Þjóðviljinn - 05.04.1991, Side 7
Kúrdnesk flóttabörn i Tyrklandi. I þann hóp bætast nú mörg fleiri, önnur
deyja á leiðinni.
íransklerka, virðist hafa lostið þá
Saúdfrændur skelfingu. Þeir vilja
síst af öllu fá yfir Irak sjítastjóm
svipaða þeirri sem er í Iran og í
bandalagi við hana og litlu eða
engu betur líst þeim á horfumar á
því að við af einræði Saddams og
Baath-flokksins tæki lýðræðisleg
stjóm (sem uppreisnarmenn bæði í
suðri og norðri sögðust ætla að
koma á fót) eítir fyrirmyndum frá
Vesturlöndum. Frá slíkri stjóm
myndu að líkindum berast til mið-
aldalegs fjölskyldueinræðisríkis
Saúdanna áhrif, sem þeim em ekki
fremur að skapi en íslamsbylting
Khomeinis heitins.
Heyrst hefur að áhrifamiklir
Israelar hafi í þessu verið á likum
nótum og Saúdar. Þeir hafi óttast að
stofnun kúrdnesks ríkis, sem kynni
að leiða af sigri uppreisnarmanna,
yrði Palestínumönnum, sem vilja
koma upp eigin ríki, hvatning.
Umhyggja fyrir
óbreyttum
landamærum
Dick Cheney, vamarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, er sagður hafa
stutt þá Baker og Powell í þessu
máli, þó ekki án hiks. Gegn þeim
mölduðu helst í móinn Brent
Scowcroft, þjóðaröryggisráðunaut-
ur Bandaríkjaforseta, og Dan Qua-
yle varaforseti.
En nokkuð ljóst er að afstaða
Bandaríkjastjómar til Iraksupp-
reisna, sem eðlilegt er að uppreisn-
armenn líti á sem svik við sig, kom
ekki eingöngu til vegna þrýstings
frá Saúdi-Arabíu og hugsanlega
fleiri aðilum í Austurlöndum nær.
Hvíta húsið hefur ekki síður en
Saúdar illan bifúr á þeim mögu-
leika að sjitar, meirihluti íbúa í Irak,
kæmust þar til valda. Útkoman úr
því gæti orðið sú að það yrði Iran,
sem fjandsamlegra er Bandaríkjun-
um en flest önnur riki heims, yrði
sá aðili sem mest hefði út úr Persa-
flóastríði.
Ennffemur vom nokkrar líkur á
að sigur uppreisnarmanna leiddi til
þess að Irak skiptist í raun í þtjú ríki
sjíta, súnna og Kúrda. Fyrir utan
áhyggjur af Iransklerkum er Banda-
ríkjastjóm sögð hafa óttast að kúrd-
neskt sjálfstjómarsvæði í Norður-
Irak yrði háð Tyrkjum (út ffá sam-
böndum írask-kúrdneskra upp-
reisnarsamtaka við Tyrklands-
stjóm) og að Assad Sýrlandsforseti
kynni að seilast til áhrifa í sundmðu
írak gegnum liðsmenn Baath-
flokksins þar, sem em jú þrátt fýrir
allt sem á milli hefur borið flokks-
bræður hans. Engin ástæða er til að
ætla að Bandaríkjastjóm telji sér i
hag að nokkur þessara aðila eflist
meira en orðið er vegna ósigurs
Saddams í Kúvætormstu.
Þegar allt kemur til alls var ein
af grundvallarástæðunum til þess
að Bandaríkin fóm í Persaflóastríð
að þau vildu varðveita þau landa-
mæri sem ákveðin vom í Vestur-
Asíu í lok heimsstyrjaldarinnar
fyrri. Um að varðveita þau hafa
stórveldin hingað til verið að mestu
sammála, sem og ríki þess heims-
hluta yfirleitt. Þetta er gmnnástæða
þess hve sjálfstjómar- og sjálfstæð-
iskröfur Kúrda hafa fengið litlar
undirtektir.
Hin sam-
einandi öfl
Núverandi ráðamenn í Wash-
ington em að því leyti sama sinnis
og fyrirrennarar þeirra að þeir telja
áhættuminnst, séð frá bandarískum
hagsmunasjónarhóli, að þar eystra
verði áfram allt við það sama í þeim
efnum.
