Þjóðviljinn - 16.03.1991, Page 16

Þjóðviljinn - 16.03.1991, Page 16
Þjóðviljinn Laugardagur 16. mars 1991 53. tölublað 56. árgangur TVÖFALDUR1. vinningur AUGLÝSINGASÍMAR ÞJÓÐVILJANS 681310 og 681331 Hagkaup sögöu Bónus stríð á hendur að morgni fimmtudags með því að lækka verð á pakkavöru um 12 prósent að jafnaði. Bónus svaraði um hæl með því að lækka verðið enn frekar. Mynd Kristinn. Vegalausum börnum fjölgar A Islandi fer þeim stöðugt fjölgandi sem kallast vega- iaus börn. Talið er að milli 20 og 30 börn eigi ekki í nein hús að venda. Oft eiga þessi börn við svo mikil hegðunar- vandamál að stríða að ekkert fósturheimili treystir sér til að taka við þeim. Samtökin Bamaheill efna í dag til málþings um vanda þessara bama í menningarmið- stöðinni Gerðubergi. Hefst þingið með ræðu Svavars Gestssonar menntamálaráð- herrakl. 13.15. Á eftir ráðherra ræðir Sólveig Ásgrímsdóttir deildarsálfræðingur um málefni þessara bama og hvemig þau verða vegalaus. Davíð Þór Björgvinsson lögfræðingur gef- ur síðan fólki yfirlit um réttar- stöðu bama samkvæmt íslensk- um lögum. Þá mun Haraldur Finnsson, deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu, fjalla um þá nemendur sem týnast í skólakerfinu. Samkvæmt könn- un hans em það milli 100 og 200 nemendur á ári. Halldóra Ólafsdóttir geðlæknir ætlar að ræða um böm geðsjúkra for- eldra og eftir hlé munu Regína Ástvaldsdóttir og Helga Þór- ólfsdóttir félagsráðgjafar tala um kosti og galla fóstmnar vegalausra bama. Að síðustu tekur Jón Hauksson sálfræðing- ur til umræðu meðferðarheimili fyrir vegalaus böm. Málþingið er öllum opið. BE Mynd: Jlm Smart. sögðu Bónus stríð á hendur enn frekar og segist nú vera með íjögur til átta prósent lægra verð en Hagkaup. Jón Ásbergsson, forstjóri Hag- kaupa, segir að verð á pakkavöm hafi verið lækkað að jafnaði um 12 af hundraði, eða sem nam þeim verðmun sem var á verslununum tveimur. Pakkavara er stór hluti af þeirri vöm sem er á boðstólum í Hagkaupum, sem að sögn Jóns hefur um 18 prósent hlutdeild í matvörumarkaðnum á landsvísu. Hlutfallið er þó mun hærra á höf- uðborgarsvæðinu. Verðstríðið get- ur því haft veruleg áhrif á mat- vömverð. Jón segir að sala í pakkavöra hafi dregist saman á undanfömum misserum, en að sala á kjöti, ávöxtum og grænmeti hafi aukist. Jón segist ekki geta sagt um hve mikið sala á pakkavöm hefur dreg- ist saman. - Samdrátturinn hefur verið nógur til þess að við viljum ekki missa meira. Við gemm ráð fyrir að salan örvist við þetta. Hér er alls ekki um að ræða tímabundið verðtilboð, segir Jón Ásbergsson. Hann vill ekki svara því beint hvort Hagkaup munu fylgja Bónus eftir í verði nú. Jóhannes fullyrðir að þegar Bónus hóf starfsemi fyrir tæpum tveimur ámm, hafi Hagkaup verið um fjórðungi dýrari, en síðan hafi samkeppnin haft þau áhrif að mun- urinn hafi verið orðinn 12 af hundraði. - Síðan þetta verðstríð hófst höfúm við fengið stuðning víða að. Ég er kátur og stoltur yfir því, seg- ir Jóhannes. Hann segir óvíst hvemig þetta stríð fer og telur að það geti rétt eins hrikt í þeim stóra eins og þeim litla. - Við spyrjum að leikslokum, segir Jón Ásbergsson um þetta. -gg etta er allt til bóta fyrir almenning. Við erum ágætlega í stakk búin til þess að fara í verð- stríð við Hagkaup og erum hvergi bangin, segir Jóhannes Jónsson, eigandi Bónuss, um verðstríðið sem nú er hafið milli Hagkaupa og Bón- uss. Þegar verslanir Hagkaupa opn- uðu að morgni fimmtudags hafði verð á pakkavöru verið aðlagað verði sömu vara í Bónus-verslun- um. Þegar Bónus opnaði um há- degið sama dag, var Jóhannes þeg- ar búinn að lækka verðið hjá sér Hagkaup Rembihnútar leystir á Alþingi Ekki minnkaði hamagangurinn á Alþingi í gær, enda stefnt að því að sá yrði síðasti dagur þingsins. En flétt- urnar, sem stundum verða að nánast óleysanlegum hnút- um, fylgdu einnig gærdeginum. Ekki var það stjórnar- andstaðan sem stóð mikið á móti málum, heldur settust nokkrir Borgaraflokksmenn inn í herbergi og neituðu samvinnu fyrr en þeir fengju eitthvað fyrir sinn snúð. Mikilvægast var að koma úr nefnd og afgreiða lánsfjárlög, sem þingið verður að afgreiða, en þau komu ekki úr nefnd fyrr en síðdeg- is. Þeim var lítillega breytt í með- förum