Þjóðviljinn - 16.03.1991, Side 9
A Sif Gunnarsdóttir skrifar
K¥IEM¥NDI
i '..
Klassískur
„film noir“
Laugarásbíó
Dreptu mig aftur (Kill me aga-
«n)
Leikstjóri: John Dahl
Handrit: John Dahl & David
W. Warfield
Framleiðendur: David W.
Warfield, Sigurjón Sighvats-
son & Steve Golin
Aðalleikarar: Vai Kilmer, Jo-
anna Whalley-Kilmer, Michael
Madsen
að er mikill uppgangur í
„film noir“ myndum í
Bandaríkjunum þessa
dagana. After dark my
sweet og The Grifters
eru gerðar eftir skáld-
sögum Jim Thompson sem er einn
af þekktari „noir“ rithöfundum
vestanhafs. Svo mætti líka nefna
Hot spot Dennis Hoppers og vafa-
laust fleiri sem ég man ekki eftir.
Dreptu mig áftur er alveg klassísk
„noir“ mynd í stíl Möltufalkans og
Svefnsins langa. Aðalmaðurinn er
einkaspæjari (Val Kilmer) í borg-
inni Reno. Stundum úrræðalaus,
stundum úrræðagóður en alltaf
auralaus. Þegar hann er alveg að
missa allt út úr höndunum á sér
gengur inn hvítklædd, glæsileg
kona (Joanna Whalley-KJlmer) og
gerir honum vafasamt tilboð sem
hann getur ekki hafnað. Hann
hafnar því ekki af því að hann er
blankur og af því að hún er falleg.
Hvort hann trúir henni er annað
mál. Auðvitað trúir hann ekki orði
af því sem hún segir. En það skipt-
ir ekki máli, hann er í vandræðum
hvort eð er.
Vafasama tilboðið sem daman
gerir honum er að hún biður hann
um að drepa sig vegna þess að hún
á svo vondan fyrrverandi kærasta
(Michael Madsen) sem getur ekki
samþykkt að hún hætti við hann
svo hann ætlar að drepa hana.
Henni finnst lausnin vera að láta
drepa sig í plati svo að hún losni
við hann að eilífu. Hún segir
Mæðgur munu metast
Stjörnubíó
Á barmi örvæntingar (Post-
cards from the edge)
Leikstjóri: Mike Nichols
Handrit: Carrie Fisher eftir
samnefndri skáldsögu
Framleiðendur: Mike Nichols
& John Calley
Aðalleikarar: Meryl Streep,
Shirley MacLaine, Dennis Qu-
aid, Gene Hackman, Richard
Dreyfuss
Myndin Á barmi ör-
væntingar fjallar
um samband
móður og dóttur.
Og til að flækja
málin örlítið þá er
dóttirin eiturlyfjaneytandi og móð-
irin alkóhólisti. Fyrir utan það eru
þær báðar frægar leikkonur í
Hollywood. Handritið byggir
leik/skáldkonan Carrie Fisher
(Leia prinsessa í Stjörnustríði) lít-
illega á samnefndri skáldsögu
sinm sem er sumpart ævisaga og
sumpart skáldskapur. Skáldsagan
fjallar aðallega um baráttu aðalper-
sónunnar við eiturlyf og móðirin
kemur lítið sem ekkert fyrir, en í
myndinni verður samband dóttur-
innar við móðurina að þungamiðju
og eiturlyfin leika aukahlutverk.
Það má geta þess til gamans að
mamma Carrie Fisher er leikkonan
Debbie Reynolds en Carrie neitar
algjörlega að myndin byggi á sam-
bandi þeirra og sé einhversskonar
„Mommie dearest" eftirlíking.
Carrie Fisher fæddist og ólst
upp í Hollywood, umvafin amer-
íska draumnum, þekkir vel hvemig
stjörnulífið gengur fyrir sig og
skrifar hæðnislega um þessa veröld
og fólkið sem í henni býr.
Meryl Streep leikur Suzanne
Vale, leikkonu a niðurleið. Hún
tekur eiturlyf og fær þessvegna
bara hlutverk í lélegum myndum
því að leikstjórar treysta henni
ekki. Eftir að hún hefur lokið við
sérstaklega lélega mynd tekur hún
of stóran pilluskammt og kunningi
hennar (Dennis Quaid) flytur hana
á sjúkrahús þar sem pumpað er
upp úr maganum á henni og hún
sioan send í meðferð. Eftir með-
ferðina fær hún ekki neitt að gera
nema hún búi hjá einhveijum ör-
uggum aðila sem getur passað
hana, og mamma hennar verður
fyrir valinu. Shirley MacLaine
leikur móðirina, Doris Mann, konu
sem er stundum leikkona en alltaf
ákaflega mikill persónuleiki. Hún
drottnar yfir dóttur sinni, talar fyrir
hana og tekur ákvarðanir fyrir
hana. Suzanne hefur alltaf lifað í
skugga móður sinnar og verður nú
að taka sig á, bæði við að hefja líf
án eiturlyfja og líka við að losa sig
undan móður sinni og fara að lifa
fyrir sjálfa sig.
