Þjóðviljinn - 05.04.1991, Síða 2

Þjóðviljinn - 05.04.1991, Síða 2
Guðlaugur Arason: 8. ágúst 1980. Föstudagskvöld. Skemmtistaðurinn Hollywood var þéttsetinn þetta kvöld eins og oft áður á föstudagskvöldum. Úti í homi skammt frá einum bamum sat ljós- hærður maður við borð, og virtist ekki finna ann- an tilgang með lífinu en að láta sér leiðast. Þetta var Heimir Jónasson. Og hann hafði kannski meiri ástæðu til þess en margur annar að brosa ekki ftaman í tilveruna. Einmitt þennan morgun var honum sagt upp vinnunni í Vöruflutninga- miðstöðinni, þar sem hann hafði þó unnið í nokkrar vikur. Og nú stóð hann uppi atvinnuiaus eina ferð- ina enn, gat ekki borgað leiguna af þessari her- bergiskytru, sem hann var búinn að eiga heima í undanfarin ár, og sá fram á það auma hlutskipti að þurfa að flytja aftur heim. Hann saup á glasinu og leit á klukkuna. Hún var að verða tólf. Hann böivaði í huganum því hann átti aðeins peninga fyrir einum einföldum. Og svo var nýbúið að hækka brennivínið eina ferðina enn. Heimir var að svipast um eftir einhverjum sem hann gæti iátið bjóða sér í glas, þegar allt í einu var gripið í axlimar á honum aftan frá og hann hristur svolítið til. Þegar hann leit upp sá hann Finn og Inga, gamia félaga sína, þar sem þeir stóðu og göptu hlæjandi yfir honum. - Blesaður gamli! sagði Ingi og lyfti glasi. Megum við ekki setjast héma? Heimir bandaði út hendinni til merkis um að leyfið væri veitt. - Annars á ég ekki þessa stóia, sagði hann og lifnaði allur við. Ég er bara gestur héma. -Nú, ég hélt að þú ættir staðinn maður, sagði Finnur og bauð þeim að reykja. Hvað er að ffétta, ertu ekki búinn að ná þér í neina gellu? - Nei, ég var bara rétt að koma maður, hvað er þetta, slappaðu af, nóttin er ung. Þeir skáluðu. Finnur og Heimir höfðu þekkst frá því þeir vom saman í bamaskóla. Ingi aftur á móti var Akureyringur sem fluttist til Reykjavíkur fyrir nokkrum áram ásamt móður sinni, sem var frá- skilin. Hann kynntist Heimi þegar þeir bjuggu í sömu blokk í Breiðholtinu. Ingi var að læra plötusmíði hjá Stálvík í Garðabæ og bjó nú í iitlu herbergi heima hjá móður sinni. Þeir félagar vora jafnaldrar, allir tuttugu og fjögurra ára. Finnur var aftur á móti sonur pabba síns heildsaians, og hafði ekki neina fasta atvinnu þessa stundina. Hann hafði alla tíð verið sjálf- kjörinn foringi í hópnum, var góður félagi og hugmyndaríkur. Finnur bjó heima hjá foreldram sínum í Garðabæ. - Við verðum bara að brjótast inn í Lands- bankann, sagði Ingi, þegar þeir höfðu allir verið búnir að kvarta yfir peningaleysi. - Frekar Seðlabankann, stakk Heimir upp á. Þar er guilið. Þeir skáluðu og Heimir tæmdi úr glasinu. - Finnur, býður þú ekki upp á glas, sagði hann. Ég er alveg gjörsamlega staur. Finnur dró upp veskið sitt og leit í það. Svo stóð hann á fætur og gekk að bamum án þess að segja orð. Eftir skamma stund var hann kominn aftur með þrjú glös sem hann setti á borðið. - Djöfull er að sjá þetta maður, sagði Heimir nokkra seinna, þegar þeir horfðu á barþjón vera að opna vodkakassa og setja flöskur upp i hillu. Haldiði að það væri munur að eiga einn svona kassa, maður gæti verið fúllur í heiia viku! - Heyrðu