Þjóðviljinn - 01.03.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.03.1991, Blaðsíða 8
NÝTI þlÓOVILJIMN Útgefandi: Útgófufélagið Bjarki h.f Afgrelðsla: « 68 13 33 Framkvœmdastjórl: Hallur Páll Jónsson Auglýsingadeild: »68 13 10 - 68 13 3 1 Rltstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason, Slmfax: 68 19 35 Helgi Guðmundsson Verð: 150 krónur I lausasölu Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ragnar Karlsson Fréttastjórl: Slgurður Á. Friðþjófsson Setnlng og umbrot: Prentsmíðja Þjóðv Prentun: Oddi hf. Ijanshf. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson Aðsetun Slðumóta 37,108 Reykjavlk Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Tangarsókn talnanna Nú þegar mestu hitasótt styrjaldarinnar linnir í Kúvæt og írak, vill það brenna við, að árangrinum sé fagnað eins og vel heppnaðri skurðaðgerð og ástand sjúk- lingsins aðeins metið með kvikasilfur- smælum dollaranna. Tölur eru uppi hafð- ar um hugsanlegt mann- og eignatjón. En lítið er hægt að glöggva sig á raunveru- legri líðan á sjúkrabeðnum og framtíðar- horfum. Einu spádómarnir sem heyrast snúast um kostnað, verkfræði, gróða og tap. Mannlegi þátturinn og sálrænu áhrif- in eru langt utan þess sviðs sem hægt er að meta. Um áhrif þessa stríðs veit eng- inn neitt. En fari svo sem hingað til hefur gerst í kjölfar styrjalda, þá geta eftirköstin og erfðasyndirnar að lokum skyggt á það „réttlæti“ sem átti að ná fram að ganga. Nú vona vissulega allir, að úr málum greiðist farsællega. Eðlilegt er að heims- byggðinni létti, þegar skothvellirnir hljóðna. Þó heyrist hlakka í sumum vegna hrakfara írakshers, líkt og þar fari tómar mannleysur og réttdræpir þrjótar. Illvirki leystu þennan Eyðimerkurstorm úr læðingi og í honum fólst illska á móti. Hart mætti hörðu. Hér í leiðurum Þjóðviljans var ítrekað túlkuð sú skoðun, að hernaðarátök af því tagi sem Islendingar hafa fengið að skoða gegnum bresk og amerísk skráargöt, bæru í sjálfum sér mikla áhættu fyrir seinni tíma. Og nú þegar fregnir berast af mannfalli stríðsins skulu þessi orð sem rituð voru hér morguninn í upphafi loft- hernaðarins 17. janúar og birt í leiðara nú rifjuð upp: „Umhyggja þeirra sem kölluðu á frið, frest, friðarráðstefnu, öryggissveitir, - snerist um þessi mannslíf, sem ofbeld- isseggurinn og foringjar hans tóku í gísl- ingu. Friðarsinnar sættu sig ekki við að hugsanlegri brjálsemi eins einstaklings yrði mætt með þvílíkum fórnum, væru nokkrar aðrar leiðir færar...Hafi vitfirringur fólk í gíslingu sinni, hvort sem er byssu- maður í fjölbýlishúsi eða forseti íraks, má einskis láta ófreistað að vernda þá sem saklausir eru, í stað þess að kveikja í hús- inu... Það er síðan ef til vill til sanninda um aukna markaðhyggju þjóðfélagsins, að í síauknum mæli skuli hafa verið rætt um ástandið í austurlöndum nær eins og hver önnur viðskipti og yfirvofandi árás banda- manna sem áhættufjárfestingu: Hvað kostar Persaflóastríð, í mannfórnum, eignatjóni, umhverfisáhrifum? Verður það ódýrara nú heldur en ef það er dregið á langinn? Mun kostnaðurinn vegna Sadd- ams Hussein aukast, takist einhvers kon- ar bráðabirgðasamningar eða kallað verði til friðarráðstefnu? Það „réttláta stríð“ sem margir hvetja nú til, skiptir að vísu iðnríkin meira máli í aurum talið, heldur en lausnirnar á vanda Líbana og Palestínumanna. Liggja þó fyr- ir fleiri ályktanir Sameinuðu þjóðanna um brýna lausn á vanda þeirra en um Kúvæt. Fáum dylst að „réttlæti“ stríðs núna er við- skiptalegs eðlis.“ Það hefur einnig komið á daginn, að þrátt fyrir að hörð andmæli virtra einstak- linga kæmu fram í löndum Bandamanna síðustu daga Eyðimerkurstormsins, vegna þeirrar harðneskju sem beitt var undir lokin og augsýnilega hafði í för með sér mikla tortímingu, þá kröfðust hags- munir sóknaraðilanna þess að kné væri látið fylgja kviði með þessum hætti. Eyði- merkurstormurinn er sönnunargagn þess að talnaveldi viðskiptanna reri undir þeirri tangarsókn sem skilið hefur eftir flakandi sár einhvers staðar bak við luktar dyr fréttabanns og ritskoðunar allra stríðsaðil- anna. ÓHT 0-ALIT ácq BARA AÐ HlS/ÖA KALL) RjQLMAI^RA 6jÁLFST/€þi\SA/\ANNA. EK AÐ GERA /V\\NA SKYLDU. LAÐ ÁeKKEKT SK.VLT VÍÐ PÁ ó$Tjo£NL£6LL NAUTN) M'NA ouVERAYF\R ASIKA HAFiKiN - BARA SKyLPA-*- SKÍLU££>ul'? _ 8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. mars 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.