Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 4
Umræðan á villi' ♦ ♦ gotum Pétur Pétursson er doktor í guðfræði og félagsfræði og dósent í félagsfræði við Háskóla íslands. Und- ir hann voru bomar spumingar sem varða félagslegt og trúarlegt gildi fermingarinnar. Mér finnst umræðan um ferm- inguna svolítið stöðnuð og þá sér- staklega þessi umræða í Qölmiðl- unum. Því er nú þannig háttað að kirkjuna og hennar athafnir er ekki hægt að slíta úr samhengi við sam- félagið og því síður úr samhengi við Qölskylduna. Guðfræðilega séð er fermingin staðfesting á skímarsáttmálanum. Skilningur kirkjunnar á skíminni er sá að hún sé heilagt sakramenti. Sú guðshugmynd sem þar liggur að baki er að Guð sé algóður og al- máttugur og að hann taki til sín þetta bam sem þar með verði bam Guðs og tilheyri söfnuði hans. Þetta gerist allt með skíminni og samkvæmt lútherskum skilningi er fermingin ekki sakramenti heldur aðeins staðfesting á þessum skím- arsáttmála. Fermingin er því frem- ur hefð en sakramenti. Sú hefð byggist á því að söfnuðinum ber að uppfræða barnið í trúnni og þess vegna tengist fermingin fræðslu eða trúfræðslu. Slík fræðsla var áður eina alþýðu- fræðslan sem fram fór á íslandi. Það var píetisminn eða hrein- trúarstefnan frá Danmörku, sem kom i gegnum konungstilskipanir á miðri átjándu öld, sem lagði ein- mitt mest upp úr þessu fræðslu- gildi fermingarinnar. Þangað má rekja upphaf alþýðufræðslu á ís- landi. Sem dæmi um fræðsluna má nefna að ekki mátti ferma börn nema þau væru læs. Stafa ekki villur umrœðunnar sem þú nefnir, af öllum þessum SÍGILDAR FERMINGARGJAFIR \ BIBLIAN OG Sálmabókin Fást f bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG (P>ul)l)rnnbssírofii Hallgrimskirkju ( Reykjavík Sími 17805. Opið 3-5 e.h., föstud. 10-12 f.h. V þáttum sem tengjast fermingunni í dag? Umræðan gengur út á að það sé orðið svo mikið veraldlegt í kringum ferminguna; allt þetta gjafastand og hátíðarstand. Það er hins vegar ekki kirkjan sem aug- lýsir ferminguna sem gjafahátíð. Slíkt er á ábyrgð viðskiptalífins og verslana sem nota sér ferminguna og auglýsa hana upp. Kirkjan legg- ur að sjálfsögðu ekki slíkar áhersl- ur. En eins og kemur fram í könn- un sem ég gerði íyrir Fermingar- Viðtal við Pétur Pétursson doktor I félagsfræði og guðfræði um gildi fermingarinnar og þá umræðu sem um hana spinnst. Mynd: Kristinn þroskaður er hann ekki orðinn menningarlega og félagslega gjald- gengur á vinnumarkaðnum. Ég held til dæmis að stúdentsprófið sé frekar orðið þessi fúllorðinsvígsla. Áður var fermingin vígsla inn í heim fúllorðinna og henni tengdust ákveðin borgaraleg réttindi eins og að ganga í hjónaband og svo fram- vegis. Fermingin var áður meiri Trúaráhrif eru ekki bara vitræn heldur eru þau ekki síður tilfinninga- legs eðlis og snúast um að hrífast með. starfanefnd Þjóðarkirkjunnar, þá eru prestamir ekkert mótfallnir því að fjölskyldan haldi hátíð þegar barnið hefur hlotið þessa vígslu sem fermingin er í sjálfu sér. Fermingin er blessun kirkjunnar. Söfnuðurinn kemur saman og barnið staðfestir það skírnarheit sem foreldramir gáfu. Síðan safn- ast fjölskyldan saman og það er eðlilegt út frá sjónarmiði kirkjunn- ar að tjölskyldan hittist, gleðjist saman og kalli á sína nánustu til að vera við þessa athöfn. Á þetta bentu prestarnir einmitt og þeir leggja jafnvel upp úr því að vera með í þessum hátiðarhöldum hjá fólkinu. Gleði og trúarbrögð eru alls