Þjóðviljinn - 19.02.1991, Blaðsíða 7
Svo mælir sjömannanefnd
Skynsamleg lausn eða skaðræðishugmynd? Afangaskýrslan um sauðjjárrækt rakin í helstu atriðum
Steingrímur J. Sigfússon
landbúnaðarráðherra skip-
aði sjömannanefndina 21. mars
1990, í framhaldi af og í sam-
ræmi við febrúarsamningana á
vinnumarkaði. í henni sátu full-
trúar launþega, atvinnurek-
enda, bænda og stjórnvalda.
Samkvæmt skipunarbréfi var
hlutverk nefndarinnar að:
„...setja fram tillögur um
stefnumörkun, er miði að því að
innlend búvöruframleiðsla
verði hagkvæmari og kostnað-
ur lækki á öllum stigum fram-
leiðslunnar, í búrekstri bónd-
ans, á vinnslu- og heildsölustigi
og í smásöluverslun“.
16 manns hafa komið beint
við sögu í störfúm sjömanna-
nefndar, auk þess sem 20 manns
hafa mætt á fúndi hennar, sem
urðu 34 alls.
Undir áfangaskýrsluna skrifa
Asmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, Hjörtur Eiríksson frá Vinnu-
málasambandi samvinnufélag-
anna, Haukur Halldórsson, for-
maður Stéttarsambands bænda,
og Hákon Sigurgrimsson, fram-
kvæmdastjóri þess, Þórarinn V.
Þórarinsson, framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambands Islands,
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, og Guðmundur Sigþórs-
son, skrifstofústjóri landbúnaðar-
ráðuneytisins.
Vandamálin
og lausnirnar
* Fullvirðisréttur allra bænda
á landinu nemur um 12 þúsund
tonnum kindakjöts á ári. Tals-
verður hluti réttarins er ónotaður,
vegna leigusamninga, riðuniður-
skurðar osfrv. Sá réttur getur orð-
ið virkur á næstu 2-3 árum. Þetta
þarf að koma í veg fyrir.
* Framleiðsla innan fúllvirð-
isréttar var 9200 tonn árið 1990,
sem er um 1000 tonnum meira en
nemur innanlandssölu.
* Til að minnka framleiðslu-
réttinn niður í að samsvara fram-
leiðslu ársins 1990 þarf að skerða
réttinn um 2700 tonn, eða um
23%.
* Til að ná samræmi við inn-
anlandsneysluna 1990 þarf að
skerða réttinn um 3700 tonn eða
31%.
Tillögur
sjömannanefndar
1) Sauðfjárframleiðslunni
verði settur nýr rammi til 6 ára,
frá hausti 1992 að telja, en þá
kemur á markað fyrsta framleiðsl-
an sem fellur utan ramma gild-
andi búvörusamnings.
2) Lögð verði niður föst verð-
og söluábyrgð ríkisins á tilteknu
magni afurða. I staðinn komi
beinar greiðslur til bænda, í fyrsta
sinn 1992, sem miðast við spá um
innanlandsneyslu á komandi ári.
3) Réttur bænda til þess að fá
greiðslur ffá ríkinu kallast
„greiðslumark“, sem mælt er í
kjötmagni. Bændur sem hafa full-
virðisrétt núna fái í hlutfalli við
hann sitt greiðslumark. Framlagið
komi að mestu í stað niður-
greiðslna og greiðist óskert, þótt
framleiðsla bóndans sveiflist inn-
an sveigjanlegra marka.
Heildargreiðslumark fyrir
verðlagsárið 1. sept. 1992 til 31.
ágúst 1993 jafngildi 8300 tonn-
um. Þessa viðmiðun skal taka til
endurmats fýrir 15. sept. 1991.
4) Bændum verði fijálst að
eiga viðskipti með greiðslumark.
5) Öllum verði heimilt að
framleiða og selja án opinbers
stuðnings.
6) TiIIögur um kvótakerfi og
verðmyndun skoðast sem tíma-
bundin ákvörðun og liður í undir-
búningi búvöruframleiðslunnar
að fijálslegri viðskiptaháttum.
Enginn réttur verði því tryggður
með þessu kerfi fram yfir árið
1997.
7) Núverandi verðlagningar-
kerfi sauðfjárafúrða verði haldið
næstu 2 ár. Verð haustið 1991
lækki um 2% ffá grundvelli og
um 4% ffá verðlagsgrundvelli
1992. Að því loknu verðir kann-
aðir kostir umboðsviðskipta.
Jafnffamt verði leitast við að
lækka verð aðfanga.
Tímaáætlunin
í helstu dráttum er tillaga sjö-
mannanefndar að aðgerðum á
þessa leið, og er þó sleppt að
nefna ýmis útfærsluatriði:
* Frá 1. maí 1991 til 31. ágúst
1992 kaupi ríkissjóður fúllvirðis-
rétt til sauðfjárframleiðslu sem
svarar til allt að 3700 tonna.
* Fyrir 1. október 1991 skal
miðað við að heildarfækkun í bú-
stofni verði 13% og samdráttur í
virkum fúllvirðisrétti amk. 900
tonn. Ríkissjóður kaupi í þessu
skyni allt að 70 þúsund ær til
slátrunar og láti afurðir af þeim
ekki koma ffam á innlendum
markaði.
* Þeir bændur sem afsala sér
öllum fúllvirðisrétti, fái 5000 kr.
fyrir hverja vetrarfóðraða kind
sem þeir farga í haust, en annars
kr. 3750.
