Þjóðviljinn - 19.02.1991, Side 5
Alþvðubandalagið á Austurlandi:
Stjórnmálaályktun
kjördæmisráðs 8. febrúar 1991
Stjórnmálaumræða á Islandi
á næstu mánuðum mótast óhjá-
kvæmilega af þeirri staðreynd að
alþingiskosningar eru á næsta
Ieiti. I umræðunni verður lagt
mat á frammistöðu núverandi
ríkisstjórnar og spurt hvaða hlut-
verki einstakir stjórnmálaflokk-
ar hafa að gegna í náinni framtíð.
Þegar fjallað er um verk rík-
isstjórnarinnar er fyrst og fremst
eitt sem upp úr stendur: Arang-
urinn á sviði efnahagsmála. Þeg-
ar ríkisstjórn var mynduð með
þátttöku Alþýðubandalagsins
haustið 1988 var svo sannarlega
vá fyrir dyrum; framleiðsluat-
vinnuvegirnir stefndu í þrot og
allt benti til að fjöldaatvinnuleysi
yrði staðreynd innan tíðar. Með
sameiginlegu átaki ríkisstjórnar
og aðila vinnumarkaðarins tókst
að afstýra hruni undirstöðuat-
vinnuveganna og bæta mjög
rekstrargrundvöll fyrirtækjanna
án þess að verðbólgan næði sér á
fyrra skrið. Þessar aðgerðir ríkis-
stjórnar og samtaka launafólks
hafa m.a. haft eftirfarandi í för
með sér:
- Verðbólga er sambærileg eða
jafnvel lægri en í ýmsum nágranna-
löndum.
- Fjöldaatvinnuleysi hefur ver-
ið afstýrt.
- Viðskiptahalli hefúr minnkað.
- Staða atvinnuveganna hefur
batnað mjög.
Allt þetta hefúr skipt geysilega
miklu máli fyrir atvinnulífið á
landsbyggðinni, en hrun blasti við
því á árinu 1988.
Þessar efnahagsaðgerðir hafa
leitt af sér rýmun kaupmáttar og
telur Alþýðubandalagið á Austur-
landi afar brýnt að lejta leiða til að
auka kaupmátt á ný. I stað vaxandi
launamunar i samfélaginu, sem
bitnar ekki síst á konum og lág-
launafólki, þarf að jaína laun og
lífskjör.
Ávinningar
og óleyst verkefni
Nokkur jákvæð skref hafa verið
stigin af núverandi ríkisstjóm til að
jama aðstöðu manna og bæta hlut
landsbyggðarinnar. Dæmi um slíkt
em ákvarðanir um jarðgangagerð,
mikilvægur áfangi i jöfnun sím-
kostnaðar, flutningur aðalstöðva
Skógræktar ríkisins til Egilsstaða
og átak í bændaskógrækt á Héraði.
Fyrir utan efnanagsaðgerðimar
og slíka afmarkaða þætti í byggða-
málum telur Alþýðubandalagið á
Austurlandi að enn hafi allt of lítið
verið gert til lausnar þeim byggða-
vanda sem skapast hefur. Nægir i
því sambandi að benda á eftirtalin
atriði:
- Aform em uppi um að stað-
setja nýtt álver á suðvesturhomi
landsins, en það mun enn magna
fólksflótta ffá landsbyggð til hörnð-
borgarsvæðis.
- Tillögur um valddreifmgu og
flutning stjómsýslu frá höfúðborg
til landsbyggðar hafa ekki náð fram
að ganga.
- Brýnar aðgerðir til jöfnunar
hafa dregist úr hömlu, m.a. jöfnun
orkukosmaðar.
Alþýðubandalagið á Austur-
landi telur að róttækur vinstri flokk-
ur eins og Alþýðubandalagið hafi
miklu hlutverki að gegna í íslensk-
um stjómmálum á komandi tímum.
Hugsjónir jöfhuðar og réttlætis em
nauðsynlegar ekki síst þegar efna-
hagsmál og byggðamál em annars-
vegar, en til þess að viðhorf Al-
þýðubandalagsmanna hafi meiri
áhrif þarf að efla styrk flokksins og
áhrif á Alþingi og í ríkisstjóm.
Fyrir Austfirðinga em ýmsir
málafiokkar mikilvægari en aðrir,
og verður hér á eftir gerð grein fyr-
ir meginviðhorfúm Alþýðubanda-
lagsins á Austurlandi í nelstu hags-
munamálum íbúa fjórðungsins.
