Þjóðviljinn - 19.02.1991, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 19.02.1991, Qupperneq 11
I DAG Magnús H. Gíslason skrifar A FÖRNUM VEGI 29 Fundurinn í gærkvöldi var sá 10. og jafnframt síðasti, sem til stóð að ég héidi á þessu ferðalagi. Og það stóðst á end- um að þar með var október- mánuður líka liðinn. Fram- undan var að koma sér til Reykjavíkur og loka þar með hringnum. Eg hef fengið það staðfest að póstbáturinn kemur ekki til Bijánslækjar fyrr en á sunnudag. Frá Saurbæ á Rauðasandi og inn að Bijánslæk á Barðaströnd er óneitanlega töluverður spölur, og yfir óbyggt svæði að hluta til, þar sem er Sandskeiði. En nú var ekki nema miðvikudagur og naumast gat það talist neitt þrek- virki að komast þessa leið á fjór- um dögum, jafnvel þótt ég þyrfti að fara fótgangandi. En til þess kom nú ekki, til að byija með. Á fundinum í gær var maður nokk- ur, Jóhannes að nafni, og býr í Króki á Rauðasandi. Hann sagð- ist þurfa inná Barðaströnd í dag til þess að sækja þangað kennara, sem ætlaði að stunda kennslu á Rauðasandinum i vetur, og færi að sjálfsögðu ríðandi. Einboðið væri fyrir mig að verða sér sam- ferða og nota kennarahestinn inn yfir Sandsheiðina. Hann átti upp- haflega að sækja kennarann í gær, en ákvað að fresta ferðinni svo ég gæti orðið samferða. Það var mikil og þakkarverð hugul- semi. Jóhannes ætlaði ekki að fara fyrr en upp úr hádegi svo ég gat tekið lífinu rólega. Eftir góðan morgunverð fékk ég mér göngu- túr upp í fjallið. Síðan sýnd: Bensi mér kirkjuna. Og þá var Jóhannes kominn. Er við höfðum búið okkur undir ferðalagið með því að borða vel kallaði Bensi á mig út undir vegg, dró upp úr vasa sínum tvö staup og koníaks- fleyg og hellti í staupin með þeim orðum, að nú skyldum við drekka hesta- og skilnaðarskál. Og vildi ég nú ekki vera svo vænn að senda sér í pósti eina koníaksflösku, er ég kæmi til Reykjavíkur? Vildi fá mér pen- inga fyrir flöskunni. Jú, sjálfsagt að gera þetta, en peningamálin skyldum við gera upp þegar við hittumst næst. Flöskuna sendi ég svo í fyllingu tímans og vonandi hefur innihald hennar ekki leitt til þess, að Bensi lenti nú í einum lífsháskanum enn. Og svo kvöddum við Jóhannes minn í Króki Rauðasandinn og stefnd- um för okkar upp á Sandsheiði, sem liggur á milli Rauðasands og Barðastrandar. Við höfðum hvor sinn hestinn til reiðar og auk þess reiðingahest, en á honum skyldi farangur kennarans fluttur til baka. Ferðaveðrið var hið ákjósan- legasta, logn og sólskin og skín- andi skyggni til allra átta. Jói var mjög skrafhreifmn og við spjöll- uðum mikið saman. Hann sagð- ist ekkert hafa gaman af að þegja þegar hann hefði einhvem til þess að tala við. Það þótti mér vel mælt og drengilega. Umræðu- efnin voru af ýmsum toga: sam- vinnumál, búskapur, ferðalög, hestar og sitthvað fleira. Tími var nægur og við gátum því farið ró- lega og gefið okkur gott tóm til skrafs og skoðanaskipta. Stjóm- má! bar ekki á góma svo heitið gæti. Eg býst við að Jói hafi ver- ið kjósandi Gísla vélstjóra, en svo var Gísli Jónsson, alþingis- maður gjaman nefndur, en lík- lega hefur þar vegið þyngra per- sónufylgi en þjóðmálaskoðun. Og svo var þá Sandsheiðin að baki og við komum niður á Barðaströndina, hjá bæ, sem bar það tignarlega nafn: Haukaberg. Þar var engin ástæða fyrir mig að vera að strekkja lengur í bili svo við Jói beiddumst þama gisting- ar, sem var auðfengin. Skammt frá Haukabergi em Brekkuvellir og liggja tún jarðanna saman. Jói brá sér þangað til þess að komast í síma. Tilkynnti er hann kom til baka, að hann ætti heimboð í Brekkuvelli í kvöld og væri ekk- ert áhorfsmál fyrir mig að koma með. Eg taldi nokkur tormerki á því, en Jói sló mig óðar út af lag- inu með því að segja að hann heföi verið beðinn að útvega fjórða mann í vistina. Á Brekku- völlum sátum við svo í miklum fagnaði til kl. 11. Þá héldum við aftur heim í litlu, blámáluðu stof- una á Haukabergi. Jói háttaði í flatsæng eina myndarlega, en ég hreiðraði um mig í rúminu. -mhg Enn um kusu Bréf til Helga Guðmundssonar frá Starra í Garði. Heill og sæll og þakka þér fyrir bréfið. Þér verður þar tíðrætt um al- ræði peninganna, sem þú telur hreint ekki nýtt fyrirbrigði. Rétt svo langt sem það nær. Nú er hinsvegar svo komið að þetta al- ræði er nú orðið svo algjört í voru landi, að Alþingi, ríkis- stjómir og samtök hverskonar fá þar enga rönd við reist. Sú full- yrðing mín í síðasta bréfi stendur óhögguð. Nú er verið