ekki neinar andstæður - hátíðir og trúarathafnir hafa í gegnum söguna verið nátengdir hlutir. Kaupmenn hafa hins vegar spanað upp þetta gjafa- og auglýsingaflóð sem fer í fólk og verður til þess að það gagnrýnir ferminguna á þeim forsendum að hún sé orðin of ver- aldleg. Þetta ástand er semsagt ekki sök kirkjunnar heldur er það afleiðing af því samkeppnissamfé- lagi sem við eigum við að búa. Er fermingin eins konar vigsla í heim fullorðinna, samhliða því að vera trúarleg athöfn? Það virðist gjarnan vera litið þannig á. Fermingin er tímamóta- atburður, en sem slík er hún þó á undanhaldi. Hún er tímamót í lífi fjölskyldu sem hefur alið upp barnið, það er orðið fjórtán ára, foreldramir bjóða til sín ættingjum og vinum, opna heimili sitt og sýna afrakstur sinn sem er þá að finna í þessu hálf fullorðna bami. Ættingjamir gleðjast með foreldr- unum yfír baminu. Baminu er tek- ið líkt og nú sé það að komast í heim fullorðinna. En í okkar sam- félagi er æskuskeiðið orðið svo langt. Menntun tekur til dæmis mjög langan tíma. Jafnvel þó ein- staklingurinn sé líkamlega full- manndómsvígsla ímynda ég mér. Þegar viðkomandi var fermdur hafði hann lært að lesa og kunni kverið og ef hann gat það ekki þá var það mikil niðurlæging að ferm- ast bara upp á faðirvorið. Slíkur einstaklingur var lægra metinn. Hér áður var hið opinbera félags- lega hlutverk því miklu meira en það er í dag. Nú er fermingin miklu meiri fjölskylduhátíð en samfélagsatburður. Ferminging er fyrir fjölskylduna og fyrir ættina. Þetta sjáum við líka í þeim aragrúa af ættarmótum sem haldin eru, ætt- sitt og um þrettán af hundraði segja að áhrif fermingarinnar hafi komið ffarn seinna. Ná athafnirnir og trúarupplif- unin til barnanna? Trúaráhrif eru ekki bara vitræn heldur eru þau ekki síður tilfinn- ingalegs eðlis og snúast um að hrífast með. Skálholtsferðir ferm- ingarbarnanna geta einmitt haft mikil áhrif því bömin þekkja sögu staðarins úr íslandssögunni, fara út úr skarkala borgarinnar í þetta samfélag í Skálholti, læra um hefðina og komast inn í tíðagerð sem höfðar til tilfmninga, reynslu og upplifana. Ég held að það sé mjög jákvæð og skynsamleg stefna að nota Skálholt í þessum ferming- arundirbúningi því Skálholtskirkja pg hefð staðarins höfðar mjög til íslendinga. Margir hafa orðið fyrir trúarreynslu í tengslum við helgi- hald í Skálholti. Hreintrúarstefnan lagði mikla áherslu á innri upplifun trúarinnar. Við skímina hefur bamið auðvitað ekki tækifæri til að upplifa þetta sjálfl svo að með fermingunni má segja að það endurupplifi og stað- festi skírnarsáttmálann sem for- eldramir gerðu fyrir þess hönd. Nú gera foreldrar sáttmálann en oft koma þeir ekki nærri fræðsl- unni? I þessu er viss mótsögn og í raun er það fúrðulegt þegar sumir foreldrar segjast ekki reyna að hafa Kaupmenn hafa hins vegar spanað upp þetta gjafa- og auglýsingaflóð sem fer í fólk og verður til þess að það gagnrýnir ferminguna á þeim forsend- um að hún sé orðin of veraldleg. arbókum og ættfræðiáhuga íslend- inga. Slíkt er grein af sama meiði. Samfélagið er miklu stærra, viðameira og niðurhólfaðra og við ferminguna er ástæða til að kalla saman fólk sem maður mundi ann- ars ekki hitta. Ættarböndin eru sterk og ég held að fermingin hafi því hlutverki að gegna að halda ættunum eða fjölskyldunum sam- an. Telur þú að fermingarathöfnin sjálf skipti mikli máli? Það er erfltt að meta mikijvægi athafnarinnar fyrir