Þjóðviljinn - 19.02.1991, Page 6

Þjóðviljinn - 19.02.1991, Page 6
ERLENDAR FRETTIR Persaflóastríð Landsókn á hverri stundu Gorbatsjov reynir að koma á vopnahléi, sagður hafa í lengsta lagi hálfan annan sólarhring tilþess. Franskur hershöfðingi segir varnargetu Irakshers á þrotum Míkhaíl Gorbatsjov, Sovét- ríkjaforseti, hefur senni- lega ekki nema 24 klukkustund- ir, og í mesta lagi 36, til að koma á vopnahléi með aðilum Persa- flóastríðs. Þetta hafði franska blaðið Le Monde í gær eftir þarlendum heimildum, sem það kallaði áreiðanlegar. Tareq Aziz, utanríkisráðherra Iraks, var í gærkvöldi á heimleið til Bagdað frá Moskvu, eftir við- ræður þar við Gorbatsjov. Lagði Sovétríkjaforseti fyrir hann á fiindinum ífiðartillögur ffá stjóm sinni, þær fyrstu fastmótuðu sem Sovétmenn leggja ffam í Persa- flóadeilu. - Efhi tillagnanna hef- ur ekki verið birt opinberlega, en Le Monde hefur eftir heimildum sinum um þetta að meginatriði þeirra sé að vopnahlé verði gert gegn því að Irakar lofi statt og stöðugt að flytja her sinn ffá Kú- væt þegar i stað og án skilyrða. Þýska blaðið Bild telur að tillögur Gorbatsjovs séu í fjórum liðum og á þessa leið: 1. Irakar hörfi ffá Kúvæt án skilyrða. 2. Sovétríkin skuldbindi sig til að tryggja að engin lönd verði tekin af Irak eða stjómarfari þar breytt. 3. Sovétríkin beiti sér gegn því að Irak og Saddam forseta þess verði refsað. 4. Önnur deilumál i Austur- löndum nær, svo sem Palestínu- málið, skulu tekin til umræðu. Svo er að heyra að Gorbatsjov beiti sér af kappi í þessu máli. Hann hringdi í gær í Helmut Kohl, sambandskanslara Þýska- lands, og ráðfærði sig við hann um málið. Þá segir Le Monde að Gorbatsjov hafi beðið Bandarikin að ffesta því að hefja sókn gegn Irökum á landi í tíu daga, í von um að á þeim tíma tækist að tala Iraka til, en að Bandaríkjastjóm hafi ekki ljáð máls á svo löngum fresti. I fféttaskeytum um Persaflóa- strið er því nú haldið ffam að sókn bandamanna á landi geti hafist þá og þegar, jafnvel innan nokkurra klukkustunda. Daniel Gazeau, næstráðandi franska herliðsins á Persaflóasvæði, hélt þvi ffam á fréttamannafundi í gær að íraski herinn væri nú orðinn svo hart leikinn af loftárásum bandamanna að nærri lægi að hann væri ófær um að veijast sókn á landi. NBC- sjónvarpsstöðin segir bandaríska foringja í her og leyniþjónustu hafa reiknað út á tölvum að íraski herinn í Kúvæt og syðst i írak hafi látið um 82.000 manns fallna og særða a.m.k. af um 545.000 manns, sem hafi verið í vamarlin- um þar er óffiðurinn hófst. Tvö bandarísk herskip lösk- uðust í gær er þau rákust á tund- urdufl Iraka og særðust fjórir menn um borð í öðm þeirra. Bendir þetta til þess að skip í flota bandamanna séu komin innst á flóann, enda mun herfloti Iraka að mestu úr sögunni. Þetta mun vera í fyrsta sinn, sem herfloti banda- manna verður fyrir tjóni af völd- um óvinarins. Reuter/-dþ. Lundúnaborg Sprenging á Viktoríustöð Olli talsverðu manntjóni og gífurlegu umferðaröngþveiti. IRA talinn hafa verið að verki Einn maður beið