Þjóðviljinn - 02.03.1991, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 02.03.1991, Qupperneq 7
Færeyskan ekki af baki dottin Fyrst færeyskan hefur tórt ( gegnum aldirnar þrátt fyrir yfirþyrmandi dönsk áhrif, er von til þess að við getum enn þraukað, segir Jóhan Hendrik Poulsen, prófessor við Fróðskapar- setur Færeyja. Mynd: Ragnar. ví hefur verið haldið fram fullum fet- um að íslenskan hefði dáið út ef þið íslendingar hefðuð ekki fengið íslenska biflíuþýðingu 1584. Hvað með okkur Færeyinga? Færeyskan iifði þrátt fyrir það að við fengjum enga biflíuþýðing- una fyrr en nokkrum ðldum síðar. í þessu sem öðru vilja menn grípa til al- hæfínga sem ekki eiga kannski endilega við sterk rök að styðjast, segir færeyski málvísindamaðurinn og prófessorinn Jóhan Hendrik Winther Poulsen. Þegar blaðamaður hafði viðdvöl í Fær- eyjum á dögunum var honum sögð sú saga af Jóhani Hendrik og brennandi áhuga hans á færeyskri málrækt, að hann sæist oft í þungum þönkum á gangi um miðbæ Þórs- hafnar. Við og við skotraði hann þó augun- um upp á skilti fyrir ofan dyr verslana, og sæi hann ankannalegar nafngiftir tæki hann lykkju á leið sína, stikaði stórum inn fyrir dyr viðkomandi búðarholu og krefði verslunareigandann um að taka ónefnið niður og setja færeyskt heiti í staðinn. Hvað sem sannleiksgildi þessarar hálf- gildings þjóðsögu líður, varð blaðamanni ljóst af þeirri stuttu viðkynningu sem hann hafði af Jóhani Hendrik að þar var maður sem er bæði vakinn og sofinn yfír velferð færeyskunnar, tungu þessa litla málsamfé- lags sem telur innan við 50.000 sálir. Togarakarl og háskólanemi Jóhan Hendrik hefur gott vald á ís- lensku, reyndar það gott að vart verður annað numið af máli hans en þar sé íslend- ingur á ferð. Stöku sinnum rekur hann þó í vörðumar og þarf að hugsa sig litillega um meðan hann er að finna viðeigandi orð. Hann er reyndar ekki alls ókunnugur íslandi og íslendingum. Hann stundaði nám í íslensku við Háskóla Islands sem ungur maður. A sumrin gerðist hann tog- arakarl á íslenskum togumm, og var m.a. á Júní, einu af aflaskipum Tryggva Ofeigs- sonar. - Þetta var harður skóli, en ánægjuleg- ur. I það minnsta þegar upp var staðið ftá slarkinu. Fródskaparsetur í blóma Jóhan Hendrik er prófessor í færeysku máli við Fróðskaparsetur Færeyja - háskóla Færeyinga. Hann var inntur lítilega eftir starfsemi þessarar færeysku „akademíu". Fróðskaparsetrið hafði til skamms tíma á að skipa þremur prófessorum, tveimur í sögu og þjóðfræðum, auk Jóhans í málvís- indunum. Fyrir nokkmm dögum bættist sá fjórði í hópinn er skipaður var prófessor við náttúmvísindadeildina. Jóhan Hendrik segir að fjöldi skráðra nemenda sé um 100 og þar af séu einir 20 í málvísindadeildinni. - Við bjóðum upp á tveggja ára nám í færeysku og færeyskum ffæðum. Þá höfum við boðið nemendum upp á framhaldsnám- skeið, þannig að námstíminn er allt i allt til fjögurra ára. - Auk færeyskra fræða em náttúmvís- indi kennd við Fróðskaparsetrið og hafínn er undirbúningur að kennslu í félagsvísind- um, en það ekki enn ljóst hvenær hún hefst, segir Jóhan Hendrik. - Því miður höfum við enga íslenska stúdenta hjá okkur núna, en þeir hafa nokkrir verið í gegnum tíðina. Við höfum efnt til sumamámskeiða í færeysku máli á fjögurra ára fresti. Á þau námskeið koma jafnan nokkrir Islendingar. Færeyska fullgilt mál ísamfélagi málanna - Nei, menn halda ekki lengur fram þeirri skoðun Rasmusar Kristjáns Rasks að færeyskan sé ekki sjálfstætt mál, heldur einskonar mállýska út ftá íslenskunni. Það kviknaði reyndar ljós fyrir Rask síðar og hann sá mikilvægi færeyskunnar sem