Sjávarútvegur
Alþýðubandalagið á Austur-
landi leggur á það aherslu að fiski-
miðin við landið séu sameign allrar
þjóðarinnar. Sjá verður til þess að
arðurinn af nýtingu þeirra renni til
þeirra sem starfa við sjávarútveginn
og íbúa byggðanna.
Markaðslögmál mega ekki ein
ráða þróun sjávarútvegsins og
nauðsynlegt er að hindra að selja
megi aflakvóta milli byggðarlaga
takmarkalaust. Þó svo að bæta
verði skipulag sjávarútvegsins
veralega hvað varðar sókn í nski-
stofha, nýtingu fiskimiða og hag-
nýtingu afla þá verður ætíð að gæta
þess að ganga ekki gróflega á rétt
þeirra byggða sem byggja afkomu
sína fyrst og fremst á veiðum og
vinnslu.
Alþýðubandalagið bendir á, að
hér eystra standa einstök byggðar-
lög höllum fæti vegna vöntunar á
samstilltri sjávarútvegsstefnu, sem
lýsir sér m.a. í sölu á kvóta burt af
stöðvunum og útflutningi á óunn-
um fiski, þótt skortur sé a hráefni til
vinnslu í landi. Það er forgangs-
verkefni að leiðrétta það sem úr-
skeiðis hefúr farið í þessum efhum
og tryggja lífvænlega afkomu og at-
vinnuöryggi fólks í hveiju byggðar-
lagi.
Alþýðubandalagið á Austur-
landi telur einnig að sú þróun sem
nú á sér stað innan smábátaflotans
sé mjög alvarleg og sýni að rétt
hefði verið að binda smábátakvót-
ann við viðkomandi byggðarlög í
samræmi við tillögur Alþýðu-
bandalagsins.
Brýnt er að leggja aukna
áherslu á fúllvinnslu sjávarfangs á
Islandi og auka fjölbreytni í nsk-
iðnaði. Jafhffamt þarf að auka
menntunarmöguleika á sviði fisk-
iðnaðar og kappkosta að gera at-
vinnugreinina aðlaðandi. Alþýðu-
bandalagið á Ausmrlandi vill m.a.
að fiskvinnslufólk í landi njóti hlið-
stæðra skattaívilnanna og þeir sem
vinna við veiðar og fiskvinnslu á
hafi úti. Strax verður að afnema þá
óhæfú sem felst í réttleysi fisk-
vinnslufólks hvað varðar hetmildir
fyrirtækja til að taka það af launa-
skrá vegna hráefhisskorts.
Móta þarf alhliða fiskvinnslu-
stefnu sem hefúr að höfúðmarkmiði
að ná sem mestum þjóðhagslegum
verðmætum úr þeim afla sem leyft
er að veiða hverju sinni og með sem
lægstum tilkostnaði, að teknu tilliti
til hagsmuna sjávarbyggðanna.
Sérstaklega er brýnt að stilla
saman innlenda hagsmupi í sjávar-
útvegi vegna samskipta Islendinga
við Evropubandalagið, vaxandi
ásælni útlendinga og hugmynda um
að tengja landið við stór efnahags-
svæði.
Landbúnaður
Alþýðubandalagið á Austur-
landi telur nauðsynlegt að bæta
stöðu sveitafólks og ná fram endur-
skipulagningu á hefðbundnum bú-
skap með hliðsjón af landkostum
og markaði. Sérstaklega er brýnt að
treysta stöðu sauðfjárbænda og
tryggja lífvænlegan framleiðslurétt
á þeim jörðum og svæðum, sem vel
em fallin til sauðfjarbúskapar. Ekki
á að útiloka að unnt sé að taka upp
búskap á jörðum síðar, þótt þær
falli úr ábuð vegna samdráttar eða
af öðmm ástæðum.
Gera þarf samþætta áætlun um
atvinnuþróun og landnýtingu í
sveitum til að treysta byggðina og
kjör bænda. Sérstök þörf er á þessu
í þeim byggðarlögum á Austur-
landi, sem harðast hafa orðið úti
vegna riðuveiki og niðurskurðar,
svo og vegna áfalla í loðdýrarækt.