Fyrir óvirkan fullvirðisrétt fá-
ist sem svarar 80% af greiðslum
fýrir virkan rétt.
Fullvirðisréttur vegna riðu-
niðurskurðar hefúr sömu stöðu og
virkur réttur.
* Virkur fúllvirðisréttur
bænda verði færður niður með
opinberri ákvörðun, náist mark-
miðin að ffaman ekki með frjáls-
um uppkaupum. Greiddar verði
500 kr. fýrir hvert kg.
Slík niðurfærsla á virkum rétti
verði jafnt hlutfall á hveiju bú-
markssvæði, að meðtöldum
ffjálsum uppkaupum sem höfðu
þar i för með sér bústofnsfækkun.
* Frá 1. sept. 1991 til 31. ág-
úst 1992 gefst bændum áfram
kostur á fijálsum samningum um
afsal fúllvirðisréttar og verði þá
greiddar 400 kr. á kg.
* Frá 1. sept. 1991 verði
heimiluð sala á fúllvirðisrétti
milli einstaklinga. Ríkissjóður
hafi heimild til að kaupa 20% af
fúllvirðisrétti í hverri sölu, fýrir
400 kr. á kg. Þó sé leyfilegt að
hafa hlutfall ríkisins lægra eða
ekkert á nánar tilgreindum svæð-
um sem byggja afkomu nær ein-
göngu á sauðfjárrækt.
Takmarkanir á viðskiptum
með fúllvirðisrétt falla niður
l.sept. 1992.
* Takist ekki á þennan hátt að
færa fullvirðisrétt niður um 3700
tonn, verði hann færður niður að
því marki fýrir 15. sept. 1992 og
komi greiðsla fýrir.
* Frá 1. sept. 1991 til 31. ág-
úst 1992 sé hveijum bónda heim-
ilt að auka fúllvirðisrétt sinn um
15% frá því sem nú er með kaup-
um á rétti.
* Heildargreiðslumark fýrir
verðlagsárið 1. sept. 1992 til 31.
ágúst 1993 jafngildi 8300 tonn-
um. Þessa viðmiðun skal taka til
endurmats fyrir 15. sept. 1991.
* Miðað skal við að í upphafi
hvers verðlagsárs, 1. sept., séu
kindakjötsbirgðir sem duga
þriggja vikna neyslu.
* Framleiðsla sem verður um-
fram innanlandsneyslu sé mark-
aðssett með markaðsstuðningi
innanlands eða utan, en greiðslu-
mark næsta árs lækkað sem nem-
ur þeim mun á framleiðslu og
sölu.
* Bændur geti framleitt „utan
kerfisins“, með sérstökum samn-
ingum við afúrðastöð, án opin-
bers stuðnings, kjöt sem er um-
fram innanlandsneyslu, t.d. til út-
flutnings.
* Utflutningur kindakjöts eftir
1. sept. 1992 verður á ábyrgð
bænda og vinnslustöðva.
* Skattlagning hindri ekki
hagræðinguna eða viðskipti með
greiðslumark.
* Endurskoðuð verði ýmis
framlög sjóða og gjöld á fram-
leiðslu.
* Bændum sem bregða búi
verði auðveldað að selja jarðir
sínar.
Hvers vænta
skattborgarinn og
neytandinn?
Sjömannanefndin telur á
næstu árum unnt að ná fram 20-
30% verðlækkun á kjúklingakjöti
og töluverðri lækkun á svína- og
nautakjöti. Kindakjöt þurfi því að
lækka verulega að raunvirði til
þess eins að halda núverandi
markaðsstöðu.
Útreikningar sýna að verð
kindakjöts þarf að lækka um 4-
5% á ári á næstu árum til að það
haldi núverandi markaðsstöðu,
eða um 20% á næstu 5-6 árum.
Ríkisframlögin
* Framlög ríkisins vegna
sauðfjárframleiðslunnar hafa
undanfanin ár numið um 3,5-4
miljörðum króna á ári, á verðlagi
ársins 1991. Þetta eru niður-
greiðslur, ffamlög vegna sauðfjár-
veikivama, útflutningsbóta og
Framleiðnisjóðs landbúnaðarins.
* Sjömannanefnd bendir á að
þetta séu á fjárlögum 1991 um 4%
heildarútgjalda ríkisins og óraun-
hæft að reikna með auknum fram-
lögum. Landbúnaðarstefnan hljóti
að taka mið af því að almennt sé
krafist niðurskurðar á þessum
framlögum. ÓHT
Þriðjudagur 19. febrúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Miljónir kr. á verðlagi
I mars 1991
-rr-3865
Ríkisútgjöld vegna
sauðfjárframleiöslu
Hámark skv. tillögum Sjömannanefndar
i i
1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997
Heimild: Sjðnnmaretnd. ÞJÓOVIUINN IÓHT
Vinningstölur laugardaginn
16. feb. '91
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 1 6.993.607
2. 4«(^ 4 183.273
3. 4af 5 187 6.762
4. 3af5 6.782 435
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
11.941.363 kr.
i«
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
Kindakjötið
Umframframleiðsla
i
Innanlandssala
i I I
TONN
FuUvirdisrétturinn_ 12000
10500
9000
7500
6000
4500
3000
1500
0
1984
1985
1986
1987
1988
1989 1990
ÞJÓÐVILNNN / ÖHT