Þjóðviljinn - 02.03.1991, Síða 9

Þjóðviljinn - 02.03.1991, Síða 9
Kynslóðin sem hóf barna- skólagöngu, í upphafí raun- verulegrar vélaaldar á íslandi, þ.e.a.s. á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina, átti alls ekki von á því að leggjast í ferðalög, hvorki þá né síðar. Ástæðan var einföld: þjóðin átti hvorki vegi né samgöngutæki sem þurfti til að gera ferðalög að almennings- íþrótt. Kortið af Islandi sýndi vissu- lega „vegi“ um mikinn hluta landsins en fjöldi byggðarlaga var ekki í neinu vegasambandi við umheiminn. Venjulegt vinnandi fólk fór ekki út úr heimabyggð- inni nema eiga brýnt erindi. Sjúk- ir fóru stundum suður til að leita sér lækninga, skólanemendur fóru heiman og heim haust og vor, stjómmálamenn létu stöku sinnum sjá sig og athafnamenn í sjávarútvegi eða menn í opinber- um störfum fóru milli landshluta vegna starfa sinna. Slarkferð til Ólafsfjarðar Frá landshlutum sem fjær lágu Reykjavík var næstum alltaf farið með strandferðaskipunum Esju, Heklu, Herðubreið eða Skjaldbreið. Súðin sem hafði orð á sér fyrir að fara hægt en býsna örugglega heyrði til fortíðinni. Á næstu árum var einangrun byggðanna rofin yfir sumarið með lagningu vega yfir fjöll og fimindi, en í landinu vom hvorki tæki né kunnátta, kannski ekki einu sinni hugmyndaflug, til að bora i gegn um fjöll. Því fór Qarri að þessir vegir risu undir nafhi, sérstaklega á vorin þegar langir kaflar breyttust í illfærar vilpur sem hétu mismunandi nöfnum, líklega eftir landshlutum, slörk, hvörf og ófærur eða annað álíka. Ferðalög undir þessum kringum- stæðum eru mörgum minnisstæð og má ekki minna vera en rifja upp eitt slíkt. Það var vorið 1971 að undir- ritaður var í kosningaslagtogi með Stefáni heitnum Jónssyni og Lúðvík Jósepssyni, þá þingmanni Austurlands og fyrrverandi sjáv- arútvegsráðherra. Stefán var þama í fyrsta sinn í framboði og lá því mikið við að komast í kall- færi við Olafsfirðinga. Viðreisn- arstjómin hafði þá setið að því er manni fannst frá ómunatíð og vinstri sinnum orðið mikið mál á að komast í valdastóla, ekki síst til að losa þjóðina undan oki land- helgissamninganna við Breta. Við lögðum af stað frá Akur- eyri snemma dags enda var ætlun þeirra félaga að hitta menn að máli, slugsa á bryggjum og í fisk- vinnsluhúsum áður en opinbert fundarhald hæfist. Ekki hamlaði veður fór okkar hið minnsta, enda þótt nokkur dumbungur væri sem breyttist fljótlega í þoku sem átti eftir að standa mestan part dags- ins. Þeir félagar settust inn í bíl- inn hjá mér, klæddir að hætti þeirra manna sem ætla sér mikinn hlut í stjóm landsins, en slíkur búnaður samanstóð í þá daga af blankskóm, jakkafötum og slifsi. Milli Akureyrar og Ólafsfjarðar em rétt um 60 kílómetrar, meira að segja í þá daga vel innan við klukkutíma ferð. Jeppinn lagðist ákviðinn Skemmst er frá því að segja að hin vaska sveit var lungann úr deginum að komast þessa leið, enda þótt allur snjór væri horfinn af láglendi fyrir löngu. Fyrsta slarkið sem eitthvað kvað að var við Fagraskóg, ca 20 km fyrir ut- an Akureyri, mér fínnst eins og það hafí verið nokkur hundmð metra langt. Við stoppuðum dá- litla stund, virtum fyrir okkur for- ina sem samkvæmt kortinu átti að vera þjóðvegur, og var sannarlega ekki árennileg. Svo Iögðum við í hann og nutum góðs af því að Japanir höfðu smíðað handa okk- ur hörkutól með sex strokka vél. Frambjóðandinn og þingmaður- inn sögðu ekki orð á leiðinni og