vinur, þetta er nú ekki mikið, sagði Ingi. Þegar ég átti heima fyrir norðan bjó flutn- ingabíistjóri í sama stigagangi og við. Hann kom stundum með fullan bíl af brennivíni frá Reykja- vík og lét standa á planinu fyrir utan hjá okkur alla nóttina. Fleiri hundrað kassa vinur. Eg sá einu sinni inn í bílinn hjá honum og það var bara vodka- veggurinn sko! Vá maður, það var alveg rosa- legt! - Gátuð þið ekki gómað einn kassadjöfúl? spurði Heimir. - Nei, blessaður vertu, þetta var allt saman harðlæst helvíti. Annars töluðum við nú stundum um það, því bíllinn stóð oft þama á planinu um helgar. Maður var að... - Af hveiju um helgar? greip Finnur fram í. - Ha...? Jú, ég held að hann hafi alltaf losað á mánudögum, þú veist. - Hann hefúr þá sennilega lestað bílinn héma í Reykjavík á fostudögum, sagði Finnur með nokkrum ákafa. - Já, sjálfsagt hefúr hann gert það, svaraði Ingi. En að sjá allt þetta brennivín vinur og vita af því þama inni í bílnum ha, það var alveg hrikalegt. Alveg... Ingi lauk ekki við setninguna heldur hristi höfuðið og gretti sig við minninguna. Keyrir hann ennþá þessi gaur? spurði Finnur. - Ég veit það ekki svaraði Ingi. Nei, ætli það. Og þó, það getur svo sem vel verið. - Ja, þó svo hann keyri ekki lengur, þá er auðvitað einhver sem flytur vínið norður. - Heyrðu, við rænum bara einum svona brennivínsfarmi, sagði Ingi og hló. Ekkert mál. Skál fyrir því! Heimir og Ingi skáluðu, en Finnur snerti ekki sitt glas. Hann kveikti sér í sígarettu og var hugsi. Já, af hveiju ekki? sagði hann allt í einu og blés frá sér reyknum. - Ha... hvað? sagði Ingi. - Við nælum okkur í einn svona farm, svar- aði Finnur eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það sló þögn við borðið. Heimir og Ingi vissu mæta vel hvemig Finnur hugsaði. Þegar honum datt eitthvað í hug, lét hann sjaldnast sitja við orðin tóm. - Þetta er ekki svo galin hugmynd, sagði Heimir loks. - Heldurðu að þetta sé svona ennþá? spurði Finnur og beindi orðum sínum til Inga. Ég meina, heldurðu að þeir flytji brennivínið ennþá norður um helgar? Ingi yppti öxlum. - Það var allavega svoleiðis með þennan karl. Finnur hallaði sér aftur á bak í stólinn og horfði glottandi á félaga sína. - Hvað ætli þeir fari með mikið í hverri ferð? - Blessaður vertu, mörg hundruð kassa, svar- aði Ingi um hæl. Nei, ég veit það ekki. Hundr- að... kannski tvö hundrað. - Svo seljum við þetta bara á svörtu, hélt Finnur áfram. Það dettur engum manni í hug að flutningabílar séu rændir á íslandi. Þetta er minnsta mál i heimi, bara að stoppa bílinn, binda bílstjórann og tæma allt helvítis klabbið yfir í annan bíl. Ekkert mál! Við getum farið með bíl- ana út fyrir veg þar sem enginn sér til okkar. - En hvað með bílstjórann? spurði Ingi. Hvemig getum við losað okkur við hann? - Við þurfúm ekkert að losa okkur við hann, svaraði Finnur um hæl. Við skiljum hann bara eftir í bílnum, svo einfalt er það. Það standa all- staðar flutningabílar við þjóðveginn og engann grunar neitt. - Já, en þeir era nú stundum með farþega með sér, sagði Ingi. Stundum tvo eða þtjá. Finnur horfði á hann. - Já, auðvitað. Helvítis, helvíti. Já, en þá er bara að taka sjensinn. Þetta getur