Að frumkvæði landbúnaðarráð-
herra er nú í sjónmáli samkomulag
við bændasamtökin um nýjan bú-
vörasamning, þar sem stefnt er að
aðlögun landbúnaðarins að breytt-
um aðstæðum. Kjördæmisráð telur
vænlegan samning spor í rétta átt
og því eigi núverandi ríkisstjóm að
staðfesta nann fyrir sitt leyti.
Alþýðubandalagið á Austur-
landi
fagnar þeim undirbúningi að
skógræktarátaki á Héraði sem
stjómvöld hafa beitt sér fyrir í sam-
vinnu við bændur. Slíkrar nýbreytni
er þörf á fleiri sviðum í sveitum.
Þar á m.a. ferðaþjónusta á vegum
bænda framtíð fyrir sér, ef rétt er á
málum haldið.
Mikið skortir á að nóg ffamboð
sé á atvinnu fyrir konur í dreifbýli.
Því þarf að fylgja vel eftir aðgerð-
um til að skapa ný störf fyrir konur
í sveitum.
Ferðaþjónusta
Alþýðubancíalagið á Austur-
landi vekur athygli á því átaki til að
efla ferðaþjónustu, sem Alþýðu-
bandalagið hefúr haft forgöngu um
á kjörtímabilinu í góðri samvinnu
við aðra flokka. Með ráðgerðum
nýmælum í löggjöf um ferðaþjón-
ustu verður starfað ferðamálum um
land allt treyst með ferða- og upp-
lýsingamiðstöðvum í hveiju kjör-
dæmi og stuðningi við ráðningu
ferðamálafulltrúa.
A Austurlandi á ferðaþjónusta
góða vaxtarmöguleika, sem Al-
pýðubandalagið mun styðja við eft-
ír mætti. Leggja þarf áherslu á að
öll byggðalög í fjórðungnum verði
þátttakendur í þróun ferðamála og
tillit verði tekið til ferðaþjónustu í
skipulags- og umhverfismálum. Al-
Íýðubandalagið á Austurlandi
endir í þessu sambandi á það að-
dráttarafl sem óbyggðir, hálendi og
jöklar hafa fyrir ferðamenn og þarf
að taka tillit til þess í náttúmvemd
og við skipulag mannvirkja.
Oilai-ogiðnaðannál
Einn af möguleikum til bættra
lífskjara og hagvaxtar á Islandi er
nýting á orku fallvatna og jarðhita.
Forsenda þess er þó að hagnaður af
orkusölu sé tryggður að itmstu
kröfúm um mengunarvamir sé fúll-
nægt og að staðsetning og rekstur
hugsanlegra fyrirtækja samræmist
annarri atvinnuuppbyggingu og
æskilegri þróun bvggðar í landinu.
Alpýðubandalagið á Austur-
landi telur að fyrirhugaðar fram-
kvæmdir við 210 þúsund tonna ál-
ver á Keilisnesi fúllnægi ekki þess-
um skilyrðum.
- I fyrsta lagi em þau drög að
orkusölusamningi sem fyrir liggja
langt frá því að vera fúílnægjandi
fyrir Landsvirkjun og íslenska
orkunotendur. Samningsdrögin fela
í sér gifurlega áhættu og stóran
hluta samningstímans er orkuverð-
ið langt undir raunvemlegu kostn-
aðarverði. Ef verksmiðjan verður
að vemleika mun almenningur og
innlent atvinnulíf þurfa að greiða
hærra orkuverð en ella nema um-
talsverðar breytingar verði gerðar á
tieim orkusölusamningi sem nú
iggur fyrir.
- I öðm lagi mun útblástur
mengandi efna í landinu aukast
veralega með tilkomu verksmiðj-
unnar ef mengunarvamir verða
óbreyttar frá því sem nú er gert ráð
fyrir. Þetta getur haft alvarleg áhrif
á ímynd Islands sem lands þar sem
mengun er hverfandi og þannig
óbeint haft áhrif á markaðssetningu
íslenskra afurða í framtíðinni og
kynningu landsins sem áhugaverðs
ferðamannalands.
- I þriðja lagi t ninu fram-
kvæmdir við 210 þúsund tonna ál-
ver ásamt tilheyrandi orkufram-
kvæmdum á aðeins fíóram ámm
skapa mikla þenslu í pjóðfélaginu
og sá árangur sem hefur náðst í
emahagsjnálum yrði í vemlegri
hættu. Oviss ávinningur á einu
sviði gæti þannig haft mjög skaðleg
áhrif a annað atvinnulíf og aðra at-
vinnuuppbyggingu.
