Þjóðviljinn - 05.04.1991, Qupperneq 4
Sjónvarp
Ég óttast
um mennina,
um okkur
Á skírdagskvöld sýndi sjónvarpið myndina
„Inúk - Saga leikhóps“, sem fjallar um
tilorðningu þeirrar íslenskrar leiksýningar
sem víða heíur farið.
Úr Inúksýningunni: Helga Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Brynja Benediktsdóttir.
4 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. apríl 1991
Frá Borgarskipulagi
Reykjavíkur
Samkeppni um hönnun húsa
yfir borholur Hitaveitu Reykjavíkur
Sýning á öllum tillögum sem bárust í keppnina stendur yf-
ir í Byggingaþjónustunni, Iðnaðarmannahúsinu, Hallveig-
arstíg 1.
Sýningin stendur til mánudagsins 15. apríl og er opin frá
kl. 10:00 til 18:00 virka daga og 14:00 til 16:00 laugar-
daga og sunnudaga.
Hitaveita Reykjavíkur
Borgarskipulag Reykjavíkur
Þarft verk var það að fá
þau Brynju Benediktsdóttur
leikstjóra Inúksýningarinnar
og Jón Hermannsson til að
gera kvikmynd um þetta efni.
Hún er byggð á upptökum frá
umræðum og ráðslagi í leik-
hópnum, æfingum og sýning-
um og ferðalagi ínúkhópsins
til vettvangskönnunar á
Grænlandi. Og verður úr öllu
saman heilleg heimildarmynd
og lífleg og sem fyrr segir:
þarfleg.
1 fyrsta lagi vegna þess að
sýningin var merkur viðburður á
sínum tima. Það tókst með að-
ferðum „verkstofú“ (sem voru
þá í tísku og skiluðu ekki alltaf
eins góðum árangri og hér) að
stilla saman strengi allra aðila
sýningar. Búa til leikverk sem í
senn var einskonar „kennslu-
leikrit“ með fróðleik um lífs-
háttu granna okkar í vestri og
um leið skemmtileg sýning, full
með hugvitsamlegar lausnir.
Myndin sagði ekki síst frá sögu
þessara lausna: hvemig sú hug-
mynd þróast að leikarinn sé allt:
persóna í ínúítaffjölskyldu með
aðild og rétti að tilverunni, sem
og rytmi starfsins og skemmtan-
anna, dýrin í náttúrunni og nátt-
úran sjálf: selur og hundur, ka-
jak og ár, ísbreiða og snjóhús.
Það var þessi samþætting, þessi
„gjömýting“ leikarans sem
gerði það að verkum að sýning-
in gat farið víða um álfúr og þá
m.a. til Suður-Ameríku og allir
skildu allt þótt talað væri á ís-
lensku. En síðast en ekki síst:
um leið og þetta var „þjóðfræði-
legt“ kennsluleikrit (með mann-
fræðingi að ráðunautgi, Haraldi
Olafssyni), þá var verkið einnig
að segja sögu sem kemur mörg-
um við. Söguna um það hvemig
nútíminn með sínu neyslujukki
og stórklikkaðri tmflun á sam-
bandi manns og náttúm ryðst
inn í líf smárra þjóða, sem búið
hafa utan við alfaraleið. Ryðst
inn með þeim gassa að fátt verð-
ur um vamir og á skammri stund
er líf og reynsla forfeðranna að
engu gjörð og ekkert komið í
staðinn nema brennivín, túrista-
at og dósahaugar. Ég veit ekki
lengur hvað ég á að kenna böm-
um mínum, segir einn úr ínúíta-
flokki að lokum. Ég óttast um
mennina, segja aðrir.
Það er ekki síst vegna þess
sem nú síðast var nefnt, að Inúk-
myndin var ágætt framtak. Hún
er ekki aðeins upprifjun, hún
minnir á mál sem var mikils um
vert og er enn. Líka hér á landi.
Við höfum til þessa verið góðir
með okkur Islendingar vegna
þess, að við höfúm þóst geta
tekið „nútímann" inn á okkur í
hæfilegum skömmtum. Melt
hann áður en hann gleypti okk-
ur. Haft í fúllu tré við hann. Og
það er ekki nema satt, að við
vomm betur undir hann búnir en
grannar okkar í vestri. Samt em
vissar hliðstæður í þeirra stöðu
og okkar, sem við skulum ekki
gera lítið úr. Allra síst nú á dög-
um Evrópubandalags: hvort
mundi þar ekki kominn sá
hrossaskammtur af „nútíma“
sem er okkur ofviða að gleypa
án þess að allur sérleiki okkar
kafhi? Gáum að þessu.