bömin. Ég og Björn Björnsson könnuðum það óbeint í trúarlífskönnun. í þeirri könnun kemur í ljós að um þriðj- ungur svarenda á aldrinum átján til sjötíu og sex ára segir að ferming- in sjálf hafi haft áhrif á þau. Um fjömtíu af hundraði segja að ferm- ingin hafi ekki haft áhrif á trúarlíf áhrif á bömin sín varðandi trúna. Þá kemur inn í þessi þáttur að það em bömin sjálf sem eiga að taka þessa ákvörðun, það em þau sjálf sem eiga að staðfesta sáttmálann, en ekki foreldramir. En auðvitað hafa foreldramir mjög mikil áhrif á trúarlíf barnanna óbeint, með hegðun sinni. Trúarlífssálarfræðin sýnir fram á það að bænir með bömum hafa mikil áhrif á þau og ekki bara meðan þau eru börn heldur er þetta eitthvað sem við- helst í trúarlífinu alveg fram á fúll- orðinsár og elliár. Þessi miklu til- finningalegu áhrif sem börnin verða fyrir em lífsseigust og svo koma hinir vitrænu þættir síðar. Það er svo furðulegt að það er í raun og vem eins og fermingin sé endapunkturinn á trúamppeldi ein- staklingsins hvað varðar þetta vitræna stig en það er einmitt á fimmtánda og sextánda aldursári sem hinn vitsmunalegi þroski ger- ist. Segja má að það sé galli á þessu fyrirkomulagi að ferming- unni sé ekki fýlgt eftir með meiri fræðslu. Kirkjan reynir að vísu að gera það með æskulýðsfélögum og ýmis félagasamtök eins og KFUM og K taka við bömunum. Reyndin er að langflestir líta á ferminguna sem endapunkt á trúfræðslunni. Það er alger misskilningur út frá skoðun kirkjunnar. I hugum fólks er það oft þannig að eftir fermingu er þessi trúarlífsþáttur afgreiddur en það er alls ekki hið trúarlega viðhorf til fermingarinnar. Þvert á móti er ætlast til þess að með fermingunni tengist bamið söfnuð- inum og trúarlífinu betur. Safnað- arvitundin er bara því miður mjög óljós í vitund fólks. Ætt og íjöl- skylda er í miðpunkti og með fermingunni tengist presturinn fjölskyldunni en söfnuðurinn eða safnaðarvitundin hverfur alveg i skuggann af ættarsamfélaginu. Er þá einstaklingsvitundin og sérhæfingin að yfirgnœfa hið sam- félagslega? I raun er það hið kristna samfé- lag sem á að taka við börnunum sem fúllgildum þegnum. Reyndar skortir mikið á þessa safnaðarvit- und og nú er einmitt í gangi verk- efni hjá kirkjunni sem heitir „safn- aðaruppbygging" og segja má að kirkjan sé sér meðvituð um þennan skort. Þessi skortur sést ekki síst á fermingunni eða því að ekkert skuli taka við af fermingunni fyrr en við giftingu eða skírn fyrsta bams viðkomandi einstaklingsins. Þetta er í samræmi við það sem ég sagði, fermingin er ekki mann- dómsvígsla heldur íjölskylduhátíð, ástæða til að koma saman og gleðjast. Fermingin er hins vegar ekkert sérstakt fagnaðarefni fyrir samfélagið sem síkt. Felst þetta vandamál ekki ein- faldlega í því hve stór, flókin og sérhæfð vestræn samfélög eru í dag? Jú því auðvitað er þetta hluti af „prívatíseringunni". Búið er að greina allt niður í afmörkuð svið á svo margvíslegan hátt að samþætt- ingin og samfélagsvitundin er horfm eða orðin svo óhlutstæð að einstaklingamir einangrast hver frá öðrum. Þeir einangrast einnig trú- arlega með spumingar sem varða gildi lífsins, um meiningu með líf- inu. Fermingin á einmitt að vera upphafið að fullorðinsfræðslu inn- an kirkjunnar, þar sem tekið er á þessum spurningum um hver sé meiningin með tilverunni, eðli mannverunnar og afstöðuna til Guðs. ÞJÓÐVILJINN - Fermingarblað Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.