- Að síðustu bendir allt til að
staðarval álversins stuðli að enn
frekara fólksstreymi til suðvestur-
homsins en verið hefur á undan-
fómum ámm.
Reynslan af orkufrekum iðnaði
hérlendis sýnir að ekki á að láta út-
lendinga hafa forystu um uppbygg-
ingu á þessu sviði né lokaorð um
staðsetningu stóriðjufyrirtækja.
Samgöngumál
Alþýðubandalagið á Austur-
landi telur að umbætur á sviði sam-
gangna séu einn mikilvægasti þátt-
urinn til að stuðla að heilbngðri
þróun byggðar í landinu öllu.
Tryggja verður áframhaldandi upp-
byggmgu flugvalla út um allt land
og brýnt er að viðhalda öflugum
samgöngum á sjó. Sú uppbygging
Egilsstaðaflugvallar sem rikis-
stjómin hefúr látið vinna að á und-
anlomum missemm getur haft
mjög jákvæð áhrif á atvinnulíf og
þróun byggðar á Austurlandi á
næstu áram.
Hvað varðar samgöngur á landi
ber að stefha að því að Ijúka lagn-
ingu bundins slitlags á alla helstu
vegi hið fyrsta og koma öllum
byggðum í öruggt vegasamband.
Leggja ber áherstu á bættar sam-
göngur hið fyrsta milli Norður- og
Austurlands til að tengja þessa
fjórðunga og þar með landið allt
betur saman. Þá ber sérstaklega að
fagna áformum um jarðgangagerð
og verður nú þegar að móta skýra
stefnu um þær framkvæmdir og
kappkosta ao nota við þær nýjustu
og hagkvæmustu tækni.
Hvað varðar forgangsröð jarð-
gangaframkvæmda ber að leggja
megináherslu á að jarðgöng ijúfi
einangmn byggða. Jarðgöng á Vest-
fjörðum og Austurlandi eiga að
vera forgangsverkefni á næstu ár-
um. Sú stefnumótun sem ríkis-
stjómin hefúr lagt granninn að í
þessum efnum er í raun eitt merk-
asta skref sem stigið hefur verið á
undanfömum ámm til nýrrar og
skynsamlegrar byggðastefnu.
Byggðamál
Eitt helsta verkefni íslenskra
stjómmálamanna á komandi ámm
þarf að beinast að því að stöðva
fólksstreymið frá landsbyggð til
höfúðborgarsvæðis. Til að ná ár-
angri á þessu sviði er m.a. nauðsyn-
legt að gera eftirtaldar ráðstafanir:
a) Að efla atvinnuvegi lands-
byggðarinnar og stuðla að jákvæð-
um viðhorfum til þeirra.
b) Að bæta samgöngur á land-
inu öllu.
c) Að auka opinbera þjónustu á
landsbyggðinni og flytja ýmsar op-
inberar stofnanir ut á land.
d) Að sftiðla að því að ný fyrir-
tæki verði staðsett úti á landi.
e) Að jafna lífskjör í landinu
m.a. með því að gera ráðstafanir til
að tryggja alls staðar sama vöm-
verð, sama húshitunarkostnað og
sama símakostnað.
f) Að styrkja samráð og sam-
starf í einstöícum hémðum og hefja
undirbúning að því að komið verði
á millistjómstigi sem fengi það
hlutverk að fjalla um málefni ein-
stakra svæða. Millistjómstigið
hefði markaða tekjustofna og fengi
í hendur vald sem nú er í höndum
ýmissa stofnana í stjómsýslumið-
stöðvum höfúðstaðarins.
Umhverfisvernd
Umhverfisvemd er að verða æ
ríkari þáttuj í stjómmálaumræðu
hérlendis. A því sviði hefúr Al-
þýðubandalagið verið framkvæðis-
aðili og Austfirðingar lagt mikið til
þessara mála síðustu áratugi. Þessu
starfi mun Alþýðubandalagið halda
markvisst áffam.
Með stofnun umhverfisráðu-
neytis á síðasta ári fékkst löngu
tímabær viðspyma fyrir þennan
málaflokk í stjómkerfinu. Þeim ár-
angri þarf að fylgja eftir á öllum
sviðum stjómsýslu, þannig að hvar-
vetna sé tekið mið af umhverfís-
hagsmunum, m.a. í þjóðhagsáætl-
unum.
