Þjóðviljinn - 01.03.1991, Blaðsíða 18
Óvænt forysta Jusupovs í Linares
Garrij Kasparov sækir i sig
veðrið á stórmótinu í Linares á
Spáni. Eins og kunnugt er tapaði
hann í fyrstu umferð fyrir Vasioly
Ivantsjúk, og var viðureign þeirra
birt hér í blaðinu sl. þriðjudag.
Heimsmeistarinn svaraði fyrir sig
með þvi að leggja Boris Gelfand,
gerði jafntefli við Timman í
þriðju umferð og vann svo að-
stoðarmann frá síðasta einvígi við
Karpov, Mikhael Gurevic sem nú
teflir undir belgísku flaggi. Ka-
sparov mun örugglega blanda sér
í baráttuna um efsta sætið, og
raunar spá flestir því, þ.á m. sá
sem þessar línur ritar, að hann
standi uppi sem sigurvegari enn á
ný. Lítum á úrslit síðustu daga:
3. umferð;
Ehlvest - Gurevic 1/2:1/2
Anand - Beljavskí 0:1
Ljubojevic - Karpov 1:0
Jusupov - Kamsky 1:0
Ivantsjúk - Salov 1/2.T/2
Gelfand - Speelman 1/2:1/2
Timman - Kasparov 1/2:1/2
4. umferð:
Gurevic - Kasparov 0:1
Speelman - Timman 1/2:1/2
Salov - Gelfand 0:1
Kamsky - lvantsjúk 0:1
Karpov - Jusupov 1/2:1/2
Beljavskí - Ljubojevic 0:1
Ehlvest - Anand 1/2:1/2
Staðan að fjórum umferðum
loknum er þessi:
1. Jusupov 3 1/2 v. 2. - 3. Iv-
antsjúk og Beljavskí 3 v. 4. - 7.
Kasparov, Timman, Ljubojevic
og Anand 2 1/2 v. 8. Gelfand 2 v.
9. - 10. Speelman og Karpov 1
1/2 11. - 13. Ehlvest, Kamsky og
Salov 1 v. 14. Gurevíc 1/2 v.
Þrátt fyrir það að tap í fyrstu
umferð virðist ekki hafa hafl nein
teljandi áhrif á Kasparov hafa
skákir hans hingað til verið
sneyddar þeim krafli og hug-
myndaauðgi sem allajafna ein-
kenna taflmennsku hans. Ka-
sparov verður meðal þátttakenda
á minningarmóti um Euwe í
Amsterdam í vor, en óvíst er
hvort hann teflir í næstu heims-
bikarkeppni. Þá virðist hann ekki
ælla að setjast aftur í stól forseta
GMA, en hefur á hinn bóginn
mikinn hug á að hella sér út í
stjómmálavafstur og hefur goldið
ríflega í sjóði rússnesks lýðræðis-
flokks þar sem hann er varafor-
maður.
Urslitin i fyrstu hrinu áskor-
endaeinvígjanna og einnig byrjun
þessa móts benda í sömu átt: Ka-
sparov stafar ekki lengur hætta af
Anatoly Karpov. Framtíðin blasir
hinsvegar við Úkraínumanninum
unga Vasiiy Ivantsjúk sem svo
hressilega gekk frá Garríj í fyrstu
umferð. Skákir hans eru kannski
ekki jafn glæsilegar og heims-
meistarans, stíllinn er gruggugri,
en hann virðist ráða yfir sama
einbeitingarkrafli og keppnis-
hörku. í fjórðu umferð sem tefld
var á miðvikudaginn lagði hann
Gata Kamsky að velli á dæmi-
gerðan hátt:
Linares 1991:
Gata Kamsky
Vasily Ivantsjúk
Spænskur leikur - Marshall
I.e4e5 2. RD Rc6
3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6
5.0-0 Be7 6. Hel b5
7. Bb3 0-0 8. c3 d5
(Ivantsjúk er afar fjölbreyti-
legur í byrjanavali, teflir nánast
allt. Þetta gerir undirbúning erfið-
SKÁK
Artur Jusupov (fyrir miðri mynd) er einn ( efsta sæti á skákmótinu ( Lin-
ares. Aðrir á myndinni, sem tekin var í Belfort 1988, eru Karpov, Ribli,
Ljubojevic og Kasparov.
an fyrir andstæðinga hans. Mig
rekur ekki minni til að hafa séð
hann beita Marshallárásinni áður,
valið á sér sálfræðilegar skýring-
ar. Kamsky unir sér best í róleg-
um stöðum og þekking hans á
hvassari byijunum er oft furðu
gloppótt.)
