Þjóðviljinn - 16.03.1991, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 16.03.1991, Qupperneq 11
Jóhanna Kristín Yngvadóttir myndlistarmaður F. 31. október 1953 -D. 10. mars 1991 Móðir: Guðrún Hallfriður f. 4/10 1916 d. 20/7 1984 Pétursdóttir, f. 2/10 1893 á Hjarðarbóli í Eyrarsveit d. 1942 Jóhanneson, f. um 1859 og Pálína Jónsdóttir f. um 1860. Bæði úr Bjamarhafnarsókn. Móðir: Guð- rúnar Hallfriðar var Jóhanna Kristín f. 16/4 1894 í Nýjubúð í Eyrarsveit Guðmundsdóttir bónda í Nýjubúð, f. 1863 Guðmundssonar f. um 1824 og Guðrúnar Hallgrímsdóttur f. 1863 í Helgafellssókn. Faðir: Ingvi Pétursson Hraun- Qörð, f. 29/10 1914 d. 8/10 1955. Hann var fæddur í Stykkishólmi, sonur Péturs J. Hraunfjörð frá Hraunsfirði, skipstjóra og síðar verkamaður f. 14/5 1885 d. 5/3 1957. Móðir: Yngva var Kristjáns- sína Sigurást f. 6/6 1891 d. 27/7 1980 Kristjánsdóttir, f. um 1833 á Gunnarsstöðum í Hörðudal Athanas- íusson og Björgu Guðnadóttur frá Hlaðhamri í Hrútafirði. Kona Krist- jáns var Jóhanna f. 1853 í Litla-Lóni í Bervík Jónasdóttir Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttir f. 1822, greind kona og vel hagmælt. Foreldrar Jóhönnu Kristínar stofnuðu heimili á kreppuárunum. Þá var hart í ári, en með elju og dugnaði þeirra beggja blessaðist þeim allt. Arið 1943 gátu þau fest kaup á sumarhúsi er var upp með Elliðaám og bar heitið Heima- hvammur. 1 þeirra augum var þetta sannkallaður unaðsreitur sem þau endurbættu og gerðu að ársíbúð. Þar var Jóhanna Kristín fædd og sleit bamsskónum umvafin ómengaðri náttúru í skjóli brekkunnar og í hvarfi fyrir augum nágrannanna. Engin hraðbraut eða umferðaræð, aðeins troðningar eflir ótal fætur og einstaka bíl sem áræðinn ökumaður lagði í melinn. Við fætur þeirra nið- aði árstraumur, það er að segja Ell- iðaámar í Reykjavík sem hvergi eiga sinn líka í höfuðborgum annarra landa. Lengra til sást yfir Elliðaár- dalinn og til Esjunnar. Þetta var heimur útaf fyrir sig og Jóhanna Kristín gat ekki slitið sig frá þessum stað, þó henni hefði verið boðið gull og grænir skógar. Snemma á sunnudagsmorguninn barst mér sú sorgarfrétt að hún Jó- hanna Kristín bróðurdóttir mín væri dáin. Eg varð sem lömuð og gat ekki hugsað, hvað þá talað. Hún sem átti svo bjarta framtíð fyrir sér. Ég vissi að hún hafði ekki gengið heil til skógar í mörg ár og oft verið þungt haldin, ýmist á sjúkrahúsum eða heima. En að hún hyrfi svo snöggt og svo ung frá dóttur sinni og list- sköpuninni, sem að hún hafði lagt alla sina sál í. Jóhanna Kristín, þessi hugljúfa stúlka sem var alltaf eins og hugur manns en hafði þó sterka skapgerð og vissi hvað hún vildi, 5 ára gömul dvaldi hún á heimili mínu ásamt ungum bróður sínum sem hún reyndi að vemda. Móðir þeirra var á sjúkra- húsi. Faðirinn hafði látist af slysfor- um frá 9 börnum á ýmsum aldri, yngsta bamið var drengur, nokkurra vikna gamall. Móðirin hafði því orð- ið að leggja hart að sér við það að afla heimilinu bjargar. Hún vann alla þá vinnu er til féll. Fór í síld á sumr- in, gekk í hús og þvoði þvott. Hún fór einnig í Þvottalaugarnar og reiddi þvottinn á reiðhjóli fram og til baka, því að kolin vom dýr. Eldri bömin hjálpuðu til hvert eftir sinni getu. Jóhanna Kristín saknaði móður sinnar mikið og á slíkum stundum hvarf hún, jafnan fannst hún þó á sama