Þjóðviljinn - 23.03.1991, Page 3
Að gefnu tilefni
Frá þjóðarsátt um jarðgöng
til menningar og mennta
Kjörtímabilið sem nú er senn á enda hefur verið óvenjulegt fyrir margra
hluta sakir. Eftir síðustu kosningar tók við einhver vonlausasta ríkis-
stjórn sem sögur fara af og má hafa hana til marks um að ekki dugir
traustur þingmeirihluti einn saman til að koma góðum málum í kring.
Ríkisstjórnin sprakk með fjölmiðlabraki og hafði þá varla nokkru
komið í verk sem máli skipti. Þorsteini Pálssyni, þáverandi forsætisráð-
herra og formanni Sjálfstæðisflokksins, tókst aldrei að ná þeim tökum á leiðtoga-
starfínu sem eru nauðsynleg til að samsteypustjórn verði starfhæf til frambúðar.
Yfirleitt gera menn lítið að því að velta fyrir ser mannlegum þáttum stjórnmála,
en ekki hefur það auðveldað Þorsteini verkin að með honum í stjórninni var fyrr-
verandi forsætisráðherra, sem varla hafur tekið því með gleði að þurfa að víkja
fyrir sér miklu yngri og óreyndari manni. En hvað sem því líður verður þessarar
ríkisstjórnar ekki minnst fyrir merkileg afrek, enda skildi hún við atvinnu- og
efnahagslíf í ótrúlegri upplausn. Stofna varð til sjóða upp á marga miljarða til að
koma sjávarútveginum a réttan kjöl með skuldbreytingum og hlutafjárframlögum
og verðbólgan var mæld í tugum prósenta.
Sú ákvörðun Alþýðubandalagsins að
ganga til liðs við afganginn af ríkisstjóminni
árið 1988 hlaut að orka tvímælis eins og
ástatt var. Innanhússástandið í flokknum var
ekki upp á marga fiska, litið lát virtisl á
langvarandi deilum og burðir flokksins til að
takast á við erfíð úrlausnarefni virtust því
litlir. Reynslan hefúr aftur á móti sýnt þá
feikilegu seiglu sem í flokknum býr. Á þessu
tímabili hefur hann ekki einasta tekið þátt í
ríkisstjómarsamstarfinu af fúllum myndug-
leik með ábyrgð á afar þýðingarmiklum
málaflokkum, heldur hefúr tekist að sigla
flokknum út úr þeirri sjálfheldu sem eilífar
innanflokksdeilur höfðu komið honum í.
Flokkurinn hefúr þorað að taka á hinum erf-
iðustu viðfangsefnum og á mörgum mikil-
vægum sviðum blasir við árangur sem lengi
mun standa.
Marktækasti árangurinn af stjómarsam-
starfinu, sem blasir við hveijum manni, er
auðvitað minnkandi verðbólga. Með sam-
starfi við aðila vinnumarkaðarins og bændur
hefúr tekist að keyra verðbólguna svo niður
að hún er nú á svipuðu róli eða jafnvel minni
en í flestum löndum Vestur-Evrópu. Þetta er
árangur sem enginn gerði í raun ráð fyrir og
hefði vissulega ekki náðst ef ekki hefði tek-
ist að skapa þjóðarsáttina ffægu. Á hinn bóg-
inn er þetta árangurinn sem fljótlegast er að
gera að engu ef ekki er rétt á haldið í fram-
haldinu. Það dugir skammt að koma verð-
bólgunni niður í fáein misseri ef þess verður
ekki gætt að halda áffam á líkri braut í haust.
Þessa dagana hafa verið að birtast vísbend-
ingar sem benda til þess að erfitt geti reynst
að ffamlengja þjóðarsáttina. Flugmenn, sem
hingað til hafa ekki verið taldir vanhaldnir i
launum, sjá ástæðu til að boða til verkfalls á
fostudaginn langa, sjómenn hafa verið að fá
hækkun á fiskverði og svo gerðist það sem
enginn bjóst við: fiskverkandi í Grundarfirði
hækkaði dagvinnukaup verkafólks sina um
10% upp á sitt eindæmi við litinn fognuð
framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambands-
ins. Siðast en ekki síst hefur fiskverkafólk
um allt land tekið sig saman um að krefjast
hækkunar á skattleysismörkum.
