Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 8
Guðfræðinemarnir og fermingarfræðararnir Kristinn Jens Sigurþórsson og María Ágústsdóttir spjalla um fermingarundirbúninginn. Á að tyggja oblátuna? Nú tíðkast víða að guðfræðinemar annist mik- ilvægasta hluta fermingarinnar; fermingar- fræðsluna, ásamt sóknarprestunum. Kristinn Jens Sigurþórsson er guðffæðinemi sem sér um fermingarfræðslu í Garðakirkju hjá séra Braga Frið- rikssyni. María Ágústsdóttir er einnig nemi í guðffæði og annast fermingarfræðslu í Grensáskirkju hjá séra Gylfa Jónssyni. Undir hvað eruð þið að búa krakkana? kristinn: Við erum náttúru- Iega ekki bara að búa þau undir at- höfnina sem slíka heldur erum við að fræða þau um kristindóminn. Ég lít þannig á að það sé bara und- irbúningur undir allt lífið að skilja fyrir hvað Jesús Kristur stendur og hvað kristindómurinn þýðir. María: Fermingarfræðslan er eðlilegt framhald af skírninni sjálfri. Þegar fólk lætur skíra böm- in sín er það um leið að takast á herðar þá ábyrgð að fræða þau um kristna trú. Sunnudagaskólinn og fleira slíkt kemur auðvitað inn í þá fræðslu en fermingarfræðslan er mjög mikilvæg. Markmið hennar er að gera börnin að ábyrgum kristnum einstaklingum. Hins veg- ar finnst mér bömin oft Iíta þannig á að verið sé að búa þau undir þessa einu ákveðnu athöfn og allt miðist við hana. Auðvitað er ferm- ingin mjög stór athöfn fyrir bömin en við reynum að beina sjónum þeirra fram á við og benda á það að sé bara liður í þeirra uppvexti sem sjálfstæðra einstaklinga að skilja hvað felst í því að vera krist- inn. Er fermingarfrœðslan þá sið- ferðisfrœðsla? Kristinn: Þctta er fræðsla um líf og starf Jesú Krists og það sem hann stendur fyrir, hvað hann var og er. Ef krakkamir ætla að teljast kristin verða þau auðvitað að hafa ákveðna þekkingu á því hvernig kristnir menn líta á Jesú Krist. María: Það er mjög dæmigert að þú skyldir spyija um siðfræðina því það endurspeglar hinn dæmi- gerða hugsunarhátt: Það er gott og blessað að börnin tileinki sér kristilega siðfræði því allir geta skrifað undir það, en eins og Krist- inn sagði þá byggjum við á ákveðnum kristnum gmndvallarat- riðum. Málið er að tengja líf og starf Krists, fæðingu hans og dauða, þessi grundvallarsannindi kristinnar trúar, inn í okkar eigið líf... Kristinn: ... í raun að tengja það við daginn í dag. Maria: Við tengjum þessi sannindi líka við unglingana. Við reynum alla vega mjög mikið í minni fræðslu að fá þau til að sjá hvað þetta kemur þeim við. Auð- vitað er siðfræðin þá líka með í þessu öllu saman, vegna þess að þegar börnin gera sér grein fyrir hvað kristin trú þýðir, þá hefur það ákveðna siðfræði í för með sér. Siðfræðin er því með en hún er alis ekki aðalatriðið því aðalatriðið er að gera börnin hæf til að svara þeirri spumingu sem þau em spurð í fermingunni játandi. Sú ákvörðun að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns á að vera eins konar Ijós í öllu þeirra lífi. Kristinn: Auðvitað má segja sem svo að vestræn samfélög byggi í heild á kristnu gildismati að nokkru leyti, en útfærslan er ekki kristin, það er alveg ljóst. María: Að vera kristinn er líka ákveðin játning eins og kemur til dæmis mjög skýrt fram í ferm- ingarathöfninni sjálfri. Þetta er eins og vera leiddur upp að altar- inu til að segja já við maka sinn. Það er þetta JÁ sem skiptir máli, þessi tjáning með orðum. En tján- ingin er auðvitað bara fyrsta skref- ið. Kristinn: í raun má segja að þama sé einstaklingurinn að segja það sem hann gat ekki sagt við skímina. Finnsí ykkur fermingarathöfn- in sjálf vera mikilvæg fyrir krakk- ana? Kristinn: Ég held hún vegi ekki mjög þungt hjá krökkunum. Þau hafa til dæmis lítið rætt hana við mig. Hins vegar veit ég að það er alveg sér tími þar sem þau ræða athöfnina sjálfa við prestana. María: Ég hef nú mikið orðið vör við það hjá mér að þau em sí- fellt spytjandi og virðast vera mjög óánægð með að við skulum ekki segja þeim hvað gerist í þessari at- höfn í hverjum einasta tíma. Kann- ski er það bara þessi hópur sem ég er með. Svona áhugi er áreiðanlega mjög misjafn milli hópa, líkt og það er misjafnt um hvað þau vilja tala. En ég hugsa að það sé mikil spenna í kringum daginn sjálfan. Það er ógurlegt stress hjá sumum krökkunum vegna þessa dags í heild sinni og þá er allt innifalið; boðið, gestimir, pakkamir og allt umstangið. Allt hefur þetta auðvit- að ákveðinn ljóma í hugum þeirra því þetta er mjög stór dagur, en ég hugsa að athöfnin sjálf sé ekki endilega það mikilvægasta. Kristinn: Að lokinni athöfn- inni eiga þau eftir að taka á móti öllum þessum gestum svo athöfnin hverfúr