sjálfstæðs máls, segir Jóhan Hendrik. Meðan Jóhan er í miðum klíðum að fræða blaðamann um færeyskt mál hringir síminn. Áhugasamur hlustandi þáttarins „Daglegs máls“ sem Jóhan Hendrik er með í færeyska útvarpinu, hringdi til að spyija hvort orðið Iora, sem er úr sjómannamáli, fyndist í spjöldum að orðtökusafni fær- eysku orðabókarinnar. Jóhan Hendrik benti viðmælandanum á að þetta orð væri komið úr ensku og væri sambærilegt orðinu lower. - Það er mikið um að fólk hringi eða skrifi og láti okkur vita af orðum og orða- samböndum. Það voru orð að sönnu. Þann stutta tíma sem undirritaður staldraði við hjá Jóhani Hendrik, hringdu áhugasamir hlustendur í ein fímm skipti í þessum erindagjörðum. Jóhan Hendrik segist alltaf ganga með litla kompu á sér og hripi niður í hana hvaðeina sem hann heyri á fomum vegi og kannist ekki við. - í kompuna að framverðu hripa ég niður þau orð og orðasambönd sem mér finnst að hljóti að vera af hinu góða, en það sem ég heyri og brýtur i bága við mál- kenndina set ég aftast. Þetta hvorutveggja mætist svo um það bil um miðja vegu í bókinni þegar hún er orðin full. Að tala færeysku, en hugsa á dönsku - Erlend máláhrif berast einkum inn í færeysku frá dönsku. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt þegar litið er til þess að dankan var ríkjandi opinbert mál í Færeyj- um um aldir og tiltölulega stutt er síðan að skólanemendur fengu kennslu á sínu móð- urmnáli í stað dönskunnar. - Við höfum vanist á að hugsa á dönsku. Við lesum mikið af dönskum bók- um og önnur afþreying, s.s. í gegnum sjón- varp, er að miklu leyti á dönsku. Á síðustu árum hefur reyndar komið talsvert út af Fœreyski málvísindamaður- inn Jóhan Hendrik Poulsen ræðir um fœreyskt mál og málrækt í viðtalivið Þjóðviljann bókum á færeysku. Enn er þó talsverður hluti skólabóka á dönsku. - Ensk áhrif í færeysku eru ekki tiltak- anlega mikil, nema einna helst í sjómanna- máli. Það er uppfullt af enskum slangur- yrðum. Ensku máláhrifin síast helst inn í fær- eyskuna i gegnum dönskuna. Þar má nefna sem dæmi setninguna: Det er op til dig - sem er hreinlega bein þýðing úr ensku: This is up to you. Við höfum reynt að bregðast við þessu og fá menn til að segja: Tað stendur til tin, en í staðinn verður úr þessu blendingur: Tað stendur up til tín. Það er alls ekki auðvelt við þetta að eiga. - I málræktinni reynum við eftir mætti að veijast óeðlilegum utanaðkomandi mál- áhrifum. Það er auðveldast um vik þegar um er að ræða einstök orð, en öllu verra er að eiga við áhrif á setningafræði og orða- sambönd, segir Jóhan Hendrik. Einangrunin okkar besti bandamaður - Ég brosi stundum í kampinn þegar ég heyri Norðmenn og Svía tala um sig sem veikburða og lítil málsamfélög. Hvað þá með okkur, sem erum innan við 50.000? - Það sem hefur helst orðið okkur til bjargar er einangrunin. Þessu er öfugt farið með Frísi til að mynda, sem búa í námunda við öflugt málsamfélag hollenskunnar. Nefna mætti einnig Hjaltlendinga og Orkn- eyinga, en saga og afdrif þeirrar norrænu sem þeir töluðu fram undir þessa öld, er lýsandi dæmi um það hvað getur gerst þeg- ar smáþjóðir eru háðar duttlungum kon- unga og höfðingja. Hjaltlendingar hafa reyndar varðveitt allt fram á þennan dag ýmis norræn orð. Það á einkum við um orð úr sjómannamáli, s.s. orð og hugtök um sjóvíti. Hefði það sama átt fyrir færeyskunni að liggja og nom, máli Hjaltlendinga og Orkneyinga, töluðum við að öllum líkind- um dönsku, sem væri lík þeirri dönsku sem við tölum í dag, sem er ærið færeyskuskot- in, segir Jóhan Hendrik. Mállýskumunur og fjölbreytni Islendingar sem til Færeyja koma