Bogi þolinmæðinnar er afar spenntur
með þjóðarsáttinni og lítið þarf út af að bera
til þess að allt fari úr böndunum. Á hinn
bóginn vísar krafan um hækkun skattleysis-
marka, sem Olafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra hefúr tekið undir, á leið sem á
að vera fær. Þessi krafa er í samræmi við þá
grundvallarhugmynd um lífskjarajöfnun sem
Alþýðubandalagið hefur sett ífam í sinni
kosningastefnuskrá. Með því að hækka
skattleysismörkin og flytja skattbyrðina til er
hægt að auka kaupmátt launa i lægri þrepum
launastigans. Þessu fylgir auðvitað sá vandi,
svo sem sjá má á verkfalli flugmanna, að
hinir hærra launuðu eru líklegir til að una
ekki Iítilli eða engri launahækkun og um leið
hækkun skatta. I annan stað blasir við að
hagur margra fyrirtækja fer nú stórlega batn-
andi, ýmis stórfyrirtæki skila hundruðum
miljóna í hreinan hagnað eftir afskriftir og
skatta.
Allt á þetta að geta leitt til þess að hér
verði áffam sæmilega stöðugt efnahags-
ástand, en þá því aðeins að víðtæk samstaða
takist í þjóðfélaginu um að jafna lífskjörin.
Lægstu launin verða að hækka, það verður
heldur ekki komist hjá að bæta stöðu þeirra
sem hafa meðallaun. Þetta er verkefnið sem
næsta ríkisstjóm tekur í arf ffá þeirri sem nú
situr, verkefni sem mikill meirihluti þjóðar-
innar mun krefjast að verði af hendi leyst.
Menntun og menning em þeir mála-
flokkar sem stjómmálamönnum þykir einatt
minnst varið í að sýsla með. Állir viður-
kenna þó að menntun og skólaganga sé mik-
ilvæg fyrir þjóðina en fáir leggjast í djúp-
hugsaðar vangaveltur um framtíðarskipan
menntamála, að ekki sé nú minnst á menn-
ingarmálin. Undirritaður átti tal við reyndan
foringja af vinstri vængnum, sem nú er hætt-
ur afskiptum af stjómmálum, skömmu eftir
að Alþýðubandalagið var sest í ríkisstjóm-
ina. Hann hafði uppi ýmsar vangaveltur um
kosti og galla ríkisstjómarsamstarfsins, þeg-
ar á heildina var litið taldi hann það ásættan-
legt. Hins vegar fannst honum afspymu vit-
laust af Alþýðubandalaginu að taka við
menntamálaráðuneytinu. Það væri þó ráðu-
neyti sem ekki skipti miklu máli, enginn
mundi nokkm sinni taka eftir því að Alþýðu-
bandalagsmaður hefði setið í því ráðuneyti.
Hann hafði áreiðanlega að því leyti rétt fyrir
sér að afskipti af mennta- og menningarmál-
um em yfirleitt ekki líkleg til skyndivin-
sælda. Almenningur hefúr að sönnu áhuga á
skólum, en fjölmiðlar aftur á móti yfirleitt
ekki. Þetta skiptir miklu máli vegna þess að
fjölmiðlamir ráða líklega meiru um vinsæld-
ir stjómmálamanna en verk þeirra. Fjölmiðl-
ar hafa oftast lítinn áhuga á menningu og
það er afar auðvelt að magna upp anáitöðu
við það að vemlegu fé sé varið til menning-
arstarfsemi.
Hvort Svavar Gestsson menntamálaráð-
herra öðlast varanlegar vinsældir af verkum
sínum í ráðuneyti menntamála undanfarin ár
skal engu um spáð hér. Hins vegar er enginn
vafi á því að undanfarin ár hefúr
verið unnið að mörgum verkum á
sviði mennta- og menningarmála
sem mikla og langvarandi þýðingu
hafa. Sumt er sýnilegt, blasir bein-
línis við augum eins og nýendur-
bætt Þjóðleikhús, annað kemur til
ffamkvæmda á lengri tíma og má í
þeim efnum neína sérstaklega lög
um leikskóla og grunnskóla að
ógleymdu því að fella niður virðis-
aukaskatt af menningarstarfsemi
sem vonandi stendur til ffambúðar
með þeim varanlegu áhrifúm sem
því fylgir.