þögnin varð sérstaklega dramat- ísk þegar jeppinn stoppaði i miðju kviksyndinu og ég rak hann í bakkgír með látum og náði að koma í veg fyrir að hann settist að. Öllum var okkur auðvitað ljóst að þingmannsskæðin vom ekki upp á það heppilegasta ef farþegamir heföu þurft að fara út við þessar aðstæður. En þar að auki var Stefán einfættur og gekk á gervifæti sem var honum auð- vitað til trafala eins og á stóð. Við komumst að lokum hjálparlaust yfir og líka yfir eða framhjá öllum þeim íjölda af hvörfum sem á leið okkar urðu til Dalvíkur. Á leið- inni milli Dalvíkur og Ólafsfjarð- armúla gerðist svo það sem ég haföi óttast mest í hveijum pyttin- um á fætur öðmm: jeppinn lagðist á kviðinn og varð ekki haggað. Harðskeyttur ökumaður á góðum aldri í þýðingarmiklum erinda- gjörðum reynir að sjálfsögðu allt Þvl miður varð ekki af myndatöku í slarkferðinni til Ólafsfjarðar. Meðfylgjandi mynd, sem Hjörleifur Guttormsson tók á kosningaferðalagi á Austurlandi fjórum árum áður, sýnir vel hverskonar „samgöngumannvirki" vegimir gátu orðið. (Svona dæmi er vísast enn að finna á fáfamari vegum á vorin.) Þetta hvarf vará Oddsskarðsvegi, milli Eskifjaröar og Neskaupstaðar. sem hann má til að koma farþeg- um sínum á áfangastað og ekki stóð á tilraununum. Lúðvík og Stefán komust ótrúlega ldakklítið út úr bílnum og á þurrt. En það var alveg sama til hvaða ráða við gripum, tjakkurinn fann enga festu, grjót- og stauraburður kom fyrir ekki. Eftir mikið puð og ár- angurslaust lagði sjávarútvegs- ráðherrann fyrrverandi af stað fótgangandi til Dalvíkur að sækja hjálp. Við Stefán sáum hann hverfa inn í þokuna sem grúföi nú yfir öllu og Stefán tók upp það hjal sem hann einn kunni og var stundum svo leiftrandi fyndið að maður náði ekki andanum fyrir hlátri. Um hvað hann talaði man ég ekki lengur nema að hann taldi að með þessu áframhaldi yrði það seinunnið verk og torsótt einfætt- um manni að komast inn á Al- þingi Islendinga til varanlegrar viðveru, enda væri almætti vega- mála sýnilega á bandi íhaldsins, sem allir vissu að fór með hin ver- aldlegu völd í samgönguráðu- neytinu. Við heyrðum loks í drátt- arvél sem greiðvikinn Dalvíking- ur ók, en Lúðvík stóð á beislinu. Það reyndist ekki langrar stundar verk að ná jeppanum upp með at- beina Dalvíkingsins, sem ég man ekki lengur hver var. Við héldum ferðinni áfram og komumst að lokum út í Ólafsfjörð. Mig minnir reyndar að það hafi verið í þessari ferð sem við urðum að skilja bíl- inn eftir í Múlanum vegna þess að snjóskriða féll á veginn. Færtalladaga Fundur var haldinn með Ól- afsfirðingum eins og til stóð, en ekki komst Stefán á þing í kosn- ingunum sem ffam fóru litlu seinna og fannst mér þó af undir- tektum fiindarmanna að Ólafs- firðingar væru allir af vilja gerðir til að koma því í kring. Er nú mál að linni inngangi að því sem hér er ætlunin að segja frá og vitnar um að nú er öldin önnur í samgöngumálum; tillög- um til þingsályktunar um lang- tímaáætlun í vegagerð og vega- áætlun fyrir árin 1991-1994 og eftirmaður Stefáns Jónssonar á þing, Steingrímur J. Sigfiísson samgönguráðherra, mælti fyrir á þingi í fyrradag. Við gerð langtímaáætlunar er innleitt nýtt hugtak, samgöngu- svæði, „en það tekur til svæðis umhverfis þjónustumiðstöð (þétt- býli), þar sem fjarlægðir eru ekki meiri en svo að sækja megi þjón- ustu til miðstöðvarinnar a.m.k. nokkrum sinnum í viku, og engir þeir þröskuldar á vegakerfmu fyr- ir hendi, sem hindri slíkt í veru- legum mæli. Þjónusta við um- ferðina svo sem vetrarþjónusta á að taka mið af þessum svæðum, þannig að hún er mest innan svæða, en minni milli svæða,“ eins og segir orðrétt í greinargerð. Þá segir að skil milli samgöngu- svæða markist „af fjallvegum, víðáttumiklu stijálbýli eða eyja- sundum. Samgöngusvæði skal al- mennt ekki vera stærra en svo, að fjarlægð innan þess að þjónustu- miðstöð sé ekki meiri en 70 km á norðanverðu landinu og 100 km á sunnanverðu landinu.