Þjóðviljinn - 01.03.1991, Blaðsíða 15
epptr í kfípu
Siðferðisvandi og sáluhjálparheimili
arri hendinni sem ég greindi ekki fyrr
en ég kom nær að reyndist vera gler-
brot (brotin stytta). Þegar hér var
komið sögu reyndist ekki ráðlegt að
hlaupa annað og freista þess að fá að-
stoð þar sem aðrir sjúklingar voru
nærri og ég hætti ekki á að hann
skaðaði þá.
Eg ákvað að reyna að afvopna
hann einn míns liðs og taldi mig
nauðbeygðan til þess. Við það brut-
ust út átök eins og vænta mátti, og
tókst honum að skera í hálsinn á mér.
Þegar ég varð þess var hversu
mikið blóð rann og þegar ég fann
skurðinn þegar ég þreifaði á hálsin-
um á mér varð mér ljóst að ekki var
allt með felldu. Ég tók því að hrópa í
þeirri von að starfsstúlkan sem gætti
tveggja sjúklinga á B-gangi yfirgæfi
þá sjúklinga er hún bar ábyrgð á og
kæmi mér til hjálpar þar sem hún var
næst atburðarsvæðinu.
Hún kemur fram og hleypur rak-
leitt inn á vakherbergi til þess að
hringja á næstu deild þar sem karl-
menn voru á vakt og gætu komið
okkur til aðstoðar.
Eflir því sem hún sagði mér síðar
reyndist hurðin að vaktherberginu
læst þegar hún kom þar að og þurfti
því að fara í vasa sinn, sækja lykil og
opna, og þá fyrst var greið leið í
síma. Þess má geta að það var óvana-
legt að dyr þessar væru læstar þegar
hjúkrunarfræðingur vaktarinnar var
þar inni eins og raunin var í þessu til-
viki.
Líður nú og bíður uns aðstoðar-
menn ffá næstu deild koma, og þegar
þeir koma er ég fyrst laus. Eftir lækn-
isskoðun er ég rakleitt sendur á slysa-
deild til frekari aðgerða og voru þar
saumuð 14 spor. Síðan þá hef ég ekki
unnið við viðkomandi deild.
Eftirmálar þessa atburðar eru
lærdómsrikir þeim sem eitthvað velta
fyrir sér siðfræði og mannlegu eðli,
en þeir eru í stuttu máli á þá leið, að
eftir að ég er sendur á slysadeild ger-
ist ekkert í raun af hálfu yfirvalda
sjúkrahússins að fyrra bragði, nema
það að mér er tilkynnt að ég megi fá
veikindafri út mánuðinn ef ég vilji,
eins og komist var að orði.
Ég kynnti þetta löglærðum
mönnum sem allir reyndust sammála
um að fyrir áverka sem þennan eigi
ég rétt á miskabótum, og gengst einn
þeirra í því að koma þeirri kröfu
áleiðis. En til þess að slíkt gangi þarf
að útvega skýrslu um atburðinn sem
sjúkrahúsyfirvöld áttu að sjá til að
yrði gerð. Skýrsla þessi var aldrei
gerð að frumkvæði yfirmanna spítal-
ans, heldur var hún gerð um það bil
tveimur mánuðum eftir slysið, eða í
nóvember, þegar ég fór sérstaklega
fram á það að hún yrði gerð. Og tel
ég það með öllu óvíst hvort hún hefði
nokkum tíma verið gerð að öðrum
kosti.
Þess má einnig’geta að þó svo að
skýrslan hafi verið gerð í nóvember,
þá dagsetti hjúkrunarffamkvæmda-
stjóri Guðrún Guðnadóttir hana þann
6. sept., sem er hrein og klár fölsun.
Auk þess bað ég lækni þann,
Guðmund Öm Einarsson, sem var á
vakt er atburðurinn átti sér stað og
skoðaði mig fyrstur, um að gera
greinargerð um málið út ffá eigin
sjónarhomi og þá jafhffamt hvort
hann væri reiðubúinn að útbúa fyrir
mig læknisffæðilegt áverkavottorð
sem ríkislögmaður og aðrir þeir sem
um málið fjalla fengju sem máls-
gögn.
Guðmundur Öm læknir kvaðst
meira en fús til þess og sagðist jafn-
framt styðja mig heils hugar í máli
þessu, þar sem á því þyrfti að taka til
þess að annað eins kæmi ekki fyrir
affur, svo eitthváð sé nefnt. Auk þess
kvaðst hann undrandi á því að ekki
hafi verið hafl samband við hann fyrr
vegna þessa máls, þar sem hann hafi
átt von á því að hafa þurft að leggja
ffam eigin skýrslu um slysið, en ekki
hafi til þess komið af ókunnum
ástæðum.
