Þjóðviljinn - 05.04.1991, Síða 6
Saddam - eftir
ailtsaman stend-
ur hann ekki
tekur fallið
af Saddam
Ráðamenn í Washington hafa komist að þeirri niðurstöðu að heppileg-
ast sé fyrir Bandaríkin að Saddam íraksforseti verði við völd áfram. Horf-
ur eru á að sú afstaða leiði til einhverra mestu fjöldamorða í þeim heims-
hluta á þessari öld
Ræðið við frambjóðendur
G -listans!
Næstu vikur munu frambjóðendur
G-listans í Reykjavík skiptast á
um að vera til skrafs og ráðagerða
á skrifstofu listans, Laugavegi 3,
4. hæð, sími 628274.
í kvöld, föstud. 5. apríl, verður
Kolbrún Vigfúsdóttir fóstra, til
viðtals milli kl. 17 og 22.
Lítið inn í kaffi og spjall.
G-listinn í Reykjavík
Fyrir rúmum mánuði voru Vesturveldin, og
alveg sérstaklega Bandarikin, ákaflega hress
yfir sigri sínum í Persaflóastríði, sem út frá
hemaðarlegum sjónarmiðum séð var með
mesta móti. Bandamannaherinn var að vísu há-
tæknilegri en sá íraski, en sá síðamefndi var
eigi að síður ekki á vanþróunarstigi, þegar á
heildina var litið, heldur var Ir-
ak þvert á móti fyrir það stríð
eitt öflugustu hervelda heims.
Bandaríkjamenn vom sér-
staklega kátir yfír því að þeir
höfðu með sigri þessum endur-
heimt heiður hers síns að þeim
fannst, losað sig við „víetnam-
flækjumar.11
Þrýstingur frá
Saúdum
En sá sigurbikar er þegar
orðinn galli blandinn. Þessa
dagana era horfúr á að sigur
Bandaríkjanna og bandamanna
þeirra á írak leiði til mestu
fjöldamorða i sögu Vestur- As-
íu frá því að Tyrkir myrtu eina
til tvær miljónir Armena í
heimsstyijöldinni fyrri og
næstu árin þar á eftir. Kúrdar
era sagðir í miljónatali á flótta
undan Iraksher og telja sér
dauða búinn eða nauðungar-
flutninga komist þeir ekki und-
an þeim her. Ut frá fyrri reynslu
Kúrda af Saddam verður ekki
sagt að sá ótti sé ástæðulaus.
Kendal Nezan, forstöðumaður Kúrdastofh-
unar í París, sagði í gær í grein í dagblaðinu Li-
beration að hin „nýja heimsskipan" George
Bush, Bandaríkjaforseta, hefði verið „skírð upp
úr hræsni, falinni undir flkjublaði ekki- íhlutun-
ar.“ I greininni heldur Nez-
an því fram að Bush hafi í
þessum efnum látið undan
þrýstingi frá sumum granna
Iraks, sérstaklega Saúdi-
Arabíu. „Irak lýðræðis,
fjölræöis og veraldar-
hyggjustjómar er í augum
margra nágranna jafhvel
enn hættulegra en skrið-
drekar og Scud- eldflaugar
Saddams Husseins," skrifar
hann. „Þeir vilja heldur her-
foringjaeinræði súnna, sem
þeir vona að halda muni
Kúrdum og sjítum niðri og
ganga mótþróalaust að
kröfum bandamanna. Lýð-
ræðislegri Iraksstjóm væri
hinsvegar trúandi til að
neita að greiða þær gríðar-
háu stríðsskaðabætur, sem
krafist er til bóta fyrir
stríðsglæpi Saddams.“
Nezan heldur því enn-
fremur fram að lýðveldi-
svarðliðið íraska, úrvalslið
Saddams sem í era nær ein-
göngu súnnatrúaðir arabar,
Bush - flugher hans ræður þvf sem
hann vill yfir Irak.
hafl sloppið miklu betur úr Persaflóastríði en
látið hefur verið í veðri vaka. Telur Nezan að
Bandaríkjaher hafi hlíft því að beiðni Saúdi-ar-
aba. Og fréttir af írösku uppreisnunum benda til
þess að það hafi einkum verið varðlið þetta,
sem bældi þær niður.
Upplýsingar í bandarískum fjölmiðlum og
sumar beint frá þarlend-
um ráðamönnum era á þá
lund að ekki verður betur
séð en að Nezan fari að
miklu leyti með rétt mál.
Ljóst er orðið að um
það leyti sem Kúvætorr-
usta var að vinnast var
ágreiningur um það með-
al helstu ráðamanna
Bandaríkjanna, hvað gera
skyldi næst. Norman
Schwarzkopf, yfirhers-
höfðingi bandamanna-
hers og af löndum sínum
Bandaríkjamönnum nú
dáður sem einn þeirra
snjallari af herstjómend-
um sögunnar, vildi að
sögn stíma með skrið-
drekana beint til Bagdað
og steypa Saddam, enda
allar líkur á að það hefði
orðið hægt verk.
Schwarzkopf hefúr gefið
í skyn að það hafi upphaf-
lega verið ætlunin. En
stjómmálamennimir í
Washington ákváðu að
horfið skyldi frá því ráði.
Meðal valdamestu manna i Hvita húsi og
Pentagon var einnig ágreiningur um hvemig
bregðast skyldi við uppreisnum sjíta og Kúrda,
sem hófúst þegar að suðurher íraka sigraðum.
Fyrst var sú skoðun ofan á að uppreisnarmenn
skyldu hvattir og studdir, en síðan var blaðinu
snúið við. „George Bush hafði persónulega og
opinberlega fúllvissað kúrdneska og sjítíska
uppreisnarmenn um að Saddam Hussein yrði
ekki leyft að hreyfa stríðsþyrlur sínar frá jörðu.
En hershöfðingjar hans (Bush) þar hafa viður-
kennt að þeir hafi verið „plataðir" til að lofa
þyrlunum að fljúga,“ skrifar William Safire,
þekktur dálkahöfúndur, í New York Times.
Hræðsla við íslamsbylt-
ingu og lýðræði
Safire skrifar að af bandarískum ráðamönn-
um hafi Colin Powell, yfirhershöfðingi, beitt
sér mest fyrir því að hætt skyldi að stríða þegar
eftir Kúvætorrustu og látið vera að ganga milli
bols og höfúðs á íraska hemum. Powell hefúr
reynslu frá Víetnam að baki og líklega hefur
honum verið efst í hug að Bandaríkjamenn
skyldu forðast að flækjast í innbyrðis illindum
íraka. Hann kvað og hafa verið hræddur um að
bandarísk hemaðaríhlutun í írak kynni að bjóða
heim skæðum sjálfsmorðsárásum af því tagi,
sem Bandaríkjaher fékk að kenna á í Líbanon.
Undir með honum tók James Baker, utan-
ríkisráðherra, og segir Saflre að fúrstar Saúdi-
Arabíu hafi átt dijúgan þátt í að hann gerði svo.
Uppreisn Írakssjíta, bandamanna og trúbræðra
6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. apríl 1991