bana og um fjörutíu særðust, þar af nokkrir alvarlega, er sprengja sprakk í gærmorgun á Viktor- íustöð, einni fjölförnustu járn- brautarstöð Lundúna. Lögregl- an teiur að Irski lýðveldisher- inn (IRA) hafl verið þar að verki. Þremur stundum fyrr, fyrir dögun, sprakk sprengja á Padd- ingtonstöð þar í borg, sem einnig er fjölfarin, en þar var þá fátt manna og hlaust ekkert manntjón af. Hinsvegar var fjöldi manns á Viktoríustöð að koma úr lestum á Hryðjuverk kókaínbaróna 200 kílóa sprengja sprakk við nautaatsvang í Medellín í Kólom- bíu á laugardagskvöld, með þeim afleiðingum að 22 menn biðu bana og 176 særðust. Lögregla kennir um kókaínbar- ónum, en Medellín hefur verið köll- uð höfuðstaður þeirra. Meðal þeirra sem fórust voru niu lögreglumenn, og telur lögreglan að hryðjuverk þetta hafi verið framið til að hræða hana ffá því að beita sér gegn eitur- Iyfjahringunum. leið til vinnu er sprengingin varð þar. Mun mannskaðinn einkum hafa orðið af málmtætlum sem skullu á fólkinu. Þijú böm eru meðal hinna særðu. Sprengjan mun hafa verið falin á meðal síma- og miðasöluklefa. Af þessu leiddi auk annars eitt mesta umferðaröngþveitið í sögu borgarinnar, því að eftir spreng- inguna á Viktoriustöð lokaði stjóm bresku jámbrautanna öllum helstu jámbrautarstöðvum þar, en þær em 14 að tölu, af ótta við að sprengjum hefði verið komið fyr- ir á fleiri stöðvum. Um hálf milj- ón manna á leið í vinnu var þá á leið að borgarmiðju með lestum og urðu miklar umferðarstíflur viðsvegar um borgina er fólk þetta reyndi að komast á ákvörð- unarstað með öðmm farartækjum, einkabílum, strætisvögnum og neðanjarðarlestum. Talsmaður jámbrautanna sagði að aldrei fyrr hefði öllum þessum stöðvum verið lokað sam- tímis, ekki einu sinni 1940, þegar loftárásir Þjóðverja á Lundúnir vom sem mestar. Tilræði þessi þykja benda til þess að IRA sé á ný að hefja hryðjuverk gegn óbreyttum borg- umm í Bretlandi. Það hefúr flokk- ur þessi látið vera þar í landi síðan 1983. Reuter/-dþ. Sundurtættir bllar eftir sprengjutilræði IRA við breska hermenn I Þýska- landi - nú virðist standa til að leggja sprengjur fyrir óbreytta breska borgara. Sovétríkin Bou^ainville Þúsundir dauðsfalla Læknar á Bougainville, einni Salómonseyja, telja að vera kunni að um 3000 manns hafi látist á eynni af völdum hafn- banns, sem stjórn Papúu-Nýju Gíneu setti á hana í maí s.l. Fólk þetta hefúr að sögn lækn- anna látist úr ýmsum sjúkdómum, sem hægt er að lækna menn af en hafa orðið banvænir vegna þess að lyf og bóluefhi hafa ekki fengist flutt til eyjarinnar síðan hafhbannið var sett. Bougainville heyrir undir Papúu- Nýju Gíneu en eyjarskeggj- ar vilja losna úrþví sambandi. Setti Papúustjóm hafnbannið á eyna til að þvinga íbúa þar til að hverfa ffá þeim kröfum. Stjóm Papúu-Nýju Gíneu lofaði í jan. í samningi við uppreisnarmenn á Bougainville að aflétta hafhbanninu, en mun ekki hafa látið verða af því enn. Arekstursstefna hjá æðstaráði Virðist œtla að þvinga fram atkvœðagreiðslu um sambandslagasamning í lýðveldum sem