Leslie H. Gelb, annar þekktur
dálkahöfúndur bandarískur, skrif-
aði í New York Times meðan vissar
líkur vom á að Bandaríkin væm
hliðholl uppreisnarmönnum í Irak,
að ef Bush vildi koma í veg fyrir að
það ríki sundraðist yrði hann að
hætta við „að eyðileggja einu öflin,
sem halda því saman, Baath-flokk
Saddams og her hans. Að viðhalda
írak í heilu lagi ætti að ganga fyrir
því að steypa Saddam af stóli.“
Og það ráð tók Bush eftir að
hafa hikað og tvístigið um hríð.
Hann túlkaði vopnahlésskilmálana,
sem hann og bandamenn hans settu
íraksstjóm, fyrst í stað svo að Iraks-
her mætti ekki hreyfa neinar stríðs-
flugvélar frá jörðu, stríðsþyrlur
ekki heldur. Baker utanríkisráð-
herra gaf meira að segja eitt sinn í
skyn að Bandaríkin styddu upp-
reisnarmenn á laun.
Saddam tók
Bush á orðinu
Ekki virðist vafi á því að þetta
hafi orðið til þess að uppreisnar-
menn hafi talið víst að Bandaríkin
væm þeirra megin. En svo skipti
um; Bandaríkjastjóm túlkaði
vopnahlésskilmálana upp á nýtt og
nú á þá leið, að Iraksstjóm væri
fijálst að gera það með þyrlur sínar
sem hún vildi. I því tók Saddam
Bush á orðinu og þyrlumar, sem
uppreisnarmenn höfðu litlar vamir
gegn, vora það vopn sem hann
bældi uppreisnimar niður með,
fyrst og fremst. Raunar beitti Sadd-
am einnig öðmm stríðsflugvélum
gegn Kúrdum, án þess að Banda-
rikin gerðu mikið til að koma í veg
fyrir það.
Síðan Persaflóastríði lauk halda
Bandarikjamenn næstum fimmta
hluta Iraks (mestum hluta eyði-
merkurinnar suður af Mesópótam-
íu) hemumdum. Flugher þeirra
ræður því sem þeir vilja yfir Irak,
hefúr þaðan eftirlit með flestu sem
gerist á jörðu niðri og hefði átt hægt
með að koma í veg fyrir að nokkrar
íraskar stríðsflugvélar, þ.á m. þyrl-
ur, tækju sig á loft, ef þeir hefðu
það viljað.
Niðurstaðan hjá Bandarikja-
stjóm hefúr orðið sú, að þegar búið
sé að draga úr Saddam lengstu víg-
tennumar sé eflir alltsaman álitleg-
asti valkosturinn að hafa hann
áfram við völd.
-dþ
Föstudagur 5. apríl 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7
Efi um verð-
leika babellu
Páfagarður hefur að sögn al-
þjóðlegra samtaka á vegum
gyðinga ekki tekið mjög vel í
það að ísabella Spánardrottn-
ing (1451- 1504) verði lýst bless-
uð. Benda menn í þeim stað á að
ísabella stóð að því að neyða
gyðinga og múslíma í ríki sinu
til að kristnast og rak úr landi
þá er ekki gengust undir það.
Að lýsa látna persónu bless-
aða er mikilvægt skref í þá átt að
hún verði gerð að dýrlingi.
Spænskir kaþólikkar vilja að páfi
lýsi Isabellu blessaða í tilefni 500
ára afmælis Ameríkufundar Kól-
umbusar næsta ár, en drottning
styrkti hann til þeirrar ferðar.
Telja velunnarar Isabellu hana
hafa unnið með því til dýrlings-
tignar, þar eð þessi sigling Kól-
umbusar hafi Ieitt til þess að Suð-
ur- og Mið-Ameríka urðu kaþ-
ólskar.
Max Frisch látinn
Svissneski rithöfundurinn
Max Frisch lést í Zurich í
gær, 79 ára að aldri. Hann var
tvímælalaust þekktasti rithöf-
undur síns heimalands á þessari
öld. Verk hans fjalla oft um
sektarkennd nútímamannsins,
fordóma, frelsisþrá og leit að
sjálfsímynd. Meðal þekktustu
leikrita hans eru Kínamúrinn
(1947), Don Juan eða ástin á
flatarmálsfræði (1953), Bieder-
mann og brennuvargarnir
(1958) og Andorra (1961), en
tvö þau síðastnefndu hafa verið
sviðsett hér á landi. Þekktustu
skáldsögur hans eru Stiller
(1954), Homo Faber (1957),
Mein Name sei Gantenbein
(1964) og Montauk (1975).