stað, hafði þá gengið niður með læknum sem rann um bæjar- hlaðið, sest þar í grasigróna brekk- una og horfði síðan niður í vatnið sem liðaðist áffam, áfram og til sjáv- ar, þegar komið var að henni, varð hún eitt sólskinsbros, hana hafði að- eins vantað athygli og hlýju móður sinnar og hoppaði nú og skoppaði heim á leið. Hún var mjög hugmyndarík á unglingsárunum, en þó datt víst fá- um i hug að þessi hæfileiki blundaði með henni. Éftir hefðbundna skóla- göngu, var hún dulítið óráðin með framhaldið. Svo var það árið 1972 að hún innritaðist í Myndlista- og handíða- skóla Islands. Þaðan útskrifaðist hún árið 1976 með miklum væntingum. A þeim tíma hafði hún kynnst Ivari Valgarðssyni myndhöggvara. Þau fóru í framhaldsnám til Hollands 1976-1980, voru í De Vrjie Aca- demie den Haag 1976-1977 og Rijksakademie Van Beeldende Kunsten 1977-1980 í Amsterdam. Kennari Jóhönnu Kristínar var pró- fessor Kakob Kuyper. Jóhanna Kristín hlaut styrk frá menntamálaráðuneytinu og einnig frá Hollenska rikinu í eitt ár, jafn- ffamt var henni boðið að vera eitt ár til viðbótar í skólanum í Amsterdam og hljóta þá annan styrk. Það taldi hún sig ekki geta þegið, því hún treysti sér ekki til að vera lengur og hafa aðeins námslán til að halda uppi fjölskyldu. Ums umarið fór hún til Islands til þess að heimsækja sjúka móður sína. En er hún kom aftur til Amsterdam í skólann, hafði hann verið hreingerður og 15 bestu mynd- unum hennar fleygt. Það var mikið áfall fyrir Jóhönnu Kristínu. Þó hún færi víða um lönd, bæði í námi og einnig er hún var búsett er- lendis, var draumurinn um Heima- hvamm alltaf ofarlega í huga hennar. Þar vildi hún búa og mála. Þegar Jó- hanna Kristín kom heim frá námi ásamt ívari Valgarðssyni sambýlis- manni sínum og dóttur þeirra Björgu f. 10/8 1977 tryggði hún sér fljótlega réttinn yfir þessu langþráða húsi, og þau hófúst handa um viðbyggingu til þess að hafa starfsaðstöðu. Það var torsótt leið, svo þau urðu að gefa það frá sér um stundarsakir og útvega sér vinnu til þess að lifa af. Á miðjum níunda áratugnum hlaut Jóhanna Kristín Sveaborgar- styrk til Grænlandsferðar og var vinnustofa og fargjald innifalið. Þar gerði hún margar skissur, sem hún nýtti sér þegar heim til íslands kom. I þessasri ferð hófust kynni hennar og Matthíasara Fagerholm grafik- listamanns. Samband þeirra leiddi til þess að þau bjuggu jöfnum höndum í Svíþjóð og á Islandi og unnu að verkum sínum. Á síðasta ári hafði tekist að end- urbyggja hið langþráða hús Heima- hvamm, svo þau fluttu öll 3 heim til íslands. Jóhanna Kristín, Björg og Matthías Fagerholm. Með náminu hafði Jóhanna Kristín alla tíð unnið og komið heim á sumrin til að afla peninga fyrir vet- urinn. Þó hafði hún um árabil verið þungt haldin af öndunarfærasjúk- dómi og oft orðið að dvelja á sjúkra- húsum. Hún lét því ekki bugast og átti stóra drauma um að geta nú snú- ið sér alfarið að myndsköpun er hún væri komin heim. Systkini Jóhönnu Kristínar eru: Ölver látinn, Guðmundur, m. Mar- grét Kolbeinsd., Guðrún Lára, m. Gunnar Eyjólfsson, Yngvi, m. Óla Þorbergsd. Atli, m. Sigríður Guð- mundsd. Ásta Hallfríður, m. Njáll Sigurjónss., Guðmundur Yngvi, m. Þrúður Gíslad. Systkini hennar elsk- uðu öll litlu systur sína og vildu allt fyrir hana gera. í gegnum tíðina höfðu þau staðið við bakið á