Árni Bergmann
í Háskólabíói
Niels-Henning
Það er lítið lát á uppákom-
um fyrir djassunnendur þessar
vikurnar. I mars var einna líkast
því að um sérstaka hátíð væri að
ræða í Reykjavík, nærri lá að
leikinn væri djass á Púisinum
við Vitastíg á hverju einasta
kvöldi í hálfan mánuð. Fjöldi
gesta erlendis frá, Frank Lacy
frá Bandaríkjunum, Pétur Öst-
lund frá Svíþjóð, bandaríska
hljómsveitin Full Circle þar sem
lslendingurinn Skúli Sverrisson
var fremstur í flokki, hópur
Norðmanna sem hinir óþreyt-
andi Húsvíkingar höfðu flutt til
landsins, enski saxófónleikarinn
John Miles og Hilmar Jensson
gítarleikari kom með banda-
ríska söngkonu með sér frá
Boston. Og er þá ótalin hin inn-
lenda hjörð. Næstkomandi
sunnudagskvöld heldur svo
danski kontrabassaleikarinn Ni-
els-Henning Örsted Pedersen
tónleika með tríó sínu í Háskóla-
bíói.
Niels-Henning Örsted Peder-
sen átti ólítinn þátt í djassbylting-
unni sem hófst á lslandi á síðari
helming 8. áratugarins. Sú bylgja
hreif með sér fjölda fólks sem
uppgötvaði eggjandi hryn djassins
og i þeim hópi vom margir ungir
hljóðfæraleikarar. NHÖP kom
hingað margsinnis á þessum ámm,
en trúlega hafa tríótónleikamir
með gítarleikaranum Philip Cat-
herine og trymblinum Billy Hart
vorið 1979 snúið flestum í átt til
ljóssins, öflugur kontrabassatónn-
inn, þær syngjandi línur sem gítar-
leikarinn töfraði fram úr hljóðfær-
inu og ólgandi ryþminn í tromm-
unum vom ómótstæðileg blanda.
Það var nútímalegur sprengikraft-
ur í því tríói, sem kallaði fram fjör-
legt og opið spil hjá danska bassa-
tröllinu. Og nú, tólf árum síðar,
kemur Niels-Henning aftur með
áþekkt tríó, kontrabassi, gítar og
trommur. Gítarleikarinn heitir Ulf
Wakenius, sænskrar ættar, fremur
ókunnur íslendingum enn sem
komið er, en vegur hans hefur far-
ið ört vaxandi í hinum alþjóðlega
djassheimi undanfarin ár. Það má
merkja af því að bandaríska plötu-
fyrirtækið Blue Note hefur nýlega
tekið hann upp á arma sína og ekki
alls fyrir löngu hljóðritaði hann í
New York, með m.a. Randy Brec-
ker og Jack de Johnette. Trymbill-
inn í tríóinu er bandarískur, Alvin
Queen að nafni. Hann hefur spilað
með stómm hópi hinna mætustu
djassmanna, fjölhæfur vel og einn
af fáum trommuleikumm sem El-
vin Jones hefur heiðrað með því
að kalla fóstursyni sína.
Hér er því traustur mannskap-
ur á ferð og trúlega rétt fyrir djass-
unnendur að festa sér miða í tíma,
en eins og kunnugt er hlaut Niels-
Henning tónlistarverðlaun Norð-
urlandaráðs nú nýverið og því ekki
ótrúlegt að ýmsir utan safnaðar
mæli á djassmessuna sem hefst í
Háskólabíói kl. 20 á sunnudags-
kvöldið.
Tómas R. Einarsson
KEVt
H0BBY
HÁÞRÝSTIDÆLAN
A auðveldan hátt
þrííur þú:
Bílinn, húsið,
rúðurnar,
veröndina o.fl.
Úrval aukahluta!
Hreinlega allt til hreinlætis
REKSTRARVÖRUR
Rettarhálsi 2 - 110 R vik - Símar 31956-685554