Þjóðviljinn - 19.02.1991, Blaðsíða 3
FRETTIR
Loðnubrestur
ðvissa um
frumvarp Halldórs
Allsendis óvíst er að frumvarp sjávarútvegs-
ráðherra um ráðstafanir vegna aflabrests í
loðnuveiðum nái fram að ganga á Alþingi
Eg hef enga ástæðu til að ætla
að það sé ekki, sagði Hall-
dór Ásgrímsson aðspurður
hvort hann teldi að þingmeiri-
hluti væri fyrir frumvarpi hans
um ráðstafanir vegna aflabrests
í loðnuveiðum. Sjávarútvegs-
ráðherra lagði fram þetta
frumvarp í eigin nafni fyrir
helgina, en sh'kt er mjðg
óvenjulegt.
Frumvarpið felur í sér að ráð-
herra verði heimilt að úthluta
8.000 tonna þorskígildakvóta
Hagræðingarsjóðs sjávarútvegs-
ins til að aðstoða loðnuflotann.
Eins verði ráðherra heimilt að út-
hluta 5.000 lesta úthafsrækju-
kvóta til sömu skipa.
Þingflokkur Alþýðubanda-
lagsins lagðist gegn ffumvarpinu
og því var það ekki lagt fram sem
stjómarfrumvarp. Samkvæmt
heimildum Þjóðviljans munu
sumir þingmenn Alþýðuflokkins
einnig vera tvístígandi í afstöðu
sinni. Það reynir því á stjómar-
andstöðuna til að koma málinu í
gegn.
Fmmvarpið átti að taka fyrir á
þingflokksfundi Sjálfstæðis-
flokksins í gær en fæstir þing-
mannanna höfðu myndað sér
skoðun á ffumvarpinu. Kristinn
Pétursson, Sjfl., sem reyndar á
sæti í neðri deild en frumvarpið er
lagt ffam í þeirri effi, er þó mót-
fallinn ffumvarpinu. Hann telur
ekki rétt að nota Hagræðingarsjóð
á þennan hátt þar sem hann kem-
ur ekki byggðarlögum til aðstoðar
á þennan hátt. Ekki er óliklegt að
þingflokkurinn verði klofinn í
þessu máli.
Málmfriður Sigurðardóttir,
þingflokksformaður Kvennalist-
ans, er jákvæð gaggnvart fmm-
varpinu, þótt ekki sé búið að taka
formlega afstöðu til þess. Hún
sagði að þetta væri líklega skárri
kostur en flatur niðurskurður sem
hlyti að koma óréttlátlega niður.
Halldór hefur boðað að verði
ffumvarpið ekki samþykkt beiti
hann 9. gr. laga um stjóm fisk-
veiða sem heimilar honum að
skerða hlut allra er veiða botnfisk
og auka botnflskkvóta loðnuskip-
anna.
Halldór sagði að þetta væri
ekki í fyrsta skipti sem ekki væri
ljóst hvort meirihluti væri fyrir
erfiðum málum sem tengdust
stjómun fiskveiða. „Hinsvegar vil
ég forðast að skerða almennar
aflaheimildir,“ sagði Halldór og
bætti við að taka þyrfti á þessu
máli og ef menn vildu ekki standa
að því á þennan hátt þá yrðu þeir
hinir sömu að benda á aðrar leið-
ir.
Skúli Alexandersson, Abl.,
sem hefur gagnrýnt ffumvarpið,
sagði að það væri ekki hægt að
taka einn þátt út einsog í þessu til-
viki þ.e. útgerðina og spurði hvar
væm tillögur varðandi vanda
byggðarlaganna vegna loðnu-
brestsins. „í öðm lagi, þá er búið
að skerða þorskaflaheimildir um
24 prósent síðan 1987 og það
blasir við að skerðingin verði 40-
50 prósent á næsta ári,“ sagði
Skúli. „Meðan ástandið er þannig
er ffáleitt að leysa vanda loðnu-
skipastólsins með því að taka
hluta af ffamtíðar þorskaflanum
og færa til þeirra,“ sagði Skúli og
benti auk þess á að á sínum tíma
hefðu útgerðarmenn hafnað því
að hafa Aflatryggingarsjóð sem
hefði getað leyst þennan vanda
nú.
-gpm
Revkiavík
Tvö manndráp
Karl og kona stungin til bana
Karl og kona voru stungin til
bana í höfuðborginni um
helgina, auk þess sem sonur
veitti föður sínum alvarlegan
áverka með hnífi.