Líður nú og bíður og ekkert heyr-
ist frá lækni þessum í tvær til þijár
vikur, og hef ég því samband við
hann þar sem hann hafði gefið mér
símanúmer sitt. Allt var í góðu gengi
með málið af hans hálfu, að eigin
sögn, hann fullvissaði mig enn og
aftur um það að hann myndi veita
mér umrædda aðstoð og standa þar
með við skuldbindingu sína. Það eina
sem tafið hafi málið væri, að þó svo
hann væri sjálfstæður læknir og allt
það, eins og hann nefndi, þá þyrfti
hann samt að fá samþykki ffá yfir-
manni sínum fyrir því að gefa út slíka
skýrslu sem um var rætt.
Honum hafði ekki tekist að ná í
sinn yfirmann þegar hér var komið
við sögu, að eigin sögn, en taldi það
ekki vandkvæðum háð að fá sam-
þykki fyrir skýrslu þessari þar sem
hún lýsti aðeins augljósum stað-
reyndum.
Lauk síðan spjalli okkar á því, að
hann fullvissaði mig um, að hann
myndi hafa samband við mig, ég
þyrfti sem sagt ekki að hringja eða
hafa fyrir þvi að ná í hann á einn eða
annan hátt. Síðan hef ég ekki haft
spumir af lækni þessum, né heldur
séð neina af hans skuldbindingum
verða að veruleika.
Siöferöilegur vandi
Hér er vert að staldra við og líta á
málin nánar, þar sem um ákveðinn
siðferðilegan vanda er að ræða í
þessu máli. Vandi þessi snýr aðallega
að sjálfum mér, viðkomandi sjúkra-
húsyfirvöldum og lækni, og sýnist
mér mega draga hann í grófum drátt-
um saman í eftirfarandi spumingar:
Varöandi
sjálfan mig:
- Getur það á einhvem hátt talist
siðferðileg skylda mín að hreyfa við
þessu máli, eða m.ö.o. hvaða rétt hef
ég á því að láta málið fá opinbera
umfjöllun s.s. í réttarkefi landsins?
- Hvaða rétt hef ég til þess að
fara ffam á bætur?
- Verður ör á hálsi eða álíka
áverki einhvem tíma bættur með
peningum?
- A maður einhvem tima að láta
aðra brjóta á sér?
Varðandi forráðamenn sjúkra-
hússins:
- Hveijar em siðferðilegar skyld-
ur vinnustaðarins í tilvikum sem
þessum?
- Vom yfirmenn sjúkrahússins í
fullum siðferðilegum rétti að gera
ekki skýrslu um slysið að eigin ffum-
kvæði (og tilkynna það þar með ekki
til vinnueftirlits eða annarra sem um
vinnuslys fjalla), ræða ekkert sér-
staklega við mig eftir atburðinn og
líta þá þar með ffamhjá þessu máli og
láta sem ekkert væri?
Varöandi lækninn:
- Hvaða siðferðilegan rétt hafði
læknirinn til þess að gefa mér þá fnll-
vissu sem áður er nefnd, en standa
svo ekki við hana?
- Ber ávallt að standa við skuld-
bindingar?
- Hefur læknirinn sterkari skyld-
um að gegna við yfirmenn en við
undirmenn sína?
- Hefur læknirinn skyldum að
gegna við sannleikann?
Hér gefst ekki rúm til að leita
svara við öllum þessumm siðferði-
legu álitamálum sem upp hafa komið
varðandi umræddan atburð, og læt ég
ykkur það því eftir, lesendur góðir, að
glíma við spumingar þessar.
Að endingu er vert að geta þess
að þegar grein þessari er skilað inn til
Þjóðviljans er krafan um miskabætur
enn til umfjöllunar hjá forráðamönn-
um Kleppsspítala og ríkislögmanni,
hálfii ári eftir umrætt vinnuslys.
Reykjavík í febrúar 1991
Höfundur er heimspekinemi
ilmandi
m
Þeir rækta kaffijurtina af aldagamalli hefð við bestu
aðstæður í frjósömum fjallahlíðum Colombiu.
Við veljum bestu baunirnar þeirra.
Þú færð ilmandi nýbrennt Colombiakaffi í
stjörnuflokki nánast beint úr kvörninni - njóttu þess.
KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF
HÉR&NÚ AUGLÝSINGASTOFA