Þjóðviljinn - 19.02.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.02.1991, Blaðsíða 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Bændurbíða Það er ekki bara á íslandi sem bændur bíða nú í nokkru ofvæni þess sem verða vill í málefnum landbúnaðar, og það er víðar en í þingum íslensku sauðkindarinnar sem ýmsir óvæntir aðilar hafa nú tekið að sér málafylgjuna og rekast í erindum. GATT-viðræðurnar hafa fært mönnum heim sanninn um að bankakerfið, vefjariðnaðurinn og einkaleyfishafar reyna nú allt hvað af tekur að knýja iðnríkin til lausnar í landbún- aðarmálum, svo unnt sé að koma lagi á önnur svið fram- leiðslu og þjónustu. Á sama hátt má greina undirtóna margs konar hags- muna og atvinnugreina í þeirri áfangaskýrslu um sauðfjár- rækt, sem aðilar vinnumarkaðarins skiluðu landbúnaðar- ráðherra í síðustu viku eftir tæplega eins árs umboð sitt. Og sextugasta og þriðja Búnaðarþing var sett í gær í Reykjavík, meðan kastljós fjölmiðla beinist enn að gerð nýs búvörusamnings og áfangaskýrslu sjömannanefndar- innar um framleiðslu sauðfjárafurða. í þeim umræðum um sauðfjárræktina, sem nú hafa blossað upp, er fjallað um róttækustu tillögur til kerfisbreytinga í landbúnaði um margra ára skeið og hugmyndalínur lagðar á nær óþekkt- um miðum. Þegar rýnt er í innviði áfangaskýrslunnar má þó sjá að höfundar hennar hafa hliðsjón af straumum um- heimsins og gera ráð fyrir breyttu umhverfi framleiðslu og viðskipta innan tíðar. Þar segir m.a. orðrétt: „Tillögur um kvótakerfi og verðmyndun skoðast því sem tímabundin ráðstöfun og liður í undirbúningi búvöruframleiðslunnar að frjálslegri viðskiptaháttum“. Á öðrum stað er þess getið, að eftir verðlagningu sauð- fjárafurða haustið 1992 verði „m.a. kannaðir kostir um- boðsviðskipta". Loks má einnig nefna það atriði, þótt ýms- um kunni að þykja smávægilegt, að gert er ráð fýrir því að bændur geti framleitt kjöt utan opinberrar verð- eða magn- ákvörðunar, upp á eigin ábyrgð og með samningi við af- urðastöð, og njóti þá heldur í engu opinbers verðstuðnings. Skýrt er tekið fram að sjömannanefnd álíti að ríkisvaldið eigi að hætta með öllu greiðslu útflutningsbóta. En með þessu ákvæði væri hins vegar haldið opnum möguleikan- um til sérhæfingar og m.a. framleiðslu fyrir útflutnings- markað, telji einhver sig ráða við hann. Búnaðarþing mun að þessu sinni fjalla talsvert um innri skipulagsmál, félagskerfi landbúnaðarins og tilhögun leið- beiningaþjónustunnar. Þessi mál bar einnig á góma á Ráðunautafundi Búnaðarfélagsins og Rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins 4.-8. febrúar sl. Þórólfur Sveinsson bóndi á Ferjubakka í Borgarfirði, varaformaður Stéttarsam- bands bænda, rökstuddi þar í erindi sínu, að þeir sem not- færa sér leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði eigi í auknum mæli að greiða hana sjálfir. Ennfremur taldi hann, að ein- taklingsbundin rekstrarráðgjöf mundi vega þyngst á met- unum í framtíðarstarfi bóndans. En ekki síst hvatti hann þar eins og fleiri til breytinga á félagskerfi landbúnaðarins og uppbyggingar Búnaðarþings, svo það mætti enn styrk- ara standa að baki þeirri þjónustu sem til framfara horfði í landbúnaði nýrrar aldar. •Margir óttast um framtíð sveitanna. Hjörtur E. Þórarins- son, forseti Búnaðarfélags íslands, andmælti hins vegar svartsýnisröddum og minnti á það við setningu Búnaðar- þings í gær, að „grisjun sveitanna þarf ekki endilega að boða byggðahrun", t.d. ef útgerðarbæirnir fá að dafna eðli- lega. Hann taldi hins vegar hættu á því að menn mætu ekki sem skyldi framfarir í samgöngum og fjarskiptatækni, sem skapa