í skuggann af mörgu öðru. María: Hún gerir það vissu- lega en samt er margt í athöfninni sjálfri sem krakkarnir velta fyrir sér. Þau em auðvitað smeyk við að þurfa að segja trúarjátningu saman og svo er það altarisgangan. Mörg böm em mjög spennt fyrir henni, sérstaklega þau sem aldrei hafa gengið til altaris. En nú tíðkast það víða að böm ganga til altaris áður en þau fermast. Kristinn: Við ræddum altaris- gönguna sjálfa einmitt í minum hópi á helgamámskeiðinu á Skál- holti. Krakkamir vildu forvitnast um margt, til dæmis þetta með vín- ið. María: Já og oblátuna líka. Þau spurðu til dæmis hvort þau ættu að tyggja hana og svo fram- vegis. Krakkamir eru svolítið óör- ugg í sambandi við þessi atriði. Mörg tengja ferminguna við altar- isgönguna áður en þau fengu nokkra ffæðslu um hana. Þau setja í raun og vem samasem merki á milli fermingar og altarisgöngu því það hefúr Iengi tíðkast á Islandi að altarisgangan fer fram við ferming- ar og aldrei artnars. Þannig var það víða hér áður fyrr. Svona hug- myndir höfðu þau áður en við sýndum þeim fram á að altaris- gangan er eitthvað sem við endur- tökum í sífellu. Þið talið um að undirbúa þau undir lífið og þá vaknar spuming- in af hverju þessi tími eða þessi aldur? Eru börnin að verða full- orðin með fermingunni? María: Þetta er ekki mann- dómsvígsla ef það er það sem þú átt við, en áður fyrr var það þannig að eftir fermingu fóru börn að vinna úti. Þessi aldur, þrettán til fjórtán ára, var mjög mikilvægur því böm urðu í raun fullorðin eftir þennan aldur. Nú lítum við öðmm augum á unglingsárin og þau vara miklu lengur. Að mínu mati ætti fermingin að vera síðar, í níunda eða tíunda bekk. Kristinn: Ég hef einmitt velt þessu mjög fyrir mér fram og til baka og sérstaklega út frá skilningi krakkanna á því sem fram fer. Hvað varðar skilning á trú þá ligg- ur hann svo djúpt að það er mjög margt sem kemur inn í. María: Á þessum aldri eru bömin mjög misjafnlega þroskuð. Ég get talað við sum þeirra alveg eins og fullorðið fólk og þau skilja hvað ég á við. Inn á milli em hins vegar einstaklingar sem hafa ein- faldlega ekki þann þroska sem þarf. Kristinn: Mikið rétt. Ég get tekið undir þetta. Mín skoðun hef- ur alltaf verið sú að böm fermist of ung. María: Það er svo mikið að gerast þegar maður er þrettán eða fjórtán ára. Allur heimurinn er að breytast. Kristinn: Því má bæta við að mörg barnanna eru varla orðin kynþroska heldur. Það er svo margt sem þau hafa enga hugmynd um. María: Ég býst reyndar við því að hækkun fermingaraldursins hefði í för með sér að færri böm kæmu til að láta ferma sig, en á móti kæmi að þá væri kannski meiri alvara að baki því að koma í fermingarfræðslu. Eg hef rekið mig dálítið á alvöruleysi krakk- anna í vetur. Okkar svar hefur ver- ið að leggja mikla áherslu á að þau koma þama að eigin vali og sem frjálsir einstaklingar. Þetta er ekki skóli heldur em þau þama af því þau sjálf vilja fá fræðslu um kristna trú. Sannast sagna er þetta ekki þannig. Mörg þeirra, jafnvel flest, koma bara af því að allir hin- ir koma. Tími kominn til að ferm- ast og þá fær maður gjafir. En sem betur fer náum við til margra þeirra svo alvaran vex. Kristinn: Þau skynja ekki al- vöruna mörg hver, en ef þau væm eldri myndi þau kannski gera það. María: Og kannski meina meira með því sem þau eru að gera. Kristinn: Hækkun fermingar- aldursins myndi gera allt aðrar kröfúr, bæði til bamanna og einnig okkar sem emm að uppfræða þau. Það er allt annað að tala við krakka sem eru fimmtán eða sextán ára heldur en þrettán til fjórtán ára. Eru allir vígslusiðirnir á lífs- leiðinni mjög mikilvœgir? María: Jarðarförin er mjög gott dæmi um mikilvægi athafnar. Fólk nær saman og kemst saman í gegnum sorgina. En hvað varðar ferminguna þá held ég að þetta sé ekki eins skýrt og áður. Fermingin var ákveðinn póstur á lífsleiðinni áður fyrr. Kristinn: Foreldrar okkar tala um fermingarsystkini sín og muna alltaf hver þau em. Slíkt er ekki of- arlega í okkar huga. Við tölum um að einhver hafi verið með okkur í bekk í skóla en ekki að hann hafi fermst með okkur. Fermingin er alls ekki sama varðan á lífsleiðinni og var áður. Hvað finnst ykkur um borgara- legar fermingar? Kristinn: Við höfum nú aðal- lega lesið um þær í blöðunum. María: Við búum í þannig samfélagi að ekki em allir kristnir og ef fólk vill skapa börnunum einhvem vettvang fyrir fræðslu eða Auðvitað má segja sem svo að vestræn samfélög byggi í heild á kristnu gildis- mati að nokkru leyti, en útfærslan er ekki kristin, það er alveg Ijóst. ÞJÓÐVILJINN - Fermingarblað Síða 8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.