Þjóðviljinn - 19.02.1991, Síða 12

Þjóðviljinn - 19.02.1991, Síða 12
þlÓÐVILIINN Þriðjudagur 19. febrúar 1991 34. tölublað 56. árgangur RAFRÚN H.F. Smiðjuvefi 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta _______Sími 641012____ ■ SPURNINGIN ■ Flóttamenn Saknarðu snjósins? Haraldur Ólafsson tækniteiknari: Nei, alls ekki. Við fengum svo mikið af hon- um í fyrra, eða sem nam rúm- lega ársskammti og vel það. Anna Sævarsdóttir sölumaður: Nei, það geri ég ekki. Snjórinn er svo leiðinleg- ur og þa sérstaklega hvað við- kemur minni vinnu. Viðar Eysteinsson sölumaður: Nei, alls ekki. Það fylgir honum frost og kuldi og önnur óáran. Guðrún Sigurjónsdóttir hiúkrunarfræðingur: Nei. Það er mun þægilegra að ferðast í umferðinni þegar hann er ekki. Þó mætti vera nægur snjór upp til fjalla fýrir skíðaáhugamenn. AUGLÝSINGASÍMAR ÞJÓÐVILJANS 681310 og 681331 Vfetnömuin kennt að drekka mjólk Rauði kross Islands heldur námskeið um hlutverk foreldra í íslensku samfélagi fyrir víetnamska flóttamenn Igær var fjallað um mataræði og tannburstun á námskeiði fyrir víetnamska foreldra á ís- landi sem RKI hélt í Miðbæjar- skólanum. Hallveig Finnbogadóttir hjúkrunarfræðingur fræddi for- eldrana um mikilvægi hollrar og fjölbreyttrar fæðu og kynnti mjólkurvörur, sem eru svo ríkur þáttur í fæðu Vesturlandabúa. Halldór túlkar, hann kom hingað í hópi fyrstu víetnömsku flótta- mannanna sem íslendingar tóku á móti. Foreldramir sem fylgdust með í Miðbæjarskólanum komu hingað síðastliðið sumar. Þeir em enn í íslenskunámi, en að sögn Halldórs fer æ meiri tími i vinnu því þeir hafa uppgötvað hversu dýrt er að lifa á Islandi. Hann sagði þá halda mikið í það mata- ræði sem þeir væm vanir að heim- an. Aðspurð sagði Hallveig að breyta þyrfti samsemingu fæð- unnar þegar komið væri í fram- andi land þar sem loftslag og veð- urfar væri allt annað. Námskeið af þessu tæi hefur ekki áður verið haldið fyrir Víet- nama, sagði Anna Maria Snorra- dóttir sem er umsjónarmaður þess. Að vísu hafa svipuð nám- skeið verið haldin fyrir íslenska foreldra. Margir muna eftir komu þessa hóps sem nú sækir námskeið RKI. Þau vom alls 29 við komuna sl. sumar. Síðan þá hafa tvö böm bæst í hópinn og nú em þau orðin 13. Áherslan á námskeiðinu er á uppeldi bama í íslensku samfé- lagi; mataræði, tannhirðu, hrein- læti, klæðnað, heilsugæslu, skóla- göngu o.fl. Þegar fræðslunni um mata- ræðið lauk í gær tók Margrét Þór- isdóttir tannfræðingur við og fræddi foreldrana um nauðsyn tannburstunar. Þegar tannburstamir höfðu gengið manna á milli og Margrét sýnt hvemig beita bæri burstun- um var kennslunni lokið að sinni. Halldór sagði ianda sína smátt og smátt vera að venjast íslensku samfélagi. En viðbrögðin em án efa meiri en okkur getur órað fyr- ir, að sögn Önnu Maríu. BE Vietnamskir flóttamenn á foreldranám- skeiði RKf í Miðbæjarskólanum. I gær voru færri mættir en vanalega, en námskeiðið stendur ( nokkrar vikur. Nína Thi Dinh Vu með Dag- nýju, sem fæddist i septem- ber sl. Nú hafa tvö börn bæst f hóp þeirra Víetnama sem komu hingað ( fyrrasumar. Myndir: Kristinn.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.