að opna ís- land íyrir erlendu auðvaldi, og um leið er íslenskum Qármála- bröskurum og stórþjófum heimilt að flytja þýfíð úr landi. Þú kann- ast við trúaijátningu auðvaldsins. Peningar em afl þeirra hluta er gera skal. Öllum má þó ljóst vera að þetta er haugalygi. Áuðvitað er vinna mannsins með huga og hendi aflið, það sem verðmætin skapar. Eftir þessari fölsku trúar- játningu er voru landi stjómað í dag með þátttöku okkar Alla- balla. Þvílíkur andskoti. Sú gamla kempa frá Norð- firði, Lúðvík Jósepsson, sagði mér fyrir fáum árum þá sögu, að eitt sinn er hann kom til vinnu í Landsbankanum var búið að festa svohljóðandi auglýsingu frá bankanum á útidyrahurðina: - Áður unnum við fyrir peningun- um okkar, nú látum við pening- ana vinna fyrir okkur. - Þetta segir okkur mikla sögu í fáum orðum. Eg veit þú skilur hana. Annars ætla ég að nota þann ónýtta fullvirðisrétt sem ég á i Þjóðviljanum til að fjalla nánar um hina heilögu þjóðarsáttarkú. Þjóðarsátt, hvað er nú það? Eflir orðsins hljóðan mætti ætla að hér ríkti slík sátt og samlyndi, að einstætt væri i veröldinni. Svo einfalt er það nú ekki. Það sem skeði var að atvinnurekendur og rikisvald svo og samtök flestra launþega komu sér saman um að leysa sín deilumál um kaup og kjör á þennan hátt sem allir þekkja í dag. Það er haugalygi að bændur séu þar aðilar að, þeirra atkvæða var aldrei leitað utan Bændahallar. Bændum eru nú hvort eð er ekki ætluð sömu mannréttindi og öðrum þegnum landsins eins og sannast best á því sem er að ger- ast í landbúnaðarráðuneytinu þessa dagana. En undir hvaða kringumstæðum var þessi þjóð- arsátt gerð? Atvinnurekendur sáu fram á stór vandræði, því draugur sá sem þeirra pólitíkusar höföu vakið upp, verðbólgan, tók nú að ríða húsum þeirra svo brakaði í hveiju tré. Sá draugur haföi um langa hríð riðið þekjum á húsum láglaunamannsins, eins og ætlast var til. Af þeim draugagangi hafði þetta fólk fengið meira en nóg, og þegar sverði verðbólg- unnar var sveiflað yfir höföi þess ef það fengi kauphækkun, gekk það að einskonar Versalasamn- ingum, og var þá í hlutverki hins sigraða. Viðurkenndu I leiðinni að launin þess, svona líka há, væru hin raunverulega orsök verðbólgu. Það er nefnilega dá- lítill munur á einlægri sátt beggja aðila, eða þess sem annar aðilinn verður að sætta sig við, undir nauðung. Verkalýðsleiðtogar segjast ætla að sækja gull í greip- ar atvinnurekenda þegar þeir hafi rétt úr kútnum eftir að vera lausir við ásókn síns~draugs. Mér er sem ég heyri angistar- óp atvinnurekenda og ríkisvalds þegar að þeim degi kemur. Þá verður margur skítur borinn í vænginn. Og verðbólgusverðið mun þá hanga á sínum stað. Spurjum þá að leikslokum. Svo eru nú þeir sem standa utan „þjóðarsáttar“. Sér í lagi sá er öllu ræður, Alræði pening- anna. Á það verða ekki sett lög, eins og hjá BHMR þegar þeir fara að derra sig. I næsta bréfi er komið að því að ganga frá fram- tali fyrir þennan búrekstur, draga fram gjöld og tekjur. Kemur þá í ljós hvort það hefur verið hagur eða skaði fyrir okkur Allaballa að gerast aðilar að þessum búrekstri. Eitt er ljóst að Einar Oddur og félagar hafa hirt aukaafurðir af kusu, ábristir og steikina af kálfinum. Blessað- ur á meðan. Kysstu svo konuna þína fyrir mig svona aukalega. Starri í Garði ÞJÓÐVIUINN FYRIR 50 ARUM Samkomubanninu aflétt. Inflú- ensan í rénun. Alþingi á að mót- mæla hugsanlegum afskiptum Bandaríkjanna. Það dugar ekki að láta nýja hertöku koma þjóð vorri og öðrum þjóðum að óvör- um. Er stjómmálaástandið á Balkan að gerbreytast Þjóðverj- um I vil? Tyrkland og Búlgaría gera með sér griðasáttmála samtímis þv( að hemaðarundir- búningur Þjóðverja í Búlgarlu hefur náð hámarki. 19. febrúar þriðjudagur. 49. dagur ársins. Sólarupprás I Reykjavlk kl. 9.11 -sólarlag kl. 18.13. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vikuna15. til 21. febr. er i Breiöholts Apóteki og Austurb. Apoteki Fyrrnefnda apótekiö er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frídögum). Siðamefnda apótekiö er opiö á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögumkl. 9-22 samhliða hinu fyrrnefnda. LÖGGAN Reykjavik...................