Þjóðviljinn - 02.03.1991, Page 4

Þjóðviljinn - 02.03.1991, Page 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar ÞINGLYNDI Samgönguáratugurinn í gær var hátíðisdagur á Ólafsfirði þegar nýju jarð- göngin voru vígð. Þjóðviljinn óskar Ólafsfirðingum til hamingju með þann langþráða áfanga sem nú hefur náðst. Jarðgöngin gera það að verkum að byggðar- lögin við Eyjafjörð eru nú orðin að einu atvinnu- og þjónustusvæði. Á svæðinu búa um tuttugu þúsund manns og hvergi utan Suð- vesturhornsins er atvinnu- líf fjölskrúðugra. Enda þótt göngin skipti mestu fyrir Ólafsfirðinga hafa Eyfirðingar allir hag af því að svæð- ið sé eflt með þessum hætti. Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra hefur sagt að líta megi á nýhafinn áratug sem samgöngu- og tjarskiptaáratug. Þetta felur í sér að á næstu árum verði ráðist í mörg stórverkefni í vegagerð en einnig gerbreytingu á tjarskiptum og símaþjónustu innan- lands sem og við útlönd. Nú þegar hefur orðið mjög mikil breyting í þessum efnum, vegir hafa víða stór- batnað og munu enn verða bættir á allra næstu árum, ef fylgt verður eftir þeim vegaáætlunum sem eru til umræðu á Alþingi þessa dagana. ( annan stað hefur orðið hrein bylting í símamálum á örfáum árum, bæði að því er varðar tækni og kostn- að, með því að unnið hefur verið að jöfnun símakostn- aðar milli landshluta. Bættar samgöngur og nútímaleg fjarskipti stytta ijarlægðir bæði beint og óbeint, rjúfa einangrun og jafna búsetuskilyrðin skjótar en flest annað. Nútíma- leg fjarskipti við útlönd færa íslenskt atvinnulíf nær mörkuðunum, færa íslendinga nær umheiminum og gera þeim betur kleift að stunda viðskipti sem eru þjóðinni lífsnauðsynleg. Án blómlegra viðskipta við út- lönd, þar sem framleiðsluvörur okkar eru seldar þar sem best verð fæst fyrir þær, verður ekki haldið uppi velferðarþjóðfélagi á Islandi þegar til lengdar lætur. í þeim vegaáætlunum sem nú eru til umræðu á Al- þingi er gert ráð fyrir Ijölmörgum vegaframkvæmdum, nýjum vegum og endurbættum, jarðgöngum fyrir vestan og austan, mörgum nýjum brúm stórum og smáum en auk þess er gert ráð fyrir að stytta vega- lengdir á nokkrum stöðum með því að leggja vegi og byggja brýr yfir firði í stað þess að krækja fyrir þá eins og nú er gert. Áætlað er að Ijúka verkefnunum á næstu tólf árum. Verði öllu komið í verk sem langtíma- áætlun í vegamálum tekur til verður ísland gjörbreytt land í upphafi næstu aldar, með algerlega nýjum möguleikum á að byggja upp öflug þjónustu- og at- vinnusvæði í öllum landshlutum. Til svo viðamikilla framkvæmda þarf að verja miklu fé, enda mun þurfa að verja á milli 70 og 80 miljörðum króna til þeirra á tímabilinu og er ætlunin að innheimta þetta fé með bensíngjaldi og þungaskatti. í framtíðinni er því ætlast til að umferðin greiði stærstan hluta kostnaðarins af viðhaldi og nýbyggingu samgöngu- mannvirkja. Hvort af öllu þessu verður ræðst svo af því að Al- þingi samþykki áætlunina og þingmenn neití sér um að hirða verulegan hluta af ætluðum tekjum til vega- gerðar beint í ríkissjóð. Samgönguráðherra hefur sett fram þá hugmynd að Vegagerðin verði gerð að sjálf- stæðri stofnun líkt og Póstur og sími og hafi tekjur sín- ar af umferðinni á sama hátt og Póstur og sími hefur tekjur af þeirri þjónustu sem stofnunin veitir. Þetta er athyglisverð hugmynd sem vert er að huga nánar að. í henni felst m.a. að hætt er að taka framlög til vega- gerðar af skattfé sem hugsanlega gæti orðið til þess að tryggja betur raungildi vegafjár en verið hefur. Færi vel á því að í upphafi samgönguáratugarins settu stjórnvöld sér ekki einasta metnaðarfullar áætlanir, heldur fyndu einnig leiðir til að gera skipulag fram- kvæmda enn skilvikrara og ódýrara en verið hefur. hágé. Myndir: Jim Smart Æth eg geti fengið hana Möggu til að skella uppúr meðan hann Halidór talar? ÞJÓÐVIUINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagiö Bjarki h.f. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guömundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friöþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Elías Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson, Garðar Guöjónsson, Guömundur Rúnar Heiöarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Gíslason, Sævar Guöbjörnsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Haröarson. Auglýsingar: Sigríður Siguröardóttir, Svanheiöur Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Afgreiöslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir: Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiösla, ritstjóm, auglýsingar: Siöumúla 37, Rvík. Sími: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verö í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverö á mánuöi: 1100 kr. 4.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. mars 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.