Meðal þeirra mála sem af-
greidd voru á síðustu og heitustu
dögum þingsins var ný vegaáætlun
þar sem gert er ráð fyrir margvís-
legum framkvæmdum stórum og
smáum á næstu árum. Steingrímur
J. Sigfússon samgönguráðherra
hefúr nýlega opnað Ólafsfjarðar-
göng formlega. Göngin eru eins-
konar tákn um nýja tíma í samgöngumálum,
vitnisburður um nýjan skilning á mikilvægi
nútíma samgangna. Göngin kostuðu lítið eitt
á annan miljarð. Á þéttbýlissvæðunum fyrir
sunnan heyrast stundum athugasemdir eins
og þær að ekki sé mikið vit í að leggja stórfé
í vegi fyrir fólk sem er kannski á forum,
ódýrara sé að aðstoða það við að flytja suð-
ur. Sem betur fer hafa talsmenn þessara sjón-
armiða ekki haft völd til að fylgja þeim eflir.
Þeir hafa þó fengið blóð á tönnina með kjöri
formanns í Sjálfstæðisflokknum. Davíð
Oddsson styðst sem kunnugt er við fijáls-
hyggjugengið í flokknum sem hefúr ekki
mikinn áhuga, svo ekki sé fastar að orði
kveðið, á byggðamálum. Ólafsfjarðargöngin
eru ótrúlega ódýr, það mætti segja mér að
Ólafsfirðingar flytji út fiskafúrðir fyrir tals-
vert hærri upphæð á einu ári. En traustasti
mælikvarðinn til að sýna fram á hve vel hef-
ur tekist til er samanburðurinn við ráðhúsið í
Reykjavík.
Ráðhúsið, sem á ekki að hýsa nema afar
takmarkaðan hluta af skrifstofum borgarinn-
ar, kostar meira en helmingi meira en
þriggja kílómetra jarðgöng í gegn um Ólafs-
fjarðarmúla. Ráðhúsið breytir nákvæmlega
engu fyrir almenning í Reykjavík en göngin
valda byltingu fyrir Olafsfirðinga og Eyfirð-
inga. Göngin eiga eftir að spara mikla pen-
inga bæði beint og óbeint en ráðhúsið verður
aldrei annað en kostnaðarauki fyrir borgar-
búa.
Hér verður látið staðar numið í vanga-
veltum um þátttöku Alþýðubandalagsins í
þeirri ríkisstjóm sem nú er að skila af sér, og
hefúr þó aðeins verið tæpt lítillega á þeim
þremur málaflokkum sem ráðherrar flokks-
ins hafa borið ábyrgð á. Eins og áður sagði
orkaði sú ákvörðun flokksins að taka þátt í
henni tvímælis. Reynslan hefur hins vegar
sýnt að sú ákvörðun var rétt. Flokksmenn,
sem nú einhenda sér í kosningabaráttuna
eiga því að geta gengið djarflega til verks.
Flokkurinn hefur sýnt að í honum býr bæði
seigla og þor til að takast á við verkefnin
jafnt í meðbyr sem mótbyr.
hágé.
Olafsfirðingar fagna opnun jarðganga um Ólafsfjarðarmúla. Ljósmynd: HMP
Sú ákvörðun Alþýðubandalagsins að
ganga til liðs við afganginn af ríkis-
stjórninni árið 1988 hlaut að orka tví-
mælis eins og ástatt var. Innanhúss-
ástandið í flokknum var ekki upp á
marga fiska, lítið lát virtist á langvar-
andi deilum og burðir flokksins til að
takast á við erfið úrlausnarefni gátu
því virst litlir. Reynslan hefur aftur á
móti sýnt þá feikilegu seiglu sem í
flokknum býr.
S(ða 3
Þjóðviljinn Laugardagur 23. mars 1991