henni og stutt hana með ráðum og dáð. Jóhönnu Kristínu og Matthíasi Fagerholm hafði verið boðið að sýna í Hollandi og Þýskalandi á þessu ári, jafnframt boðin vinnuaðstasða í Berlín á meðan að þau dveldu þar og væntanlegur var listgagnrýnandi til þess að velja verkin. Vegna veikinda Jóhönnu Kristínar treysti hún sér ekki. Þessvegna afþökkuðu þau boð- ið um vinnuaðstöðuna. Matthías gat ekki hugsað sér að fara frá henni veikri og jafnvel ósjálfbjarga aleinni í húsinu. Vinkonur Jóhönnu Kristínar sögðu henni nýlega að til þes að verða „ekta snobb“ á Islandi þyrfti manni í fyrsta lagi að vera boðið heim til Vigdisar forseta og í þriðja lagi að eiga mynd eftir Jóhönnu Kristínu. Jóhanna Kristín hló, það var svo fjarlægt henni að miklast af list sinni. Listgagnrýnandi sem ég ræddi við fyrir stuttu, lét þess getið við mig, að sér hefði fundist Jóhanna Kristín bera af öðrum ungum mynd- listamönnum. Umsagnir blaðanna segja meir en mér er unnt að tjá um list Jóhönnu Kristínar. „Þama eru ástriðufull verk, sem gerð eru af mikilli innlifun og tækni, það verður að segjast eins og sannast er, að þessi verk Jóhönnu Kristínar vöktu mér traustvekjandi vonir um framhald íslenskrar mynd- listar". Morgunblaðið 17/4 '83, Ný- listasafnið, Valtýr Pétursson. „Jóhanna Kristín er mjög gott dæmi um listamann sem meðvitað eða ómeðvitað málar samkv. nor- rænu upplagi.... en um leið eru þær gæddar miklu innra líFi og sálrænum víddum. Það sem helst hrifur er hve hin myndræna taug virðist samgróin eðli listakonunnar“. Morgunblaðið 15/5, '84 Bragi Ásgeirsson. „Hún á því samleið með málur- um sögunnar sem haldið hafa sig ut- an við stefnu og strauma og notað hafa pensilinn á hreinan og beinan máta. Það eru menn á borð við Goya, Von Gogh eða Munch en ein- hvers staðar meðal þeirra stendur Jó- hanna Kristín". Þjóðviljinn 20/5 '84. Listmunahúsið Halldór B. Runólfs- son. Það gengur kraftaverki næst að Jóhanna Kristín skuli hafa afrekað svo miklu á þeim fáu árum sem henni auðnaðist að starfa að listsköp- un sinni. Mig langar að geta héma um það helsta. Nýlistasafnið einkasýning 1983. Landspitalinn einkasýning 1983. Ungir Listamenn samsýning Kjarvalsstöðum 1983. Gullströndin andar v/Selsvör samsýning 1983. Listmunahúsið v/Lækjargötu einka- sýning 1984. Sviss samsýning 1984. 14 listamenn Listasafni Islands sam- sýning 1984. Sýning 9 myndlistar- kvenna Hallveigarstöðum samsýning 1984. Samsýning íslenskra myndlist- armanna í Lundi í Svíþjóð 1984. Samsýning íslenskra myndlistar- manna í Kaupmannahöfn 1984. Qaq- ortoq, Kúltúrhúsinu einkasýning 1986 í ágúst. Galleri Borg einkasýn- ing 1987. Sjálfsmyndir samsýning 1988. íslenska þjóðin sér nú á bak ung- um og efnilegum listamanni. í okkar fjölskyldu em sterk ættartengsl. Við höfum því öll misst mikið er Jó- hanna Kristin var burt kölluð. Deyrfé deyja frœndr deyr sjálfur it sama; en orðstir deyr aldregi hvem sér góðan getr. Hávamál. Útförin fer fram mánudaginn 18/3 1991 frá Bústaðakirkju kl. 13.30. Aðeins guð einn getur veitt styrk í sorginni. Við hjónin vottum Björgu litlu dóttur hennar, Matthíasi, systk- inum hennar og öðrum vandamönn- um innilega samúð. Hulda Pétursdóttir Útkoti „Tant qu' il y a de la vie il y a de l'espoir". Elsku Stína, mín einasta Stína! frænka og vinkona - Svo erfitt að ímynda sér