9. exd5 Rxd5 10.Rxe5 Rxe5
11. Hxe5 c6 12. d4 Bd6
13. He2
(Algengasti leikurinn er 13.
Hel, en frá honum sprettur mikil
og flókin teóría sem Kamsky vill
sniðganga. 13. He2 var vinsæll
leikur fyrir nokkrum árum, en
mesti glansinn er farinn af hon-
um.)
13.. . Bg4 14.13 Bh5
15. Bxd5 cxd516. Rd2 f5
(1 nýútkominni bók sinni um
Marshallafbrigðið mælir John
Nunn með þessum leik og það
hefur ekki farið framhjá Ivant-
sjúk.)
17. Db3
(Skarpara er 17. a4 eins og
Nunn bendir á.)
17.. . Bf7
18. RH f4
19. Bd2 Dd7
20. Hael a5
21. a3 a4
22. Ddl Bg6
23. Bcl H17
24. h3 Bf5
25. Rh2 h5
26. Hf2 Haf8
27. Rfl Hf6
28. Rh2 Kh8
(Aætlun svarts hefur gengið
eftir. Hann hefur náð að skorða
peð hvíts á drottningarvæng, nýt-
ur meira rýmis og á kannski ein-
hverja sóknarmöguleika á kóngs-
vængnum. Það skynsamlegasta
sem Kamsky gerir er að halda
kyrru fyrir, en hér segir æskan og
reynsluleysið til sín. Útkoman er
slakur leikur sem skapar nýjan
átakspunkt í stöðu hans.)
29. b3? Hc8
30. Bb2 Kh7
31. Rfl Hff8
32. Hfe2 Hc7
33. Rh2 Hfc8 34. Rfl
®í!bbb&»
B ■sBai
i mvwtom
a b c d e f g h '
34... b4!!
(Þrumuleikur sem hefði aldrei
Helgi
Ólafsson
verið mögulegur ef ekki heíði
komið til ónákvæmni Kamskys í
29. leik.)
35. axb4
(Eða 35. cxb4 Bc2 ásamt 36.
.. axb3 o.s.frv.)
35.. . a3!
36. Bxa3
(Ivantsjúk hefur semnilega
ætlað að svara 36. Bal með 36...
Hxc3.)
36.. . Hxc3
37. Kh2 Ha8
38. Bb2 Hd3
39. Del Hc8
40. Hc2
(40. Dal var kannski skárra,
þó ekki sé staðan fogur eftir 40...
Bxb4. Þessi leikur Kamsky bygg-
ir á smábrellu sem Ivantsjúk fell-
ur ekki fyrir.)
40.. . Hxc2
41. Dxc2 Bg6!'
(Hugmynd Kamsky var 41. ..
Hxf3 42. Ddl! (ekki 42. De2?
vegna 42. ..Hxh3+! 43. gxh3 Í3+
og svartur vinnur drottninguna)
ásamt 43. Dxh5+ með gagnfær-
um.)
42. Df2 Bxb4
43. He5 Hdl
44. De2 Hbl!
(Léttu menn hvíts geta sig
hvergi hrært.)
45. Hg5Dc6 46. He5Dc2!
47. Hxh5+ Kg848. De6+ Bf7
49. Hh8+ Kxh850.Dxf7 Dc6!
(Ivantsjúk teflir lokin af mik-
illi nákvæmni. Honum liggur
ekkert á að hirða biskupinn sem
sleppur hvort eð er ekki úr her-
kvínni á b2.)
51. Bc3 Bxc3
52. Df8+ Kh7
53. Df5+ Dg6
- og Kamsky gafst upp.