öryggiskennd og möguleika á samneyti, þótt fjar- læaðir séu miklar á fyrri tíðar mælikvarða. I þessu sambandi má líka nefna, að í einum kafla skýrslu sjömannanefndar er eins konar stefnuskrá hennar og þar segir orðrétt: „Valið stendur því engan veginn á milli þess að bænd- um fækki eða þeim fækki ekki. Málið snýst um það að auka hagkvæmnina svo að samkeppni frá öðrum vörum skaði ekki kindakjötsneyslu enn frekar og eyðileggi þar með af- komumöguleika sauðfjárbænda". Þeir sem hugleiða stöðu bóndans og landbúnaðarins þessa dagana þurfa að gera það á nýjum forsendum, með hugann við framtíðina, en ekki skammtímalausnir. En umfram allt með þeirri bjartsýni sem forseta Búnaðarfélagsins tekst einatt að glæða um- hverfi sitt, með raunsæju mati á aðstæðunum. ÓHT Moderaterna större án socialdemokraterna Ljósið sem brást Margir höfðu spáð því, að með falli ríkis- kommúnismans um austanverða Evrópu mundi mikið og nýtt Hf færast í flokka sósíal- demókrata um alla Evr- ópu. Það hefur ekki gengið eftir. I löndum Austur- Evrópu hafa sósíal- demókrataflokkar orðið til eða verið endurreistir, en þeir hafa staðið sig mun ver i kosningum en menn áttu von á. Ekki nóg með það. í Vestur- Evrópu hefur sósíal- demókrataflokkum, hvort sem þeir eru taldir sigla með hægrislagsíðu eða vinstrislagsíðu, vegnað heldur illa, eða þá að þeim er spáð lakri útkomu í næstu kosning- um sem þeir þurfa að ráðast í. Sænskir kratar Til dæmis eru skörð stór nú rofin í öflugasta virki sósíaldemókrata í Evrópu, Svíþjóð. Sænski sósíaldemokrataflokkur- inn hefúr, eins og kunngt er, staðið lengi og nær samfleytt við stjómvöl og notið fylgis rösklega 40% kjósenda. Það hefúr oftast nær dugað honum til að fara einn með stjóm. En þeir sæludagar em víst á enda, ef marka má skoðanakanannir. Ný- legar kannanir benda til þess að flokkurinn sé nú kominn niður í um 30% fylgi meðal kjósenda og í sumum könnunum er stærsti borgaraflokkurinn, sá sem kennir sig við Hófsama samsöfnun, orð- inn jafnstór eða stærri. Ymislegt er þó í óvissu um fylgi flokka og nú síðast gerir óánægjuflokkur Berts Karlssons, Nýi lýðræðis- flokkurinn sig líklegan til að hrifsa til sin þó nokkuð stóra sneið af vinsældakökunnni. Hvers vegna kreppa? Einhveijar sérsænskar ástæð- ur má vafalaust finna fyrir bágu gengi flokks sænskra sósíaldemó- krata. Flokkur sem lengi hefur verið við stjóm er haldinn þreytu og doða ef að líkum lætur og er ekki viðbragðsfljótur og galvask- ur í sinni málsvöm. í annan stað hefur skattbyrði orðið svo þung í Svíþjóð, að kurr hleypur í fólk, ekki síst yngri kynslóðina, sem sér fram á að þurfa lengi að borga mikla skatta áður en hún fær að njóta þess öryggis sem velferðar- ríkið lofar mönnum þegar halla fer undan fæti. Þá hefur sænska velferðarkerfið, svo ágætt sem það er að mörgu leyti, orðið fyrir skakkafollum í almenningsálitinu vegna þess hve hátimbmð skrif- fmnska fylgir því, vegna þess að það er helst til opið fyrir misnotk- un af ýmsu tagi og fleira mæti til nefna. Vantrú á breytingar En þetta nægir samt ekki til skýringar, hvorki á vandkvæðum sænskra sósíaldemókrata sér á parti né heldur erfiðleikum skyldra flokka annarsstaðar í álf- unni. Því miður verður ekki betur séð en að það hrun ríkiskommún- ismans í Austur-Evrópu og þá Sovétríkjunum, sem fyrr var á minnst, eigi vemlegan hlut í erfið- leikum sósíaldemókrata og svo ýmissa sósíalískra flokka annarra. Það skiptir þá ekki höfúðmáli þótt þessir flokkar hafi gagnrýnt mannréttindabrot og valdeinokun í Austur-Evrópu og löngu lagt fyr- ir róða trú á allsheijarþjóðnýtingu sem upphaf velsældar og réttlætis. Hér koma