að þú ert farin veg allra vega. Við sem átt- um eftir að gera svo margt saman og víst er um það, að mikið var á döf- inni núna á næstunni. Eftir sit ég ein og hrópa nafn þitt í auðnina um ókomna framtíð. Stína svo bjartsýn, hláturmild og lifandi en samt svo veik, aldrei hugs- aði maður útí að þú gætir dáið! Þú varst svo góð við alla, gjafmildi þín var einstök, alltaf varstu að gefa fólki gjafir. Stína var einstakur per- sónuleiki sem leiftraði af góðleik, næmni og eldheitum áhuga. Mörg voru þín áhugamál og hjartans mál. En þó ber eitt hæst, brennandi áhugi þinn á fólki, enda málaðirðu allaf flgúratíft. Þú sagðist nota dökku lit- ina, svart þegar þér leið mjög vel, varst í góðu formi en ljósari liti ann- ars, því þá varstu ekki fær um að mála með svörtu. Eitt af þínum hjart- ans málum var Heimahvammur, æskuheimili þitt. Mikil hefur barátta þín verið til þess að halda því og margar hindranir og ljón á veginum. Þú bjóst við þunnt og þykkt í Heima- hvammi, við hin ótrúlegustu skilyrði. Núna í haust hjálpuðu bræður þínir þér og lagfærðu húsið og vist er um það, að þér leið reglulega vel núna. Þú vildir sofa í þínu æskuherbergi og heyra niðinn í Elliðaánum. Það eru ófá augnablik sem koma uppí hugann og ekki pláss fyrir nema lítið brot svo neinu nemi héma. Ofl hef ég orðið hrædd um þig en samt aldrei sem núna en þá ertu horfin! Fyrir tveimur ámm sátum við i ró- legheitum inní Heimahvammi og dmkkum kaffi sem oftar, þá fékkstu skyndilega heiftarlegt astmakast varst eldrauð í framan og tókst and- köf, ég varð svo logandi hrædd um þig og hélt að þú myndir deyja. Þú raukst út og komst til baka skelli- hlæjandi og gerðir stólpa grín að mér, sagðir að þetta væri ofureðlilegt og kæmi oft fyrir þig. Mér þykir verst til þess að vita núna að það skyldi vera á þennan hátt sem þú yf- irgafst okkur. Eitt veit ég þó, að þú hefðir ekki viljað deyja annars staðar en í Heimahvammi i faðmi móður þinnar og foður þíns. Okkur var ekki skapað að vera langdvölum saman á sama stað. Þú varst í Hollandi, ég í Frakklandi í fjölda mörg ár. Á þeim tímum var síminn ekki orðinn svo handhægt tól og langt fyrir ofan fjárgetu náms- manna, því skrifuðumst við á, send- um hvor annarri kort svo útskrifuð, því hver auður blettur var svo dýr- mætur. Það var alltaf svo mikið að gerast, svo mikið í fréttum og ann- ríkið svo mikið að við komumst aldrei yfir að skrifa allt. Svo ég vitni í þig sjálfa, Reykjavík 12. júní 1980 „Það er margt í fréttum og ekki pláss svo neinu nemi á snepli sem þess- um.“ Reykjavík, 13. mars 1984 „Ég gæti sagt svo margt en segi því sem minnst vegna tímaskorts, sjaldan eða aldrei hef ég verið svo upptekin sem nú. Ég varð af ofangreindum ástæð- um að sleppa því að fara með sýn- ingunni minni til Sviss, (flugfarið kostaði 2000 kr. ísl) grátlegf ekki satt.