nefndarinnar frá því sem Þjóðviljinn skýrði frá í gær. Ragnar Amalds, Alþýðubandalagi, styður allar breytingartillögur nefndarinn- ar nema þær sem varða álverið. Hann flytur eigin breytingartillögu vegna þess að hvorki náðist sam- staða um málið í ríkisstjóminni né nefhdinni. í tillögu Ragnars er það sett sem skilyrði fyrir lánsfjárheim- ild að fyrir liggi fyrirvaralaus raf- orkusamningur. I samtölum Þjóðviljans við Steingrím Hermannsson forsætis- ráðherra og Pál Pétursson, sem á sæti í stjóm Landsvirkjunar, kom fram að hvorugur þessara Fram- sóknarmanna telja nauðsynlegt að setja slíkt ákvæði í lánsfjárlög. Steingrímur sagði að nægilegt væri að Landsvirkjun og ríkisstjórnin mætu stöðuna þannig að samningar væru komnir á það stig að óhætt væri að hefja undirbúningsfram- kvæmdir. Páll sagði að ef þetta ákvæði færi inn þýddi það árs seinkun á álverinu þar sem fyrir lægi að samningar yrðu ekki undir- ritaðir fyrr en í haust og nauðsyn- legt væri að nota sumarið til fram- kvæmda. Bæði Ólafur Ragnar Grímsson og Hjörleifur Guttormsson Al- þýðubandalagi bentu hinsvegar á að í fyrra hefði Landsvirkjun, með samþykki ríkisstjórnarinnar, nýtt 300 miljóna króna lánsfjárlaga- heimild og samt væm samningam- ir enn jafn illa á sig komnir. Ólafur Ragnar sagði að þegar væri búið að eyða rúmum 500 miljónum króna í undirbúningsvinnu og að rétt væri nú að fara varlega í að veita heim- ildir fyrir 1,2 miljarði króna auk ábyrgða vegna landakaupa í Vatns- leysustrandarhreppi, þar sem hugs- anlegt væri að ekkert yrði úr samn- ingum. Hjörleifur benti á að samn- ingsstaða íslendinga varðandi raf- orkuverðið yrði svo miklu verri ef við væmm búnir að veija miklum peningum í virkjanaframkvæmdir. Ólafur sagði að það orðalag sem Ragnar gerði tillögu um tryggði samningsstöðuna. I lánsfjárlagabreytingunum, einsog nefndin í neðri deild leggur til, er ekki inni 135 miljóna króna lánsheimild til hafnarframkvæmda í Þorlákshöfn, né heimildir til að flýta framkvæmdum við nokkra framhaldsskóla úti á landi. Hins- vegar hækkaði lánsheimild til handa Síldarverksmiðjum ríkisins úr 200 miljónum í 300 miljónir króna að tillögu Ragnars Amalds og Jóns Sæmundar Siguijónssonar, Alfl. Þá verður felld út skerðing á tekjum Kvikmyndasjóðs þannig að tekjur hans ættu að aukast um 14 miljónir króna. Þar með aukast rekstrarútgjöld samkvæmt A-hluta um rúman miljarð króna, endurlán aukast um 735 miljónir króna, rík- isábyrgðir aukast um tæplega hálf- an annan miljarð og yfirtaka lána eykst um tæpa þrjá miíjarða. Borgaraflokksmennirnir Guð- mundur Ágústsson, Óli Þ. Guð- bjartsson og Júlíus Sólnes voru ekki ánægðir með stuðning stjóm- arliða við frumvörp um opinbera réttaraðstoð, samfélagshjálp og sjóðshappdrætti vegna þyrlukaupa og lengi vel mælti Guðmundur ekki fyrir nefndaráliti í efri deild og tafði þannig deildarstörfin. Á meðan sátu þeir þrir inn í herbergi og varð ekki haggað. Á endanum var sjóðshappdrættisfrumvarpið af- greitt til neðri deildar og gefið vil- yrði fyrir því að hin frumvörpin tvö yrðu afgreidd úr þeirri neðri. Guðmundur sagði við Þjóðviljann að búið væri að staðfesta þann skilning sinn að sjóðshappdrættið væri skilyrði þess að hægt væri að nýta lánsheimildina á lánsfjárlög- rnn og að þeir Borgaraflokksmenn væm búnir að fá þau svör um önn- ur mál sem þeir gætu sæst á. Þeir vildu einnig fá í gegn frumvarp um ábyrgðardeild fisk- eldislána en gegn því frumvarpi talaði Ólafúr Ragnar lengi á dög- unum. Þeir vilja þó breyta fmm- varpinu en ekki var tryggt að þessi krafa þeirra næði fram að ganga. Alls óvíst var um þingslit í gærdag en þó var stefnt að því að slíta þinginu á hádegi í dag. For- sætisráðherra gaf í gær undir fótinn með að þingi yrði ekki slitið fyrr en í byrjun næstu viku. Væm menn sammála um það kvaðst hann ekki myndu beita sér gegn því. í gær ætlaði Þorvaldur Garðar Kristjánsson að tala lengi um ffumvarp, sem kæmi þinginu í eina málstofú og allir flokkar standa að, og var frekar útlit fyrir að þing myndi standa fram í næstu viku. Þá var enn ekki búið að setja þings- ályktunartillögu um álver á dag- skrá í gær og alls óvíst að sú tillaga kæmi nokkuð á dagskrá. -gpm

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.