Þjóðviljinn - 16.03.1991, Blaðsíða 3
Að gefnutilefni
Hringfero
orðanna
um ekki neitt
fyrrakvöld fengu sjónvarpsáhorfendur sýnishorn af því sem þingmenn og ráð-
herrar hafa að segja við kjósendur áður en hinir síðasttöldu draga sig í hlé í
kjörkJefanum, þann 20. apríl. Það er reyndar kapítuli út af fyrir sig að horfa á
umræður þrautreyndra stjórnmálamanna í sjónvarpi og áreiðanlega ekki leggj-
andi á aðra en mestu ákafamenn í pólitík eða þá sem verða að horfa vegna
vinnu sinnar. Maður undrast hvaða áhrif sjónvarpið hefur á suma þingmenn-
ina, sem virðast breytast úr reyndum stjórnmálamönnum í byrjendur á málfundi í
fyrsta bekk í framhaldsskóla þegar kemur að eldhúsdegi.
Flestir ræðumennirnir fluttu það mál
sem maður hafði búist við fyrirfram og
verður mest af því til umræðu í fjölmiðlum
fram að kosningum en ekki er ætlunin að
gera það að umtalsefni á þessum vettvangi
að sinni. Aftur á móti er það ekki nema
sjálfsögð kurteisi að birta „merkustu“ ræð-
una í heild sinni. Þetta er ræða Halldórs
Blöndal þingmanns Sjálfstæðisflokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra. Undirritaður
telur að vísu nauðsynlegt að láta stuttan
skýringartexta eða spurningar fylgja með
innan sviga á réttum stöðum.
Halldór Blöndal ávarpaði þingforseta og
þjóðina eins og vera ber en sagði svo:
„Þegar ég var að koma og ganga hingað
niður í Alþingishús í kvöld þá mætti ég
gömlum og mjög virtum kennimanni. Hann
hafði þá horft á sjónvarpsfréttir nú í kvöld
og séð forseta þingsins blasa þar við og
Hjörleif Guttormsson hér í ræðustól og hann
hafði orð á því að það hlyti að búa mikið
inni fyrir hjá manni sem talaði svo lengi. Og
auðvitað er það rétt athugað hjá hinum
aldna kennimanni. Það býr mikið inni fyrir
hjá manni með lífsreynslu og lífsskoðanir
Hjörleifs Guttormssonar, eins og þær hafa
þróast ffá því að hann ungur drengur gerðist
leiðtogi sósíalista í Menntaskólanum á Ak-
ureyri, hvarf síðan austur fyrir jámtjald og
hefur síðan gengið í gegn um allar þær
breytingar, sem fqálsræði hefur knúið fram
í veröldinni.væri að viía hvað þetta
kemur umræðuefninu við. Já vel á minnst:
hvaða umrœðuefni?)
Svavar Gestsson sem var annar þeirra
manna sem leitaði frelsisins fyrir austan
jámtjaldið, (Hafa bara tveir menn leitað að
frelsi handan tjaldsins? Hver skyldi hinn
hafa verið?) hann talaði um það að við
sjálfstæðismenn væmm jámharðir, hann tal-
aði um hina hörðu stefnu okkar sjálfstæðis-
manna, sem er auðvitað fólgin í því að við
getum ekki sýnt linkind sem er ffarn yfir þá
hörku sem í veröldinni býr, (Að sjálfsögðu!)
en sú eina leið til þess að halda uppi þeirri
mannúð sem Stefán Valgeirsson dreymir um
(Er Stefán Valgeirsson genginn í Sjálfstœð-
isflokkinn?) er auðvitað að gefa hveijum og
einum tækifæri til að njóta krafta sinna, til
að bijótast ffam i athaftialífinu og lífskjör-
um. Mér hér á hægri hönd situr forsætisráð-
herra. Hann boðaði til blaðamannafundar
fyrir skömmu. Að sumu leyti hefur hann
verið skoðanabróðir Hjörleifs Guttormsson-
ar í þessu máii. (I hvaða máli? Því sem býr
inni fyrir?) Hann lýsti því yfir í blöðunum
að nú hefði byggðastefnan bmgðist þrátt
fyrir að miklu fé hefði verið varið til þess að
halda uppi sjávarplássunum hringinn í kring
um landið. En þetta hefur á hinn bóginn far-
ið fram hjá sjávarútvegsráðherra, ef það er
að marka það sem hann sagði hér áðan, þeg-
ar hann var að lýsa hinu ágæta atvinnu-
ástandi, meðal annars á ýmsum stöðum í
hans eigin kjördæmi. Við getum horft til
Seyðisfjarðar. Mig minnir að forsætisráð-
herra hafi skipað tveimur ráðhermm, utan-
ríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra að
reyna að hlutast til um það að eitthvað af
fiskinum sem væri veiddur af togumnum frá
Seyðisfirði yrði unninn þar á staðnum.