Náttúm- og umhverfísvemd
þarf að vera undirstöðuþáttur í öllu
skipulagi varðandi landnotkun og
mannvirkjagerð og stór svæði þarf
að friðlýsa og varðveita þannig sem
mest ósnortin.
Koma þarf i veg fyrir mengun
af völdum iðnaðar og bæta úr pví
sem pr áfátt, m.a. í fiskiðnaði.
Atak verður að gera til-að leysa
með viðunandi hætti sorphirðu og
sorpeyðingu og stuðla að endur-
vinnslu úrgangs og bættri um-
gengni hvarvetna.
Alþýðubandalagið á Austur-
landi leggur áherslu á hlut firjálsra
félagasamtaka í umhverfismálum
og telur brýnt að gott samstarf sé
Flokkurinn styður tillögur um
náttúmstofur í hveiju kjördæmi til
að sinna eftirliti og rannsóknum í
þágu umhverfismála.
Umhverfisvemd verður ekki
tryggð pema í alþjóðlegu samstarfi.
Fyrir Islendinga skiptir á þessu
sviði mestu máli að tryggja vemdun
sjávarauðlinda og koma í veg fyrir
mengun, m.a. geislamengun af úr-
gangi ffá kjamorkuverum og
vopnabúnaði á höfúnum.
Istand og alþjóðlegt
samstarf
Um þessar mundir em að eiga
sér stað miklar breytingar á sviði
milliríkjaviðskipta og, alþjóðlegs
efhahagssamstarfs. íslendingum
ber að fylgjast með þessari þróun af
gaumgæfhi, en allar,ákvarðanir um
breytingar á stöðu íslands þarf að
taka af mikilli varfæmi.
Alltof lítið hefur verið gert til
að kanna þá möguleika sem Island
getur átt með því að standa sem
óháð ríki utan allra efhahagsbanda-
laga. Þá möguleika verður að at-
huga miklu oetur og kynna þjóð-
inni, áður en ákvarðanir em teknar
um að tengja landið stómm efna-
hagsheildum eins og Evrópsku
efnahagsstæði.
Ákveðin öfl hérlendis með
Sjálfstæðisfjokkinn í fararbroddi
boða nú að Island eigi að sækja um
aðild að Evrópubandalaginu. Al-
þýðubandalagið á Austurlandi
hafnar algjörlega slíkri aðild, sem
fæli í sér framsal á stjómarfarslegu
fúllveldi og opnaði útlendingum
aðgang að náttúmauðlindum þjóð-
arinnar. Við eigum ekki að einangra
okkur innan tollmúra Evrópustór-
veldis, heldur hagnýta okkur legu
landsins og sérstöou og ástunda goð
samskipti við allar þjóðir heims.
Alþýðubandalagið á Austur-
landi ítrekar að vera hers í landinu
og aðild þjóðarinnar að NATO er
tímaskekkja. Það væri í fúllu sam-
ræmi við þróun alþjóðamála að her-
stöðvasamningnum frá 1951 verði
sagt upp og Island hætti aðild að
NATO.
Því þarfað herða baráttuna fyr-
ir hlutlausu Islandi sem skipi sér ut-
an hemaðarbandalaga, svo og fyrir
því að allar herstöðvar hér á landi
verði lagðar niður. Bægja verður ffá
Íeirri stöðugu hættu sem fylgir um-
érð kjamorkuknúinna skipa og
kafbáta með kjamorkuvopn um
borð á hafsvæðum í grenno við Is-
land.
LHskiörogjöfnuður *
Alþýðubandalagið á Austur-
landi vill að ötullega verði unnið að
auknum jöfnuði meðal landsmanna
á öllum sviðum óháð búsetu manna
og kynferði. Tryggja þarf sem jafh-
astan aðgang að félagslegri þjón-
ustu og jafhrétti til náms og na sem
ipestum jöfnuði launa og lífskjara.
Ohikað ber að beita skattakerfi í því
samþandi.
I nútímasamfélagi á að leita
allra leiða til að stytta vinnutíma
með því að auka afköst og hækka
laun fyrir dagvinnu.
Mikilvægt er að endurskipu-
leggja atvinnulíf landsmanna þann-
ig að auka megi hagsæld og bæta
hfskjör.
Kjördæmisráð Alþýðubanda-
lagsins á Austurlandi hvetur
kjósendur til að kynna sér stefnu
flokksins og veita G-Iistanum öfl-
ugan stuðning í komandi alþing-
iskosningum.
Þriðjudagur 19. febrúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5