Handritið að Á barmi örvænt-
ingar er reglulega skemmtilegt og
gefur áhorfendum nýja mynd af
Hollywood að tjaldabaki. MacLa-
ine og Streep fá báðar vænan
skammt af yndislega hnyttnum til-
svörum og syngja báðar í þokka-
bót.
Shirley MacLaine er óviðjafn-
anleg í hlutverki móðurinnar sem
valtar yfir dóttur sína af hreinni
móðurast (og smá öfundsýki) og
söngatriðið hennar er einn af há-
punktum myndarinnar. Það er
gaman að sjá hvað þessi gamal-
reynda leikkona fær enn bitastæð
hlutverk í landi þar sem æskan er
ofar öllu.
Meryl Streep sannar hér enn
einu sinni að hún er ein besta leik-
kona vestanhafs og fer jafn vel
með gamanhlutverk og dramatísk.
Aðdáendur hennar eiga líka von á
óvæntri viðbót frá henni, hún er
þrumugóð söngkona og ég er viss
um að ef hún fær einhvemtíma leið
á að leika þá getur hún slegið í
gegn sem kántrýsöngkona í stað-
mn.
Gene Hackman, Richard
Dreyfuss og Dennis Quaid fara
með karlhlutverkin í myndinni sem
eru ekkert sérstaklega stór en vel
erð að öllu leyti. Svo má geta
ess að leikstjórinn Rob Reiner fer
með lítið hlutverk hálf hallærislegs
framleiðanda í stuttu en sniðugu
atriði.
Leikstjórinn Mike Nichols
stýrir þessari einföldu sögu af létt-
leika og það er aldrei dauður
punktur í myndinni. Hrein tveggja
tíma skemmtun!
einkaspæjaranum hins vegar ekki
að fyrrverandi kærastinn er líka
fyrrverandi tugthúslimur og að þau
hafi rænt peningafúlgu frá ein-
hverjum spilavítismafíosum og að
hún hafi síðan barið kærastann í
hausinn og stungið af.
Síðan heldur Dreptu mig aftur
áfram í klassískum stíl, það em all-
ir komnir á sporið, löggan, fyrrver-
andi kærastinn og maflan.
Og maður bíður spenntur eftir
að sjá hveijir lifa af og fá að njóta
peninganna og ég segi aðeins að
maður verður ekki fýrir vonbrigð-
um þó að maður verði kannski dá-
lítið hissa.
Val Kilmer og Joanne Whalley-Kilmer I .Dreptu mig aftur*
Þetta er frumraun leikstjórans
John Dahl á hvíta tjaldinu og
Dreptu mig aftur hefur tekist alveg
ágætlega, nún er mátulega sjúskuo
og ekki mettuð af ofbeldi eins og
þessar myndir eiga á hættu að
verða.
Val Kilmer (kominn með Jim
Morrison bartana) er ágætur í hlut-
verki einkaspæjarans, dálítið auð-
trúa en þó harður. Joanna Whalley-
Kilmer er ekta „femme fatale“, fal-
leg, grimm og sjálfselsk. En Mi-
chael Madsen er líklega bestur sem
fyrrverandi kærastinn, skemmti-
lega galinn og andstyggilegur.
Dreptu mig afhír er mynd sem
lætur lítið yfir sér en er hm ágæt-
asta skemmtun.
Glæpaveldi
riðar til falls
Háskólabíó
Guðfaðirinn III (The Godfat-
her part III)
Leikstjóri: Francis Ford Cop-
pola
Handrit: Francis Ford Cop-
pola & Mario Puzo
Framleiðandi: Francis Ford
Coppola
Myndataka: Gordon Willis
Aðalleikarar: AI Pacino, Diane
Keaton, Talia Shire, Andy
Garcia, Eli Wallach, Joe Man-
tegna, Bridget Fonda, George
Hamilton, Sofia Coppola,
Franc D’Ambrosio
að eru fáar myndir í
kvikmyndahúsum í dag
sem fólk hefur haft eins
miklar væntingar til og
Guðfaðirinn III. Þeir
ótalmörgu sem sáu fyr-
irrennara hennar fara ekki hug-
myndalausir að sjá (væntanlega)
lokakafla sögunnar um Corleone
ijölskylduna. Og það væri hægt að
segja að það versta við Guðföður-
inn 111 séu Guðfeðumir I og II. Þær
íjölluðu um valdarán og uppbygg-
ingu á stórum glæpaflokki til að
sýna hversu rotið valdakerfið er í
Bandaríkjunum, en þriðja myndin
er um hnignun og jafnvel endalok
essarar valdamiklu flölskyldu og
vemig spilling drepur út frá sér.