Karpov
í úfnum sjó
Lánið hefur ekki leikið við A-
natoly Karpov í síðustu umferð-
um í Linares. Hann hóf mótið
með því að sigra Jaan Ehlvest, en
tapaði óvænt í 2. umferð fyrir
Indverjanum Anand. Látum það
vera. I gær var biðskákadagur á
mótinu og Karpov í aðalhlutverki
í báðum þeim skákum sem átti
eftir að leiða til lykta. Hann þótti
af sumum standa betur í skákinni
gegn Ljubojevic og vænleg var
staðan gegn Artur Jusupov. En
uppskeran varð heldur rýr. Lengi
framan af skákinni við Ljubojev-
ic gekk allt eins og í sögu. Með
nákvæmum tilfæringum náði
hann frumkvæðinu og saumaði
síðan að andstæðingi sínum eftir
öllum kúnstarinnar reglum. Lju-
bojevic hafði daginn áður mátt
þola hina hraklegustu útrcið frá
hendi Gata Kamsky og lapað í
105 leikjum og virtist ekki nema
hálfur maður í þessari skák. En
margt fer öðru vísi en ætlað er.
Ljubojevic þvældist svo fýrir
andstæðingi sínum að þar kom að
Karpov sá sig knúinn til að fóma
manni, ella sætta sig við jafntefli.
Fómin leiddi til afar flókinnar
stöðu, og þegar skákin fór í bið
eftir 61. leik Ljubojevics vom
menn ekki á eitt sáttir um bið-
stöðuna þó fieiri hölluðust að því
að Karpov stæði betur. Svo ein-
kennilega vildi til að þegar bið-
skákimar átti að tefia í gær var
skák Karpovs og Jusupovs fyrst á
dagskrá þó reglur FIDE kveði á
um að skákir fyrri umferða hljóti
alltaf að ganga fyrir. Upphófst
mikið karp um þetta atriði, en
skákstjórinn sat við sinn keip og
varð hvergi þokað. Tafðist um 1/2
klst. að hefja skák Karpovs og
Jusupovs þar sem sá síðamefndi
átti við ramman reip að draga í
endatafli með kóng og hrók gegn
kóngi, hrók og a- og h- peði Kar-
povs. Vandfundnir em þrautseig-
ari skákmenn en Jusupov, og hon-
um tókst að halda jöfnu. Síðan
tóku þeir til við taflið Karpov og
Ljubojevic, og heimamönnum til
óblandinnar ánægju sigraði Júgó-
slavinn, sem er kvæntur dóttur
borgarstjórans í Linares, eftir
u.þ.b. 3 klst. taflmennsku og 88
leiki og er skyndilega kominn f
hóp efstu manna. Veslings Kar-
pov situr efiir með sárt ennið og
harmar glötuð tækifæri.
Linares 1991:
Lubomir Ljubojévic -
Anatoly Karpov
Spænskur leikur
I. e4 e5 2. RO Rc6
3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6
5. 0-0 Be7 6. Hel b5
7. Bb3 d6 8. c3 0-0
9. h3 Bb7 10. d4 He8
II. Rbd2 Bf8 12. Bc2
(Kasparov lék alltaf 12. a4 í
síðasta HM-einvígi. Leiðin sem
Ljubojevic velur hefur ekki þótt
gefa mikil fýrirheit og Karpov
gerþekkir hana.)
12.. . g6
13. d5 Rb8 14. b3 c6
15. c4 a5 16. dxc6 Bxc6
17. cxb5 Bxb518. Rc4 Ra6
19. Bg5Rb4 20. Bbl Bxc4
21. bxc4
(Hvítur á auðvelt með að
valda c4- peðið, enda gerir Kar-
pov enga tilraun til að ná því, reit-
ina í kringum það hertekur Kar-
pov hinsvegar fijótlega.)
21.. . h6 22. Be3Dc7
23. a3 Ra6 24. Rd2 Rc5
25. Bc2 Heb8 26. Hbl
(Ljubojevic tefiir alltof óvirkt
og gefur Karpov kost á að byggja
upp stöðu sína í rólegheitum. 26.
f4 kom sterklega til greina.)