* 1 11 66 Kópavogur. tr4 12 00 * 1 84 55 «5 11 66 Garðabær Akureyri tr 5 11 66 «t 2 32 22 Slökkvi'ið og sjúkiabðar Reykjavik tt 1 11 00 KÓDavoaur. tr 1 11 00 Seltjarnarnes Hafnarfjörður. Garöabær. tt 1 11 00 tt 5 11 00 « 5 11 00 Akureyri tt 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjam- ames og Kópavog er í Heilsuverndar- stöö Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, simaráðleggingar og tímapantanir I tr 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar ( símsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarsplt- alans er opin allan sólarhrínginn, ® 696600. Neyðarvak Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og stórhátíðir. Slmsvari 681041. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl- an, v 53722. Næturvaid lækna, o 51100. Garöabær: Heilsugæslan Garöaftöt, tt 656066, upplýsingar um vaktlækni « 51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Læknamiðstööinni,tt 22311, hjá Akureyrar Apóteki, «t 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farsimi). Keflavik: Dagvakt, upplýsingar i n14000. Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna, « 11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spítalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Land- spítalans: Alla daga kl. 15 til 16, feöra- tími kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar- heimlli Reykjavíkur v/Eirfksgötu: Al- mennur timi kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatlmi kl. 20-21 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítal- ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu- verndarstöðin við Barónsstig: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heim- sóknir annarna en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefs-spitali Hafnar- firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Afia daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavfk: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauða kross húsið: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjamargötu 35, ■n 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er [ upplýsinga- og ráðgjafarsfma félags lesbla og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Slmsvari á öðrum tlmum. w 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf í sálfræði- legum efnum, tr 91-687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, er veitt i sima 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opiö virka daga frá kl. 8 til 17, « 91-688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúk- linga og aðstandendur þeirra í Skóg- arhlið 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann sem vilja styöja smitaöa og sjúka og aðstandendur þeirra í tr 91- 22400 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: « 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunar- fræöing á miövikudögum kl. 18 til 19, annars simsvari. Samtök um kvennaathvarf: tr gi- 21205, húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa veriö ofbeldi eöa oröið fyrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur-götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, tr 91-21500, símsvari. SJálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum: «t 91-21500, slmsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: tr 91-626868 og 626878 alla virka daga kl. 13 til 17. Stígamót, miðstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferöislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, tr 91-626868 og 91- 626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: tr 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I tr 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, t» 652936. GENGIÐ 18. febrúar 1991 Bandarikjadollar. Steriingspund Kanadadollar. Sala ..54,40000 107,08600 ..47,18300 ....9,57750 ....9,41420 Sænsk króna ....9,83460 ...15,16380 Franskur franki ...10,81400 Belgiskurfranki Svissneskur franki ... 1,78890 ...42,93610 ...32,67370 Vesturþýskt mark ...36,80650 ítölsk lírá 0,04900 Austurrískur sch 5,22950 Portúgalskur escudo Spánskur peseti Japanskt jen ... 0,41870 0,58950 0,41874 Irskt pund ...98,05600 KROSSGÁTA Lárétt: 1 þjark 4 mikil 6 hross 7 hvetji 9 feiti 12 hryggð 14 ullarkassi 15 hress 16 skipulag 19 snjóföl 20 for 21 Tosna Lóðrétt: 2 magur 3 hægfara 4 espuðu 5 vond 7 sterkt 8 gætinn 10 glundroði 11 Karl- mannsnafn 13 hópur 17 ellegar 18 diki Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 ofsa 4 svöl 6 not 7 nagg 9 ómak 12 eitla 14 uni 15 kýr 16 sálga 19 rell 20 endi 21 alinn Lóðrétt: 2 fúa 3 angi 4 stól 5 öra 7 naumri 8 geisla 10 makann 11 kortin 13 tól 17 áll 18 gen Þriðjudagur 19. febrúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.