önnur tengsl til skjal- anna. Og þá fyrst og fremst þessi: þegar „sovéska tilraunin“ kiknar undir eigin þunga eftir sjötíu ára baming i óviðmm sögunnar, þá sverfúr um leið að trú manna á gildi þjóðfélagslegra tilrauna yfir höfuð. Trú á það að það taki því að reyna að breyta heiminum. Menn geta vitanlega sagt sem svo, að margir sósíaldemókrataflokkar (i misjöfnum mæli þó) hafi fyrir alllöngu lagt til hliðar áform um að skapa „nýjan heim“ þar sem hagsmunir verkalýðs sitja í fyrir- rúmi og einskonar samfélags- stjóm er á ffamleiðslunni. Að flokkar þessir hafi verið lengi á hraðri leið til aðlögunar að rikj- andi ástandi, sem aðeins þyrfti smávægilegra leiðréttinga við. En engu að síður er það staðreynd, að sósíalískir og sósíaldemokratískir flokkar hafa haft vemleg áhrif á að breyta samfélögum, gera þau að geðslegri dvalarstað og starfs- vettvangi fyrir fólk og sá arfúr er dijúgur hluti af þeirra sérleika í tilvemnni. Hvert skal héöanhalda? En nú fer tvennt saman: kommúnistaflokkar sem ætluðu að gjörbreyta öllu, þeir sigldu í strand með valdseinokun sam- nefndra flokka um austanverða álfúna. Og sósíaldemókrataflokk- ar náðu vissum árangri, sem varð að einskonar sameign fleiri flokka. Velferðarkerfin urðu að þjóðarsátt sem þýðir að fólki finnst að góðar hliðar þess séu engum sérstökum að þakka - með- an höfúndar þessara velferðar- kerfa sitja öðrum ffemur uppi með ásakanir um mistök þess. Og síð- an hefúr tekið við visst ráðleysi: hvert skal héðan halda? Það era að sönnu ávallt til næg verkefni í velferðarmálum, en þau hafa til- hneigingu til að verða hvert og eitt að einskonar tæknilegu úriausnar- efni ffekar en pólitísku baráttu- máli sem gæti hrifið menn, hleypt þeim kappi í kinn. Vinstriflokkar Evrópu era, hver með sínum hætti, í nokkrum tilvistarvanda. Eins og er virðast þeir helst dæmdir til vamarstöðu: við leyfúm ekki þeim ffekustu úr hægriliðinu að eyðileggja velferð- arkerfm. En vömin ein er lam- andi. Þessir flokkar munu á næstu ámm neyðast til að leggja mikið starf á sig til að endurskoða sinn boðskap og þá ekki síst í því skyni að finna sér stað í vistkreppunni: hvemig getum við lifað sómasam- legu lífi án þess að stunda þá háskalegu sóun sem fylgt hefúr ffamfömm síðustu áratuga? Þessu fylgir og að menn þurfa að endur- skoða sjálft ffamfarahugtakið með hagvaxtartrú og öllu saman. Til em að sönnu sósíaldemó- kratar sem vilja helst leysa sinn tilvistarvanda með því að reyna að sýnast enn hressari og harðfylgn- ari markaðshyggjuflokkur en stór- ir borgaraflokkar: dæmi um þær hneigðir er nú að finna í Alþýðu- flokknum íslenska. Skrýtin uppá- koma það og líkast til skammgóð- ur vermir, rétt eins og að pissa í sinn skó. AB ÞJÓDVIUINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandí: Útgáfufélagið Bjarki h.f. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir biaöamenn: Bergdls Ellertsdóttir, Dagur Þorteifsson, Elías Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson, Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Glslason, Ragnar Kartsson, Sævar Guðbjömsson. Skrifstofustiórt: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigriður Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Agústsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradótir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiösla, ritstjóm, auglýsingar: Slðumúla 37, Rvik. Simi: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð f lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuöi: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriójudagur 19. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.