Aðfaranótt laugardagsins
Guðlaugur Pálsson, elsti kaup-
maður ( heimi skv. Guinnes-meta-
bókinni.
Afmæli
Guðlaugur Pálsson, kaupmað-
ur á Eyrarbakka, verður 95 ára
miðvikudaginn 20. febrúar.
Haiin tekur á móti gestum að
Skipholti 70, annarri hæð, ffá kl.
19:30 á afmælisdaginn.
fannst tuttugu og fjögurra ára
gömul þorskaheft kona látin í
sambýli þroskaheftra að Njörva-
sundi, en hennar hafði verið sakn-
að frá heimili sínu í Kópavogi frá
því á fimmtudag. Lögreglan
handtók skömmu seinna tæplega
þrítugan mann, íbúa í sambýlinu,
sem hefur játað á sig verknaðinn
og hefiir hann verið úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 3. april og til að
sæta geðrannsókn. Gæsluvarð-
haldsúrskurðurinn hefur verið
kærður til Hæstaréttar.
Seinnipartinn á sunnudag var
lögreglu svo tilkynnt um að tæp-
lega fimmtugur maður hefði verið
stunginn í kviðinn í húsi við
Blesugróf og lést hann skömmu
síðar. Lögreglan handtók húsráð-
andann, rúmlega fimmtuga konu
sem talin er hafa orðið manninum
að bana, en hún hefur átt við geð-
ræn vandamál að stríða. Hún hef-
ur áður komið við sögu lögreglu
þegar hún varð manni að bana ár-
ið 1974.
Á fostudagskvöldið veitti
sonur föður sínum áverka með
hnifi og flúði síðan af vettvangi.
Hann fannst svo daginn eftir og
hefur verið úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 23. mars og til að
sæta geðrannsókn.
-grh
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Hjörtur E. Þórarinsson, fráfarandi formaður Búnaðarfélags (slands, setti búnaðarþing (gær. Tillögur um veru-
legan niðurskurð (sauðfjárrækt verða ( brennidepli á þinginu. Mynd: Kristinn.
Sauðfjárræktin
Óttast byggðaröskun
vegna niðurskurðar
Tillögur um verulegan niður-
skurð í sauðfjárrækt verða í
brennidepli á búnaðarþingi
sem var sett í gær. Nú þegar
hefur komið fram gagnrýni á
hugmyndir sjömannanefndar-
innar, sem kynntar voru fyrir
helgi, og Sigurður Þórólfsson,
fulltrúi Dalamanna á þinginu,
segir að í tillögum nefndarinnar
sé gert ráð fyrir of miklum nið-
urskurði á of stuttum tima.
Hann segist búast við að bænd-
ur muni taka þessum hug-
myndum fálega.
Tillögur sjömannanefhdarinn-
ar ganga út á að laga ffamleiðslu
dilkakjöts að markaðsþörf, lækka
verulega verð til neytenda og hag-
ræða í greininni. Til þess að þessi
markmið náist telur nefndin að
skera þurfi 70 þúsund fjár strax í
haust, en það jafhgildir 13 pró-
sentum alls sauðfjár í landinu.
Sjömannanefhdin er skipuð
fulltrúum helstu samtaka launa-
fólks og atvinnurekenda og hags-
munasamtaka bænda, auk land-
búnaðarráðuneytisins. Innan
skamms er von á sambærilegri
skýrslu ffá nefndinni um mjólkur-
framleiðslu.
Byggðaröskun?
Haukur Halldórsson, formað-
ur Stéttarsambands bænda og
annar tveggja fulltrúa þess í
nefndinni, segir að tillögur nefnd-
arinnar séu raunhæfar og viðsætt-
anlegar fyrir bændur. En aðrir
viðmælendur Þjóðviljans eru ekki
á sama máli.
Sigurður Þórólfsson er sauð-
fjárbóndi í Fagradal í Dölum og
fulltrúi héraðsins á búnaðarþingi.
Hann segir ljóst að grípa þurfi til
einhverra aðgerða, en lýsir sig
ósammála Hauki um að tillögur
sjömannanefhdarinnar séu raun-
hæfar og viðsættanlegar.