(Skyldi það nú vera vond eða góð byggða-
stefna, eða kannski engin) Þannig er um
fleiri staði.
Og þegar talað er um trausta fjármála-
stjórn, sem Vestfirðingurinn hér mér á
vinstri hönd talar mest um, sá ábyrgi fjár-
málamaður sem á þá miklu lífsreynslu að
hafa verið í þessum flokkum báðum, Fram-
sóknarflokknum og Alþýðubandalaginu og
er þó bjartur yfirlitum. (Þetta kallar maður
nú mikilvægt framlag til stjórnmálaumræð-
unnar) Þegar við emm að tala um hinn góða
viðskilnað hans þá er það á sama tíma og
við emm hér í þinginu að ræða um það við
forsætisráðherra hvernig hægt sé að búa
þannig um hlutabréfasjóðinn sem sjávarút-
vegsráðherra var að hrósa og hlutafjársjóð-
inn sem hann var iíka að hrósa að ríkissjóð-
ur tapaði sem minnstu af sinum ábyrgðum.
(Skyldi það vera vondur eða góður viðskiln-
aður?) Á þessari stundu er talið að töpin
nemi um tveimur miljörðum króna af átta.
Sumir tala um að helmingi meira af þessu fé
sé tapað.
Sjávarútvegsráðherra reynir að veija sig
með því að erlendar skuldir hafi minnkað,
hann sagði það hér í sinni ræðu. Það varð til
þess að ég fletti upp í hagtölum mánaðarins
síðan í febrúar. Þar stendur skýmm stöfúm
að erlend lán, sem hlutfall af vergri lands-
framleiðslu sé nú 52,9%, vom 41,4% 1988 á
tima Þorsteins Pálssonar, og 40,3% 1987, nú
52,9. Þetta kallar sjávarútvegsráðherra að
erlendar skuldir séu að lækka. (Þetta er þó
fjandakornið auðskilið og undrar engan
þótt þingmaðurinn setji ofan i við ráðherra
að fara svo frjálslega með sannleikann)
Þegar Framsóknarmenn eru að hrósa
byggðastefnu þá ættu þeir ef til vill að velta
fyrir sér hvemig komið sé fyrir íslenskum
landbúnaði, íslenskum bændum, sem um-
fram aðra hafa treyst framsóknarmönnum
fyrir, ég vil segja sinni afkomu. Þeir hafa
ekki aðeins ábyrgst það fyrir framsóknar-
menn að koma vömm þeirra á markað þar
sem hæst verð fæst fyrir þá, (Bíðum nú við,
hafa bændur ábyrgst að koma vörum fram-
sóknarmanna á markað, eða jafnvel fram-
sóknarmönnum, eða hafa framsóknarmenn
boðist til að koma bœndum á markað „þar
Þegar Framsóknarmenn eru að
hrósa byggðastefnu þá ættu þeir
ef til vill að velta fyrir sér hvem-
ig komið sé fyrir íslenskum land-
búnaði, íslenskum bændum, sem
umfram aðra hafa treyst fram-
sóknarmönnum fyrir, ég vil segja
sinni afkomu.
sem hœst verð fæst fyrir þá “) heldur hafa
þeir með margvíslegum öðmm hætti reynt
að setja skorður við því að bændur gætu bú-
ið þannig að atvinnurekstri sínum að þeir
gætu sem best aðlagast markaðnum á hveij-
um tíma. (Hvort er það hátt verð á fram-
sóknarmönnum, bændum eða vörum sem
setur skorður við því að bændur aðlagist
„markaðnum á hverjum tima) Nú hefúr bú-
vörusamningur verið gerður. Og hvert er
svo mat Páls Péturssonar. Hann sagði hér
áðan að það væri nú í fyrsta lagi að það
hefði ekki verið hugsað fyrir skattahliðinni.
Halldór Blöndal alþingismaður
Hann talaði um það í öðm lagi að aðlögun-
artími væri of stuttur og að byggðaþátturinn
hefði verið skilinn eftir, hvorki meira né
minna, byggðaþátturinn var skilinn eftir.
