Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 1
Þjotwiijinn Mars 1991 FERMINGIN ... engin rosaleg breyting Fermingarbörnin Jönathan og Salöme ræða ferm- ínguna, altarisgöng- una og líkama og blóð Krists. Umræða á villigotum Viðtal við Pétur Pétursson doktor í félagsfræði og guð- fræðí um gildi ferm- ingarinnar og um- ræðu um hana. tyggja oblátuna? Guðfræðinemamir og fermingarfræðar- arnir Kristinn Jens Sigurþórsson og María Ágústsdóttir spjalla um ferming- arundírbúninginn. Vígsla inn tímabil Fermíngin frá sjón- arhóli mannfræð- ingsins. Viðtal við Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur. Fermingin í lausu lofti Einar Sigurbjörnsson prófessor í guðfræði gerir grein fyrir tilgát- um um uppruna fermingarinnar, rekur sögu hennar og stöðu í dag. Trú og veraldlegt vafstur Frá sjónarhóli trúarinnar er ferm- ingin staðfesting á skírnarsáttmálan- um og játning á trúnni. En fermingin virðist jafnframt gegna margþættara hlutverki en því trúarlega. Þegar börn hafa fermst eru þau gjarnan boðin velkomin í „heim fullorðinna“ og talað um tímamót í lífinu. [ hugum sumra er fermingin því eins konar mann- dómsvígsla. Barnið vígist inn í ættina sem safnast saman, heldur hátíð og gefur gjafir. Til að flækja myndina enn frekar má benda á að þótt ferm- ingin marki ef til vill endalok bernsk- unnar fer því fjarri í dag að fullorðins- árin taki við. Við tekur langt og oft erfitt milliskeið, unglingsárin. Reglulega blossar upp umræða um ferminguna og gildi hennar. Ver- aldlegur þáttur hennar er gjarnan gagnrýndur harðlega og stundum réttilega. Hins vegar má spyrja hvort hægt sé að aðskilja að fullu trúarlega og félagslega þætti athafna á borð við ferminguna eða hvort hinir verald- legu þættir séu veigameiri í dag en þeir voru áður fyrr. Einnig má spyrja hvort viðurkenning á félagslegum þáttum fermingarinnar þurfi á nokk- urn hátt að draga úr trúarlegu mikil- vægi hennar. í þessu blaði er ætlunin að velta upp slíkum spurningum og skoða ferminguna frá ýmsum hliðum. Aðil- arnir sem leitað er fanga hjá eru fermingarbörn, guðfræðinemar sem sinna fermingarfræðslu barna, mann- fræðingur, doktor í guðfræði og fé- lagsfræði og prófessor við Guðfræði- deild Háskóla (slands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.