Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 10
Fermingin
í lausu lofti
Þegar einhver fyrirbæri eru orðin að hefð, órjúf-
anlegur hluti af ákveðnu tímaskeiði, er líkt og
þau hafi alltaf verið eins og þau eru og eigi sér
enga sögu. í augum margra leikmanna er ferm-
ingin slík eilíf og óumbreytanleg hefð. I augum lærðra lít-
ur málið öðruvísi út. Einar Sigurbjömsson er prófessor
við Guðfræðideild Háskóla Islands.
Hver er uppruni fermingar-
innar?
Uppruni fermingarinnar verð-
ur ekki rakinn með neinni vissu.
Vitað er að við upphaf unglings-
ára framkvæmdu gyðingar mann-
dómsvígslu. Þessi vígsla ein-
skorðaðist við drengi sem voru
um tólf ára gamlir, en á þeim
aldri voru þeir færir um að lesa
lögmálið. Skyldleiki þessarar
manndómsvigslu og fermingar-
innar er hins vegar mjög óviss.
Hvað kristna menn varðar er
fermingin jafngömul kristninni
sjálfri. Sjálfri skírnarathöfninni
Eftir að fermingin
hætti að tengjast
slíkum félagslegum
tímamótum má
segja að félagslega
hangi hún í lausu
lofti og guðfræði-
lega er mjög erfitt
að finna henni rök.
að líta að trúin hefur aldrei verið
einangruð frá félagslegum þáttum
þjóðlífsins.
Hvað með ýmis íákti í ferm-
ingarathöfninni?
Hvítu kyrtlarnir til dæmis
koma hingað til lands eftir 1950
til þess að hindra samkeppni
fermingarbarní klæðaburði.
Kirkjan hefur þannig reynt að
gæta jafnréttis og þess má geta að
í gömlu fermingartilskipuninni
frá miðri átjándu öld er prestum
bannað að fara eftir mannvirðing-
um við altarisgöngu fermingar-
bama heldur skal geta látin ráða.
Síðar var svo stafrófsröð látin
ráða.
Hvítir kyrtlar tíðkast víða er-
lendis og hafa auðvitað táknrænt
Einar Sigurbjörnsson prófessor í guðfræði gerir grein fyrir tilgátum um uppruna fermingarinnar, rekur
sögu hennar og stöðu í dag. Mynd: Kristinn
gildi. Hvítt er litur skímarinnar
og í fomkirkjunni klæddust menn
hvítu eftir skím. í því sambandi
má benda á að skím þýðir þvott-
ur.
I stað smurningarinnar áður
kemur nú handayfirlagning
prestsins og bæn um heilagan
anda. Slíkar handayflrlagningar
tíðkast við allar blessunarathafnir
kirkjunnar. Samkvæmt Lúther fer
hin eiginlega handayflrlagning
fram við sjálfa skímina.
Hvaða félagslega þýðingu
hefur fermingin í dag?
Eins og ég sagði áður þá
tengdist fermingin ákveðnum
tímamótum á lifsleiðinni, lokum
uppfræðslunnar. Þannig var þetta
líka þegar fermingin tengdist út-
skrift úr skólakerfinu. Eftir að
fermingin hætti að tengjast slík-
um félagslegum tímamótum má
segja að félagslega hangi hún í
lausu lofti og guðfræðilega er
mjög erfitt að fmna henni rök.
Eg legg hins vegar mikla
áherslu á það gullna tækifæri sem
fermingin veitir til fræðslu. Þess
vegna vil ég breyta fermingunni
og skipta henni. Hún er í raun
hætt að vera nokkur félagsleg
tímamót og því eigum við að ein-
beita okkur að fræðslunni.
fylgdi athöfn sem nefnd var
„smurning“. Ný skírðir voru
smurðir olíu til tákns um gjöf
heilags anda. I Austur-kirkjunni
tíðkast ferming enn með þessum
hætti, strax að lokinni skírn. 1
Vestur-kirkjunni var þessi athöfn
aðgreind frá skíminni, líklega á
fimmtu öld.
Á þeim tíma fólst fermingar-
athöfnin í sérstakri handayfir-
lagningu biskups og því var hún
nefnd „biskupun" á miðöldum.
Þessi athöfn var álitin sérstakt
sakramenti því með henni væri
heilagur andi gefinn. Lúther mót-
mælti þessum skilningi og taldi
að fermingin sem gjöf heilags
anda tengdist ætíð skírninni.
Fermingarathöfnin væri því ekki
sakramenti.
Sjálft orðið ferming er dregið
af Iatneska orðinu „confirmatio"
sem þýðir staðfesting, styrking
eða jaftivel bæn til trúarstyrking-
ar. Með fermingu er einstaklingur
innsiglaður í heilögum anda. Lút-
her lagði áherslu á að i stað ferm-
ingar á unglingsárum kæmi und-
irbúningur altarissakramentis.
Altarisgangan og fermingin eru
því nátengdar í lútherskum sið frá
upphafi.
Á átjándu öld kom fram ann-
ar skilningur á fermingunni. Píet-
istar eða hreintrúarmenn álitu
trúna og ferminguna persónulega
játningu einstaklingsins og því
skyldi fræðslan miðuð við stað-
festingu hans á skímarheiti sínu.
Þessi skilningur píetista þar sem
fermingin er sjálfstæð athöfn, er
enn býsna útbreiddur. Fermingin
varð eins konar próf og altaris-
ganga fór ekki fram við sömu at-
höfn. Nú er þetta yfirleitt hvort
tveggja við sömu athöfnina.
Sjálfur hef ég efasemdir um
fyrirkomulag fermingarinnar sem
persónulegrar játningar. Eg vildi
skipta þessu í tvennta. Annars
vegar væri fræðsla sem miðaði að
undirbúningi og aðgangi að altar-
issakramentinu og þar væri aidur-
inn lægri en við fermingar í dag.
Hins vegar væri markviss fræðsla
eldri einstaklinga sem undirbyggi
þá undir ferminguna, hina per-
sónulegu staðfestingu. Hægt væri
að miða við að enginn yngri en
16 ára fermdist
Hvert er upphafið að þvi
manndómsvigsluhlutverki sem
mörgum finnst fermingin nú
gegna?
Þegar konungstilskipanir í
anda hreintrúarstefnunnar taka að
berast hingað á átjándu öld öðlast
fermingin gríðarlega mikil fé-
lagsleg, menningarleg og pólitísk
áhrif. Fermingin varð órjúfanlega
tengd alþýðufræðslunni en
fræðslan var einmitt ein af hug-
sjónum lútherskunnar. Lok upp-
fræðslunnar, sjálf fermingin varð
innsigli fullorðinsáranna og þar
með sú manndómsvígsla sem enn
eimir eftir af. Hins vegar er á það
TA Gabriele 100
Vel útbúinn vinnuhestur fyrir
námsmanninn sem velur gæði og gott verð.
VERÐ AÐEINS KR. 19.800,- s.gr
Komdu við hjá okkur eða hringdu og
fáðu frekari upplýsingar, það borgarsig örugglega.
EinarJ. Skúlason hf.
Grensásvegi 10, sími 686933
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
ÞJÓÐVILJINN - Fermingarblað
Slða 10