neita að taka þátt í henni að greiða fyrir innleiðslu Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Péturs J. Jóhannssonar Guðrún Sæmundsdóttir Þröstur Pétursson Drffa Marinósdóttir Ægir Pétursson Brynhildur Pétursdóttir stjúpdætur og barnabörn Hávarður Karl Reimarsson Hátúni 10 verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 20. febrúar kl. 10.30. Aðstandendur Æðstaráð Sovétríkjanna kom saman í gær og stend- ur þinghald þess í þrjá mánuði að þessu sinni. Segja sumir fréttaskýrendur að það geti haft úrslitaþýðingu viðvíkjandi framtíð Sovétríkjanna. Eitt af fmmvörpum þeim, sem lagt verður fyrir æðstaráðið á næstunni, er frá forsætisneíhd þess og viðvíkjandi þjóðarat- kvæðagreiðslu um nýjan sam- bandslagasáttmála, sem sovéska stjómin hefúr lagt fram. Markmið stjómarinnar með þeim sáttmála er að tryggja einingu Sovétrikj- anna og koma í veg fyrir að ein- stök lýðveldi gerist sjálfstæð. Þjóðaratkvæðagreiðslan á að fara fram 17. mars. I frumvarpi forsætisnefndar æðstaráðs er lagt til að gripið verði til ráðstafana til að tryggja, að „þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram í Sovétríkjunum öllum ... óháð ákvörðunum og ráðstöfun- um stjómvalda á einstökum svæðum í því sambandi“. Með þessu frumvarpi þykir mörgum að stefnt sé í árekstur við Eystrasaltslýðveldin þrjú, Ar- meníu, Georgíu og rússneska sarnbandslýðveldið. Eystrasalts- Jeltsln - stefnir hann á sovéska forsetastóiinn? Iýðveldin og áminnst tvö lýðveldi í Kákasus hafa gefið til kynna að þau muni engan hlut að þjóðarat- kvæðagreiðslu þessari eiga. Rúss- neska stjómin hefúr í hyggju að spyija kjósendur í þjóðarat- kvæðagreiðslunni hvemig þeim lítist á að kjósa Sovétríkjaforseta í beinum og almennum kosning- um. Er þetta talið boða að Borís Jeltsín, Rússlandsforseti og öflug- asti andstæðingur Gorbatsjovs forseta, hugsi sér að keppa við hann um embættið. Af öðmm málum, sem tekin verða fyrir á þinginu, má neíha ráðstafanir í verðlagsmálum, sem eiga markaðsbúskapar og gert er ráð fyrir að hækka muni framfærslu- kostnað almennings, og breyting- ar í her- og lögreglumálum. Fijálslyndir og róttækir stjóm- málamenn óttast að í því síðar- talda muni Gorbatsjov skipa sér við hlið íhaldssamra kommúnista, sem vilja sterka stöðu hersins og leyniþjónustunnar KGB. Róttækir þingmenn bám í upphafi þingfundar í gær fram til- lögu um að aðfarir sovéska hers- ins í Eystrasaltslöndum undan- fama mánuði yrðu teknar til um- ræðu, en þeirri tillögu var vísað frá. Reuter/-dþ. 6 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. febrúar 1991 170fórust Yfir 170 menn fórust á föstu- dagskvöld í Thung Maproa, þorpi á taílenska hluta Malaja- skaga, er vörubíll með farm af sprengiefni sprakk í loft upp. Kalla yfirvöld þetta mannskæð- asta umferðarslysið, sem sögur fari af í Taílandi. Vömbíllinn lenti út af veginum og valt og þyrptust þorps- búar þá umhverfis hann. Varð þá sprengingin. 35 hús í þorpinu hmndu í rústir við sprenginguna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.