aldrei gengið upp ef hann er með farþega. En pottþétt ef hann er einn. Alveg pottþétt! - Já, en ef, sagði Ingi og lagði þunga áherslu á hvert orð. - Þá er bara að hætta við og bíða eftir næstu ferð, svaraði Finnur. Svo einfalt er það. - Það er alveg meiriháttar plott, sagði Heim- ir. Finnst þér það ekki Ingi, nógir seðlar maður, ha! Ingi hugsaði sig um. - Já, þetta er alveg frábært, í alvöra! Við verðum bara að komast að því hvenær bíllinn fer norður að finna einhvem góðan stað þar sem við getum stoppað hann. Og svo verðum við auðvit- að einhvem veginn að redda bíl. - Blessaður vertu, sagði Heimir, það er ekk- ert mál. Það verður kannski erfiðara að finna ein- hvem góðan felustað. Kannski gætum við... — Nei, Signý! Hvað segirðu gott! sagði Finn- ur óeðlilega hátt og sneri sér að ljóshærðri stúlku sem hafði stansað við hliðina á honúm. Svo rétti hann upp höndina að félögum sínum til merkis um að þeir ættu ekki að tala meira um þetta í bili. Hann stóð á fætur og gaf sig á tal við stúlkuna. Eftir stutta stund hallaði hann sér að félögum sín- um og hvíslaði: - Þið steinhaldið kjafti. Þið megið ekki segja neinum frá þessu. Við ræðum betur um þetta á eftir, ég ætla aðeins að skreppa. Heimir og Ingi glottu og veifúðu. - Ingi, nú er komið að þér að fara á barinn, sagði Heimir og rak hnefann í öxlina á honum. Við verðum að skála fyrir þessu. Það verður ekki langt þangað til ég get boðið þér í glas. Og kann- ski get ég bara boðið þér upp á heilan kassa! Þeir hlógu. Allt í einu fannst þeim framtíðin björt. Kvöldið hafði tekið óvænta stefnu. En það var einmitt þetta kvöld sem þeir áttu allir eftir að rifja upp síðar meir, hver í sínu lagi og óska að það hefði aldrei komið. ÍRÓSA- •GARÐINUM ÞEIR VITRU SÖGDU Að lokum spyr Ómar Smári hvort þeir sem aka yfir á rauðu Ijósi séu einfaldlega ekki vitlaus- ari en þeir sem hafa vit á að stoppa. Tíminn HIN NÝJA PÓLIT- ÍSKA HUGSUN Það er ekki nóg að heimta bara ráðuneyti. Finnur Ingólfsson í Tímanum VÍSINDIN EFLA ALLADÁÐ Þær (dætumar) verða jú ófrískar, ekki synimir. Kynlífsfræöingur Pressunnar ÁHYGGJUEFNI ÞJÓDARINNAR Og að lokum: af hveiju flytur Sævar Karl ekki inn Boss- gard- ínuefni til að fúllkomna islensku fertugsafmælin? Pressan ÞEIR NAUTNA- SEGGIR! Svo er áreiðanlegt að margir fara til stórborgarinnar (New York) árlega einungis til þess að anda að sér lyktinni frá ristuðu hnetunum sem götusalamir bjóða.. DV ÞETTA ER BARA SPÉHRÆÐSLA JÚLLI! Við höfum nú bara hreinlega orðið vör við að fólk... er ekkert áffam um að gefa það upp í skoð- anakönnunum hvaða flokka það styður, vegna þess að það getur vænzt þess að verða fyrir alls konar áreitni og hremmingum í sinni vinnu ef það lýsir ekki yfir stuðningi við einhvem gömlu flokkanna. Júlíus Sólnes í Morgunblaöinu ER EKKI ÓDÝRARA AÐ HAFA KÓNG? Kosning Davíðs (Oddssonar) sem formanns hefúr því kostað um 26,5 starfsár. Það em álíka mörg ársverk og fara í að halda vatnveitum landsins gangandi. Pressan UNDUR HAG- SKÝRSLNANNA Sömuleiðis má gera ráð fyrir því að í stóm blokkinni í Æsufelli hafi 63 pör samfarir á hverri nóttu. Sama gildir um Stykkis- hólm. Pressan 2 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.