“ Á áætlunartímanum (12 ár- um) er stefnt að því að auka þjón- ustuna þannig að stofnbrautum verði haldið opnum alla virka daga og alja daga þar sem umferð er mikil. Á milli nágrannasvæða eins og það er orðað verði haldið opnu þrisvar til fimm sinnum i viku og á sama að gilda um hring- veginn og helstu stofhbrautir út frá honum. Jarðgöng fyrir vestan og austan Þá verður á áætlunartimanum lögð meiri áhersla á umferðarör- yggi og sett það markmið að fækka umferðarslysum enda þótt reiknað sé með að umferð aukist að jafnaði úin 2% á ári. Tekna til þeirra vegaframkvæmda sem áætlaðar eru á að afla með bensín- gjaldi og þungaskatti og er gert ráð fyrir að heildarkostnaður verði 74,1 miljarður króna sem skiptist þannig: Stofnbrautir 27,2 Þjóðbrautir 17,5 Jarðgöng 10,6 Höfuðborgarsvæðið 18,8 Áætluninni er síðan skipt nið- ur í þijú tímabil og af þvi að jarð- göng eru nokkuð á dagskrá um þessar mundir er fróðlegt að líta á verkefhin á því sviði en þau eru Ólafsfjarðargöngin, sem nú er um það bil að ljúka, Vestfjarðagöng, sem á að ljúka á öðru tímabili (innan átta ára), Austfjarðagöng, sem á að ljúka innan 12 ára, og lagfæring á Strákagöngum til Siglufjarðar sem Ijúka skal á fyrsta tímabili. Með Austfjarða- göngum er átt við göng sem ijúfi vetrareinangrun Norðfjarðar og Seyðisfjarðar. Þegar öllum þess- um miklu verkefhum verður lokið á að vera komið bundið slitlag á þá vegi þar sem reikna má með 100 bíla umferð eða meira á dag. I árslok 1990 var búið að leggja á 2257 km en í lok tímabilsins á þessi vegalengd að hafa meira en tvöfaldast og getur bílafloti lands- manna þá rúllað á 5350 kílómetr- um af bundnu slitlagi og má sjá breytinguna á meðfylgjandi korti. Stórbrýr og „fjarðaþveranir“ Til stórbrúarsmíða og svo- kallaðra „fjarðaþverana" er reikn- að með að veija um 1,5 miljarði. Á fyrsta tímabili á að ljúka við Dýrafjörð, Markarfljót, Breið- dalsá og Vesturós Héraðsvatna í Skagaflrði. Innan átta ára skal lokið við Kúðafljót og innan tólf ára við Gilsfjörð, Skjálfandafljót, Jökulsá hjá Fossvöllum og Jök- ulsá í Lóni og framkvæmdir hafn- ar í Kolgrafarfirði. Nú er 751 brú í vegakerfinu 10 metra löng eða meira. Þar af eru 145 byggðar fyr- ir 1950, þar af 2 fyrir árið 1910. Á fyrsta tímabili er áætlað að veija samtals 23,74 miljörðum til vegagerðar, 26,34 miljörðum á öðru tímabili og 28 miljörðum á hinu síðasta. Það skal tekið fram að þeir hálendisvegir sem nokkuð hafa verið til umljöllunar að und- anfömu eru ekki inni í áætluninni og um hugsanleg Hvalfjarðar- göng hefur eins og kunnugt er verið stofnað sérstakt félag. Lýkur þar með að segja frá vegaáætlun, en svona í lokin má minna á að Steingrímur J. Sigfus- son samgönguráðherra hefur við ýmis tilefni látið þau orð falla að nýbyijaður áratugur ætti að kall- ast samgönguáratugur. Verður fróðlegt að sjá hvort þingheimur leggur lóð á þá vogarskál með samþykkt vegaáætlunar nú og fjárveitingum slðar. hágé. Bundið