir um afleiðingar stríðsins, en þetta er spuming sem margir spyija sig þessa dagana. Eg held hins vegar að ef við lítum á reynsluna af sögu araba- rikjanna, þá muni þetta mál leys- ast þegar til lengri tima er litið, en í nánustu framtíð, segjum næstu 4-5 árin, mun það geta torveldað þessi samskipti. - En hvaða áhrif mun þetta hafa á samskipti arabaríkjanna innbyrðis? - Arabaríkin hafa alltaf í gegnum söguna hagað sér eins og ættbálkar innbyrðis, á meðal þeirra ríkir vinátta einn daginn og óvinátta hinn daginn. Bandalög einstakra arabaríkja breytast stöð- ugt: Egyptaland átti til skamms tíma í erfiðu sambandi við Sýr- land, svo dæmi sé tekið, en nú vinna þessi ríki saman. Eg er eng- inn sérfræðingur á sviði stjóm- mála, en kannski getum við lært eitthvað af sögunni um það sem mun gerast í ffamtíðinni. Gmndvallaratriðið er hins vegar að það verður að finna lausn á Palestínuvandanum. A meðan sú lausn er ekki fundin verða þessi vandamál ekki leyst til langframa. - Hefur þú komið á Vestur- bakkann eða Gaza-svæðið? - Nei, því ég er hlutlaus aðili. Eg vil ekki taka afstöðu til deilu- mála innan arabaheimsins eða annars staðar, því ég er boðberi menningarinnar, og það eina sem ég vil standa fyrir er friður og hógværð. Ef ég færi á Vestur- bakkann yrði það skilið sem hvatning fýrir einhveija aðila. - En þú nýtur mikilla visælda sem leikari í arabaheiminum, ekki satt? - Jú, það er rétt. -ólg. Omar Sharif: Ég er boðberi menningarinnar og tek ekki pólit- Iska afstöðu til deilumála, en það verður að leysa Palestlnuvand- ann... Mynd: Kristinn.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.