Þannig er nú þessi byggðastefna sem verið
er að lýsa.
Við tókum líka eftir því að Stefán Val-
geirsson, sem er mjög kunnugur mönnum á
landsbyggðinni, um allt land, hefur verið
mikill baráttumaður fyrir þetta fólk, þó hann
því miður hafi vitlaus sjónarmið, það er
önnur saga. (Nei, liklega er Stefán Valgeirs-
son ekki i Sjálfstœðisflokknum) En hann vill
beijast fyrir þetta fólk. Honum varð það á
að segja áðan fólk úti á landsbyggðinni og
láglaunafólkið í Reykjavík. Af hverju.
Vegna þess að meðaltekjur fólksins úti á
landi em of lágar miðað við það sem er í
Reykjavík. Þetta sáum við meðal annars nú
í sjónvarpinu í kvöld þegar fiskvinnslukon-
an kom þangað og hún sagði: skattamir em
allt of háir fyrir þær lágu tekjur sem við
höfum. Við ráðum ekki við þetta.
Það er öldungis rétt sem vinstri flokkar
hafa verið að segja hér að við sjálfstæðis-
menn við viljum lækka skattana. Fyrst vilj-
um við stöðva skattahækkunarskriðu fjár-
málaráðherra, eins og formaður okkar sagði,
(Æíli formaðurinn hafi sagt þetta á lands-
fundinum frœga þvi ekki talar hann á Al-
þingi enn blessaður karlinn hann Davið?)
síðan vindum við ofan af sköttunum.
(Eignasköttunum, eins og Þorsteinn lagði
til um daginn?) Það er líka öldungis rétt að
raunvextir em of háir hér á landi. Forsætis-
ráðherra kallar það hneyksli. Síðan leitar
maður skýringa hjá Seðlabankanum, hvem-
ig á því standi og þá kemur í ljós að vextim-
ir em svona háir, hærri en í helstu viðskipta-
löndum okkar. (Var það ekki einmitt þetta
sem allir vissu? Hverju skyldi Seðlabankinn
hafa svarað?) Viðskiptaráðherra segir að
skýringin sé sú að hér sé ríkissjóðshalli.
(Nú, var ekki verið að spyrja Seðlabank-
ann?) Skattamir séu svona svipaðir hér og í
öðmm löndum þar sem er halli á ríkissjóði.
Þetta verður til þess að fjármálaráðherra
kallar Seðlabankann kosningaskrifstofu
Sjálfstæðisflokksins. (Fjármálaráðherra er
greinilega orðinn eitthvað skrýtinn í kollin-
um eða verða skattamir virkilega til þess að
Þeir hafa ekki aðeins ábyrgst það
fyrir framsóknarmenn að koma
vörum þeirra á markað þar sem
hæst verð fæst fyrir þá, (Bíðum
nú við, hafa bœndur óbyrgst að
koma vörum framsóknar-
manna á markað, eða jafnvel
framsóknarmönnum, eða hafa
framsóknarmenn boðist til að
koma bœndum á markað „þar
sem hœst verð fœst fyrir þá“)
hann kallar Seðlabankann kosningaskrif-
stofu Sjálfstæðisflokksins?) Þær em víða
þessar kosningaskrifstofur Sjálfstæðis-
flokksins í dag, fjármálaráðherra. Þær era
hér í þinginu þegar við hlustum á málflutn-
ing ríkisstjómarinnar og horfum á öngþveit-
ið í stjómarathöfnum. Kosningaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins er í Ríkisendurskoðun,
(Þetta vissum við nú öll!) þegar við veltum
því fyrir okkur hvemig Qármálaráðherra
hefur farið með peningana sem honum hefúr
verið trúað fyrir. Og stærsta kosningaskrif-
stofa Sjálfstæðisflokksins er þjóðin sjálf,
sem mun tryggja okkur mikinn sigur í þeim
kosningum sem fram undan em, því það var
rétt sem Jón Sigurðsson sagði hér áðan: nú
kjósum við um framtiðina, en ekki þá fortíð
sem felst i því að þessi ríkisstjóm sé áfram
við völd. (Skyldi seinni hluti setningarinnar
vera hafður eftir Jóni?)
Þakka fyrir og góðar stundir."
Og lýkur hér skýringum og spumingum
við hringferð orðanna um ekki neitt
Síða 3
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. mars 1991