“ Kortin urðu færri með tilkomu símans en þó skrifuðum við alltaf við og við frá Amsterdam, Reykja- vík, Kaupmannahöfn, Aix-en-Pro- vence, Paris, Qaqortoq, Stokkhólmi, Taormina. Það er líka margt sem síminn hefur umfram bréfaskriftir þó að hann skilji engin sjáanleg merki eftír sig nema í hugum okkar. (Augna- blikið hefur þó ætíð hafl sinn sess). Símalínumar voru rauðglóandi hve- nær sólarhringsins sem var hvar sem við vorum. Vegalengdin hefúr aldrei skipt okkur neinu máli né heldur himinháir símareikningar því við vomm alltaf svo nálægt hvor annarri, tengdar óijúfanlegum böndum. Við vorum sem tvær hliðar á sama pen- ingi. Rödd þín og hlátur þinn hljóm- aði eins við mismunandi veður og móttökuskilyrði milli landa og lands- hluta. Það er ekki ofsögum sagt að næmleiki þinn var ótrúlegur (gífur- legur) og þú virtist alltaf vita allt áð- ur en það gerðist. Þú sagðir alla tíð að þú myndir rétt verða fertug en þú varst bara þijátíu og sjö ára. Það er næsta ömggt að þú hefúr fúndið það á þér; að þú hyrfir á braut núna. Arið 1986 fékkstu styrk til Grænlands. Svona fórust þér orð um þá dvöl: „Qaqortoq 27. júlí 1986. Svo margt væri hægt að segja annað væri hins vegar betur ósagt. Ég hafði það af að fara til Grænlands fyrir þig og mömmu þína. Mér hefur liðið með eindæmum vel héma, landið er fal- legt og fólkið spennandi viðfangs- efni svo eins og þú sérð sé ég ekki eftir því að hafa lotið þínum vilja og forlaganna. Þessi ferð mun hafa af- gerandi áhrif á líf mitt en á allt annan hátt en við mátti búast. Ég hef unnið mjög mikið undanfarið, lesið fagur- fræði, farið á barina, í gönguferðir og bátsferðir á slóðir íslenskra fom- manna. Betra getur það varla verið i 2700 manna samfélagi, á hjara ver- aldar. Farið hefur verið fram á það við mig að halda sýningu hér í Kúl- túrhúsinu sem opnarþ. 10. ágúst n.k. Fjárhagurinn er í óreiðu! hringi í þig frá íslandi þegar mér græðist fé.“ tilv. lýkur. Peningar skiptu okkur frænkum- ar litlu máli. Það nægði okkur að önnur ætti, til þess að geta notið augnabliksins. Þó em peningar oft örlagavaldur því þeirra vegna gátum við ekki hist jafn oft né talað jafn mikið saman. Á ferðum okkar 1 Amsterdam, Aix, Taormina, Catana, Syracusa, Palermo, Reykjavik, Kópavogi hefúr lífsgleðin og hið dýrmæta augnablik alltaf verið hafl í heiðri. Og víst er um það að þessi brýna ljárþörf knúði þig oft og einatt til þess að selja málverk þín langt undir verði. Veikindi þín komu líka í veg íyrir að þú gætir málað eins og hug- ur þinn stóð til. Núna í sept. s.l. barst sgvo sið- asta kortið þitt frá Stokkhólmi. „Nú er endirinn á dvöl minni hér í sjón- máli. Ég kem heim þ. 10. þ.m., mjög gaman eða hvað, alla vega sakna ég þín og hlakka til að sjá og heyra í þér. Bið að heilsa, þín eina Jóhanna Kristín Yngvadóttir“ tilv. lýkur. Aldrei hefði mig órað fyrir því að 6 mánuðum síðar myndu þessi orð öðlast aðra og afgerandi merk- ingu fyrir líf okkar beggja. Ég vona að dætur okkar, Björg og Móheiður megi bindast samskon- ar böndum til þess að halda á lofti minningunni um vináttu okkar. Mér segir svo hugur um að um þig verði sagt eins og Lilju forðum: „Allir vildu Lilju kveðið hafa“. Ég votta þér Björg mín, þér Matthías, nöfnu þinni litlu Stínu Bergholt Hraunfjörð, systkinum og öðrum aðstandendum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ég kveð þig í hinsta sinn með þínum eigin orðum: „Sjáumst í blíðu og striðu á iskalda „Landinu" hinu megin“. Spegill sálar minnar endurvarpar fortiðina í Ijósi framtíðarinnar þreyttar hugsanir minar framkalla drauma framtíðarinnar - í Ijósi fortiðarinnar égerþreytt éger ég- JKY“ Þín eina Rós (Petrína Rós Karlsdóttir). ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. mars 1991 Síða 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.