og heyra á mál heimamanna verða þess fljót- lega áksynja að mállýskumunur er mikill milli eyja. Þannig virðist færeyskan sem töluð er í Þórshöfn mikið dönskuskotnari og framburður allur loðnari, meira í ætt við danskan framburð. Öðru máli gegnir til að mynda á Sandey, þar tala heimamenn mun skýrara mál og harðara, sem gerir íslensku eyra auðveldara um vik að skilja það sem sagt er. Jóhan Hendrik segir það rétt að mál- lýskumunur sé mikill milli byggðarlaga. - Á Sandey tala menn harðara, skýrara og kjamyrtara mál en íbúar norðureyjamia. - Sjálfsagt eru ástæður þessa þær helst- ar að samgöngur milji eyja og byggðarlaga voru litlar um aldir. Á hinn bóginn er skýr- ingin sú að við fengum ekki færeyskt rit- mál fyrr en á síðari hluta 19. aldar. - Mállýskum er hætt við að jafnast saman fyrir tilverknað fjölmiðlunar og bættra samgangna. Samt finnst mér votta fyrir stolti margra yfir þeirri mállýsku sem þeir tala, og margir vilja halda i sína mál- lýsku. - Færeyskan er því mjög forvitnileg til rannsókna á því hvemig mál breytast, segir Jóhan Hendrik. Eigum Hamishaimb gjöfaðgjalda - Við Færeyingar eigum V. U. Hamis- haimb gjöf að gjalda fyrir þær ritunarreglur sem hann bjó til yfir færeyskt mál. Þær reglur styðjumst við að mestu enn við í dag. - Ritunarháttur Hamishaimb svífur í reynd yfir öllum mállýskumun - þær rúm- ast allar innan ritumarreglnanna. Þetta hef- ur leitt til þess að mállýskumar hafa varð- veist mun betur en ella og jafnframt stuðl- að að viðhaldi færeyskrar tungu. - Þessu var til 'að mynda öfugt farið með frísneskuna. Þegar menn tóku sig til og bjuggu til ritmál fyrir hana var ekkert tillit tekið til mállýskumunar. Heldur var ein mállýskan valin og búið til samræmt ritmál úr henni. Þetta leiddi til þess að frís- neska ritmálið festist ekki í sessi og varð ekki tamt stómm hluta manna sem töluðu frísnesku, segir Jóhan Hendrik. Málrækt og nýyrðasmíð - Það sem gert hefur verið á íslandi varðandi málrækt er til mikillar fyrirmynd- ar. Hefðum við ekki þessa fyrirmynd, er óvíst hvort hér hefði nokkuð verið unnið að þessum málum með markvissum hætti, segir Jóhan Hendrik, en hann er formaður færeysku málnefndarinnar og ýmislegt er á döfinni í útgáfustarfi til að leggja gmnn að viðhaldi tungunnar. Fyrsta færeysk-fær- eyska orðabókin er í smíðum, og nýlega var gefið út færeyskt tölvuorðasafn. - Viðvíkjandi nýyrðasmíðina höfum við mikið gert af þvi að sækja í smiðju til íslenskunnar. Vitanlega er ekki hægt að yf- irfæra og aðlaga öll íslensk orð og hugtök að færeyskum beygingar- og orðmyndun- arreglum. Og stundum er ekki laust við að maður finni gæta hjá sumum ótta við að leita um of íslenskra fyrirmynda. Fyrir sumum lítur þetta þannig út að við séum þiggendumir en Islendingar gefendumir. - Sem betur fer er þessu ekki alfarið þannig farið. Ég var einhveiju sinni á ráð- stefnu með íslenskri konu, sem sagðist þurfa að skjótast niður í bæ til að kaupa pínkulítið dót handa bömunum sínum. Orðið pínkulítill er komið úr færeysku, segir Jóhan Hendrik og kímir við. Færeyska á viðsjárverðum tímum - Við vitum ekki hvemig færeyskri tungu kemur til með að reiða af í framtíð- inni. Það er alltaf ástæða til að vera á varð- bergi gagnvart erlendum áhrifum, sem em alltaf að verða stórtækari með hveiju árinu, samfara auknu alþjóðlegu fjölmiðlaflæði. - Fyrst ekki tókst að ganga af færeys- kunni dauðri er við vorum aðeins 5000 talsins, skulum við vona að þessum 48.000 hræðum auðnist að viðhalda tungunni, seg- ir Jóhan Hendrik að lokum. -rk Laugardagur 2. mars 1991 ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.