Max Frisch var gagnrýninn á
svissneskt þjóðfélag og sagði
Svisslendinga bæði huglausa og
óframsýna og yfirgaf hann heima-
landið um tíma og settist að í
Róm, Berlín og New York. I bók
sinni Stiller sagði hann að Sviss-
lendingar liðu af stöðugum ótta,
ótta við Iífið, við breytingar, við
framtíðina og við það að deyja án
líftryggingar.
Frisch hóf feril sinn sem
blaðamaður en fyrsta saga hans
kom út árið 1934. Hann kynntist
Bertold Brecht 1948, og hafði
Brecht mótandi áhrif á hann sem
leikritaskáld.
Þótt Max Frisch væri vinstri
sinnaður var hann aldrei flokks-
bundinn. Hann gagnrýndi sviss-
neska herinn og tók virkan þátt í
umræðu um hann fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðsluna 1989, þar sem
35% Svisslendinga létu í ljós ósk
sína um að svissneski herinn yrði
lagður niður. Komst bæklingur
hans um svissneska herinn á met-
sölulistann i Sviss 1989.
Árið 1981 sagði Frisch að
hann dreymdi oft um dauðann án
þess að óttast hann. Hann sagðist
skynja dauðann sem algjört til-
vistarleysi og trúði því ekki á líf
eftir dauðann. ólg/reuter
Berfættur í snjónum
„Eg sá fótalausan mann, sem
ýtt var áfram í hjólastól, konu sem
var að fæða fýrir tímann og skreið í
skjól á milli kletta og grátandi
dreng, sem gekk berfættur í snjón-
um,“ sagði fréttamaður við breska
útvarpið í fyrradag eftir að hafa lagt
leið sína framhjá ótölulegum fjölda
kúrdneskra fióttamanna í snævi
þöktum ljöllum íraksmegin við
irask-tyrknesku landamærin.
„Þama er frost á nóttinni, bitur
vindur næðir um fjallshrygginn en
samt bætast þar við hundmð manna
á klukkustund hverri.“
Tyrkneskir landamæraverðir
hindmðu þá fióttafólkið í að kom-
ast yfir landamærin, en nú hefur
tyrkneska stjómin sagt að því verði
leyft að fara yfir þau.
Þingsigrar Jeltsfns
Þjóðfulltrúaþing Rússlands
samþykkti í gær að veita Borís for-
seta Jeltsín aukin völd, með hlið-
sjón af erfiðleikum í efnahagsmál-
um, og að forseti sambandslýð-
veldisins verði hér eflir kosinn í
beinum kosningum. Hér er að vísu
um bráðabirgðasamþykktir að ræða
og verður að taka þær til nánari
meðferðar áður en þær verða sam-
þykktar til fullnustu. Þetta er þó
vemlegur sigur fyrir Jeltsín, en lík-
legast er talið að hann næði kjöri
sem forseti i beinum kosningum.
Talið er að vandræðaástand það,
sem hlotist hefur af verkfalli kola-
námumanna, hafi orðið til þess að
sumir þingmanna, sem áður vom
mótsnúnir Jeltsín eða beggja
blands, hafi snúist til fýlgis við
hann.
Verkfall áfram
Vonir um að sovéska kola-
námumannaverkfallinu væri að
ljúka bmgðust í gær er verkfalls-
menn höfnuðu tilboði stjómvalda
um launahækkun. Segjast námu-
menn ætla að halda verkfallinu
áfram þangað til pólitískum kröfum
þeirra hafi verið sinnt. Þeir krefjast
þess m.a. að Gorbatsjov segi af sér
embætti Sovétríkjaforseta og að
æðstaráð Sovétríkjanna verði leyst
upp.
Umsjón:
Dagur
Þorieifsson
SJCEnnTTJCVOLD
til heiðurs
fteír (iunncit s s lj ní
aíþíngísmanní
laugardaginn 6. apríl kl. 20.30
í Firðinum v/Strandgötu ,Fiafnarfirði
Tjöibreytt skemmtíatríðt
iDcmsteiFur aö íohínní dugsturú
cAiíír veCkomnír
Húsið opnar kl.20
Miðaverð kr. 500,-
Mætum vel og
Nefndin.
stundvíslega.