Myndin gerist árið 1979. Mi-
chael Corleone (A1 Pacino) er orð-
inn þreyttur og gamall sykursýki-
sjúklingur. Hann er að afsala sér
glæparíkinu, búinn að selja öll
spilavítin i Las Vegas og er að
reyna að verða löglegur viðskipta-
maður í gegnum Vatikan bankann.
Dóttir hans Mary (Sofia Cop-
pola) vinnur við Vito Corleone
sjóðinn sem veitir bágstöddum
styrki. Konan hans fyrrverandi,
Kay (Diane Keaton), er gift aftur
og komin út af yfirráðasvæði hans
en systir hans, Connie (Talia
Shire), sem áður hataði mafíuna er
nú orðin fullgildur meðlimur henn-
Guðfaðirinn III
ar. Sonur hans vill verða óperu-
söngvari en ekki lögfræðingur.
Fjölskyldan er að leysast upp og
Michael þarf að fmna nýtt höfuð
fjölskyldunnar. Systir hans bendir
honum á óskilgetinn son Sonny
bróður hans (þið munið eftir atrið-
inu í fyrstu myndinni þar sem
Sonny er með brúðarmeynni), Vin-
cent, sem Andy Garcia leikur. En
Vincent er skapstór eins og pabbi
hans og þeir Michael eru ósam-
mála um vinnuaðferðir. Michael er
líka óánægður með að Vincent og
Mary em í ástarsambandi og hann
notar óprúttnar aðferðir til að bina
enda á pað.
Michael fer til Italíu til að
ljúka sammningnum við Vatikan
bankann en kemst að því að jafn-
vel kirkjan er spillt og meiri hlut-
inn af starfsmönnum hennar enn
meirj glæpamenn en krimmamir í
litlu Ítalíu í New York.
Lokaatriðið gerist í ópemhús-
inu í Palermo þar sem fyrirsátir og
morð blandast saman við uppsetn-
ingu á ópemnni Cavalliera mstic-
ana þar sem sonur Michaels syngur
aðalnlutverkið. Það er löng kvik-
myndahefð fyrir morðum í leik-
húsum, til dæmis lokaatriðið í
Hitchcock myndinni The man who
knew too much, og ekki hægt að
segja að Coppola bæti neinu nýju
við.
Sextán ár em síðan Guðfaðir-
inn II var frumsýnd og hún var
fyrsta framhaldsmyndin sem fékk
óskar sem besta kvikmyndin það
árið. Og það er spurning hvort
Coppola hafði virkilegan ahuga á
að halda áfram að lýsa lífi Corle-
one fjölskyldunnar. Illar tungur
segja að hann sé bara að þessu til
að safna peningum fyrir næstu
mynd og það er víst að númer þrjú
er ekki í sama gæðaflokki og hinar
tvær. Söguþráðurinn er ekki nógu
þéttur, sumar persónur verða aldrei
sannfærandi, aðrar em kynntar en
gleymast síðan og leikurinn er mis-
jafn.
A1 Pacino er eins magnaður og
maður á von á í aðalhlutverkinu.
Vansæll gamall maður sem er að
missa allt út úr höndunum á sér og
uppgötvar að þó að hann geti keypt
sig inn í kirkjuna þá fær hann enga
fyrirgefningu hjá sjálfum sér fyrir
fomar syndir gegn samvisku sinni.
Andy Garcia er líka góður sem
hinn skapmikli Vincent og atriðin
með honum og Pacino eru með
þeim bestu í myndinni. En Keaton
er stíf, Sofia Coppola kann ekki
við myndavélina og Fonda er því
miður í allt of litlu nlutverki. Hins
vegar er gamli flagarinn George
Hamilton ágætlega sannfærandi
sem lögfræðingur guðföðurins,
Talia Shire sterk í hlutverki systur-
innar, Donal Donelly skuggalegur
sem Gilday erkibiskup og Wallach
og Mantegna litríkir glæpamenn.
Er þá Guðfaðirinn III þess
virði að sjá hana? Já vissulega.
Þrátt íyrir nokkur vonbrigði heldur
hún manni stöðugt spenntum og
þetta er nú einu sinni Guðfaðirinn.
Sif
Síða 9
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. mars 1991