slitlag í árslok 1990 Bundið slitlag samkvæmt markmiðum Skattheimta eða þjónustugjöld Steingrímur J. Sigfússon: Vel vert athugunar að gera Vegagerð ríkisins að sjálfstœðu Jyrirtæki. Bensíngjald ekki frekar skattheimta en afnotagjöld Pósts og síma Steingrimur J. Sigfússon sam- gönguráðherra tók ekki illa I þær hugmyndir þingmanna, í umræð- um um vegaáætlun í sameinuðu þingi á fimmtudag, að Vegagerð ríkisins verði sjálfstætt fyrirtæki. Nokkur umræða varð um eðli samgöngumála og hvar leggja ætti áherslur í þeim málum, á fundinum þar sem Steingrimur mælti fyrir tveimur þingsályktun- artillögum um vegaáætlanir sem kynntar eru hér í opnunni. Ólafur Þ. Þórðarson, Frfl., sagði að menn hefðu ekki viljað líta á Vegagerðina sem þjónustu- fyrirtæki heldur vildu menn lita á bensíngjald og þungaskatt sem hreina skattheimtu. Þetta taldi þingmaðurinn alrangt því þá ætti hið sama að gilda um Póst og síma en ekki væri litið á gjöld þeirrar stofnunar sem skatt- heimtu. I svipaða átt gengur breytingartillaga Kristins Péturs- sonar, Sjfl., um að koma á fót Mannvirkjasjóði samgönguffam- kvæmda. Hvorttveggja gengur út á það að Vegagerðin geti tekið lán til framkvæmda umfram vega- áætlun sem umferðin síðan borg- aði fyrir. Samgönguráðherra lýsti þeim áherslubreytingum sem orðið hafa í vegamálum síðustu ár og ber þar helst að geta nýs flokks stórframkvæmda en í þann flokk fellur jarðgangagerð, stærri brýr og þveranir og stórframkvæmdir á þjóðvegum á höfuðborgarsvæð- inu. Steingrímur sagði að áður hefði mikið átak verið gert í lagn- ingu bundins slitlags en að ljóst heföi verið að dýrustu ffarn- kvæmdimar heföu ekki getað beðið enda í mörgum tilvikum orðnir þröskuldar í eðlilegri byggðaþróun. Þessi áherslubreyt- ing var gerð vorið 1989. Steingrímur sagði að nú væri nauðsynlegt að ná upp slaka sem orðinn væri í bensíngjaldinu en það var lækkað á blýlausu bensíni til að örva sölu á þess. Eins sagði ráðherra að gert væri ráð fyrir átaki í innheimtu þungaskatts. Grundvallaratriðið væri að um- Olafur Þ. Þórðarson: ferðin borgaði kostnaðinn, en gert er ráð fyrir því, utan að 350 milj- ónir króna koma frá ríkissjóði í ár. Sjálfstæðismenn sem tóku til máls gagnrýndu þó að ekki væri eins stórt átak nú í lagningu bund- ins slitlags og verið heföi. Gert er ráð fyrir með markmiðum lang- tímaáætlunar að bundið slitlag rúmlega tvöfaldist og sagði Stein- grímur að nú sæi fyrir endann á því að bundið slitlag yrði lagt á alla þjóðvegi. Eiður Guðnason, Alfl., boðaði þingsályktunartillögu þess efnis að endurskoðuð verði lög um þjóðvegi í þéttbýli. Honum fannst óeðlilegt að t.d. Reykjavíkurborg kæmi ekki inn í dýrar fram- kvæmdir einsog Höföabakka- gatnamót. Þá setti þingmaðurinn spumingarmerki við það að Bú- staðavegurinn væri á ábyrgð rik- isins sem þjóðvegur þegar vegur- inn væri frekar íbúðargata í Reykjavík en þjóðvegur. I lok máls síns sagði Stein- grímur að samgöngur væru for- senda samkeppnishæfni þjóðar- innar og þá sérstaklega lands- byggðarinnar og að ekkert annað dygði í þeim málum en stórátak. Hann sagði þó að fjármagn væri takmarkað og að í þessum áætlun- um heföi verið gengið styttra en hann heföi viljað. -gpm I markmiðum langtlmaáætlunar I vegagerð er gert ráð fyrir að bundið slitlag hér á landi rúmlega tvöfaldist. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. mars 1991 Laugardagur 2. mars 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.