26.. . Dc6
27. Hxb8 Hxb8 28. Dal h5
29. Hbl Hc8 30. O Kh7
31. Dc3 a4 32. Hb4 Be7
33. Db2 Rfd7 34. Hb5 Bd8
35. Db4 Bb6 36. Bf2 Ha8
37. Db2 Ha6 38. Db4 Re6
(Strategía Karpovs hefur
heppnast fullkomlega og hvítur á
nú erfiða stöðu. En Ljubojevic
verst vel og gefur hvergi högg-
stað á sér.)
39. Bxb6
(Ekki 39. Bxa4 vegna 39. ..
Bxf2+ 40. Kxf2 Da8! 41. Bb3
Da7+ 42. Kfl De3! og hvítur er
gjörsamlega vamarlaus gagnvart
fjölmörgum hótunum svarts.)
39.. . Rxb6 40. Bd3 Rd7
41. Dc3 Dc7 42. Rbl Da7+
43. Kh2 Rdc5 44. Hb4 Rd4
45. Bfl Hb6 46. Hxb6 Dxb6
47. Db4Dd8 48. Dd2 Df6
49. Kgl Kg7 50. Be2 Dh4
51. Bdl Dd8 52. KO Db6
53. Db4Da7 54. Rc3
(Herjar á eina veikleikann í
stöðu svarts, a4-peðið og knýr
Karpov til að róttækra aðgerða.
Einhversstaðar hefur Karpov
misst þráðinn, því staða hans áður
var mun vænlegri. Það er eins og
hann hafi skort hugmyndafiug til
að fylgja efiir ávinningum hinnar
markvissu tafimennsku í miðtafi-
inu.)
54... Rd3
55. Dbl
a b c d e f g h
55... RxO!?
(Vitaskuld var jafntefli að
hafa með 55. .. Rc5.)
56. Dxd3 Dgl+
57. Ke2 Dxg2+
58. Ke3 Rd4
59. Re2 Dxh3+
60. Kd2 Dg2
61. Kc3
a b c d e f g h
(I þessari flóknu stöðu fór
skákin í bið. Svartur hefúr þijú
peð fýrir manninn og frípeð hans
á h -línunni er afar ógnandi.)
61.. . Re6
62. Kb4 h4
63. Dxd6 Dxe4
64. Rc3 De3!?
(Dálítið einkennilegur leikur.
Eðlilegra var 64... Del.)
65. Bxa4 h3
66. Bc6 h2
67. Be4 Dxe4
(Karpov finnur enga betri
leið. Nú bjuggust flestir við jafnt-
efli, en Ljubojevic á auðveldara
með að þoka peðum sínum áfram
og á því betri stöðu.)
68. Rxe4 hl(D)
69. Dxe5+ Kh7
70. Rf6+ Kh6
71. Re4 Dbl+
72. Ka5 Kh7
73. c5 Del+
74. Kb6 Dbl+
75. Kc6 Dd3
76. Rf6+ Kh6
77. De3+!!
(Glæsilega leikið. Riddara-
endtaflið er unnið á hvítt þó tæpt
sé.)
77.. . Dxe3+
78. Rg4+ Kg5
79. Rxe3 Kf4
80. a4!
(Þennan snilldarleik varð Lju-
bojevic að hafa séð fyrir. Svarti
riddarinn fær ekki stöðvað a-peð-
ið.)
80.. . Kxe3
81. a5 g5
82. a6 g4
83. a7 g3
84. a8(D) g2
85. Dg8! KO
(En ekki 85. .. Kf2 86. Dxf7+
Kg3 87. Dxe6 gl(D) Dg6+ og
vinnur.)
86. Kd6! Rxc5
87. Kxc5 f5
88. Dg5
- og Karpov gafst upp. Hann
lendir óumflýjanlega í leikþröng
hvað eftir annað. Dæmi: 88. .. f4
89. Kd4 og efiir 88. .. Kf2 89.
Dxf5+ Ke 1 90. Dg4 Kf2 91. Df4+
Ke2 92. Dg3 Kfl 93. DD+ og nú
vinnur hvítur tíma til að koma
kóngi sínum áleiðis. Mögnuð bar-
áttuskák.
18 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. mars 1991