- Það er of hratt farið í sakim-
ar að ætla að skera niður 70 þús-
und fiár á einu ári. Þetta er gert á
þeirri forsendu að kjötið muni
lækka hjá þeim sem eftir verða,
en það gleymist að það kostar sitt
að kaupa fiillvirðisrétt til þess að
hagræða, segir Sigurður við Þjóð-
viljann.
Sigurður telur að of mikil
grisjun byggðar geti leitt til hruns
hennar víða um land og bendir á
að í tillögum sjömannanefndar-
innar séu ekki hugmyndir um
hvað eigi að gera við þá sem
bregða búi. Eins og kom fram í
í BRENNIDEPLI
Sigurður Þórólfsson
telur að of mikil
grisjun byggðar
geti leitt til
hruns hennar
víða um land
og bendir á að í
tillögum sjömanna-
nefndarinnar
séu ekki hugmyndir
um hvað
eigi að gera við þá
sem bregða búi.
Þjóðviljanum um helgina er áætl-
að að tillögur sjömannanefndar-
iimar muni leiða til fækkunar árs-
verka í sauðfjárrækt um 1200, úr
3000 í 1800.
Sigurður gagnrýnir margt í
áfangaskýrslu sjömannanefhdar-
innar og telur ýmislegt óljóst.
Hins vegar lítur hann hugmyndir
um beinar greiðslur til bænda já-
kvæðum augum.
Of mikið of f Ijótt
Gunnar Sæmundsson, for-
maður Búnaðarsambands Vestur-
Húnavatnssýslu, tekur í sama
streng og Sigurður.
- Þetta er of mikill niður-
skurður á of stuttum tíma. Það
þyrfti að gefa mönnum tvö til þrjú
ár til viðbótar, segir Gunnar.
Tillögur nefhdarinnar gera ráð
fyrir að ef ekki tekst að ná tilætl-
uðum niðurskurði í haust, verði
það sem á vantar skorið flatt nið-
ur.
Gunnar segist sannfærður um
að menn muni hika lengur en til
haustsins að taka tilboði um að
hætta búskap, en segir að bændur
muni ekki þola flata skerðingu.
- Ef niðurskurðurinn verður
of mikill er hætta á að það bresti
flótti í liðið og byggð bregðist
víða, segir Gunnar.
Gunnar fellst á það sjónarmið
að bændur séu í þröngri stöðu
vegna krafna um innflutning á
landbúnaðarvöram. I Þjóðviljan-
um á laugardaginn var hafl eftir
Þórólfi Sveinssyni, varaformanni
Stéttarsambands bænda, að með
því að samþykkja tillögumar
væra bændur á vissan hátt að
kaupa sér ftið ífá þessum kröfum.
Á hinn bóginn segir Gunnar
að fulltrúar launafólks og at-
vinnurekenda verði að taka á sig
ábyrgð á afleiðingum þess mikla
niðurskurðar sem sjömanna-
nefndin leggur til.
— I þessari skýrslu er ekki rætt
um úrræði til handa þeim sem
eiga að hætta búskap, segir Gunn-
ar Sæmundsson.
Sársaukafullf
Steingrímur J. Sigfusson
landbúnaðarráðherra ávarpaði
þetta síðasta búnaðarþing á líð-
andi kjörtimabili. Hann sagði að
erfitt væri að segja til um hvað
tæki við af gildandi búvörasamn-
ingi, en taldi ljóst að breytingar
væra í farvatninu. Fyrir helgina
lýsti hann yfir því að tillögur sjö-
mannanefhdarinnar yrðu leiðandi
fyrir viðræður um nýjan búvöra-
samning, en hann sagði við þing-
ið í gær að tillögur nefhdarinnar
fælu í sér róttækar og erfiðar að-
gerðir til lausnar þeim vanda sem
sauðfjárræktin stendur frammi
fyrir.
Haukur Halldórsson sagðist
telja tillögur sjömannanefhdar
marka timamót, en varaði þingið
einnig við því að breytingamar
sem biðu íslensks landbúnaðar
yrðu ekki sársaukalausar.
Það er hins vegar ljóst af við-
ræðum við þá Gunnar og Sigurð
að þeir telja tillögur sjömanna-
nefhdarinnar of sársaukafullar og
óttast veralega byggðaröskun
verði þær að veraleika.
- Ég vona að menn sníði ag-
núana af þessum tillögum. Ég trúi
því reyndar og treysti að þegar
málið verður skoðað nánar muni
menn ná farsælli niðurstöðu en
þeirri sem þama er lögð til, segir
Gunnar við Þjóðviljann.
-gg